Morgunblaðið - 17.08.2011, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
✝ Katrín Ingi-marsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. apríl 1954. Hún
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 7. ágúst
2011.
Foreldrar Katr-
ínar eru hjónin
Vigdís Ester Eyj-
ólfsdóttir, fædd að
Eystri-Kirkjubæ á
Rangárvöllum 17.5. 1925 og
Ingimar G. Jónsson, fæddur í
Reykjavík 14.3. 1925. Þau voru
lengi búsett í Hlíðunum í
Reykjavík en búa nú í Kópa-
1948. Börn þeirra eru Ingibjörg
Kristín, f. 2.12. 1981, unnusti
Hafsteinn Ingason, f. 26.2.
1981, Vigdís Ester, f. 12.9.
1986, unnusti Anton Þórólfsson,
f. 29.3. 1986 og Kristinn Ingi, f.
8.4. 1989, unnusta Birna Arn-
ardóttir, f. 2.1. 1991. Halldór og
Katrín slitu samvistum 2004.
Katrín gekk í Hlíðaskóla og
síðan Menntaskólann í Hamra-
hlíð þar sem hún útskrifaðist
sem stúdent árið 1974. Hún
vann alla tíð sem bókari; fyrst
hjá Ellingsen, síðan I. Pálma-
syni, Eimskip, Pennanum og nú
síðast hjá Icelandair Cargo.
Auk þess tók hún að sér bók-
hald fyrir ýmsa aðra aðila.
Katrín bjó lengst af með fjöl-
skyldu sinni í Mosfellsbæ.
Útför Katrínar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
17. ágúst 2011, og hefst athöfn-
in kl. 13.
vogi.
Systkini Katr-
ínar eru Val-
gerður, f. 18.3.
1949, maki Andrés
Indriðason, f. 7.8.
1941, Jón, f. 21.9.
1951, maki Kristín
H. Traustadóttir, f.
7.7. 1951, Eyjólfur,
f. 20.7. 1957, maki
Margrét Á. Gunn-
arsdóttir, f. 24.3.
1956 og Guðrún Hrönn, f. 20.7.
1957, maki Gunnar Hauksson, f.
6.9. 1955.
Eiginmaður Katrínar var
Halldór Kristinsson, f. 29.9.
Þín mun verða sárt saknað,
mamma. Allir sem þekktu þig
tala um hversu hlý þú varst og
einlæg. Bæði starfsfólki Líknar-
deildarinnar og ættingjum og
vinum sem heimsóttu þig fannst
með ólíkindum hversu jákvæð þú
varst þrátt fyrir að vera þjökuð af
krabbameini. Allir mættu ávallt
brosi frá þér. Þú gafst aldrei upp.
Þú ætlaðir þér að batna og þú
ætlaðir heim að hugsa um börnin
þín. Ég tek lífsviðhorf þitt mér til
fyrirmyndar.
Bros þitt er ljós í myrkrinu.
Þín dóttir,
Vigdís Ester Straumberg
Halldórsdóttir.
Ég sit úti í sólinni, á sama tíma
fyrir viku kvaddir þú þennan
heim. Tár renna niður vangann
en samtímis kemur bros fram á
varir mínar. Ég á svo margar
góðar minningar um þig og með
þér. Þegar svo er er missirinn
enn sárari. Þú hefur verið mín
stoð og stytta í lífinu; umvafðir
mig ást og umhyggju, kenndir
mér og hvattir til dáða.
Þú og pabbi byggðuð fjölskyld-
unni paradísarreit í Mosfellsbæn-
um. Stór garðurinn var skipu-
lagður fyrir okkur börnin og
sömuleiðis húsið með stóru leik-
herbergi á neðri hæðinni. Þú
smíðaðir allskonar hluti fyrir
okkur, m.a. brúðuleikhús og
dúkkuhús, og saumaðir og prjón-
aðir á okkur systkinin svo við vor-
um öll í stíl þó við værum á mis-
munandi aldri. Við bjuggum í
draumaveröld allra barna enda
átti framtakssemi þín enga sér
líka. Við keyrðum út um allt land,
inn í dali og firði; þegar vegurinn
endaði þá var bara tjaldað eða
snúið við. Þetta gerðir þú allt með
meira en fullri vinnu samhliða
húsmóðurstörfunum enda varstu
ósjaldan staðin að því að vinna á
nóttunni.
