Morgunblaðið - 17.08.2011, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
Morgunblaðið/Ernir
Markaðir Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir dræma þátttöku ekki
hafa komið sér á óvart miðað við þróun markaða í mánuðinum.
hætti, þ.e. með verðtryggðum,
bundnum ríkisskuldabréfum. Geng-
ið í því útboði var hið sama, 210
krónur á evru, en eftirspurnin mun
meiri. Alls bárust tilboð fyrir 71,8
milljónir evra í júní og var tekið til-
boðum fyrir 61,8 milljónir. Umfram-
eftirspurnin, 10 milljónir evra, var
hins vegar ekki til staðar í ágúst
þegar samskonar útboð fór fram.
Kemur ekki á óvart
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri segir í samtali við Morgun-
blaðið að þátttakan í útboðinu hafi
ekki komið á óvart. „Meginástæðan
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Afar dræm þátttaka var í krónuút-
boði Seðlabankans í gær. Bankinn
bauðst til að kaupa 72 milljónir evra
á genginu 210 krónur, en aðeins
bárust tilboð fyrir 3,4 milljónir.
Greitt var fyrir gjaldeyrinn með
verðtryggðum, bundnum ríkis-
skuldabréfum.
Er mikill munur á þessu útboði og
sambærilegu útboði, sem fór fram
16. júní síðastliðinn. Þar bauðst
Seðlabankinn til að kaupa evrur og
skyldi greiða fyrir þær með sama
er verðþróun á erlendum hluta-
bréfamörkuðum. Þeir sem tekið
hafa þátt í útboðum Seðlabankans,
einkum lífeyrissjóðirnir, eiga tölu-
vert af erlendum hlutabréfum.
Þessar eignir lækkuðu umtalsvert í
verði í ágúst og bíða þeir ef til vill
eftir því að þær hækki að nýju áður
en þeir selja þær og kaupa í staðinn
þessi ríkisskuldabréf. Það sem þetta
sýnir svo er það, sem við höfum áð-
ur sagt, að afnám gjaldeyrishafta er
háð ástandi á erlendum mörkuðum.
Því betra sem það ástand er því
hraðar er hægt að afnema höft,“
segir Már.
Dræm þátttaka í krónuútboði Seðlabankans
Vildi kaupa 72 milljónir evra en fékk aðeins tilboð upp á 3,4
milljónir Kemur ekki á óvart að sögn seðlabankastjóra
Stuttar fréttir ...
● Greiningardeild Arion banka spáir
0,4% hækkun vísitölu neysluverðs
(VNV) í ágúst. Gangi spáin eftir mun árs-
verðbólgan mælast 5,2% en var 5% í júlí.
Verðbólguna má að þessu sinni rekja til
áhrifa vegna útsöluloka, en þau koma
fram að hluta í ágúst og afgangurinn í
september. Eldsneytisverð hefur áhrif til
lækkunar, segir í verðbólguspánni. Gangi
bráðabirgðaspá greiningardeildar eftir
er útlit fyrir að 12 mánaða verðbólga
verði rétt undir 6% í árslok.
Spáir 0,4% hækkun
● ALMC hf. (áður
Straumur-
Burðarás fjárfest-
ingarbanki) greiddi
í gær Seðlabanka
Íslands 46 milljóna
evra afborgun af
veðtryggðu láni, að
því er segir í frétt á
vef félagsins. End-
urgreiðslan kemur
í kjölfarið á sölu á
fasteigninni sem hýsir verslunina Illum í
Kaupmannahöfn. Sú sala markar loka-
skrefið í söluferli eignar ALMC í versl-
ununum Magasin og Illum, en eignin
hafði verið veðsett Seðlabankanum.
Hefur ALMC greitt Seðlabankanum
alls um 450 milljónir evra, þar af um
tvo þriðju hlutar í erlendri mynt, og hef-
ur því greitt lán bankans að fullu.
Hefur greitt Seðlabank-
anum til baka
Lán Búið er að
greiða öll lánin.
● Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um
10,4 milljarða króna í júlímánuði, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof-
unnar. Það er rúmum sex milljörðum
meira en í sama mánuði 2010, þegar af-
gangurinn var fjórir milljarðar króna.
Það sem af er ári er jöfnuðurinn já-
kvæður um 52,5 milljarða króna, borið
saman við 70,4 milljarða á sama tíma
árið áður, en hafa verður í huga að
bráðabirgðatölur fyrir júlí eru inni í
samtölunni fyrir þetta ár.
Meiri afgangur í júlí en
minni það sem af er ári
Þeir Guðmundur og Birgir hafa
um töluvert skeið verið félagar í
viðskiptum og eiga enn saman fé-
lagið BG Partners, sem keypti í
apríl 2008 helmingshlut í fatahönn-
unar- og framleiðslufyrirtækinu
Metropol.
Hjónin Guðmundur og Svanhild-
ur unnu bæði hjá Straumi-Burðar-
ási fjárfestingarbanka til ársins
2007. Guðmundur var fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bank-
ans og Svanhildur framkvæmda-
stjóri fjárstýringar.
Birgir Bieltvedt selur
allan hlut sinn í Skeljungi
Hjónin Guðmundur Þórðarson og Svanhildur Vigfúsdóttir eiga Skeljung að fullu
Morgunblaðið/Frikki
Skeljungur Hjónin Guðmundur Örn Þórðarson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eiga nú Skeljung að fullu, en þau
sitja bæði í stjórn félagsins. Keyptu þau nýlega hluti Birgis Bieltvedts og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Hjónin Guðmundur Örn Þórðarson
og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
eiga nú allt hlutafé í Skeljungi, en
hjónin Eygló Björk Kjartansdóttir
og Birgir Þór Bieltvedt seldu þeim
allt sitt hlutafé fyrir skömmu.
