Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 1
Í MIÐJU MORGUNBLAÐSINS Í DAG » Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  220. tölublað  99. árgangur  SIGURÐUR FÉKK GÓÐA DÓMA Í ÞÝSKALANDI MANNFALL Í JEMEN STJÖRNUR VESTRA Í SVIÐSLJÓSINU RÁÐIST Á MÓTMÆLENDUR 17 EMMY-VERÐLAUNIN 31TYRKJA-GUDDA 30 Fréttaskýring eftir Karl Blöndal  Hart var deilt um vegafram- kvæmdir og vegabætur á Vestfjarðavegi á fjölmennum fundi í Bjarkar- lundi með Ög- mundi Jónassyni innanríkis- ráðherra. Gagn- rýnt var á fund- inum að sveitarfélögum bæri að fara eftir gildandi skipulagi sem Skipulagsstofnun síðan hafnaði. Einn fundarmanna líkti málamiðl- unartillögu ráðherra við kjafts- högg fyrir Vestfirði. »2 Málamiðlun ráð- herra vonbrigði Ögmundur Jónasson Tíu erlendir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar hafa gengið til liðs við Taflfélag Reykjavíkur (TR). Margir þeirra eru á lista yfir 100 sterkustu skákmenn heims í dag. Hinir nýju liðsmenn þessa bráð- um 111 ára gamla félags eru auk Karpov og Polgar þeir Vasily Papin, Vugar Gashimov, Emil Sutovsky, Gata Kamsky, Juri Kryvoruchko, Martyn Kravtsiv, Mikhailo Oleksi- enko, Jan Smeets, Jakob Vang Glud og Helgi Dam Ziska. Þá hefur Karl Þorsteins gengið til liðs við sitt gamla félag. Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, for- maður TR, sagði þetta vera mikinn ávinning fyrir félagið. Innganga hinna nýju liðsmanna yrði mikil lyftistöng auk þess sem verið væri að styrkja A-lið TR. Hún sagði að skákmeistararnir hefðu verið fljótir að þekkjast boðið um að ganga í Taflfélag Reykjavíkur. »2 Anatoly Karpov og Judit Polg- ar eru gengin til liðs við TR  Tólf erlendir skákmeistarar gengu í Taflfélag Reykjavíkur Anatoly Karpov Judit Polgar KR-ingum dugði ekki að vera manni fleiri í 75 mínútur gegn Eyjamönnum í uppgjöri efstu liða Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Stórleikurinn endaði með jafntefli, 1:1, og liðin eru áfram jöfn á toppnum. KR stendur hinsvegar betur að vígi, á eftir þrjá leiki en Eyjamenn tvo, og er auk þess með betri markatölu. Guðmundur Þórarinsson úr ÍBV sýnir góð tilþrif en KR-ingurinn Grétar S. Sigurðarson hefur gætur á honum. » Íþróttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson KR-ingar standa best að vígi eftir jafntefli í Eyjum  Kanadíska fyrirtækið Alterra Po- wer, áður Magma Energy, sem á 75% hlut í HS Orku, tapaði 21 millj- ón dollara, 2,4 milljörðum króna, á ársfjórðungi sem lauk 30. júní s.l. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 64% frá áramótum. Í uppgjöri fyrir reikningsárið 2011, sem lauk 30. júní, er afkoma HS Orku frá 17. ágúst 2010. Sé horft á allt reikningsárið nemur tap Al- terra 17 milljónum dollara eða tveimur milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu félags- ins til kanadísku kauphallarinnar að niðurstöður uppgjörsins endur- spegli „endurskoðunarflækjur“ vegna mikils vaxtar á árinu 2011. Al- terra jók hlut sinn í HS Orku og tók yfir orkufyrirtækið Plutonic á árinu. Samkvæmt tilkynningunni voru hlutabréf félagsins í HS Orku færð niður um 10 milljónir dollara. »16 Alterra færði bréf í HS Orku niður um tíu milljónir dollara HS Orka Alterra á 75% í HS Orku. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Stúdentaráð Háskóla Íslands kann- ar nú hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að Lánasjóður íslenskra námsmanna taki upp styrkjakerfi eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Meðal hugmynda ráðsins er að stúdentar fái skattaaf- slátt fyrstu tvö árin á vinnumarkaði og að þeir sem ljúka námi á réttum  Stúdentaráð HÍ kannar kosti skattaafsláttar og niðurfellingar skulda  Vilja að námsmenn sem leigja saman á almennum markaði fái allir húsaleigubætur Hagsmunamál » Aðkallandi skortur á stúd- entaíbúðum neyðir fólk út á dýran leigumarkað. » Náms- og starfsráðgjafar í 5,75 stöðugildum eiga að að- stoða 14 þúsund nema Háskóla Íslands. tíma fái einhvers konar niðurfell- ingu skulda. Miklar skuldaafskriftir Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir hugmyndirnar vel framkvæmanlegar og mun fýsi- legri fyrir LÍN en skuldaafskriftir sem séu afar miklar hjá sjóðnum. Auk lánamála eru húsnæðismál ofarlega á blaði stúdentaráðs. Margir búi í dýru leiguhúsnæði því þeir fái ekki íbúð á stúdentagörð- um. „Núna eru reglurnar þannig að þeir stúdentar sem leigja saman á stúdentagörðum fá allir húsaleigu- bætur en þegar fólk leigir á al- menna leigumarkaðnum fær bara einn leigjenda bætur. Þetta er nokkuð sem væri auðvelt að breyta og myndi hjálpa mörgum þar sem leiguverð er mjög hátt,“ segir Lilja. MVaxtarverkir »14-15 LÍN skoði styrkjakerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.