Morgunblaðið - 17.08.2011, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
Það var síðla vors sem ég
fann til særinda í hálsi. Það
er nú oft að hálssærindi
angra mann, og ég var ekki
að velta þessu fyrir mér.
Þetta var föstudagskvöld.
Á mánudeginum var þetta
orðin hrein og klár háls-
bólga, með beinverkjum og
höfuðverk. Hvorki hósti eða
nefrennsli. Elnaði mér svo
sóttin og síðla vikunnar var
ég farin að hósta stanslaust
bæði dag og nótt. Beinverk-
irnir eins og það væru helm-
ingi fleiri bein í mér en
venjulega. Gat ég hvorki
legið eða setið fyrir hósta og
beinverkjum. Ég reyndi að
drekka eins mikið og ég gat
og hafði vatnið við stofuhita.
Ekki kalt beint úr kran-
anum. Á föstudagskvöldið
var þannig komið að ég
hafði andþrengsli og gat
ekki legið útaf og hafði
gengið um gólf að mestu
leyti í einn sólarhring. Mig
svimaði og var verulega
veik.
Læknavaktin
Þá var ástandið orðið svolít-
ið krítískt hjá mér, ég
þekkti einkennin, en er ekki
læknir að mennt og gat ekki
innritað mig sjálf inn á
sjúkrahús. Og var alls ekki
viss um að ég vildi liggja á
sjúkrahúsi hérna í borginni.
Ég var orðin ljósfælin og
höfuðið að springa. Hálsinn
sár og hóstinn stoppaði ekki.
Ég seildist í símann upp
úr 23:00 og komst í samband
við Læknavaktina á Smára-
torginu. Ég reyndi að segja
hvað að var, en gat varla
komið upp orði vegna hósta.
Hjúkrunarkonan sagði fljótt
að hún mundi senda lækni
til mín, og hvort ég gæti
hleypt honum inn. Svo var
hringt í gemsann minn, eftir
um 10-15 mínútur. Lækn-
irinn var kominn og sagði
honum leyninúmerið á sjálf-
virka lásnum miðri við aðal-
innganginn. Hann komst að
lokum alla leið inn í íbúðina
án frekari hjálpar frá mér.
Og spurði og spurði þess-
arar nauðsynlegu en venju-
legu spurningar og svo
hlustaði mig. Hann þurfti
ekki að biðja mig að hósta,
frekar að reyna að hósta
ekki. Svo var þessi spurning;
„Ertu hérna ein?“ Ég gat
því miður ekki neitað því.
„Jæja þá er bara sjúkra-
húsið, þú verður ekki ein
hérna í nótt. Það er ekki
þorandi. Og ég vil það ekki.“
Ég reyndi ekki að telja
honum trú um að ég mundi
lifa þetta af heima.
Sjúkrabíllinn
Þeir voru fljótir að koma,
þessar elskur. Samt var kl.
að verða 23:30 og á föstu-
dagskvöldi. Súrefni fékk ég
strax, en ekki voru neinar
sjúkrabörur. Þeir spurðu
bara hvort ég gæti gengið út
í sjúkrabílinn. Ég vil aldrei
valda starfsmönnum lög-
reglu eða sjúkraflutn-
ingamönnum neinum vand-
ræðum og hvíslaði að ég
gæti reynt. En ég neitaði al-
veg að ganga niður stigann.
Lyftan væri þarna til að
létta mér lífið.
Svo var brunað af stað.
„Hvort er það Borgarspít-
alinn eða Landspítalinn?“ ég
var bara í móki og langaði
að segja Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, því þar er
ég hjá vinum og góðu fólki.
Ég svaraði þessu engu. Ég
hafði ekki meiri hugmynd
um þetta en þeir.
Borgarspítalinn
Þar fékk ég sæti í hjólastól
og félagarnir kvöddu. Svo
voru hraðar hendur; súrefni,
blóðþrýstingur kölluð til,
blóðsuga, og sett nál upp í
handlegginn og ég tengd við
poka sem vökvi var í. Og svo
var brunað með mig í
myndatöku. Hún kom betur
út en þessi góði vaktlæknir
hafði haldið. Svo var rúllað
niður á stofu aftur og komið
með sprautu sem var sett í
nálina og dælt inn. Mér var
svo sama, vildi bara að þau
gætu hjálpað mér með hóst-
ann. Mér var tjáð að ég væri
með inflúensuna!
