Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.08.2011, Qupperneq 16
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is S tyttast fer í að Alþingi komi saman á haustþingi til að afgreiða mál sem ekki náðist að klára fyrir þingfrestun í sumar. Nefndarstarfið er hafið og eitt þeirra mála sem fundað hefur verið um í vikunni er frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra til laga um ökutækjatryggingar. Viðskipta- nefnd fundaði um málið í byrjun vik- unnar og fyrirhugað er að taka það fyrir aftur á föstudag. Nóg er um að ræða enda kemur fram töluverð gagnrýni á frumvarpið í umsögnum, m.a. frá Umferðarstofu, Samtökum fjármálafyrirtækja og sýslumann- inum í Bolungarvík. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á eina helstu nýbreytni sem fram kemur í frumvarpinu. Það er að Umferðarstofu verði gert að kyrrsetja eða fjarlægja ökutæki, þegar vátrygging er fallin úr gildi vegna vanskila, á kostnað og ábyrgð eiganda eða umráðamanns þess. Mikil ánægja lögreglu Lögregla sér í dag um að klippa skráningarnúmer af ótryggðum ökutækjum, og í umsögn lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram mikil ánægja með að það verkefni verði af henni tekið „enda fellur umrætt hlutverk ekki undir hlutverk lögreglu eins og það er skilgreint í 1. gr. lögreglulaga.“ Hjá Umferðarstofu ríkir hins vegar ekki sama ánægja. Segir í um- sögn hennar að yfirfærslan sé var- hugaverð og margar spurningar vakni, s.s. hvernig viðkomandi starfsmaður á að stöðva óvátryggt ökutæki í umferð þar sem hann hef- ur ekki lögregluvald. Einnig þurfi að mörgu að huga gerist Umferð- arstofa framkvæmdaraðili. „Í fyrsta lagi hefur Umferðarstofa eingöngu starfsemi að Borgartúni 30 í Reykja- vík en ökutækin sem þyrfti að kyrr- setja/fjarlægja eru staðsett um allt land. Þar af leiðandi þyrfti að ráða fjölda starfsmanna sem staðsettir væru í hverjum landsfjórðungi til að annast verkið. Í öðru lagi þyrfti Um- ferðarstofa að ráða til sín löglært starfsfólk til að annast kyrrsetn- ingabeiðnir til sýslumanna í þeim umdæmum [þar] sem eigendur öku- tækjanna búa, sem og nauðung- arsölubeiðnir.“ Nefnd eru fleiri þættir líkt og að Umferðarstofa þurfi að eiga dráttarbifreiðar og geymsluhúsnæði í hverjum lands- hluta fyrir ökutæki sem fjarlægð eru. „Eins og gefur að skilja fylgja ofangreindu gríðarleg fjárlútlát.“ Frekar tryggingafélögin Í umsögn Umferðarstofu kem- ur fram að ef til vill væri skyn- samlegra að fela tryggingafélög- unum heimildina beint og þá án milligöngu Umferðarstofu. Raunar segir einnig í umsögn Samtaka fjár- málafyrirtækja að eðlilegt sé að tryggingafélögunum sé falið það hlutverk og sýslumaðurinn í Bolung- arvík telur umhugsunarefni hvort ekki sé heppilegra að fela öðrum að- ila en stjórnsýslustofnun að annast hlutverkið. „Hins vegar sýnist t.d. eitthvert innheimtu- eða sýslu- mannsembætti vel koma til greina í þessu sambandi,“segir í umsögn sýslumannsembættisins. Bæði Umferðarstofa og Samtök fjármálafyrirtækja benda á að tryggingafélögin hafi mikla hags- muni af sem fæstum óvátryggðum ökutækjum í umferð. Umferð- arstofa segir svo að trygginga- félögin gætu svo framselt heimildina til annars aðila sem annast gæti verkið fyrir öll tryggingafélögin, líkt og gert er með tjónaskýrslur vegna umferðaróhappa. Tilfærsla verkefna vekur spurningar Morgunblaðið/Ómar Bílar Markmið nýrra laga um ökutækjatryggingar er aukið umferðarör- yggi allra vegfarenda og að í gildi sé ábyrgðartrygging vegna ökutækja. 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gamansagansegir frálögreglu- manni sem stöðvar ökumann drukkinn undir stýri á þjóð- veginum. Þegar sá nappaði skrúfar niður rúðuna segir lögreglumaðurinn: „Hvernig í ósköpunum ferðu að þessu?“ „Hvað meinarðu?