Kaupverð er trúnaðarmál. Bæði er
um að ræða beint hlutafé í Skelj-
ungi, sem og helmingshlut í Skel
Investments, sem átti 51 prósent í
Skeljungi.
Birgir keypti í júlí Domino’s-
pitsukeðjuna og voru viðskiptin
með Skeljungsbréfin gerð á svip-
uðum tíma. Aðalfundur er í Skelj-
ungi á morgun, fimmtudag.
Þau Guðmundur, Svanhildur,
Birgir og Eygló keyptu 51 prósents
hlut í Skeljungi af Íslandsbanka um
mitt ár 2008. Skel Investments átti
hlutaféð í Skeljungi, en það félag
áttu þau Guðmundur og Svanhildur
til helmings á móti Eygló. Birgir
var ekki skráður fyrir hlut í félag-
inu. Tveimur árum síðar keypti
sami hópur þau 49 prósent sem eft-
ir stóðu af hlutafé Skeljungs.
Keyptu þau Guðmundur og Svan-
hildur 36,5 prósent hlutafjárins og
Eygló 12,5 prósent.
Með kaupunum nú hafa Guð-
mundur og Svanhildur eignast, sem
áður segir, allt hlutafé í Skel In-
vestments sem og allt beint hlutafé
í Skeljungi.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæð-
isflokks er óánægður með fjarveru Steingríms J.
Sigfússonar á fundi viðskiptanefndar Alþingis á
miðvikudag en umræðuefnið var málefni SpKef.
Guðlaugur segir allt að 30 milljarða hafa tapast
með óútskýrðum hætti meðan sjóðurinn var í um-
sjón ráðherrans.
Guðlaugur hefur gagnrýnt meðferð fjármála-
ráðherra bæði á málum SpKef og Byrs. „Stein-
grímur mætti ekki og gaf engar skýringar á fjar-
veru sinni. Á fundinum komu m.a. fram álit
lögfræðinganna Árnýjar Jónínu Guðmundsdóttur
og Brynjars Níelssonar sem lýstu þeim sjónar-
miðum að ekki hafi verið heimild fyrir því í lögum
að stofna nýjan sparisjóð á grunni þess gamla eins
og gert var.“
Athugasemdir Guðlaugs lúta m.a. að því að
eignarhlutur ríkisins í SpKef var ekki færður und-
ir stjórn Bankasýslu ríkisins eins og kveðið er á
um í lögum og í eigendastefnu ríksins. „Banka-
sýslunni er m.a. ætlað að halda eign ríkisins í fjár-
málafyrirtækjum utan seilingar stjórnmálamanna
en Steingrímur vildi halda SpKef og Byr í fanginu
á sér. Í ársbyrjun 2009 var eigið fé bankans talið
vera 5,4 milljarðar. Þá höfðu eignir verið metnar í
samræmi við ábendingar FME eftir útlánaskoðun
í mars 2009. Í dag eru að koma í ljós vankantar á
eignamati SpKef, sem síðar var seldur Lands-
bankanum miðað við 60 milljarða króna eign. Met-
ur Landsbankinn nú að eignir SpKef séu um 20
milljörðum minni.“
Guðlaugur segir vinnubrögðin í kringum SpKef
í sama dúr og aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
málum fjármálakerfisins og gagnrýnir stjórnar-
flokkana fyrir léleg vinnubrögð í endurreisn bank-
anna ásamt skuldaleiðréttingu heimila og fyrir-
tækja. „Þessi vinnubrögð koma beint niður á
þjóðinni og í tilviki SpKef er óútskýrður bruninn á
fjármunum sjóðsins á meðan sparisjóðurinn er á
borði ráðherra.“
Álfheiður: heimildin skýr
Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefnd-
ar, gerir ekki athugasemd við fjarveru ráðherra á
fundi gærdagsins, hún segir þingmenn hafa að-
gang að ráðherrum í þingsal og málefni eins og
það sem tekið var fyrir á fundinum í gær snúi að
tæknilegum atriðum sem eðlilegt sé að sérfræð-
ingar í ráðuneytunum svari fyrir frekar en ráð-
herrann.
„Ég tel að á fundinum hafi spurningum nefnd-
arinnar verið vel svarað, þó það kunni að vera að
Guðlaugur hafi ekki fengið þau svör sem hann
vildi fá. Ég get ekki séð að það hafi verið mistök
gerð þegar stjórnvöld tryggðu innistæður SpKef
eins og innistæður í öðrum fjármálafyrirtækjum í
landinu og tel að 1. gr. neyðarlaganna gefi ráð-
herra skýra heimild til að grípa til þeirra aðgerða
sem raun varð á.“
„Óútskýrður bruni á fjármunum“
Segir eignatap upp á 30 milljarða meðan SpKef var í umsjón fjármálaráðherra
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Steingrímur J.
Sigfússon
Álfheiður
Ingadóttir
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+./-0+
++0-,,
1+-20/
13-.3+
+4-/.
+50-/,
+-5.1
+.1-.2
+/,-04
++5-+
+./-2/
++0-/4
11-31
13-./1
+4-4,1
+5/-35
+-5./,
+.,-5,
+/5-3,
1+2-3,35
++5-,4
+.4-5+
++/-3+
11-3.5
13-21,
+4-4.5
+5/-50
+-523/
+.,-24
+/5-52
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á