Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Lýsing á söguþræði verksinsSvartur hundur prestsinser ekki ókunnugleg. Ætt-móðir býður syni sínum,
tveimur dætrum og tengdasyni í
vöffluboð til að greina frá ákvörðun.
Það sem gerir Svartan hund prests-
ins hins vegar að áhugaverðu verki
er nýstárleg og spennandi framsetn-
ing. Þráðurinn er spunninn úr
blöndu af samtölum, dansi og tónlist.
Í honum er að finna sérstakan og
skemmtilegan húmor. Sjónarspil
verður síðan til með frumlegri leik-
mynd og óhefðbundinni notkun á
vöfflum, handtöskum, pilluboxum,
viftum og slæðum svo nokkuð sé
nefnt.
Leikurinn hefst á kynningu hóps-
ins fyrir framan sviðstjaldið í dansi
og orðum sem gefa hugmynd um
persónu hvers og eins og andlega
líðan. Strax þarna kemur í ljós að
fólki líður misvel. Eldri systirin er
þanin eins og fiðlustrengur og dans
hennar er spenntur og rykkjóttur.
Yngri systirin er eins og sú eldri
nokkuð strekkt. Bróðir þeirra er á
hinn bóginn slakur á því, mjúkur og
léttur. Tengdasonurinn er svo grá-
klæddi, bráðlega miðaldra maðurinn
sem tekur enga stóra áhættu í hreyf-
ingum. Ættmóðirin er silkislök.
Samtöl og samskipti í verkinu
staðfesta þetta enn frekar. Persónur
tala hver úr sínu horni, stundum
hver ofan í aðra og án þess að hlusta.
Systurnar Marta, sem er eldri, og
Magdalena hafa litla þolinmæði
gagnvart Skarphéðni, litla bróður
sínum. Tengdasonurinn Njáll er
fyrst og fremst upptekinn af frá-
gangs- og peningamálum sem hann
á erfitt með að koma á dagskrá.
Móðirinn segir frá eigin lífi og
kryddar það opinskáum frásögnum.
Sonurinn ungi talar sig hægt og ró-
lega að því að afhjúpa fjölskyldu-
leyndarmál. Undirtökin í framvind-
unni hafa mestan part ættmóðirin
Steingerður og sonurinn Skarphéð-
inn, augasteinninn hennar, sem er
kominn í heimsókn frá útlöndum þar
sem hann býr og starfar.
Leikmyndin er hefðbundin,
snyrtileg stofa hjá aldraðri miðstétt-
arfrú. Veggir eru ljósir og fyrir
miðju er gluggi. Aftan við hann er
annar gluggi eða rammi sem býður
upp á myndræn atriði. Leikmyndin
tekur síðan breytingum í sýningunni
sem undirstrikar skemmtilega þau
óhreinindi sem er að finna undir yf-
irborðinu og jafnvel það völund-
arhús sem samskipti geta verið.
Auðvelt er að sjá ýmis almenn ein-
kenni samtímans í persónum verks-
ins. Systurnar og mágurinn sýna vel
þær ofurvæntingar og þrá sem
margir hafa um „fullkomið“ líf, með
maka, börnum, húsi og auði – líf sem
krefst þess að vísu einnig að vinna
myrkranna á milli, hakka í sig pillur
og vera eins og útspýtt hundskinn í
„frítímanum“.
Greinilegt er að á samband Mörtu
og Njáls er hlaupin alvarleg snurða
þar sem stutt er í mikinn sársauka
og átök sem meðal annars snúast um
hvort samband feli í sér að vita allt
um makann, einnig um mögulegar
barneignir og jafnvel kynhneigð.
Yngri systirin er fráskilin og ekki að
fullu sæl og sátt. Hún er því leitandi
og hefur í þeirri leit orðið hafsjór af
sjálfshjálpar- og tímaritaspeki. Móð-
irin er glöð með sitt, orðin gömul og
frjáls og einnig óþarflega og jafnvel
óeðlilega opinská að mati dætra
sinna og tengdasonar.
Mismunandi sýn persónanna á
fortíðina, sannleikann og hver aðra
kemur upp á yfirborðið í lokin án
þess að um tilkomumikil uppgjör sé
að ræða. Fjölskylduleyndarmálið
vorum við sessunautur minn búnir
að giska á hvert væri áður en það
var gert opinbert. Uppljóstrun ætt-
móðurinnar um eigin áform var hins
vegar nokkuð óvænt og skemmtileg.
Höfundur hefur meðal annars
sagt að sviðsetningin snúist um af-
stæði sannleikans og að verið sé að
sýna heiminn (ég fæ mig ekki til að
nota orðið smætta) í gegnum fjöl-
skylduna. Hún veltir einnig fyrir sér
hvort minningar geti verið skáld-
skapur og þá hvort orð geti náð utan
um veruleikann og gert honum skil.
Til viðbótar þessu finnst mér verkið
meðal annars tala gegn græðgi og
því að láta aðra úthluta sér hlut-
verkum og syllu.
