Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 22

Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 ✝ Árni Árnasonfæddist 12. febrúar 1927. Hann lést 13. sept- ember 2011. Árni var sonur hjónanna Árna Jó- hanns Ingimundar Árnasonar, sem kenndur var við Gasstöðina, og Helgu Guðmunds- dóttur eiginkonu hans. Bróðir hans var Guð- mundur Árnason, forstjóri, sem nú er látinn. Árni fæddist í húsinu Aust- urbakka við Bakkastíg í Reykjavík og ólst þar upp til 1929 er fjölskyldan flutti á Bergstaðastræti 80 í Reykjavík. Þann 23.12. 1950 kvæntist Árni Guðrúnu Pálsdóttur hús- móður, f. 5.9. 1929. Hún er dótt- ir Páls Einarssonar rafmagns- eftirlitsmanns og Ingunnar Guðjónsdóttur, sem bæði eru látin. Börn Árna og Guðrúnar eru 1. Árni Þór Árnason, f. 1951, kvæntur Guðbjörgu Jóns- dóttir, f. 1951. Börn þeirra eru a) Sandra Dögg, f. 1976, gift Davíð Guðmundssyni, f. 1972. Börn þeirra eru Daníel Aron, f. 2002, Helena María, f. 2005 og Carmen Sara f. 2011. b) Árni, f. 1978, giftur Hörpu Dögg Magn- úsdóttur, f. 1979. Börn þeirra eru Tara Lóa, f. 2006 og Árni Jóhann, f. 2009. c) Agnes Þóra, f. 1988. 2. Þórhildur, f. 1954, gift Valdimar Olsen, f. 1948. Börn þeirra eru a) Rúnar Örn, f. 1974, b) Guðrún, f. 1980 og c) Valdimar 1981. 3. Guðjón Ingi, til rúms eða fjölga starfs- mönnum, en þau Guðrún höfðu séð um alla starfsemina hingað til. Þau fluttu búferlum til Punta Gorda í Florida og sett- ust að við 3 green á golfvelli bæjarins og nutu efri áranna þar, en komu árlega til Íslands öll árin. Árið 2008 fluttu þau al- farið til Íslands og settust að í Sóltúni 10, Reykjavík. Árni æfði og keppti í handknattleik með kf. Víking á sínum yngri árum. Hann sat í stjórn handknatt- leiksdeildar Víkings, í 15 í stjórn og formennsku í hand- knattleiksráði Reykjavikur, beitti sér fyrir stofnun Hand- knattleikssambands Íslands (HSI) árið 1957 og var formað- ur þess fyrstu 2 árin. Stofnaði handknattleiksdómarafélagið og kom á fyrstu milliríkja- samskiptum í handknattleik með þátttöku kvennalandsliðs í handknattleiksmóti norður- landanna 1956 og var far- arstjóri íslenska hópsins. Hann beitti sér fyrir þátttöku Íslands í heimsmeistarakeppni karla 1958 í Austur-Þýzkalandi og var fararstjóri íslenska liðsins. Sat í stjórnum ÍBR, ÍSÍ og ýms- um nefndum varðandi íþróttir, einkum er lutu að handknatt- leik. Þá sat hann í nokkur ár í stjórn Íslendingafélagsins í N- Kaliforníu, m.a. sem formaður og í fjögur ár í stjórn Íslend- ingafélagsins í Florida. Hann var sæmdur gullmerki HKRR, gullmerki Víkings, stjörnu ÍBR, krossi ÍSÍ og heiðurskrossi HSÍ, fyrir störf í þágu íþróttahreyf- ingarinnar. Útför Árna fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 20. september 2011, og hefst athöfnin kl. 15. f. 1958, í sambúð með Sigríði Dögg Geirsdóttur, f. 1960. Börn hans og fv. eiginkonu hans, Guðrúnar Gunn- arsdóttur, f. 1959, eru a) Gunnar, f. 1982, b) Helgi, f. 1983 og c) Brynja, f. 1986. Árni stundaði nám í Menntaskóla Reykjavíkur í fjóra vetur og réðst til American Overseas Airlines 1948-50 og stofnaði í framhaldi Flugferðir hf. með Steindóri Hjaltalín og sá um rekstur þess sumarið 1950 þar til flugvél