Það einkenndi þig að láta alltaf
þarfir okkar systkinanna og ann-
arra ganga fyrir þínum eigin. Ég
bað þig svo oft um að hugsa meira
um sjálfa þig, við systkinin mynd-
um spjara okkur því grunnurinn
var lagður. Uppúr fertugu byrj-
aði heilsu þinni að hraka. Samt
lést þú aldrei nokkurn tímann bil-
bug á þér finna; uppgjöf eða að
hægja á var ekki til í þínum huga
alveg fram á dánarstund.
Mér finnst svo sárt að horfast í
augu við staðreyndirnar; ég
reyndi í svo mörg mörg ár að leita
að einhverjum lausnum með þér,
bæði í hefðbundnum og óhefð-
bundnum lækningum, líkams-
rækt og mataræði en það var
sama hvað var prófað, þér virtist
alltaf hraka örlítið meira með
hverju árinu. Mér var svo annt
um heilsu þína að það hefur tekið
sinn toll af mér líka. Svo kom
áfallið. Haustið 2009 greindist þú
með illkynja heilaæxli á lokastigi.
Og nú ertu farin.
Við vorum alla tíð miklar trún-
aðarvinkonur og traustið var virt
á báða bóga. Við töluðum saman
nánast daglega alla ævi, þó það
væri ekki nema „hugsa til þín“ í
smsi, tölvupósti eða stuttu sím-
tali. Í þau skipti sem ég bjó er-
lendis þá skrifuðum við bréf sem
ávallt byrjuðu á „elsku mamma
mín/dóttir mín“ og við kvödd-
umst með að segja „elska þig“
eða hversu vænt okkur þætti
hvorri um aðra.
Margur veit ei hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Ég hef alltaf
vitað hvað ég hef átt. Eftir á að
hyggja tók ég því þó allt of oft
sem sjálfsögðum hlut. Í dag
þakka ég fyrir hversu lánsöm ég
er. Þú átt stærstan þátt í að svo
sé. Sem betur fer náðum við að
tala vel saman áður en þú fórst og
eftir sat gagnkvæm ást, traust og
virðing.
Þó ég hafi kvatt líkama þinn á
föstudaginn þá er svo langt því
frá að ég sé búin að kveðja þig.
Verst finnst mér að hafa ekki ver-
ið búin að gefa þér barnabarn.
Betri ömmu hefði ekki verið hægt
að hugsa sér.
Þó þú værir orðin mjög veik
undir það síðasta þá opnaðir þú
alltaf faðminn og brostir hring-
inn. Það var þinn stíll alla tíð enda
sást það á öllu því dásamlega fólki
sem var í kringum þig í veikind-
unum.
Þú skiptir máli
í lífi mínu
og hlýjar mér
með hjarta þínu.
Ég hef ei yfir
neinu að kvarta
og sendi þér ást
af öllu hjarta.
Þín elskandi dóttir,
Ingibjörg.
Elsku mamma mín.
Þrátt fyrir að ég hafi vitað í
hvað stefndi í næstum tvö ár
núna, eða frá því þú greindist
með ólæknandi krabbamein
haustið 2009, þá var ég aldrei
undirbúinn undir þann mikla
sársauka sem kom þegar þú
kvaddir nú fyrir stuttu. Þú varst
svo ótrúlega sterk í gegnum öll
veikindin, kvartaðir aldrei og
neitaðir að gefast upp. Á þessum
erfiðu tímum var samt alltaf stutt
í brosið og leið mér best í fanginu
á þér enda gafstu frá þér svo
mikla hlýju og umhyggju.
Ég hefði ekki getað hugsað
mér betri móður en þig. Þú varst
svo ástrík, umhyggjusöm og dug-
leg. Þú hefur alltaf stutt mig og
hvatt mig áfram í öllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur frá því ég
var smástrákur, hughreyst mig
þegar hlutirnir gengu ekki upp
og samglaðst mér þegar vel gekk.