Allir leikarar sýningarinnar
standa sig vel. Kristbjörg Kjeld á
stórleik sem móðirin og hreinlega
stafar af henni stjörnuljóma á köfl-
um. Margrét Vilhjálmsdóttir á einn-
ig mjög góðan leik sem kona á barmi
taugaáfalls og tjáir það vel bæði með
leik og dansi. Nanna Kristín Magn-
úsdóttir skilar hlutverki sínu afar
skemmtilega sem kona sem er ekki
að fullu sátt við tilveruna og fulltrú-
uð á skyndilausnir. Hún var senni-
lega ábyrg fyrir hlutfallslega flest-
um hlátrasköllum áhorfenda. Baldur
Trausti Hreinsson dregur upp sann-
færandi mynd af tengdasyninum,
sem nokkuð hversdagslegum efnis-
hyggjumanni sem lætur þó ekki allt
uppi og býr mögulega yfir leyndar-
máli. Gæðaleikarinn Atli Rafn Sig-
urðarson geldur þess nokkuð að per-
sóna hans er í góðu jafnvægi og
hamingjusöm en slíkt fólk getur
aldrei orðið jafn áhugavert og það
sem er í klemmu og kvöl.
Búningar eru vel heppnaðir. Dæt-
urnar eru, hvor á sinn hátt, klæddar
að hætti framakvenna, Kristbjörg
klæðist mörgum glæsikjólum og
tengdasonurinn og „streitarinn“
Njáll tekur hæfilegt mið af tískunni í
sínum gráu fötum sem eru leyst af
með frjálslegri klæðnaði í síðari
hluta verksins þar sem mögulega er
að byrja að losna um hann. Sonurinn
Skarphéðinn er í hvítum hörfatnaði
sem sýnir kannski að hann er kom-
inn lengra að og úr hlýrra umhverfi.
Mér fannst þó stóra bindið með fiðr-
ildum sem hann ber alla sýninguna,
stinga óþarflega mikið í stúf við
raunsæislegan klæðnað annarra
persóna og ekki hjálpa eða styðja við
verkið þrátt fyrir að fram kæmi að
það þjónaði ákveðnum tilgangi.
Tónlistin í verkinu er áhlýðileg og
hæfilega samstæð. Nokkur lög eru
„mæmuð“ og það eykur við fjöl-
breytileikann í framsetningu. Nánd-
in við leikarana í sýningunni er einn-
ig umtalsverð og fékk sá sem þetta
ritar meðal annars gluggaumslag í
hausinn – sem var í sjálfu sér
ánægjuleg leikhúsreynsla.
Eitt einkenni Kristínar Jóhannes-
dóttur sem leikstjóra finnst mér
vera frumlegar og eftirminnilegar
myndir eða senur. Svartur hundur
prestsins þar engin undantekning.
Sumar þessara mynda gæti ég ekki
unnið mér til lífs að túlka eða út-
skýra. Þær einfaldlega hrífa mann
með sem áhorfanda og það er nóg
fyrir mig.
Full ástæða er til að óska Auði
Övu Ólafsdóttur og Kristínu Jó-
hannesdóttur til hamingju með
þessa sýningu og einnig því einvala-
liði sem kom að búningum, dansi,
sviðshreyfingum, tónlist, hljóðmynd
og lýsingu. Hér hefur tekist að gera
stórskemmtilegt og áhugavert ís-
lenskt leikverk.
Stórskemmtilegt og áhuga-
vert íslenskt leikverk
Þjóðleikhúsið
Svartur hundur prestsins
bbbbn
Eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Leikarar:
Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Atli
Rafn Sigurðarson og Baldur Trausti
Hreinsson. Leikmynd: Elín Hansdóttir.
Búningar: Helga Björnsson. Sviðshreyf-
ingar og dans: Melkorka Sigríður Magn-
úsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Gísli
Galdur Þorgeirsson. Lýsing: Halldór Örn
Óskarsson. Leikstjórn: Kristín Jóhann-
esdóttir. Kassinn í Þjóðleikhúsinu, 17.
september.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Skemmtilegt Nanna Kristín Magnúsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir í
Svörtum hundi prestsins. Allir leikarar standa sig vel í sýningunni.
Bandaríska tónlistarkonan Stevie
Nicks greinir frá því í viðtali í dag-
blaðinu Minneapolis Star Tribune að
hún hafi hafnað boði tónlistarmanns-
ins Prince um að semja texta við
einn af hans mestu smellum, „Purple
Rain“. Hún segir lagið hafa verið yf-
irþyrmandi og því hafi hún hætt við.
Nicks segist fegin því að Prince hafi
samið textann en lagið sló í gegn.
Nicks og Prince unnu fyrst saman
árið 1983 þegar Prince lék í lagi
hennar „Stand Back“.
Hafnaði
„Purple Ra-
in“ Prince
Hafnaði Stevie Nicks hafnaði boði
Prince en lagið sló í gegn.
Kortasalan í fullum gangi!