félagsins fórst á Mel- gerðismelum. Hann starfaði sem sölumaður hjá G. Þorsteinsson & Johnson 1950-61. Var forstjóri og meðeigandi í Ford bifreiða- umboðinu Sveinn Egilsson hf. 1961-63 og framkvæmdastjóri bíladeildar SÍS 1963-67. Það ár stofnaði hann heildverslunina Austurbakka utan um Dunlop umboðið og nokkur smærri um- boð á heilbrigðissviði. Hann var forstjóri til ársins 1982 er hann flutti til Bandaríkjana og setti upp innkaupafyrirtækið East- bank Trading í Vacaville í ná- grenni San Francisco í Kali- forníu. Þar stóð hann fyrir vöruútvegun fyrir bæði íslensk og evrópsk fyrirtæki. Hann rak fyrirtækið til 1991 þegar það var orðið það umfangsmikið að annaðhvort var að flytja starf- semina til Íslands sem var þá auðveldara með þeirri fjar- skiptatækni sem hafði rutt sér Elsku pabbi, það er erfitt að kveðja þó að við vissum hvert stefndi. Erfiðri baráttu er nú lok- ið og þú kominn upp í ljósið, þar sem þú hefur fengið frelsi. Aðal- atriðið er að þér líður vel núna. Þú varst góður gamall maður og það var gaman að sjá hvað þú elskaðir barnabörnin mikið. Ég ætla að hafa þetta stutt því við vorum búin að kveðjast, fara með bænir og syngja saman á spít- alanum og ég búin að segja þér allt. Þú kvaddir í frið og ró og veðrið var eins dásamlegt og hægt var, þú sveifst inn í sólar- lagið. Við skulum hugsa eins vel um mömmu og hægt er. Ég kveð þig með þessum línum Vort traust er allt á einum þér, Því allt þú gott oss veitir. Þín náð og miskunn eilíf er, þú öllu’ í sigur breytir. (P. Jónsson.) Þín dóttir Þórhildur. Ég er yngsta barnabarn afa. Hann var fluttur til Bandaríkj- anna áður en ég fæddist. Þegar ég var 18 ára fékk ég tækifæri til að dvelja hjá ömmu og afa í Flo- rida og sækja skóla þar í þrjá mánuði. Ég þekkti afa ekki mikið áður en ég flutti út, en á þessum þrem mánuðum fékk ég að kynn- ast honum almennilega í fyrsta skipti. Við áttum margar yndis- legar stundir saman þegar hann skutlaðist með mig út um allt, höfðum það kósí við sundlaugar- bakkann og síðan deildum við sameiginlegu áhugamáli sem er að borða góðan ís. Afi var mikill business-maður og ísbúðin í hverfinu var alltaf með „Buy one, get one free“ á rigningardögum og þar af leið- andi fórum við afi alltaf út í ísbúð þegar það var rigning. Minningin um afa mun alltaf lifa með með mér og ég er fegin að hafa fengið að búa með afa og ömmu og feng- ið að kynnast afa svona vel. Ég sakna þess að vera ekki með ömmu í dag og sendi hjart- ans kveðjur heim. Blessuð sé minning hans. Agnes Þóra Árnadóttir Colorado Springs. Ótæmandi talning minnis- stæðra og ánægjulegra atvika kemur upp í hugann þegar sest er niður og reynt er að einbeita sér að því að skrifa nokkur fá- tækleg orð um stórmerkilegan mann, hann afa okkar, afa Árna eða afa í Ameríku eins og við systkinin kölluðum hann þegar við vorum lítil og jafnvel enn. Nafngiftin hefur reyndar erfst niður til niðja okkar því barna- barnabörnin hafa alla tíð kallað hann afa í Ameríku þó að afi og amma séu löngu flutt heim til Ís- lands. Afi og amma í Ameríku fluttu til Californiu þegar við vorum 7 og 5 ára og svo seinna til Florida. Ævintýrablærinn var mikill yfir Ameríkubúunum