Morgunblaðið - 17.08.2011, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
og það gerði Katrín af miklu
æðruleysi. Stórfjölskyldan studdi
vel við bakið á henni og á falleg-
um sólbjörtum sunnudegi þann 7.
ágúst sl. kvaddi hún umvafin ást-
vinum sínum.
Börnum hennar, foreldrum,
systkinum og öðrum aðstandend-
um vottum við systur okkar
dýpstu samúð.
Megi minningin um okkar ynd-
islegu vinkonu lifa, við hittumst
síðar.
Guðrún og Steinunn
Helgadætur.
Elsku Kata okkar.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért fallin frá og skrýtið að hugsa
til þess að þú sitjir ekki brosandi
við borðið í Valló tilbúin í allar
heimsins umræður. Minningarn-
ar eru margar frá þeim fjölmörgu
og yndislegu samverustundum
sem við höfum átt, þú gladdist
með okkur þegar vel gekk eða
veittir góð ráð og hughreystandi
orð þegar þannig lá við.
Þú verður alltaf í huga og
hjörtum okkar.
Hvíldu í friði.
Glöð með glöðum varstu,
göfg og trygg á braut,
þreyttra byrði barstu,
blíð í hverri þraut.
Oft var örðugt sporið,
aldrei dimmt í sál,
sama varma vorið,
viðkvæm lund og mál.
Hjá þér hlaut hinn snauði
huggun margra stund;
hærra heimsins auði
hófst þú sál og mund.
Þeir, sem þerra tárin,
þjáðum létta raun,
fá við farin árin
fögur sigurlaun.
Börn og frændur falla
fram í þakkargjörð
fyrir ástúð alla –
árin þín á jörð;
fyrir andans auðinn,
arf, sem vísar leið,
þegar dapur dauðinn
dagsins endar skeið.
(Magnús Markússon.)
Ester Inga, Harpa Sif
og Berglind Ösp.
Þegar síðustu dagar sumars-
ins senn líða kveður móðir börnin
sín, ættingja og vini í hinsta sinn.
Katrín, þessi ljúfa kona, móðir
æskuvinkonu minnar hennar
Ingibjargar, hefur gengið sín
hinstu skref. Þá rifjast upp ýms-
ar minningar frá Hjarðarlandinu.
Hvað ég dáðist að henni þegar
hún sló inn tölurnar í reiknivélina
á þvílíkum leifturhraða, flotti
hvíti kofinn með rauða þakinu
sem Katrín smíðaði og búðin sem
ófáar tombólurnar voru haldnar,
já minningarnar eru ótalmargar
sem geymast um ókomna tíð.
Minningin er mild og góð,
man ég alúð þína,
stundum getur lítið ljóð,
látið sorgir dvína.
Drottinn sem að lífið léði,
líka hinsta hvílu bjó,
dýrð sé yfir dánarbeði,
dreymi þig í friði og ró.
(Bjarni Kristinsson)
Elsku Ingibjörg, Vigdís Ester
og Kristinn, sorg ykkar er mikil.
Ég sendi ykkur og fjölskyldu
ykkar mínar innilegustu samúð-
arkveðjur, megi góður guð leiða
og styrkja ykkur í ykkar miklu
sorg.
Magney.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Perla, já hún Katrín var svo
sannarlega dýrmæt perla eins og
segir í þessu fallega kvæði hér
fyrir ofan.
Katrín mín, það er svo erfitt að
skrifa minningargrein um þig,
það er svo erfitt að trúa að þú sért
farin svona fljótt frá okkur. Af
hverju? Ekkert svar.
En að eiga góðar minningar
um góðan félaga getur enginn frá
manni tekið.
Það eru tæplega 30 ár síðan við
hér á Reykjaveginum kynntumst
þér, þá komst þú með lítinn sól-
argeisla inná heimili okkar, það
var lítil stúlka. Ingibjörg að nafni,
hana vantaði pössun á meðan
mamma og pabbi voru að vinna.
Allt frá þeim degi hefur haldist
góður vinskapur. Magney dóttir
okkar fékk þarna góðan leik-
félaga þar sem þær Ingibjörg
voru á sama árinu. Oft var kátt í
koti á þessum árum.
Minningarnar eru margar og
of langt að skrifa það allt hér á
blað, þær geymast vel innra með
manni.
