Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is F jallagarpurinn og leið- sögumaðurinn Atli Pálsson er nú á leið- inni til Nýja-Sjálands í annað sinn til að starfa sem jöklaleiðsögumaður. Atli hóf fjallamennsku sína í hjálp- arsveit skáta í Kópavogi fyrir sjö árum. Hugmynd yfir kaffibolla „Þegar ég byrjaði í hjálp- arsveitinni hafði ég ekki hugmynd um að hægt væri að starfa sem leiðsögumaður. En síðan bauðst mér að aðstoða móðurbróður minn með hóp ferðamanna sem ætluðu að ganga Laugaveginn að Fjalla- baki árið 2005. Ég varð hálfundr- andi að heyra að hann ætlaði að borga mér fyrir að sinna áhuga- málinu mínu og sá þá að þetta gæti orðið eitthvað sem ég gæti starfað við. Síðan réð ég mig sem leiðsögumann í Kverkfjöll heilt sumar og eftir það varð ekki aftur snúið. Starfið á Nýja-Sjálandi fékk ég svo í gegnum nýsjálenskan fjallaleiðsögumann sem ég tók próf í jöklaleiðsögn hjá hér á Ís- landi. Ég hafði nefnt við hann yfir kaffibolla að það væri gaman að fara til Nýja-Sjálands og hann lét fyrirtækið sem hann vann hjá ytra vita af mér. Síðan barst mér bara tölvupóstur með boði um að koma og ég sló til,“ segir Atli. Jöklaganga í regnskógi Atli starfar í bænum Fox á vesturströndinni en bærinn er við sjávarmál og fellur Fox-jökullinn Jöklaleiðsögumaður á Nýja-Sjálandi Atli Pálsson segir fjallabakteríuna vera nokkuð sem menn hafi ekki getað útskýrt almennilega. Hann starfar sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður hér heima á sumrin en mun eyða næsta vetri sem jöklaleiðsögumaður í nýsjálenska bænum Fox. Stað- urinn er á heimsminjaskrá en það er allsérstætt að jökullinn rennur í gegnum regnskóg og hefst gangan því innan um litríkar plöntur og villta páfagauka. Fjallagarpur Alpaklifur í Nýja Sjálandi, tekið á Mt.Cook. Vefsíðan netfit.co.uk er ein stærsta og mest leiðandi vefsíðan um heilsu og hreyfingu í Bretlandi. Þar má finna greinar og góð ráð um matar- æði, líkamsrækt og almenna næring- arfræði. Á vefsíðunni má meðal ann- ars kynna sér hvernig best þykir að ná magavöðunum stinnum og flott- um. Æfingunum er skipt eftir þremur erfiðleikastigum og eru ljósmyndir sýndar af hverri æfingu. Eins er skýr- ingartexti með myndinni þar sem segir hversu oft maður eigi að endur- taka æfinguna. Kemur sér vel fyrir þá sem vilja gera góðar magaæfingar ýmist heima fyrir eða í líkamsræktar- salnum. Oftast þarf ekkert aukalega í æfingarnar en sumar eru þó gerðar á bolta eða notað lóð með æfingunni. Vefsíðan Netfit er full af góðum ráð- um fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Vefsíðan www.netfit.co.uk Púl Í góðu veðri er hægt að gera magaæfingarnar úti við. Leiðin að stinnari maga Sunnudaginn næstkomandi verður Hjartadagshlaupið haldið og verða hlaupnir 5 km og 10 km með tíma- töku. Hlaupið hefst kl. 10:00 á Kópa- vogsvelli og verða úrslit birt eftir ald- ursflokkum í karla- og kvennaflokki. Allir sem ljúka hlaupi fá þátttöku- viðurkenningu frá Hjartavernd. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir fyrsta karl og konu í 5 og 10 km hlaupi og útdráttarverðlaun. Hlaupið verður út á Kársnes og til baka í mark inni á Kópavogsvelli. Skráning fer fram á hlaup.is, þar sem nálgast má nánari upplýsingar, og á staðnum sama dag frá klukkan 9. Endilega … … hlaupið fyrir Hjartavernd Morgunblaðið/Golli Hlaup Hlaupið á degi Hjartaverndar. Síðastliðinn fimmtudag, 15. sept- ember, var Icelandair-hlaupið en þá var að venju hlaupið kringum Reykja- víkurflugvöll. Þetta er 7 km leið, slétt og hröð braut, ekki of langt og ekki of stutt og því tilvalið fyrir byrjendur. Enda lét unga fólkið sig ekki vanta. Í heildarúrslitum var Kári Steinn Karls- son, fæddur 1986, fyrstur í mark á tímanum 21:12. Í öðru sæti var Haraldur Tómas Hallgrímsson, fæddur 1990, á tím- anum 24:13. Fast á hæla honum í þriðja sæti var Tómas Zoëga Geirs- son, fæddur 1993, á tímanum 24:18, en Tómas var auk þess efstur í sínum aldursflokki, 15-18 ára. Bróðir Tómasar, Reynir Zoëga Geirsson, fæddur 1999, var efstur í sínum aldursflokki á tímanum 26:40. Í aldursflokki stelpna 14 ára og yngri var Arna Dís Þórdísardóttir, fædd 1997, fyrst í mark á tímanum 30:48. Í aldursflokki stelpna 15 til 18 ára landaði Anna Þuríður Pálsdóttir, fædd 1993, fyrsta sætinu á tímanum 35:04 Úrslit Unga fólkið stóð sig vel í vin- sælu Icelandair-hlaupinu Sprett úr spori Bæði byrjendur og lengra komnir hlupu um nýliðna helgi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Svanhildur Þorgeirsdóttir bar um helgina sigur úr býtum í svokallaðri Metroform-keppni sem haldin var á vegum veitingastaðarins Metro. Keppnin var fólgin í því að ná sem bestum árangri í bættum lífsstíl og betri heilsu. Alls tóku 20 manns á aldr- inum 20 til 48 ára í þátt og öttu kappi í átta vikur. Siguvegarinn hlaut eina milljón króna í verðlaun og því var til mikils að vinna. Alvöru lífsstílsbreyting „Þetta gekk vonum framar og ég missti 10,3 kg á sjö vikum. Mér hefur aldrei gengið jafn vel í baráttunni við aukakílóin og held að ein aðalástæðan sé sú að nú var ég að gera þetta á rétt- um forsemdum. Í sumar var ég t.d. að reyna að hamast fyrir brúðkaupið mitt sem var bara einn dagur en þetta er miklu meiri lífsstílsbreyting,“ segir Svanhildur. Hún hætti að drekka gos og svo gott sem að borða sælgæti. Annars borðaði hún allan venjulegan mat nema bara minna af honum. „Það er mikilvægast að gera þetta í litlum áföngum og fara hægt af stað. Þú eyðileggur ekkert átakið þó þú stelist í tvær kexkökur einn daginn, þá gerir þú bara betur næsta dag,“ segir Svan- hildur. Hún er þakklát aðstandendum keppninnar og segir alla keppendurna í raun standa uppi sem sigurvegara. Með vinningsfénu ætlar hún að fjár- festa í heilsunni og bjóða eiginmann- inum í brúðkaupsferð. Sigurvegari í Metroform Morgunblaðið/Kristinn Hamingjustund Sigurvegarinn var að vonum ánægður með árangurinn. Mikilvægt að fara hægt af stað og muna að tvær kexkökur einn daginn eyðileggja ekki átakið Sigurvegari Svanhildur náði góðum árangri og missti tæplega 11 kg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.