og snemma átt- uðum við okkur á því að afi hafði mikil sambönd og stundaði við- skipti að kappi. Það var ekkert sem afi gat ekki reddað og eng- inn sem hann þekkti ekki. Við skrifuðum ömmu og afa ótal bréf til Ameríku og þar sem þau bjuggu nú í sama landi og Mich- ael Jackson þá þótti okkur alger- lega nauðsynlegt að skrifa hon- um líka bréf í leiðinni og sendum bréfið til afa þannig að hann gæti farið með bréfið í eigin persónu. Hann tók að sjálfsögðu vel í það og sagðist mundu koma bréfinu til skila. Afi hafði þá einstöku hæfileika að láta okkur líða eins og engin takmörk væru á því hvað hægt væri að gera. Afi var mikill framkvæmda- maður og gekk oft skrefinu lengra en aðrir í þeim efnum. Okkur er ofarlega í huga þegar hann var staddur á flugvelli með Adda og þeir hittu frægan körfu- boltamann úr NBA-deildinni. Afi lét ekki tækifærið renna sér úr greipum og óð að körfuboltahetj- unni og fékk að taka mynd af honum með barnabarninu. Allt til að gleðja barnabarnið og njóta augnabliksins svo munað var eft- ir. Það var líka afa líkt að ganga enn lengra því ákvað síðan að senda svo körfuboltamanninum myndina í kjölfarið áritaða af barnabarninu hans. Við erum enn fullviss um að körfubolta- hetjan heldur allra mest upp á þessa mynd því enginn nema afi gengur aðeins lengra en aðrir. Fyrir okkur var það líka það sem gerði hann sérstakan. Afi var víðsýnn og ævintýra- gjarn, ávallt tilbúinn til að læra nýja hluti og fá nýjar viðskipta- hugmyndir, sem hann fram- kvæmdi. Hann lærði að sigla skútu á eldri árum og lét sér það ekki nægja heldur lagði það á sig að læra líka á tölvu; það eiga ekki margir afa sem er yfir 80 ára og sendir manni tölvupóst. Reyndar fannst honum öruggara að prenta út frekar en að áfram- senda tölvupósta. Afi naut þess að vera í kring- um barnabarnabörnin sín fimm. Við munum oft eftir honum sitja löngum stundum og fylgjast með þeim í leik án þess að eiga við þau orðastað. Bara að gleðjast yfir leik ungviðisins. Við þau var hann alla tíð svo blíður. Við munum sakna afa Árna mikið en gleðjumst jafnframt yf- ir ánægjulegum samvistum við hann. Fyrir það erum við ævar- andi þakklát. Sandra Dögg Árnadóttir og Árni Árnason. Árni Árnason, föðurbróðir okkar, verður í dag lagður til hinstu hvíldar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Árni hélt góðri heilsu fram á síð- ustu ár og náði því að verða 84 ára. Það var stutt fyrir okkur systkinin að fara á Bergstaða- strætið í æsku. Einungis var yfir tvo garða að fara. Árni og Guð- rún bjuggu þar ásamt Árna afa og Helgu ömmu. Frændsystkinin voru bæði leikfélagar og skóla- félagar þannig að kynnin urðu einnig meiri þess vegna. Það hélst svo í hendur að foreldrar okkar frændsystkinanna fluttu í stuttan tíma út á Seltjarnarnes eftir að húseignirnar á Berg- staðastræti og Fjölnisvegi, þar sem við bjuggum, höfðu verið seldar. Og þaðan var flutt í Háa- leitishverfið. Ekki var langt á milli Brekkugerðis og Stóragerð- is. Snertifletirnir voru einnig í fé- lagsstarfi og atvinnurekstri. Árni vann hjá föður okkar um tíma og svo skemmtilega vildi til að Mar- grét, systir okkar, varð fram- kvæmdastjóri Austurbakka árið 2005 þegar nýir eigendur tóku við rekstri fyrirtækisins. Árni eignaðist hlutabréfin í fjöl- skyldufélaginu Austurbakka þegar hann stofnaði heildverslun sína með sama nafni á árinu 1967. Eftir að Árni flutti til Bandaríkj- anna og stofnaði Eastbank Trad- ing hafði hann milligöngu um út- vegun á ýmsum vörum frá Bandaríkjunum fyrir Árvík, sem faðir okkar stofnaði árið 1983, þegar heildversluninni G.