Morgunblaðið - 17.08.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Það er verið að etja okkur saman
við leikskólakennara, það er bara
þannig. Ég hélt ekki að sveitarfélög-
in myndu leggjast svona lágt og mér
er gróflega misboðið,“ segir Sóley
Valdimarsdóttir, leikskólastjóri á
Dalborg á Eskifirði.
Aukin harka er hlaupin í kjara-
deilur Félags leikskólakennara og
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og nú hefur leikskólastjórum verið
stillt upp í pattstöðunni miðri. Deilt
er um framkvæmd yfirvofandi verk-
falls, en lögfræðingar Kennarasam-
bands Íslands og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga eru á
öndverðum meiði í túlkun sinni.
KÍ hefur sett þá viðmiðunarreglu
að loka verði deildum, ef deildar-
stjórinn er í Félagi leikskólakenn-
ara. Samband íslenskra sveitarfé-
laga telur hinsvegar að halda beri
starfseminni áfram, með því starfs-
fólki sem ekki er í verkfalli. Þar er
fyrst og fremst um að ræða ófaglært
starfsfólk, sem stendur utan Félags
leikskólakennara.
Í bréfi sem Sambandið sendi til
sveitarfélaga og leikskólastjóra í
gær segir að leikskólastjóri hafi
óskorað vald til að flytja undirmenn
sína milli deilda og gera aðrar ráð-
stafanir til að leikskólastarfið trufl-
ist sem minnst. Ljóst er að verði
þessi túlkun ofan á verður talsvert
minni röskun af verkfallinu en ella,
því faglærðir leikskólakennarar eru
í minnihluta starfsfólks.
Ákvörðunin sveitarfélaganna
Ingibjörg Kristleifsdóttir, for-
maður Félags stjórnenda leikskóla,
segir hinsvegar að með bréfinu sé
verið að hvetja leikskólastjóra til
verkfallsbrots.
„Leikskólastjórar munu sinna
sínum starfsskyldum af heilindum
hér eftir sem hingað til, en þeir eiga
að okkar mati hvorki að ganga í störf
leikskólakennara né fá aðra til þess,
og þar með eru talin störf deildar-
stjóra.“
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður
samninganefndar sveitarfélaganna,
segir að á endanum sé það ákvörðun
hvers sveitarfélags fyrir sig hvernig
starfsemi verður háttað í verkfalli.
„Sveitarfélögin reka leikskólana
og væntanlega munu þau gefa út til-
kynningar til foreldra.“ Aðspurð
hvort látið verði reyna á ágreining-
inn þegar verkfall hefst 22. ágúst
segir Inga að það sé til skoðunar.
„Það eru nokkrir dagar í verkfall og
mjög mörg álitamál sem fara þarf
yfir. Okkar afstaða er alveg skýr, en
hvað við gerum með það eigum við
eftir að setja nákvæmlega niður.“
Skilaboðin sem leikskólastjórn-
endur fá um framkvæmd verkfalls-
ins eru því mjög misvísandi en heyra
mátti á þeim leikskólastjórum sem
Morgunblaðið ræddi við í gær að
þeim fannst þeim stillt upp við vegg.
„Ég verð að hlýða mínum yfirmönn-
um, en ég stend líka með minni
stétt,“ segir Alda Agnes Sveinsdótt-
ir, leikskólastjóri á Stekkjarási í
Hafnarfirði, einum af stærstu leik-
skólum landsins.
Verkföll verða að vera beitt
Alda segir að foreldrar spyrji
mikið um á hverju sé von, til þess að
geta gert ráðstafanir, en fátt sé um
svör á meðan staðan sé svo óljós.
„Við viljum auðvitað halda áfram
því starfi sem við erum búin að
skipuleggja. En það er þetta með
verkföll, þau þurfa að vera beitt til
þess að hafa áhrif. Okkur þykir leitt
að þetta komi niður á börnunum, en
það er einhugur um að kennararnir
eigi rétt á þessari leiðréttingu og
þeir ætla sér að ná því fram.“
Sóley Valdimarsdóttir á Dalborg
segir einnig að leikskólastjórar verði
að hlíta því ef sveitarfélögin ákveði
að leikskólinn skuli vera opinn, en
hún sé ekki sátt við að vera sett í
þessa stöðu. „Við vorum eitt félag
þar til fyrir stuttu, en þó að við séum
orðin tvö félög núna erum við ein
rödd og við stöndum algjörlega með
okkar fólki.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikskólalóðin Verkfall mun hafa slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og lamandi áhrif á samfélagið í heild, að mati samtakanna Heimili og skóli.
Aukin harka í kjaradeilu
Leikskólastjórar segja sér stillt upp við vegg Sveitarfélögin sökuð um að
hvetja til verkfallsbrota Leikskólakennarar í verkfall á mánudag að óbreyttu
Hvernig sem fer er ljóst að fari
leikskólakennarar í verkfall
verða áhrif þess víðfeðm í sam-
félaginu. Um 19.000 börn eru í
leikskólum landsins og að baki
þeirra standa þúsundir foreldra
sem þurfa að sækja vinnu.
Vinnuveitendur fylgjast því
grannt með þróun mála og sum-
staðar verður gripið til ráðstaf-
ana vegna starfsmanna sem
eiga lítil börn. Þau svör bárust
frá nokkrum fyrirtækjum að
ekki kæmi til umræðu að bjóða
upp á barnapössun, enda fælist
í því mögulegt verkfallsbrot.
Flestir vinnuveitendur segjast
hinsvegar munu sýna sveigj-
anleika og sýna fjarveru foreldra
skilning. Sumstaðar kemur til
greina að börnin fylgi með í
vinnuna, annars staðar að for-
eldrar vinni að heiman ef hægt
er.