Alltaf fann ég fyrir sterkum
tengslum á milli okkar og áttum
við svo vel saman. Ég fann sér-
staklega fyrir því síðustu ár þeg-
ar við bjuggum tvö saman, það
var svo þægilegt að umgangast
þig og urðu aldrei nein ósætti
milli okkar.
Ég gat alltaf leitað til þín þeg-
ar mér lá eitthvað á hjarta, enda
áttir þú auðvelt með að hlusta.
Mér fannst svo gott að tala við
þig. Fólk í kringum mig hafði oft
orð á því hversu góðhjörtuð þú
varst enda tókst þú öllum opnum
örmum. Þú varst einstök mann-
eskja og góð fyrirmynd sem ég
get með stolti kallað móður mína
og vil ég þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman.
Vonandi ertu á betri stað núna
en þín mun alltaf verða sárt sakn-
að.
Þinn sonur,
Kristinn Ingi.
Elsku Katrín mín, eins erfitt
og það er að kveðja þig veit ég að
þér líður vel og færð loksins þá
hvíld sem þú átt skilið. Ég get
ekki annað en brosað þegar ég
hugsa um þig og allar þær stund-
ir sem ég var svo heppin að eiga
með þér. Strax við fyrstu kynni
sá ég hversu einstök manneskja
þú ert. Þú tókst mér opnum örm-
um og síðan þá passaðir þú alltaf
upp á að ég væri hluti af fjöl-
skyldunni og varð Bugðulækur-
inn fljótt mitt annað heimili. Þú
hafðir einstaka nærveru og leið
mér alltaf vel í návist þinni. Ég
gat talað við þig um allt enda
hugsa ég að það hafi ekki verið
neitt sem við höfum ekki talað
um. Þú hugsaðir alltaf svo vel um
fólkið þitt í kringum þig og pass-
aðir upp á að öllum öðrum liði vel
áður en þú hugsaðir um þig
sjálfa. Það var einnig alltaf stutt í
brosið hjá þér og þegar þú gast
ekki orðið tjáð þig með orðum
gerðir þú það með brosinu. Ég
hefði aldrei getað óskað mér betri
tengdamóður og muntu alltaf
eiga stórt pláss í hjarta mínu. Þín
verður sárt saknað.
Hvíldu í friði, elsku Katrín
mín, og megi guð geyma þig, þín
Birna.
Í minningu frá sjöunda ára-
tugnum er stúlka á unglingsaldri,
nýlega fermd, að virða fyrir sér
gest sem eldri systir hennar hef-
ur boðið á heimili sitt í Hlíðunum.
Stúlkan er Katrín Ingimarsdóttir
og gesturinn sá sem þetta skrif-
ar. Það er sólskin og hlýja í fal-
legu brosinu, elskulegt viðmót
sem kemur beina leið frá hjart-
anu og gefur fyrirheit um að hér
eigi hamingjan heima.
Gesturinn ungi varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
stúlkunni með brosið, systkinum
hennar og foreldrum, ganga inn í
fjölskylduna og eiga samleið með
einstaklega góðu og samhentu
fólki í lífinu. Eldri systirin, Val-
gerður, varð eiginkona hans.
Nú, fjörutíu og þremur árum
síðar, er Katrín fallin frá fyrir
aldur fram. Hún starfaði við bók-
hald meðan heilsa leyfði og var
eftirsóknarverður starfsmaður
enda afar samviskusöm, skörp og
glögg á tölur. Um tíma tók hún að
sér aukaverkefni á sérsviði sínu
þegar þau buðust og vann þá tíð-
um langa vinnudaga.
Hún hafði yndi af tónlist og
bóklestri, var félagslynd og vin-
mörg; ræktaði m.a. vináttu við
skólafélaga í MH frá fyrri tíð og
við vini sem hún eignaðist í námi í
ítölsku. Hún var einstakur dugn-
aðarforkur, sat sjaldan auðum
höndum, var smiður góður heima
fyrir þegar því var að skipta,
lagði flísar á veggi og steinhellur í
sand svo fátt eitt sé nefnt, enda
stóð sjaldan nokkuð í vegi fyrir
því sem hún kaus að gera.