Þor- steinsson & Johnson var skipt í tvö félög. Árni starfaði um tíma sem sölumaður hjá því félagi þegar það var til húsa í Grjóta- götu 7. Það var gott að heimsækja Árna og Guðrúnu í Bandaríkjun- um. Þau tóku á móti miklum fjölda gesta um langt árabil, bæði í Kaliforníu og Florída. Ræturn- ar voru þó alltaf til Íslands og komu þau hjónin reglulega heim á jólum og á sumrin. Tengslin voru þá endurnýjuð. Við frændsystkinin vottum Guðrúnu og börnunum, Árna Þór, Þórhildi og Guðjóni Inga, mökum þeirra, börnum og barna- börnum innilega samúð okkar við fráfall Árna. Við kveðjum hann með virðingu og þakklæti. Margrét, Helga Lára, Aðalsteinn og Árni. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Víking Látinn er í Reykjavík á áttug- asta og fimmta aldursári sóma- og framkvæmdamaðurinn, Árni Árnason, forstjóri og gullmerk- ishafi Knattspyrnufélagsins Vík- ings og velgjörðarmaður um langa tíð. Má með sanni segja að fáir menn í liðugri 100 ára sögu félagsins hafi komið jafn víða við og markað jafn djúp spor í þá sögu sem Árni Árnason. Starfsvettvangur Árna varð snemma verslun og viðskipti. Hann stofnaði og varð fyrsti for- stjóri heildverslunarinnar Aust- urbakka hf. árið 1967 eftir feril sem sölumaður, framkvæmda- stjóri og stjórnarformaður margra fyrirtækja í Reykjavík og víðar á sjötta, sjöunda og fram á níunda áratug síðustu aldar. Má segja með sanni að vöru- merki hans alla tíð í öllum rekstri hafi verið heilbrigð og traust við- skipti í hvívetna. Skaphöfnin var alltaf ljúf en hann var mikill keppnismaður og honum var ósýnt um að tapa. Árni varð snemma félagsmála- maður og helgaði Kf. Víkingi krafta sína óskipta, einkum handknattleik, alveg frá stofnun handknattleiksdeildar í félaginu á árunum 1939 og 1940, bæði sem leikmaður og formaður deildar- innar 1954 til 1957. Hann verður formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur 1954 í þrjú ár og aft- ur stjórnarmaður 1960 til 1972 og var helsti hvatamaður að stofnun heildarsamtaka handknattleiks- manna, HSÍ, árið 1957 og fyrsti formaður þeirra. Það voru ein- mitt Víkingar undir forystu Árna ásamt Valsmönnum, sem áttu hugmyndina að fyrsta Íslands- mótinu í þeirri merku íþrótta- grein árið 1940 og sáu um fram- kvæmd þess. Árni sat í aðalstjórn Kf. Vík- ings á miklum umbrota- og upp- gangstímum í sögu félagsins á árunum 1950 til 1954 við flutning þess í nýtt hverfi í Reykjavík, Bústaða- og Smáíbúðahverfi, en sú ákvörðun að flytja höfðuð- stöðvar félagsins úr miðbæ Reykjavíkur var mjög umdeild á þeim tíma í félaginu. Árni var formaður fyrstu hússtjórnar fé- lagsheimilis Kf. Víkings við Hæðargarð 1958 og til er ávarp formannsins frá sama ári þar sem stefnumálum stjórnarinnar er lýst í fáum en hnitmiðum orð- um. Má segja