Rétt fyrir 03:00 var allt
tekið af mér; droppið, súr-
efnið og sængin og ég reist
upp og sagt að ég gæti farið
heim.!
Ha?
Ég bara sat og hugsaði…
hvernig? Ég reyndi að taka
yfirhöfnina og töskuna og
klæða mig. Í kápuna yfir
náttkjólinn!! Smeygði mér í
inniskóna og svo horfði ég út
í bláinn.
Heimferðin
Ég stundi upp, að ég þyrfti
sennilega leigubíl. Já, sagði
önnur, „Það er sími þarna
við útidyrnar og þú getur
hringt þar, þegar þú ert bú-
in að borga“.
Það var málið. Ef sjúk-
lingur er meira en 4 klukku-
tíma þá þarf að skrifa hann
inn og ekki hægt að láta
hann borga. Þá ber spítalinn
kostnaðinn af myndatöku og
lyfi og öðru stússi. Einhvern
veginn komst ég að af-
greiðsluborðinu og borgaði.
Og fór svo að útidyrunum og
hringdi á leigubíl. Nær
dauða en lífi stóð ég svo um
03:00 fyrir utan fjölbýlis-
húsið þar sem ég á heima og
sem betur fer fann ég lyk-
ilinn í vasa kápunnar. Það
var undarleg tilfinning að
standa þarna ein og fárveik,
og með lungnabólgu.
Og fjórum klukkustundum
áður hafði vaktlæknir, sagt
að ég mætti ekki vera ein
heima svona mikið veik!
Mér leið eins og Palla,
sem var einn í heiminum.
Svona hefði aldrei verið
farið að á FSA
SIGRÚN JÓNA
SIGURÐARDÓTTIR,
öryrki og eldri borgari.
Velferðarráðuneytið –
Hvað er nú það?
Frá Sigrúnu Jónu
Sigurðardóttur
Bréf til blaðsins
Þekkir einhver fólkið?
Þessi ljósmynd var tekin af starfsmönnum Rafha árið 1961 í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins.
Ef einhver kannast við fólkið á myndinni vinsamlega sendið upplýsingar á netfangið mbb@sim-
net.is
Magnús Björn Brynjólfsson.
✝ Sigfús Jón-asson fæddist á
Smáragrund í Jök-
uldal 22. febrúar
1938. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 13. júlí 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Jónas
Þórðarson, f. á
Gauksstöðum á
Jökuldal 30. sept-
ember 1907, d.
1987, og Þórunn Sigurbjörg Sig-
fúsdóttir, fædd á Brekku í Hró-
arstungu 22. mars 1912, d. 2006.
Systkini Sigfúsar eru Stefanía
sem er látin, Stefán búsettur á
Egilsstöðum, Þórður búsettur í
Reykjavík, Birgir búsettur á Ak-
ureyri, Þorbjörg búsett á Ak-
ureyri og Steinunn búsett í
Reykjavík.
Árið 1963 kvæntist Sigfús eft-
irlifandi eiginkonu sinni Sig-
urveigu Maríu Sigvaldadóttur
frá Raufarhöfn, f. 17. apríl 1942.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi
Torfi Geir f. 6. janúar 2004 og
Sigurveig Ýr f. 26. ágúst 2010.
Sigfús var búfræðingur að
mennt og var við nám í Bænda-
skólanum á Hólum í Hjaltadal
1956-1958. Hann vann sem
kranamaður hjá Vita- og hafna-
málastofnun á árunum 1961 til
1965. Þegar Sigfús var við vinnu
á Raufarhöfn kynnist hann
eiginkonu sinni Sigurveigu Mar-
íu og hófu þau búskap árið 1965
að Norðurbyggð 18 á Akureyri.
Á Akureyri vann Sigfús fyrst
hjá Möl og sandi í tvö ár en árið
1967 tók hann við rekstri smur-
stöðvar Esso á Akur-eyri og rak
hana til ársins 1980 en þá réð
hann sig hjá verksmiðjum Sam-
bandsins á Gleráreyrum. Árið
1984 lenti Sigfús í alvarlegu
slysi sem markaði djúp spor í líf
hans. Hann náði aldrei fullri
heilsu eftir slysið og þurfti að
hætta vinnu langt fyrir aldur
fram árið 1990. Síðustu árin
ferðaðist Sigfús ásamt eig-
inkonu sinni um landið á húsbíl
og nutu þau þá gjarnan félags-
skapar góðra vina og kunningja.