“ seg- ir hinn aumi ökumaður. „Hvern- ig geturðu verið að keyra úti á þjóðvegunum og ölvaður að auki, eins og það kostar núorðið að fylla bíl af bensíni og mann af brennivíni.“ Hvað sem gríni og flimting- um líður er þetta allt þó dauð- ans alvara, eins og ölvunarakst- urinn sjálfur. Hagur fjölskyldna þrengist dag frá degi og þanþol- ið er á þrotum. Núverandi stjórnvöld í landinu hafa haldið um taumana nokkuð á þriðja ár. Þau kenna þriggja ára gömlu bankafalli um allt sitt aðgerð- arleysi og þær ófarir almenn- ings sem af því hafa hlotist. En þau tóku raunar við hálfu ári eftir það fall. Og þau sögðust þá ætla að tryggja „norræna vel- ferð“ í landinu og „slá skjald- borg um heimilin.“ Þegar vel- ferðarráðherrann fréttir loks um mikla erfiðleika leigjenda eftir umfjöllun Morgunblaðsins segir hann að ekki sé hægt að hjálpa upp á þær sakir fyrr en eftir hálft annað ár! Þá verður kjörtímabil stjórnarinnar úti. Hver skattahækkunin á fæt- ur annarri dregur kraft úr fólk- inu í landinu og fyrirtækjum þess. Það mætir þeim með sam- drætti í sínum út- gjöldum, því meiri tekna verður ekki aflað vegna þeirrar stöðnunar sem rík- ir. Samdrátturinn kemur fljótt fram hjá þjónustufyrirtækj- unum sem hafa búið við þreng- ingar. Hjá sumum þeirra verður það dropinn sem fyllir mælinn. Hjá öðrum tekst að halda sjó áfram með því að fækka fólki og draga saman. Atvinnulausum fjölgar. Ríkisstjórnin finnur áður en langur tími líður hjá að skatt- tekjur eru að dragast saman á ný. Og allir vita hver viðbrögð hennar verða: „Skatta verður ekki komist hjá að hækka enn frekar.“ Uppbygging atvinnu- lífs er ekki á dagskrá. Ekki skal gefa nýjum fyrirtækjum færi eða laða að fjárfestingu. Þau gömlu skulu skattlögð enn frek- ar í næstu atrennu því „þeir skattar koma ekki niður á nein- um.“ Sjávarútvegi skal haldið í pólitískri gíslingu mánuðum og árum saman, svo hann treysti sér ekki í fjárfestingu eða upp- byggingu. Það er hægt að ímynda sér að innan tíðar verði lögreglumanni á að stöðva ráðherrabíl sem honum sýnist eitthvað mikið að. Þegar hinn nappaði skrúfar nið- ur rúðuna er hann spurður: „Hvernig geturðu verið úti að aka svona úti að aka og hverjum datt í hug að setja þig undir stýri?“ Uppbygging, frum- kvæði, sköpun og fjárfesting eru í út- legð} Lífskjör skrúfuð niður Í fjárlagavinnuvelferðarríkis- stjórnarinnar gagnsæju eru meg- inlínur óbreyttar, að sögn Árna Þórs Sigurðssonar þing- manns Vinstri grænna. Meðal stjórnarþing- manna er ekki ágreiningur um niðurstöðuna, hvorki um tekju- né gjaldahliðina, segir þing- maðurinn. Með öðrum orðum þá liggur fyrir að sögn Árna Þórs að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna eru á einu máli um að skera niður um 3% al- mennt og um 1,5% í velferð- armálunum. Ennfremur liggur fyrir að stjórnarliðar eru á einu máli um að hækka skatta á þær tegundir fyrirtækja sem öðrum hvorum stjórnarflokknum eða báðum er í nöp við. Velferð velferðarríkis- stjórnarinnar kemur að mati stjórnarliðanna fram í því að velferðin skuli „aðeins“ skorin niður um 1,5% þegar aðrir þættir eru skornir um 3%. Á þetta bendir velferðarráðherr- ann ítrekað hróð- ugur. Spurður út í þau orð forstjóra Landspítalans að slíkur niðurskurð- ur sé ómögulegur án þess að skerða þjónustu við sjúk- linga, segir velferðarráðherr- ann að útreikningum ráðuneyt- isins og spítalans beri ekki nákvæmlega saman um það hversu marga tugi prósenta velferðarríkisstjórnin hefur skorið af spítalanum fram til þessa. Vandi velferðarráðherra vel- ferðarríkisstjórnarinnar er hins vegar sá að öllum er sama um reiknikúnstir ráðuneytisins. Allir vita að mikið hefur verið sparað á spítalanum og allir vita að velferðarríkisstjórnin hefur í fjárlagavinnu sinni ákveðið að forgangsraða í þágu Brussel en ekki sjúklinganna. Tilraunir til að fela þessa staðreynd með þrasi um