Katrín mín, við áttum góðar
stundir saman í fyrrasumar þótt
þú værir búin að gangast undir
mikil og erfið veikindi var engan
bilbug á þér að finna. Alltaf svo
jákvæð og glöð, komst þú meira
að segja keyrandi sjálf upp í
Mosó til okkar. Já, kæra vinkona,
þú fékkst mann til að trúa því að
það væri ekkert að þér, svona
varstu bara.
Elsku Ingibjörg og Ester, mig
langar til að þakka ykkur systr-
um fyrir yndislegan dag í sumar
þegar þið komuð með hana
mömmu ykkar í heimsókn til okk-
ar. En nú er þessari erfiðu bar-
áttu lokið og biðjum við góðan
guð að taka vel á móti þér og leiða
þig að vötnum þar sem þú mátt
næðis njóta, farðu í friði, kæra
vinkona og hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Ingibjörg, Ester og Kristinn,
sorg ykkar er mikil og biðjum við
góðan guð að veita ykkur og öll-
um ættingjum blessun.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Elín (Ella) og Bragi.
Með virðingu og vinsemd
kveðjum við vinnufélaga okkar
hjá Icelandair Cargo til margra
ára. Katrín starfaði með okkur
allt þar til kraftur hennar til
vinnu þraut endanlega vegna
þeirra veikinda sem hún barðist
við. Við hin sem eftir sitjum
dáumst að þessari kraftmiklu
konu sem barðist við sín miklu
veikindi af þrautseigju þar til yfir
lauk. Hennar barátta einkenndi
hennar persónu eins og við
þekktum hana, af hógværð en
ákveðni tókst hún á við verkefni
sem því miður mjög fáir sigrast á.
Við minnumst Katrínar sem af-
bragðs starfsmanns í fjármála-
deild, áreiðanleg og samvisku-
söm, en umfram allt var hún
góður félagi.
Við hjá Icelandair Cargo vilj-
um þakka Katrínu fyrir frábært
starf fyrir fyrirtækið okkar. Við
syrgjum góðan félaga, félaga sem
við minnumst með hlýju um
ókomin ár. Við vottum börnum og
foreldrum Katrínar okkar dýpstu
samúð sem og öðrum ættingjum
og vinum. Megi minning um góða
manneskju lengi lifa.
F.h. starfsmanna
Icelandair Cargo,
Gunnar Már Sigurfinnsson.
Ég kveð með trega mína kæru
vinkonu Katrínu. Fyrstu kynni
okkar voru þegar ég byrjaði að
vinna í bókhaldinu hjá Eimskip
fyrir 30 árum, þá tók Katrín mig
strax undir sinn verndarvæng og
í framhaldi af því urðum við góð-
ar vinkonur og það hefur haldist
alla tíð.
Þegar ég loka augunum og
hugsa um Katrínu sé ég hana fyr-
ir mér brosandi og með þessi fal-
legu blíðu augu, en svona var
Katrín alltaf, svo ljúf og góð. Það
er sárt að hugsa til þess að hún fái
ekki að vera lengur með börnun-
um sínum og upplifa framtíðina
með þeim en við trúum því og
treystum að hún muni fylgjast
með þeim og vernda.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Ingibjörg, Ester, Krist-
inn Ingi, Birna, Ester og Ingi-
mar, megi góður Guð styrkja
ykkur og vernda og minningin
um yndislega konu mun lifa í
hjörtum okkar.
Sigríður Berndsen
(Sigga vinkona).
Ástkær Kata frænka mín, er
farin frá okkur langt fyrir aldur
fram.
Kata átti dásamleg börn og
einstaklega ástríka foreldra og
systkini sem studdu hana óend-
anlega í veikindunum, og stóðu
eins og klettar við hlið hennar allt
til enda. Missir barna hennar er
sár og mikill, og í hóp systkina
hennar er höggvið stórt skarð
þar sem þau voru samheldin og
miklir vinir. Sorg foreldra hennar
er líka mikil því eins og amma
okkar sagði eitt sinn, foreldrarnir
eiga að fá að fara á undan.
Eftir að Kata flutti í Laugar-
neshverfið höfðum við meira
samband hvor við aðra. Synir
okkar eru jafngamlir og við
fylgdumst með börnum hvor ann-
arrar. Það var alltaf svo gott að
kíkja í heimsókn til hennar eða fá
hana í heimsókn. Heimili hennar
var fallegt og hlýlegt eins og hún
sjálf, og skartaði hannyrðum eftir
hana og foreldra hennar. Hún las
mjög mikið, ég hef oft hugsað að
ef við röðuðum lesnum bókum
hennar í röð næðu þær nokkra
kílómetra. Hún var með stórt
heimili og þrjú börn, vann samt
alla tíð mjög mikið, og gaf sér
tíma til að bæta endalaust við sig
þekkingu við vinnuna með kúrs-
um og námskeiðum. Að auki
lærði hún ítölsku í nokkur ár.