Útförin Sigfúsar hefur farið
fram í kyrrþey.
Eiríkur Hall-
dórsson, f. 1. mars
1908, d. 1997, og
Guðný Soffía Þor-
steinsdóttir, f. 30.
apríl 1921, d. 1996,
en þau voru lengst
af búsett á Rauf-
arhöfn. Sigfús og
Sigurveig María
eignuðust þrjá syni:
1) Friðrik Sæmund-
ur f. 13. maí 1965,
kvæntur Unni Arnsteinsdóttur
f. 13. febrúar 1964. Börn þeirra
eru Ásbjörn f. 2. maí 1988, Árni
f. 23. mars 1990 og Ómar f. 5.
mars 1993. 2) Jónas Sigurþór f.
16. desember 1969, kvæntur
Jórunni Karlsdóttur f. 24. ágúst
1967. Börn þeirra eru Sigfús f.
19. ágúst 1989, Ragna Sigurlín f.
29. júlí 1993 og Jörundur f. 19.
ágúst 1998. 3) Halldór Jóhann f.
23. maí 1978, kvæntur Hönnu
Láru Ásgeirsdóttur f. 4. maí
1980. Börn þeirra eru Álfheiður
María f. 31. desember 1999,
Elsku pabbi, söknuðurinn er
óbærilegur og missirinn er mikill
en samt sem áður er léttir innra
með okkur því nú þarftu ekki að
þjást lengur. Við erum mjög
þakklátir fyrir þann baráttuvilja
og dugnað sem þú sýndir okkur
nú undir það síðasta eða þar til þú
lést hinn 13. júlí síðastliðinn. Það
sem helst kemur upp í huga okk-
ar er við hugsum til baka eru upp-
vaxtarár okkar í Norðurbyggð-
inni og síðar í Birkilundinum.
Mikið var búið að brasa með
skellinöðrur og síðar bíla og alltaf
gafstu þér tíma til að hjálpa okk-
ur og leiðbeina við viðgerðir og
nutu vinir okkar einnig góðs af
því. Mikið var búið að bralla á
smurstöðinni í gamla daga er við
fengum að fara með þér og oftar
en ekki með sóp í hönd þar sem
allt þurfti að vera klárt fyrir kom-
andi viku. Stundum reyndum við
að stelast í hákarlinn sem þú
geymdir í kompunni en lyktin
fældi okkur alltaf frá. Þú varst
alla tíð mikill persónuleiki og við
munum svo vel að það sem þú
sagðir stóð eins og stafur á bók.
Eftir að við fluttum að heiman
og stofnuðum okkar eigin fjöl-
skyldur var hugur þinn ávallt hjá
okkur sem og viljinn til að að-
stoða. Heilsan var ekki alltaf upp
á marga fiska en ætíð sýndir þú
áhugamálum fjölskyldnanna mik-
inn áhuga og fylgdist vel með
barnabörnunum hvort heldur
sem var í leik eða starfi.
Þriðjudagurinn 4. september
1984 var mikill örlagadagur í lífi
fjölskyldunnar en þá slasaðist þú
á leið til vinnu og náðir aldrei
fullri heilsu eftir það. Þessi dagur
hefur mótað líf fjölskyldunnar
alla tíð.
Elsku pabbi, minningin um þig
mun lifa í hjörtum okkar.
Sæmundur og Jónas.
„Margs er að minnast og
margs er að sakna“ eru orð sem
koma upp í huga minn þegar ég
sest niður og skrifa nokkur orð til
þín, pabbi.
Eftir að þú lentir í hjólaslysinu,
þegar ég var sex ára, varstu alltaf
heima þegar ég kom heim úr
skólanum. Yfirleitt var grautur
tilbúinn í potti, hafragrautur eða
grjónagrautur. Á seinni árum
hafa Álfheiður María og Torfi
Geir notið þess að koma til afa og
ömmu og fá hafragraut og súrt
slátur.
Bílar voru þér alltaf hugleiknir
og vorum við búnir að fara
nokkra bílasölurúntana í kenn-
araverkfallinu 1995. Nú á seinni
árum hefur húsbíllinn verið þitt
aðaláhugamál og annað heimili
ykkar mömmu á sumrin. Heim-
sókn okkar á húsbílasýninguna í
Düsseldorf 2006 er mjög minnis-
stæð. Ég man svo vel hvað þér
þótti gaman að koma til okkar og
geta notið aðstoðar minnar á sýn-
ingunni. Þú vildir alltaf hafa
minnstu smáatriði á hreinu og
voru spurningarnar til sölumann-
anna ófáar.