með sanni að nán- ast hvert orð í þeirri stefnumót- un hefur gengið eftir í tímans rás. Árni varð fyrsti formaður blakdeildar félagsins 1973 til 1977 og sat í stjórn skíðadeildar 1980 til 1982. Eftir að stjórnar- störfum lauk sýndi hann félaginu sínu alla tíð mikla ræktarsemi og fylgdist grannt með gangi mála. Fyrirtæki hans komu ævinlega að stuðningi við flestar deildir fé- lagsins þegar kom að útvegun hvers kyns keppnisbúnaðar á hverjum tíma, en Árni lagði sig alltaf eftir því í sínum rekstri að bjóða fram mikið úrval slíkra vara. Árni Árnason var mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann kvæntist ágætri konu, Guðrúnu Pálsdóttur f. 1929. Þau voru einkar samhent hjón og ævinlega nefnd saman í sömu andrá. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll lifa föður sinn. Þeim öll- um og fjölskyldum þeirra eru sendar samúðarkveðjur við frá- fall Árna Árnasonar, forstjóra. Við Víkingar kveðjum höfð- ingja og þökkum honum leið- sögnina. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Hvíl í friði. Ólafur Þorsteinsson, form. fulltrúaráðs Kf. Víkings. Kveðja frá formannafélagi HSÍ Árni Árnason fyrsti formaður Handknattleikssambands Ís- lands er látinn. Við undirbúning að stofnun HSÍ árið 1957 var Árni sá sem ruddi brautina og lagði grunninn að stofnun sam- bandsins, hugmynd sem þá hafði verið rædd í nokkur ár milli for- ustumanna handboltans á Ís- landi. Á þeim tíma var hann for- maður Handknattleiksráðs Reykjavíkur og þekkti því vel til og skildi manna best nauðsyn þess að stofna HSÍ. Í kjölfarið tók karlalandsliðið þátt í heims- meistarakeppninni sem haldin var árið eftir og þar með var brautin rudd í þátttöku Íslend- inga í alþjóðlegum keppnum í handknattleiknum. Ekki þarf að kynna landsmönnum árangurinn því allir þekkja glæsilegan ár- angur handboltans í öllum stærstu keppnum í þau rúm fimmtíu ár sem HSÍ hefur starf- að. Orð eru til alls fyrst en oft er framkvæmdin erfiðari en Árni og hans félagar lögðu sterkan grunn að starfi HSÍ sem íþróttin nýtur enn í dag. Síðar, eða í kringum 1980 kom Árni aftur inn í stjórn HSÍ, þegar sá sem þetta ritar var formaður. Hann var gjaldkeri í tvö ár og skilaði góðu verki, hagnaði bæði árin. Stuttu síðar flutti Árni ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur, til Bandaríkjanna og bjó þar í um tvo áratugi. Við heimkomuna tók hann upp þráð- inn. Hafði samband við okkur fyrrverandi formenn og hvatti til þess að við tækjum einhver verk- efni að okkur fyrir HSÍ. Á 50 ára afmæli sambandsins árið 2007 var ákveðið í samráði við forustu HSÍ að formannafélagið tæki að sér að sjá um að láta skrifa og gefa út sögu handboltans á Ís- landi allt frá því að íþróttin barst til landsins um 1920. Árni hafði mikinn áhuga á þessu verkefni og lagði sitt af mörkum til þessa að vel mætti takast. Nú er því verki að ljúka og stefnt að útgáfu tveggja bóka síðar á þessu ári. En nú er skarð fyrir skildi og okkar fyrsti formaður genginn á vit feðra sinna. Það verður því söknuður þegar sú stund rennur upp að sagan góða kemur ljóslif- andi fyrir sjónir landsmanna. En enginn ræður sínum næturstað og á kveðjustundu senda fyrrver- andi