Hún var börnunum sínum góð
móðir sem þau svo endurspegla.
Hún hafði einstaklega góða
nærveru,var brosmild og sama
hvað gekk á í lífinu var hún alltaf
jákvæð.
Mín elsku frænka mun alltaf
eiga sinn stað í mínu hjarta og
aldrei gleymast.
Takk fyrir allt og allt, guð
geymi þig.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(BH)
Elsku Ingibjörg, Ester og
Kristinn, ykkur öllum votta ég
mína dýpstu samúð, megi guð
gefa ykkur styrk til að takast á
við sorgina og söknuðinn.
Guðný Magnúsdóttir.
✝ Einar Þórð-arson fæddist á
Geirseyri við Pat-
reksfjörð 7. júní
1923. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Reykjavík 12. júlí
2011.
Foreldrar hans
voru Þórður Ingi-
mar Jónasson frá
Arnórsstöðum,
Barðastrand-
arsýslu og Guðlaug Jónsdóttir
frá Skarði á Snæfellsnesi. Systk-
ini Einars voru Ingibjörg Guð-
laug f. 1909, Bogi Geir f. 1911,
Bríet f. 1913, Bergþóra f. 1915,
Jón og Jónas Pétur f. 1917,
Magnús f. 1919. Þau eru öll lát-
in.
Einar kvæntist 23. desember
1945 eftirlifandi eiginkonu sinni
Jensínu Ólafíu Sigurðardóttur,
f. 26.9. 1921 á Suðureyri við
Súgandafjörð. Fósturforeldrar
hennar voru Sigurður Samson-
arson og Rósinkransa Svein-
bjarnardóttir, Selárdal, V-
Ísafjarðarsýslu. Einar og Jens-
ína hófu búskap á Vatneyri við
Patreksfjörð en fluttu til
Reykjavíkur árið 1949 og hafa
búið þar síðan. Börn þeirra eru
1) Guðlaug Þóra, sonur hennar
og Barry Lockton
er Pétur Jens. 2)
Auðunn Sæberg,
kvæntur Svan-
borgu Sigursteins-
dóttur, börn þeirra
eru, Helga, Þóra
Guðrún, Fanney og
Einar Sæberg. 3)
Bríet, gift Reyni
Einarssyni, börn
þeirra eru, Ásdís,
Brynjólfur Helgi,
og Bragi. Barnabarnabörnin
eru orðin 12 og eitt í fjórða ætt-
lið.
Sem ungur maður vann hann
í vegavinnu við lagningu Kleifa-
heiðarvegar. Hann tók bílpróf
árið 1943 og gerði akstur að
ævistarfi sínu. Byrjaði hann að
keyra vörubíla á Patreksfirði.
Eftir að hann fluttist til Reykja-
víkur hóf hann störf hjá Olíufé-
laginu Shell og vann þar um
tíma. Síðan starfaði hann hjá
Lýsi hf. og í framhaldi af því
vann hann sem langferðabíl-
stjóri, bæði hjá Steindóri hf. og
síðar Landleiðum. Um miðjan
aldur hóf hann leigubílaakstur á
BSR og lauk þar sínum starfs-
ferli 70 ára gamall.
Útför Einars hefur farið fram
í kyrrþey.
Elsku faðir minn. Nú er komið
að kveðjustund. Í eðli tilverunn-
ar leitast niðjar við að undirbúa
sig undir fráfall foreldra, einkum
ef aldurstölur stíga yfir meðal-
lag, en hversu vel sem slíkur
undirbúningur má vera, þá er
alltaf þungbært þegar kveðju-
stundina ber að.
En allt tekur enda og lífsspan
hverrar veru lýtur lögmáli tím-
ans og endir þannig óumflýjan-
legur.
Lífið er ferðalag og þínu er nú
lokið eftir liðlega 88 ár. Mér
kemur í hug kafli úr kvæði Tóm-
asar Guðmundssonar, Hótel
jörð, er segir: „Einir koma og
aðrir fara í dag og alltaf bætast
nýir hópar í skörðin.“ Ættlegg-
urinn teygist og fyrsta barna-
barnabarnabarn er lítill drengur
er fæddist í byrjun ársins í
Washingtonríki Bandaríkja
Norður-Ameríku. Honum var
gefið nafnið John. Ekki náðir þú
að líta hann augum nema á
myndum. Þegar fram í sækir
mun hann vonandi tengjast Ís-
landi og skyldmennum sínum
hér á landi.