fortíð- arútreikninga gera ekkert ann- að en sýna fólki fram á áhuga- leysi ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum. Velferðarráðherra leggur mikið á sig til að tryggja velferð Brussel í fjárlög- unum} Þrasað um útreikninga S kammt er í að skólahald hefjist hér á landi og þúsundir nemenda hefji nám, fjölmargir í fyrsta sinn. Svo vill til að ég á barnabarn í Perú sem er nýlega orðið þriggja ára, lítinn dreng. Skammt er í að hann hefji skólanám, for- skóli hefst við þriggja ára aldur þar í landi, en áður en af því verður þarf að velja skóla og svo þarf skólinn líka að velja barnið. Í þeim skóla sem varð fyrir valinu þurfti drengurinn litli að fara í sérstakt inntökuviðtal, viðtal sem tók allan daginn og foreldrar máttu ekki vera viðstaddir. Foreldrarnir sleppa þó ekki, þeir þurfa líka að fara í viðtal og mega ekki vera saman, það þarf að yfirheyra þau hvort fyrir sig og spyrja um svo mikilvæga hluti sem: Hvað finnst þér um það ef konan er með hærri laun en karlinn? Líka er spurt svo: Hvað finnst þér um það ef foreldrarnir eru ekki giftir? Víst eru þetta grundvallarspurningar og eins gott að koma slíku á hreint áður en það er samþykkt að foreldr- arnir borgi 600.000 kr. fyrir þau forréttindi að fá að ganga í franska, enska, þýska eða ítalska skólann og svo 60.000 á mánuði fyrir að fá að vera í skólanum. Nú heldur kannski einhver að það sé ekki stórmál í hvernig skóla piltur fer þegar hann er svo ungur, en það er öðru nær. Það er stórmál hvaða skóli er skráður á fer- ilskrána þegar sótt verður um vinnu í framtíðinni og heim- ildir mínar herma að málum sé svo háttað að skömmin sem felst í því að hafa gengið í lélegan skóla verði aldrei af manni þvegin; sá sem ekki gekk í réttan skóla fær aldrei góða stöðu eða almenni- leg laun, sama hversu vel gerður hann er til munns og handa. Ofangreint dæmi á vitanlega aðeins við um einkaskóla í Perú, það er nefnilega líka hægt að fara í skóla sem rekinn er af hinu opinbera og það gerir þorri barna þótt ekki séu allir slíkir skólar góðir. Í perúskum fjölmiðlum rekst mað- ur og á fregnir af mótmælum foreldra vegna þess að almenningsskólarnir séu ekki nógu góð- ir, kennslu ábótavant eða námsgögn lítil eða engin. Til eru líka ýmsar fræðilegar rannsóknir sem renna stoðum undir það að sú skipan sem er við lýði í skólakerfi Perú sé til þess fallin að viðhalda stéttaskiptingu í landinu; til að mynda sæki börn í Andesfjöllum, sem hafa quechua að móðurmáli, frekar almenningsskóla en börn spænsku- mælandi í stórborgum landsins frekar einkaskóla. Hugsanlega hverfur þessi skipting með tímanum; op- inbera skólakerfið hefur aukið læsi úr 35% í 88% á einum mannsaldri og aukin menntum dregur alla jafna úr mis- munun, en mörgum þykir sem heldur hægt miði. Þar er- um við og komin að einum helsta gallanum við kenningar þeirra sem berjast vilja fyrir einkaskólarekstri – víst sér ósýnilega höndin fyrir því að allt komist í eðlilegt jafnvægi á endanum, en það getur tekið svo langan tíma, allt of langan tíma fyrir börn sem eru að byrja í skóla í næstu viku eða þarnæstu. Árni Matthíasson Pistill Í skólanum, í skólanum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Samkvæmt tölum frá Umferð- arstofu voru 7.485 ökutæki til- kynnt óvátryggð á landinu öllu 1. maí sl. Óvátryggð ökutæki sem tilkynnt voru á árinu og enn voru óvátryggð 1. maí voru 1.396 og á síðustu tólf mán- uðum var tilkynnt um 2.990 óvátryggð ökutæki. Hefur þeim fjölgað mikið en á síðustu 24 mánuðum var tilkynnt um 3.631 óvátryggt ökutæki til Umferð- arstofu. Taka ber fram að ekki öll þessara ökutækja eru í umferð en einhver fjöldi þó og ljóst að grípa verður til einhverra að- gerða til að fækka þessum öku- tækjum. Yfir 7.000 óvátryggð FJÖLDI ÖKUTÆKJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.