Skömmu eftir að hún hafði lok-
ið stúdentsprófi langaði hana til
að skoða sig um í heiminum og
vílaði þá ekki fyrir sér að fara
með smábíl sinn af gerðinni Aust-
in Mini á skipi til Noregs. Ásamt
vinkonu ók hún þaðan suður á
bóginn til Ítalíu sem var ævinlega
draumalandið í huga hennar, með
viðkomu í mörgum löndum.
Bestu stundirnar átti hún með
börnunum sínum þremur sem
hún var afar stolt af, Ingibjörgu
Kristínu, V. Ester og Kristni
Inga, og í faðmi stóru fjölskyld-
unnar, með þeim, systkinum sín-
um fjórum og mökum þeirra,
frændum og frænkum, stórum og
smáum, á heimili ástríkra for-
eldra sinna í Kópavogi hvern ein-
asta sunnudag árið um kring.
Hin síðari ár hafði hún átt við
heilsubrest að stríða en hún gerði
aldrei mikið úr erfiðleikum sem
honum fylgdi. Hún hélt sínu
striki og gekk sína göngu um lífið
með reisn. Ekki síður eftir að hún
greindist með hinn illvíga sjúk-
dóm sem hún laut um síðir í
lægra haldi fyrir.
Síðustu mánuðina dvaldi hún á
líknardeild Landspítalans í
Kópavogi sem líkist fremur hlý-
legu heimili en sjúkrastofnun. Í
friðsæld í fögru umhverfi naut
hún þar umönnunar og þjónustu,
ástúðar og umhyggju hjá frá-
bæru starfsfólki. Hún andaðist
sunnudaginn 7. ágúst. Þá var sól-
skin úti fyrir, sjórinn á voginum
sem spegill og himinninn blár.
Við Gerður kveðjum með sökn-
uði góða og vandaða konu, mág-
konu og systur. Það er bjart yfir
minningunni um hana, sólskin og
hlýja.
Andrés Indriðason.
Í yfir þrjá áratugi höfum við
Katrín hist svo að segja á hverj-
um sunnudegi yfir kaffibolla og
gómsætum kökum á heimili
tengdaforeldra minna. Þar höf-
um við tekið púlsinn á málefnum
fjölskyldunnar og átt saman
notalega stund. Eftir því sem ár-
in hafa liðið og börnunum hefur
fjölgað hafa þessar stundir orðið
okkur enn mikilvægari og við höf-
um áttað okkur á hvað við eigum
mikið þegar við eigum hvert ann-
að og gott skjól hjá Ester og Ingi-
mari.
Það var líka ávallt gott að
koma á heimili Katrínar, hún var
gestrisin og kallaði m.a. fjöl-
skylduna til laufabrauðsskurðar
á aðventunni. Það var skemmti-
leg nýjung fyrir yngri kynslóðina
og við nutum þess öll.
Nú hefur skarð verið höggvið í
hópinn. Það er með sorg í hjarta
sem ég kveð Katrínu mágkonu
mína, en þakklát fyrir að hafa átt
með henni margar góðar stundir.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín H. Traustadóttir.
Með sorg og söknuð í hjarta
kveðjum við nú Kötu, ástkæra
móðursystur okkar. Hún yfirgaf
þennan heim á sólríkum sunnu-
degi, umvafin hlýju okkar ein-
staklega samrýndu fjölskyldu.
Kata frænka lék alla tíð stórt
hlutverk í tilveru okkar systr-
anna og dýrmætar minningarnar
streyma fram. Hávaxin og glæsi-
leg ung kona í bláum, síðum og
hámóðins hippakjól í sófanum í
Valló, drekkandi kaffið sitt í
mjólkurglasi. Með okkur syst-
urnar litlar í heimsókn á Álfhóls-
veginum; í návist hennar upplifð-
um við okkur alltaf sem jafningja
hennar en ekki litlar hnátur sem
þurfti að gæta. Skellihlæjandi á
fleygiferð á snjóþotu í Vatns-
endabrekkunni. Að koma fær-
andi hendi frá London með glóð-
volga Duran Duran-boli og fleiri
gripi tengda uppáhaldshljóm-
sveitinni okkar. Við í heimsókn í
Mosfellsbænum, heillaðar af ein-
stakri handlagni hennar og fít-
onskrafti sem hún beitti til að búa
sér og sínum hlýlegt heimili. Tak-
andi þátt í kosningavökum
stjórnmálaflokksins sem féll svo
vel að hennar hugsjónum um
jöfnuð í samfélaginu. Við kaffi-
borðið í Valló að spjalla um
áhugamálið sem við deildum allar
þrjár: Ítalía. Með trygglyndu tík-
ina sína, hana Loppu. Á dansgólf-
inu, full lífsgleði, í brúðkaupi
Ástu og Arnar Úlfars. En fyrst
og fremst minnumst við hennar í
móðurhlutverkinu, geislandi af
stolti og gleði yfir fallegu börn-
unum sínum þremur.