Þó svo Atlantshafið og meg-
inland Bandaríkjanna hafi að-
skilið okkur gegnum tíðina þá
var samband okkar alltaf gott og
reglulega röbbuðum við saman í
síma. Samtöl okkar voru alltaf
frjáls, ánægjuleg og skilnings-
góð, óháð kreddum eða fordóm-
um og teygðust yfirleitt í
klukkutímann. Umræðuefnin
spönnuðu allt milli himins og
jarðar og alltaf auðvelt að renna
inn á nýjar efnislegar umræður.
Þú lifðir lífinu með heiðarleika
í fyrirrúmi og ekki get ég ímynd-
að mér nokkra persónu er bar
kala til þín. Þvert á móti geislaði
góðmennskan í jarðbundnu
raunsæi.
Við kveðjum þig nú elsku faðir
og tengdafaðir og hvíl þú í friði.
Auðunn Sæberg Einarsson
og Fríður Svanborg
Sigursteinsdóttir.
Ótal minningar fljúga í gegn-
um hugann nú þegar komið er að
kveðjustund. Sem barn voru fáir
staðir betri í heiminum en heima
hjá ömmu og afa. Ég vildi vera
þar um hverja helgi enda var
komið fram við mig eins og
prinsessu. Í alltof stórum nátt-
kjól af ömmu kúrði ég í svefnsóf-
anum í sjónvarpsherberginu og
horfði með þeim á Dallas og Der-
rick á meðan amma var í fóta-
baði og afi gaf mér harðfisk og
lakkrís. Ísskápurinn fullur af
mínum uppáhaldsmat og alltaf
til ís í frystikistunni uppi á háa-
lofti.
Eftir því sem árin liðu gerði
ég mér smám saman grein fyrir
því að „afi og amma“ voru ekki
ein eining. Þá má þó fyrirgefa
mér að hafa upplifað þau þannig
sem barn því þau voru svo sam-
rýnd og náin að það var varla
hægt að tala um þau öðruvísi en í
fleirtölu. Þegar ég komst á ung-
lingsár fór ég þó að átta mig á
því að hann afi var alveg þræl-
skemmtilegur einn og sér líka.
Hann hafði einlægan áhuga á
öllu sem ég tók mér fyrir hendur
og var alltaf tilbúin að gefa góð
ráð. Hann dæmdi mig aldrei fyr-
ir bernskubrek og gelgjumistök
en reyndi frekar að leiðbeina
mér þannig að ég lærði af þeim.
Ég man hann hló að mér þegar
ég fékk mér húðflúr um tvítugt
og stríddi mér mikið að ég væri
búin að láta „krota“ á mig en í
eina skiptið sem hann sýndi
virkilega vanþóknun á einhverju
sem ég gerði var þegar ég lét lita
hárið á mér dökkt. Hann var
ljóshærður sjálfur sem bæði
mamma og ég erfðum frá honum
og ég held hann hafi verið hálf-
móðgaður að ég skyldi vilja
breyta því eitthvað.
Einn besti tíminn sem ég átti
með honum afa var upp úr tví-
tugu. Ég var á ákveðnum tíma-
mótum og flutti því til hans og
ömmu í rúmt ár. Það var ynd-
islegur tími. Við afi ræddum
mikið saman og þróaðist með
okkur sönn vinátta. Hann tran-
aði aldrei skoðunum sínum fram
varðandi mitt líf en var alltaf
tilbúinn að hjálpa með hvað sem
ég tók mér fyrir hendur. Það var
með fullum stuðningi hans og
hvatningu að ég flutti utan og
þegar ég kom heim aftur nokkr-
um árum seinna tók hann mann-
inum mínum opnum örmum
þrátt fyrir tungumálaörðugleika.
Hans lausn var að finna ís-
lenskunámskeið fyrir eigin-
manninn og sýndi afi enn og aft-
ur umhyggju sína og einlægan
áhuga á að hjálpa og styðja sitt
fólk með því að vera ávallt vak-
andi fyrir því hvaða námskeið
væru í boði hverju sinni og láta
mig vita.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt hann sem afa, fyrir að
hafa fengið að kynnast honum
svona vel og fengið að hafa hann
í lífi mínu eins lengi og ég gerði.
