Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Elskar að vera allsber
2. Búseta Aniston veldur tryllingi
3. Flugfarþegar fengu áfallahjálp
4. Jafntefli í toppslagnum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Þrettán íslenskar myndir verða
sýndar á RIFF, þar af fjórar frum-
sýndar (þrjár þeirra tónlistarmyndir).
Opnunarmyndin er Inni Sigur Rósar,
Allt, alltaf, alls staðar er um starfsemi
útgáfunnar Bedroom Community,
Saga Thors er dramatísk saga Thors-
aranna og að lokum er það heim-
ildamynd um hljómsveitina Árstíðir.
Fjórar íslenskar
frumsýndar á RIFF
„Í vinnslu: Jóla-
plata systkinanna
Ellenar og Krist-
jáns, nýr diskur
Mannakorna og
síðast en ekki síst
13. plata Mezzo-
forte. Auk þess
voru hljóðrituð í
dag nokkur áður
óútgefin lög eftir Jón Múla.“ Svo til-
kynnti Eyþór Gunnarsson á Fésbók-
arsvæði sínu í gær. Nóg að gera hjá
listamanninum geðþekka.
Upptekinn Eyþór
Gunnarsson
Aðrir tónleikarnir í nýju tónleikaröð-
inni „Kaffi, kökur & rokk & ról“ fara
fram í kvöld í húsnæði SÁÁ, Efstaleiti
7. Fram koma Hellvar og Saktmóðigur.
Aðgangseyrir er 500 kr., heitt er á
könnunni og rjúkandi ferskar kökur
sömuleiðis. Hús-
ið verður opnað
kl. 20.00, tón-
leikar hefjast
kl. 20.30 og
þeim lýkur
fyrir kl.
22.00.
„Kaffi, kökur & rokk
& ról“ í Edrúhöllinni
Á miðvikudag Norðan 5-10 m/s og dálítil rigning við austurströnd-
ina, en annars hægari og stöku skúrir. Hiti 7 til 12 stig.
Á fimmtudag Suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða skúrir SV-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðaustlæg átt og skúrir, en skýj-
að með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðanvert. Hiti 8 til 15
stig að deginum.
VEÐUR
Framarar sigruðu Keflvík-
inga í lokaleik 20. um-
ferðar á Íslandsmótinu í
knattspyrnu í gærkvöld
og þar með er spennan í
fallbaráttunni orðin gíf-
urleg. Nú skilja aðeins
þrjú stig að lið Keflavíkur,
Breiðabliks, Þórs, Grinda-
víkur og Fram fyrir tvær
síðustu umferðirnar en
eitt þessara liða fellur
niður í 1. deildina með
Víkingi. »2-4
Hörð fallbarátta
fimm liða í lokin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, lands-
liðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir að
Ísland eigi hörkuleik fyrir höndum
gegn Belgum annað kvöld. Belgarnir
leiki öflugan varnarleik og vel skipu-
lagðan, séu með hættulega fram-
herja og líkamlega sterkt og bar-
áttuglatt lið. Þjóðirnar mætast á
Laugardalsvellinum en þetta er þriðji
leikur Íslands í undankeppni EM. »1
Hörkuleikur framundan
við Belga í Laugardal
Björgólfur Takefusa varð í gær fyrsti
leikmaður Víkings í 19 ár til að skora
þrennu í efstu deild karla í fótbolta.
Hann gerði þrjú mörk þegar fallnir
Víkingar unnu ótrúlegan útisigur á Ís-
landsmeisturum Breiðabliks, 6:2, en
þetta var fyrsti sigur Víkings síðan í
fyrstu umferðinni í vor. Björgólfur
hefur nú skorað þrennur fyrir þrjú fé-
lög í efstu deild. »1
Björgólfur með fyrstu
Víkingsþrennu í 19 ár
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Fjöldi fólks kom í hinar nýju
Hrunaréttir um helgina og þeirra á
meðal var Vestur-Íslendingurinn
Helgi Gunnar Thorvaldsson frá Ed-
monton í Albertafylki í Kanada sem
heilsaði upp á frændfólk sitt í
Hrunamannahreppi. Helgi Gunnar
kom í fyrsta sinn til Íslands árið
2001 á vegum Snorraverkefnisins,
en það gerir Vestur-Íslendingum
kleift að koma til landsins og kynn-
ast uppruna sínum.