Við erum afar þakklátar fyrir
að hafa haft Kötu frænku í lífi
okkar og verður hennar sárt
saknað. En ávallt munum við
varðveita minninguna um bros-
milda, blíða og fallega konu, sem
var enn fremur svo víðsýn, dríf-
andi, dugleg og sjálfstæð.
Við vottum elsku Ingibjörgu,
V. Ester, Kristni, afa, ömmu og
öðrum ástvinum, okkar innileg-
ustu samúð.
Guð geymi þig, elsku Kata
okkar.
Ester Andrésdóttir, Ásta
Andrésdóttir og Örn Úlfar
Sævarsson.
Kata frænka kvaddi þennan
heim á sólríkum sunnudegi um-
vafin fjölskyldunni og ástvinum –
einmitt á sama tíma og fjölskyld-
an hittist í hverri viku hjá afa og
ömmu í Valló. Hún hafði barist
hetjulega við illvígan sjúkdóm og
á líknardeild Landspítalans vor-
um við öll samankomin til að
kveðja. Allt of snemma.
Hjálpsemi, dugnaður og
frændrækni eru þau orð sem lýsa
Kötu frænku okkar einna best að
okkar mati. Hún var hugulsöm og
lagði sig fram við að hjálpa öðrum
og gera líf fólksins í kringum
hana ríkara. Þannig hafði hún
okkur, litlu frændsystkinin, í
huga t.d. þegar hún lagði land
undir fót sem ung kona. Eftir-
minnileg eru úrið með Mínu mús
sem taldi sekúndurnar með takt-
vísum fæti sem Kata færði
frænkunum sem þá voru fæddar
eftir sumarlanga Evrópuferð á
Austin Mini. Einnig Duran Dur-
an-myndir og plaköt eftir nokk-
urra mánaða Lundúnadvöl þegar
úrval slíkra muna á Íslandi var
lítið sem ekkert og þessir hár-
prúðu félagar helstu átrúnaðar-
goð okkar frændsystkinanna.
Eins var hún dugleg að taka
myndbönd af mikilvægum stund-
um í okkar lífi, sem eru okkur
ómetanleg í dag og hún horfði
meira að segja á heilt mennta-
skólaleikrit í gegnum linsuna um
leið og hún tók það upp.
Kata var mjög dugleg og sam-
viskusöm og vann oft myrkranna
á milli, auk þess sem hún sinnti
fjölskyldunni af dugnaði, sá um
heimilið og ól upp þrjú börn. Hún
var dugnaðarforkur sem miklaði
ekkert fyrir sér. Þannig dreif hún
sig á smíðanámskeið þegar hana
langaði til að börnin hennar ættu
hús í garðinum til að leika sér í.
Eins var hún haldin mikilli æv-
intýraþrá, ferðaðist og bjó í út-
löndum sem ung kona og dreif sig
fyrir nokkrum árum aftur til Ítal-
íu í málanám.
Kata átti einstaklega auðvelt
með að kynnast fólki og hafði
þægilegt og vingjarnlegt viðmót.
Hún og Susan, tengdamóðir Nínu
frá Bretlandi, bundust sérstökum
vinaböndum og áttu þær margar
góðar og dýrmætar stundir síð-
ustu árin. Susan hefur hugsað
mikið til vinkonu sinnar á þessum
erfiðu tímum og er hugur hennar
í dag hjá Kötu og ástvinum henn-
ar.
