Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 9
BAKSVIÐ
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Við fjárlagagerð í fyrra var hluta
niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu
fyrir árið 2011 frestað um eitt ár í
kjölfar mikillar óánægju. Þar af leið-
andi mega heilbrigðisstofnanir
vænta mikils niðurskurðar með fjár-
lögum næsta árs sem nú er unnið að.
Verði af niðurskurðinum kann
sjúkrahúsþjónusta jafnvel að leggj-
ast af á stórum hluta landsins.
Jón Helgi Björnsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga,
segir að áætlanir geri ráð fyrir um
140 milljóna króna niðurskurði hjá
stofnuninni á næsta ári. En á síð-
ustu þremur árum hafi tekist að
lækka kostnað við stofnunina að
raungildi um 24%. Heilbrigðisstofn-
unin rekur sex heilsugæslustöðvar:
á Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn,
Kópaskeri, Reykjahlíð og Laugum
auk Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsa-
vík. „Starfsemin hefur haldist nokk-
urn veginn óbreytt hingað til en
slíkt er útilokað ef 140 milljóna
niðurskurður gengur í gegn á næsta
ári,“ segir Jón Helgi. Stofnunin sé á
áætlun, miðað við núverandi fjárlög,
en það hafi þó verið mjög erfitt þar
sem þeim hafi verið gert að skera
niður um 100 milljónir. „Við höfum
þurft að fækka starfsfólki um 10%
síðustu tvö ár en það jafngildir 11
stöðugildum.“
Bjartsýnn á endurskoðun
Jón Helgi segir 140 milljóna
króna niðurskurð í raun þýða lokun
á sjúkradeild, lyflækningum og
skurðþjónustu. Það eina sem stæði
eftir væri hefðbundin heilsugæslu-
þjónusta og öldrunarrými. „En við
erum bjartsýn á að menn endur-
skoði þetta. Ég hef fengið svar frá
ráðuneytinu um að þetta verði skoð-
að á nýjan leik. En niðurskurðar-
hugmyndirnar hafa þó ekki verið
dregnar til baka,“ segir Jón Helgi.
Umtalsverðar framkvæmdir eru
fyrirhugaðar í umdæmi heilbrigðis-
stofnunar Þingeyinga. Landsvirkjun
hefur hafið undirbúning að gerð
jarðhitavirkjana auk þess sem stór-
iðja hefur ekki verið slegin út af
borðinu. Ljóst er að framkvæmd-
irnar munu styrkja samfélög nyrðra
og jafnvel laða að fólk. „Við teljum
óskynsamlegt að veikja hér grunn-
þjónustu meira en orðið er, sérstak-
lega í ljósi fyrirhugaðra fram-
kvæmda á Húsavík,“ segir Jón
Helgi.
„Erfitt að ráða við þetta“
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Austurlands,
segir að það hafi gengið þokkalega
framan af að skera niður en nú sé að
síga á verri veginn. Stofnunin sé
komin að þolmörkum. „Það hefur
verið erfitt að ráða við þetta. Þjón-
usta hefur dregist eitthvað saman
en ekki í það stórum stíl að það
skapi hættu eða vandræði,“ segir
Einar. Hann segir að næsta ár verði
gríðarlega erfitt verði um einhverjar
verulegar niðurskurðarfjárhæðir að
ræða. Upphaflega hafi staðið til að
Heilbrigðisstofnun Austurlands
skæri niður um 470 milljónir á þessu
ári. Það var svo lækkað í rúmar 100
milljónir með endanlegum fjárlög-
um. „Þjónustan hér hefur verið
býsna góð, enda erum við langt frá
höfuðborginni. En það er hætt við
að það muni skerðast ef lengra á að
ganga,“ segir Einar. Það skipti máli
að fólk hafi aðgang að ýmiss konar
þjónustu heima fyrir eins og kostur
er, s.s. ungbarnaþjónustu, geðlækn-
um, hjarta- og bæklunarlæknum.
Sjúkrahúsþjónusta
gæti víða lagst af
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni búa við kröpp kjör
Standa frammi fyrir miklum niðurskurði á næsta ári
Ljósmynd/www.heilthing.is
Niðurskurður Þingeyingar þurfa að skera niður um 140 milljónir króna.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
Upphaflega stóð til að skera mun
meira niður innan heilbrigðiskerf-
isins á þessu ári en gert var. Hefði
óbreyttur niðurskurður gengið í
gegn hefðu 634 heilbrigðisstarfs-
menn um allt land misst vinnuna,
þar af 456 á landsbyggðinni sam-
kvæmt tölum sem velferðarráðu-
neytið gaf út fyrir u.þ.b. ári. Að
lokum var fallist á að draga úr
niðurskurði. Hins vegar var hluta
hans aðeins frestað til 2012. Sam-
kvæmt frumvarpi að fjárlögunum
áttu til dæmis framlög til Heil-
brigðisstofnunar Þingeyinga að
skerðast um 40%. Það var hlut-
fallslega mesti niðurskurður til
heilbrigðisstofnunar í landinu. Sú
tala lækkaði niður í 12% niður-
skurð með endanlegum fjárlögum.
Þrátt fyrir að niðurskurður hafi
ekki bitnað jafn harkalega á heil-
brigðisstofnunum og til stóð, er
ljóst að margar hafa átt erfitt með
að standa undir rekstrinum með
skert framlög.
Var frestað til næsta árs
HURFU FRÁ UPPHAFLEGUM NIÐURSKURÐARHUGMYNDUM
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Verðhrun
60-80% afsláttur
www.noatun.is
www.noatun.is
Pantaðu veisluna þína á
eða í næstu Nóatúns verslun
Grillveislur
1299
Á MANN
VERÐ FRÁ
MEÐ MEÐL
ÆTI
Grísahnakkasneiðar
Lambalærissneiðar
Kjúklingabringur
Lambafille
Þín samsetning
Grillveislur Nóatúns
Verð frá
kr. 58.800
Verð frá
kr. 39.900
Verð frá
kr. 59.900
Verð frá
kr. 139.900