Íslenskar hefðir á heimilinu
„Það að koma hingað í Snorra-
verkefninu kveikti áhugann. Áður
var það aðallega nafnið, Helgi
Gunnar, sem er mjög „öðruvísi“
nafn í Kanada, sem tengdi mig við
Ísland en þegar ég kom hingað
fann ég að það var eitthvað sér-
stakt hér. Það var eitthvað sem
togaði hjartað mitt hingað og ég er
núna Íslandsfíkill,“ segir Helgi
Gunnar. Árið 2008 kom hann aftur
til Íslands en þá dvaldi hann í heilt
ár og lærði íslensku við Háskóla Ís-
lands. Hann kynntist kærustu sinni,
Árnnýju Sigurbjörgu Guðjóns-
dóttur, en hann er einmitt staddur
hér nú til að heimsækja hana.
Helgi Gunnar ólst upp hjá móður
sinni sem bjó lengi vel í vest-
uríslenskum bæ í Manitoba. Hann
viðurkennir að hann hafi ekki lært
mikið um Ísland í æsku en hins
vegar hafi íslenskar hefðir verið
ríkar á heimilinu. „Við elduðum oft
íslenskan mat og ég er alinn upp
við pönnukökur,“ segir hann að lok-
um.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hrunaréttir Helgi Gunnar og vaninhyrndur forystusauður frá Eiríki Kristóferssyni á Grafarbakka.
Hjartað togað til Íslands
Vestur-Íslendingurinn Helgi Gunnar Thorvaldsson segist
hafa orðið „Íslandsfíkill“ í fyrstu heimsókn sinni til landsins
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem
Helgi Gunnar fór í réttir en hann
fór einnig árið 2008. „Þá var ég
bara að skoða en tók meiri þátt
núna,“ segir hann og bætir við
að sér hafi
fundist
mjög
skemmti-
legt og
hann
gæti vel
hugsað
sér að fara
aftur.
Skemmtilegt
FÓR EINNIG Í RÉTTIR 2008
Fjallagarpurinn og leiðsögumað-
urinn Atli Pálsson er nú á leiðinni
til Nýja-Sjálands í annað sinn til
að starfa sem jöklaleiðsögumaður.
Atli mun fara með hópa fólks upp
á Fox-jökulinn á vesturströnd
Nýja-Sjálands. Staðurinn er á
heimsminjaskrá en jökullinn renn-
ur í gegnum regnskóg og hefst
gangan því innan um litríkar
plöntur og villta páfagauka.
Bæði er farið með fólk í göngu-
ferðir neðst á jöklinum en einnig
er flogið í þyrlu í 800-1.200 metra
hæð og farið í eins til tveggja daga
gönguferðir eða ísklifursferðir.
Fjallamennska Atla hófst með
starfi hans í hjálparsveit skáta í
Kópavogi og hann rekur nú leið-
sögufyrirtækið trek.is ásamt
hjálparsveitarfélaga sínum. Atli
segir aukna eftirspurn vera eftir
slíkum ferðum frá erlendum
ferðamönnum og að baki sé gott
sumar þótt það hafi farið hægt af
stað.
Atli segir að í fjallamennskunni
sé mikilvægt að þjálfa sig utan-
dyra til að koma sér í gott form og
eins skipti andlega hliðin miklu
máli. Oft sé talað um að fjalla-
mennska sé 10% búnaður, 10%
þrek og styrkur og 80% andlegur
styrkur. Þetta sé hverju orði sann-
ara og nokkuð sem hann hafi oft
reynt í starfi sínu. » 10
Atli Pálsson
klífur jökul í
Eyjaálfu
Fjallagarpar Atli (t.v.) ásamt James
McEwan í frönsku Ölpunum.
Starfar sem jökla-
leiðsögumaður