Það var mikið reiðarslag fyrir
Kötu og fjölskylduna alla þegar
hún greindist með krabbamein
fyrir tæpum tveimur árum. Kata
tókst á við veikindin eins og allt
annað í sínu lífi, með bjartsýni,
dugnaði og baráttuvilja. Börnin
hennar, Ingibjörg Kristín, Vigdís
Ester, Kristinn Ingi og ástvinir
þeirra, sem og afi og amma, voru
Kötu mikil stoð og stytta á þess-
um erfiðu tímum og er missir
þeirra mikill. Hugur okkar er hjá
þeim.
Við kveðjum Kötu frænku okk-
ar með sorg í hjarta, en um leið
þakklát fyrir hennar líf og allar
góðu samverustundirnar.
Nína Björk, Ingimar
Trausti, Helga Vala og
fjölskyldur.
Kær frænka okkar, Katrín
Ingimarsdóttir, er látin eftir erfið
veikindi. Dugnaður, ljúfmennska
og mikið jafnaðargeð einkenndu
frænku okkar sem ólst upp í
stórri og samhentri fjölskyldu.
Margar minningar koma upp í
hugann við andlát Katrínar og þá
ekki síst frá æskuárum okkar.
Það var stór hópur systkinabarna
sem ólst upp í Stigahlíðinni og
Katrín og hennar systkini voru
þar á meðal. Á þessum tíma var
því mikill samgangur á milli okk-
ar. Síðustu vikur og mánuði höf-
um við rifjað upp þennan tíma
með henni og var stundum mikið
hlegið. Katrínu var margt til lista
lagt, hún saumaði, smíðaði og
málaði ef þess þurfti. Á sínum
yngri árum vann hún á Ítalíu og
fékk mikinn áhuga á landi og þjóð
og lærði síðar ítölsku.
Katrín lætur eftir sig þrjú
börn, þau Ingibjörgu Kristínu,
Vigdísi Ester og Kristin Inga.
Þau bera öll móður sinni gott
vitni, einstaklega elskuleg og
dugleg.
Við viljum kveðja hana með
þessu ljóði.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Ingibjargar Kristínar,
Vigdísar Esterar, Kristins Inga,
foreldra og systkina.
Ingibjörg og Katrín Björk.
Katrín var æskuvinkona okkar
systra. Henni kynntumst við þeg-
ar við fluttum í Stigahlíðina þá
sex ára gamlar.
Næstu árin var margt brallað
enda stór hópur af krökkum á
svipuðum aldri sem þarna bjó.
Við lékum okkur oft í njólagörð-
unum í kring og í þeim húsum
sem voru í byggingu. Við fórum
saman í handbolta hjá Fram og
þegar við komumst á unglingsár-
in og Katrín komin með bílpróf
var nú ekki slæmt að fara á rúnt-
inn á Ford (kryppunni) sem
pabbi hennar lánaði.
Samband okkar varð minna
með árunum eins og gengur en
þrátt fyrir að langur tími liði á
milli þess sem við hittumst þá
breyttist aldrei neitt, alltaf voru
sömu tengslin á milli okkar. Hún
var alltaf með sitt fallega bros og
yndislega hlýja viðmót. Eftir að
Katrín veiktist hittumst við oftar
og rifjuðum upp tímana okkar í
Stigahlíðinni, ásamt því að tala
um börnin okkar og fjölskyldur.
Katrín á þrjú yndisleg börn sem
við höfum kynnst á þessum erfiðu
tímum og hafa þau sama ljúfa við-
mótið og mamma þeirra.
Katrín var sterk í sínum veik-
indum og kvartaði aldrei. Við töl-
uðum oft um að það væri ekki inni
í myndinni annað en að halda fast
í vonina því ef hana vantaði þá
væri lítið eftir. Það var ekkert
annað í boði en njóta hvers dags
Katrín
Ingimarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þrjú og hálft ár er ekki
langur tími en stór hluti af
lífi ungs fólks á tvítugs-
aldri. Þau ár gaf Katrín
Birna okkar ríkulega af ást
sinni, umhyggju og vænt-
umþykju. Fyrir það viljum
við þakka. Svo sannarlega
var það gagnkvæmt.
Ástvinum öllum sendum
við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Lilja og Örn.