Ég er svo þakklát fyrir að börnin
mín fengu að kynnast honum, að
Natalie og Ísabel komi til með að
muna eftir honum og að hann
hafi fengið að sjá Bríeti litlu.
Minning hans mun lifa með mér
og ég mun halda henni lifandi í
stelpunum mínum og segja þeim
sögur af langafa sem þótti svo
vænt um okkur og okkur þótti
svo vænt um.
Hvíl í friði afi minn.
Þín
Ásdís.
Einar stundaði bifreiðaakstur
alla sína starfsævi. Byrjaði með
gamlan Ford-pallbíl á Patreks-
firði, en eftir að þau hjón fluttu
til Reykjavíkur ók hann tankbíl-
um hjá Lýsi hf. og áætlunarbíl-
um milli Reykjavíkur og Kefla-
víkur, uns hann gerðist
leigubílstjóri og ók lengst af eig-
in bílum. Einar þurfti á ungum
aldri að dveljast nokkuð lengi á
Vífilsstöðum vegna berkla og
mörgum árum síðar varð hann
að gangast undir mikla lungna-
aðgerð af þeim sökum. Ýmislegt
fleira fylgdi í kjölfarið og um
tíma var honum vart hugað líf.
En alltaf hjarnaði Einar við og
hann tamdi sér snemma að taka
öllum sínum veikindum með
þrautseigju og jafnaðargeði. En
þau hjón áttu líka góða daga.
Þau óku vítt og breitt um landið
með tjaldvagn í eftirdragi,
skruppu stundum vestur á firði
og síðari árin fóru þau margar
eftirminnilegar ferðir til útlanda
með öðrum eldri borgurum, auk
þess að heimsækja son sinn í
Ameríku. Þau fóru margar ferðir
með Bændaferðum, m.a. til Kan-
ada, Norðurlandanna, Finn-
lands, Færeyja, Þýskalands,
Póllands og Hollands. Þau héldu
mikið upp á Gardavatnið á Ítalíu
og fóru oftar en einu sinni þang-
að. Árum saman fóru þau
snemma vors til mánaðardvalar
á hlýjum ströndum Spánar.
Kona Einars og fóstursystir mín
var glæsileg ung stúlka, létt í
spori, lífsglöð og hörkudugleg.
Síðar á ævinni sótti hún gömlu
dansana og söng í kór aldraðra,
hlúði að barnabörnunum og vann
lengi utan heimilisins, bæði á
Elliheimilinu Grund og síðar í
eldhúsi Landspítalans. En heils-
an brást henni of snemma. Einar
vann ötullega að því að koma
henni í umönnun á Hrafnistu og
að liðnum tveimur döprum ár-
um, einsamall í fallegri, nýrri
íbúð þeirra á Klapparstígnum,
ákvað hann að reyna að komast
þangað sjálfur, enda ýmsir kvill-
ar farnir að gera alvarlega vart
við sig. Jensína lifir mann sinn,
mjög farin að heilsu.
Það var eins og Einar hefði til-
einkað sér einkunnarorð skát-
anna: vertu viðbúinn. Ég hygg
að þessi lyndiseinkenni hafi ver-
ið hans drýgsta vegarnesti: að
vera við öllu búinn, taka því sem
að höndum bar hverju sinni, hafa
allt á hreinu. Það hefur löngum
verið notalegt að eiga þau hjón
að, ekki síst þann tíma sem ég
hef dvalið samfleytt erlendis og
skroppið heim af og til, þau alltaf
reiðubúinn að stjana við þennan
farandsvein, elda handa honum
saltkjöt og baunir, sviðakjamma
og rófustöppu og Einar ólatur
við að aka og gera þessar ferðir
eftirminnilegar. Fyrir nokkrum
vikum áttum við Einar síðasta
símaspjallið. Dagana fyrir and-
látið ræddi hann við dóttur sína
um eigin útför og fól henni m.a.
að hringja í valda vini, þar á
meðal undirritaðan, þegar hann
væri allur. Hann var jarðsettur í
kyrrþey að eigin ósk. Það syrtir
að, er sumir kveðja.
Ég lýk þessum orðum með
kæru þakklæti til alls þess fórn-
fúsa starfsfólks Hrafnistu, sem
af alúð og stakri umhyggju hefur
hlúð að þessum hjónum og öðr-
um mér nákomnum, sem þar
hafa notið umönnunar sína síð-
ustu daga.
Guðbjartur Gunnarsson,
Filippseyjum.
Einar
Þórðarson