formenn HSÍ eiginkonu og öllum ástvinum Árna samúðar- kveðjur. Minningin um góðan félaga og góðan dreng lifir áfram með okk- ur öllu. Guð blessi minningu Árna Árnasonar. Júlíus Hafstein. Árni Árnason var einn af brautryðjendum handknattleiks- íþróttarinnar á Íslandi og mark- aði djúp spor ekki síst í fé- lagslega sögu hennar. Ungur heillaðist hann af þessari skemmtilegu íþrótt, lék um ára- bil með Víkingi og þótti efnileg- ur. Keppnisferill hans var hins vegar stuttur þar sem hann hóf störf á Keflavíkurflugvelli og var þá hægara sagt en gert að stunda æfingar. Fyrir hreina skyldurækni við félagið sitt tók Árni sæti í stjórn Handknattleiksráðs Reykjavíkur árið 1954 og var þá strax kjörinn formaður ráðsins. Á þeim tíma fór HKRR raunar með stjórn íþróttarinnar á Íslandi en tölu- verð lausatök voru hins vegar á ráðinu og þegar Árni tók við for- mennskunni og óskaði eftir gögn- um þess fékk hann þau afhent í skókassa. En hann tók verkefni sitt alvarlega og málin þokuðust í rétta átt. Eitt af fyrstu verkefn- um Árna var að koma mótamál- unum í betra horf og halda dóm- aranámskeið en á þessum árum kom það stundum fyrir að leita þurfti að dómurum á áhorfenda- pöllunum þegar leikir voru að hefjast. Og Árni gerði meira. Í árarað- ir hafði verið rætt um að stofna sérsamband handknattleiks- manna en ekkert orðið úr því. Árni dreif í því máli og átti öllum öðrum fremur frumkvæðið að því að HSÍ var stofnað árið 1957. Hann var kjörinn fyrsti formaður sambandsins og það var hann sem átti frumkvæðið að því að ís- lenskt handknattleikslið var sent til þátttöku í HM árið 1958. Og þá gerði hann annað og meira þar sem allur undirbúningur ferðar- innar og fjáröflun lenti á hans herðum. Með þessari ferð var fyrsta stóra skrefið stigið við að koma Íslandi á alheimskort íþróttarinnar. Þótt Árni gæfi ekki kost á sér til endurkjörs hjá HSÍ var langt frá því að afskiptum hans af handknattleiknum væri lokið. Þegar um hægðist hjá honum starfaði hann aftur innan HKRR og átti sæti í stjórn HSÍ um ára- bil. Alla tíð hafði hann mikinn og einlægan áhuga á handknatt- leiknum og lagði honum mikið lið, fullur einlægs áhuga, og fátt gladdi Árna meira en sú vel- gengni sem íþróttin á að fagna og sá glæsilegi árangur sem íslenskt handknattleiksfólk hefur náð. Handknattleikshreyfingin á Íslandi á Árna Árnasyni mikið að þakka. Hann var ekki maður sem stóð á torgum og miklaðist af störfum sínum. Þau vann hann af hógværð og eljusemi en ákveðni og ýtni þegar þess þurfti með. Hann náði árangri. Fyrir það þakkar ekki aðeins handknatt- leiksforystan heldur allt hand- knattleiksfólk landsins. Árna Árnasonar verður minnst sem hins sanna dugnaðarmanns og foringja. Að leiðarlokum eru Árna þökkuð óeigingjörn störf hans og þau spor sem hann markaði. Eft- irlifandi eiginkonu hans, börnum þeirra hjóna, barnabörnum, öll- um aðstandendum og vinum eru sendar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu um góðan dreng. Kveðja frá Handknattleiks- sambandi Íslands. Knútur G. Hauksson, formaður, Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri. Árni Árnason HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.