Vinnustaðir gera ráðstafanir
HEFUR ÁHRIF Á ÞÚSUNDIR FJÖLSKYLDNA
TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU:
Veiðiréttur til 10 ára
í boði fyrir félag í veiðitengdri ferðaþjónustu
Hreindýraveiði
á Grænlandi
Caribou Greenland A/S er félag á gömlum grunni, en með nýjum
fjárfestum, sem hefur umráð yfir 150.000 hektara (1.500 ferkílómetra)
jarðnæði syðst á Grænlandi. Á svæðinu er m.a. hreindýrastofn á
stærð við þann íslenska og margar góðar ár, fullar af bleikju.
Félagið hefur falið KONTAKT að finna öflugan aðila sem hefur áhuga,
vit og fjárhagslega burði til að byggja upp veiðitengda ferðaþjónustu
á svæðinu við hlið hreindýrabúskapar sem Caribou Greenland mun
stunda. Áhugasamir hafi samband við Jens Ingólfsson eða Gunnar
Svavarsson fyrir 26. ágúst í síma 414 1200.
H
a
u
ku
r
0
8
.1
1
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
„Það er stanslaust partí og aug-
ljóst að maðurinn er að selja dóp.
Það er margbúið að kalla til lög-
regluna og hún virðist ekki hafa
nein úrræði,“ segir fólk sem býr í
fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu og
er að gefast upp á nábýli við um-
ræddan mann. Fólkið vill ekki
koma fram undir nafni enda segist
það dauðhrætt við viðkomandi að-
ila. Ástandið sé verst á nóttunni en
þá sé enginn svefnfriður. Stöðugur
straumur sé af ýmiss konar fólki
og þung bassatónlist í botni allan
daginn.
Maðurinn sé í íbúð sem sé í ein-
hvers konar greiðsluskjóli þannig
að það sé ekkert hægt að gera.
Hvorki láta selja íbúðina né láta
manninn flytja út. Fólk sé því kom-
ið á þá skoðun að setja íbúðir sínar
á sölu og flytja út sem fyrst. Allir
íbúar hússins hafi kallað lögregl-
una út að nóttu til og eins sé búið
að hafa samband við fíkniefna-
lögregluna. Hins vegar nái málið
ekki lengra þar og engin úrræði
virðist vera til staðar.
Ferlið strangt og hægvirkt
Fólkið segir hægt að fara í það
ferli sem Húseigendafélagið mælir
með. Þar þurfi hins vegar að hafa
sannanir. Þó að lögreglan komi að
nóttu til og allt sé brjálað hafi hún
ekki leyfi til að fara inn í húsið
vilji húsráðandi ekki hleypa henni
inn. Þar gagnist skýrslugerð því
ekki mikið til sönnunar. En í um-
fjöllun Morgunblaðsins í gær kom
fram að samþykki 2⁄3 íbúa þarf á
húsfélagsfundi til að gefa út við-
vörun og fara síðar fram á útburð
vegna grófra og ítrekaðra brota.
Segjast uppgefin og blöskrar
úrræðaleysi lögreglunnar
Íhuga að selja eða flytja sjálf út til að losna við grannann
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ekki nóg Lögregla er iðulega köll-
uð til vegna erfiðra nágranna.
Leikskólastjórar og aðstoðarleik-
skólastjórar eru ekki í Félagi leik-
skólakennara heldur í Félagi stjórn-
enda leikskóla. Gæti það haft áhrif á
hvort deildir verði opnar í sumum
leikskólum ef til verkfalls kemur
næsta mánudag. Í leikskólum þar
sem eru þrjár deildir eða færri er
ætlast til þess að aðstoðarleik-
skólastjóri gegni líka stöðu deild-
arstjóra. Því má vera opið á þeirri
deild sem hann stjórnar. En það yrði
að fækka börnum á deildinni sem
nemur stöðum menntaðra leikskóla-
kennara sem þar vinna. Aðeins þeir
starfsmenn sem eru ekki í Félagi
leikskólakennara mega mæta til
vinnu.
„Það sem ég veit núna er að þar
sem aðstoðarleikskólastjóri er með
deildarstjórn verður opið, en í pró-
sentuvís við það hlutfall sem aðstoð-
arleikskólastjóri er deildarstjóri, en
hann getur verið í 80% stöðu. Þeir
eru yfirleitt ekki í 100% stöðu sem
deildarstjórar því þeir eru með
stjórnunarhlutfall líka. En það má
ekki flytja börn af öðrum deildum
yfir á þá deild sem verður opin,“
segir Ólafía Björk Davíðsdóttir leik-
skólastjóri Stakkaborgar sem er
þriggja deilda leikskóli.
Helga Alexandersdóttir, leik-
skólastjóri Laugaborgar og Lækja-
borgar, sem er einn stærsti leikskóli
höfuðborgarsvæðisins eftir samein-
ingu, með um 160 börn, segir að hjá
sér yrði öllu lokað.
„Ég er með fagmenntaða deild-
arstjóra á öllum stöðum og öllum
deildum verður lokað. Ég er með sjö
deildir og þær verða átta 1. sept-
ember. Samkvæmt minni túlkun og
þeirri túlkun sem hefur alla tíð verið
í gangi er það svo að ef deildarstjóri
er leikskólakennari þá verður deild-
inni lokað, þá mega engin börn
koma á þá deild.“ ingveldur@mbl.is
Opnar
deildir í litlum
leikskólum
Stjórnendur leik-
skóla í öðru félagi
Morgunblaðið/Ómar
Leikið Sumar leikskóladeildir verða
jafnvel opnar ef til verkfalls kemur.