Bílskúrinn í Birkilundinum var
þinn staður og alltaf var hann
tandurhreinn. Þar varstu mikið
búinn að brasa með barnabörn-
unum. Þú varst alltaf tilbúinn að
gera allt fyrir alla þó að þú yrðir
rúmliggjandi í heilan dag á eftir.
Á þeim 27 árum sem þú varst
sjúklingur þá heyrði ég þig aldrei
kvarta undan heilsu þinni, ekki
einu sinni undir það síðasta.
Við vorum búnir að tala oft um
handbolta og þó að þú hefðir aldr-
ei komið að sjá mig spila, nema
þegar við bjuggum úti í Þýska-
landi, þá fylgdist þú alltaf vel með
í sjónvarpi eða dagblöðum. Það
kom oft á óvart hversu mikið vit
þú hafðir á handboltanum.
Mamma sagði alltaf að þú yrðir
svo stressaður að horfa á leik með
mér að þú gætir aldrei setið heil-
an leik í íþróttahúsi. Alltaf studd-
irðu við bakið á mér og gafst mér
trú, sama hvað á dundi.
Í öllum okkar samtölum í vetur
og vor spurðir þú alltaf fyrst um
Hönnu og krakkana. Þú vildir
alltaf vita hvað krakkarnir væru
að fást við og hvernig gengi hjá
Hönnu í vinnunni eða því sem hún
hafði fyrir stafni hverju sinni.
Okkur Hönnu þótti svo ótrú-
lega vænt um það þegar þið
mamma komuð suður í skírnina
hennar Sigurveigar Ýrar á brúð-
kaupsdaginn ykkar mömmu 29.
des. sl. Þú fórst síðan inn á spít-
alann 4. jan. og komst ekki aftur
heim eftir það. Þú varst orðinn
mjög veikur á þessum tíma og
þegar við komum norður að heim-
sækja þig og mömmu í vetur og
vor þá kvöddum við þig í hvert
sinn eins og það væri í það síð-
asta. Þetta var rosalega erfitt fyr-
ir krakkana og vorum við oft búin
að ganga út af spítalanum grát-
andi.
Sæmi, Unnur, Nóni og Jórunn,
takk fyrir að hafa verið til staðar
fyrir pabba og mömmu í allan vet-
ur. Þið eruð búin að vera pabba
og mömmu ómetanleg í þeirra
erfiðu veikindum. Það var oft erf-
itt að vera langt í burtu í vetur og
geta ekki hjálpað meira. Því vilj-
um við Hanna færa ykkur sér-
stakar þakkir fyrir ykkar hugul-
semi og ósérhlífni.
Takk, elsku pabbi, fyrir að hafa
verið Álfheiði Maríu, Torfa Geir
og Sigurveigu Ýri besti afi í
heimi. Þín verður sárt saknað.
Við hugsum vel um mömmu
fyrir þig.
Þinn,
Halldór Jóhann.
Sigfús Jónasson
✝
Hjartkær eiginkona, móðir, dóttir, systir,
mágkona og tengdadóttir,
HANNA LILJA VALSDÓTTIR,
Sogavegi 22,
Reykjavík,
lést af barnsförum á Landspítalanum í Foss-
vogi sunnudaginn 14. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fjölskyldan þakkar fyrir hlýhug og samúðarkveðjur.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Gísli Kr. Björnsson,
Þorkell Valur Gíslason, Guðrún Filippía Gísladóttir,
Valgerður Lilja Gísladóttir, Sigríður Hanna Gísladóttir,
Valur Steinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Sigríður Þóra Valsdóttir, Ingólfur Kristján Guðmundsson,
Sigurður Már Valsson, Dröfn Helgadóttir,
Anna Filippía Sigurðardóttir, Björn Ottó Halldórsson.
✝
Elskuleg móðursystir okkar,
EYJA GUÐBJÖRG KARLSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 26. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Innilegar þakkir færum við séra Sigfúsi B. Ingvarssyni, starfsfólki
D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og öryggisvörðum
Securitas á Reykjanesi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karl G. Sævar,
Fríða Bjarnadóttir.