Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 18
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Á meðal þeirra tuttugu lagafrumvarpa sem af- greidd voru frá Alþingi sem lög síðastliðinn laugardag voru tvö sem ættu að hafa áhrif á húsnæðismarkað. Annars vegar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál og hins vegar um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Með fyrra frumvarpinu var Íbúðalánasjóði veitt heimild til að gefa út óverðtryggða skuldabréfa- flokka og þar með að veita óverð- tryggð lán. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, fagnaði því að málið hefði verið klárað en um átján mánuðir eru frá því þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, lagði frumvarpið fram. Guð- bjartur tók þó undir það sem fram hefur komið, að góðar og skýrar upp- lýsingar um valkosti lántakenda verði að liggja fyrir, og skýrir útreikningar um hvaða kosti og galla það hefur að taka óverðtryggð lán. Fyrsta skref af mörgum Fleiri lýstu yfir ánægju sinni með að valkostum lántakenda væri fjölgað. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokks, sagði þróunina í samfélaginu jákvæða og benti á að bankarnir væru einnig að auka fjöl- breytni hjá sér. „En það er mikilvægt að gæta að því að óverðtryggð lán eru engin galdralausn,“ sagði Bjarni og einnig að helsti óvinur lántakenda væri verðbólga og efnahagsleg óvissa sem yrði að vinna bug á. Árni Páll, sem nú er efnahags- og viðskiptaráðherra, tók undir með Bjarna og sagði rétt að frumvarpið væri engin töfralausn. Hann sagði það eitt skref af mörgum í nauðsyn- legum umbótum á íbúðalánamarkaði, eftir stæði að taka fleiri. Unnið hefur verið að því innan Íbúðalánasjóðs að undirbúa lánveit- ingar með óverðtryggðum vöxtum en útfærslan á því hvernig Íbúðalána- sjóður hagar útgáfu og fjármögnun slíkra lána er þó eftir. „Hér er því ein- ungis stigið fyrsta skref í átt að óverðtryggðum útlánum sjóðsins en síðar kemur í ljós hvaða kjör bjóðast á markaði og þar með hvort hér sé um raunhæfa leið að ræða fyrir fólk til að fjármagna íbúðarkaup sín,“ seg- ir í nefndaráliti meirihluta félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. Nefndin gerði breytingar á frumvarpinu með það að augnamiði að lágmarka afföll og áhættu ÍLS, þ.e. með því að taka fram í lögum að vextir óverðtryggðra útlána sjóðsins gætu verið breytilegir. Íbúðir til lífeyrissjóða Síðara frumvarpið er þing- mannsmál Helga Hjörvars og hefur verið lagt fram áður, án þess að fá af- greiðslu. Í frumvarpinu er lagt til að lífeyrissjóðir fái heimild til að eiga og reka íbúðarhúsnæði. Helgi sagði við afgreiðsluna að hann teldi að þessi breyting yrði til þess að auka fé- lagslegar áherslur í húsnæðiskerfinu á Íslandi. Þá hefði reynsla und- angenginna ára sýnt að lífeyrissjóð- irnir hefðu fjárfest í ýmsu óskyn- samlegra en íbúðarhúsnæði. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en hann telur breytinguna setja þrýsting á stjórnir sjóðanna að kaupa íbúðir eða taka yfir af einstökum sjóðfélögum og leigja þeim áfram með lágri leigu. Það fari gegn hagsmunum lífeyr- issjóða að ávaxta fé sitt eins og hægt er.“ Ættu að hafa áhrif á húsnæðismarkað Morgunblaðið/Eggert Þingmenn 139. löggjafaþingi lauk á laugardag. Víst hafa þingmenn margir hverjir verið ánægðir með það, enda voru þingfundir í síðustu ansi langir. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Austan hafsog vestanvaxa áhyggjur af stöðu efnahagsmála al- mennt og fjár- málalífs fjöl- margra landa sérstaklega. Vandi evrunnar er hvarvetna efstur á blaði, nema á Íslandi, þar sem leiðtogarnir skilja ekki þetta þvaður og hvers vegna heimurinn bíði ekki eftir því að „fá að sjá hvað er í pakkanum“ eins og þeir ætli sér að gera. En þótt brota- lamir evrunnar séu nú orðið öllum læsum mönnum ljósar bætist við að vandi annarra er verulegur. Bandaríkjamönnum virðist ekki ætla að duga að hafa lánsfé sitt því sem næst ókeypis næstu tvö árin og ekki heldur þótt þeir prenti dollaraseðla með meiri ofsa en áður til þess að ýta undir hreyfingu í efnahagslífinu, taka á sig þolanlega verð- bólgu sem nýtast mun til að minnka raunskuldir þeirra við umheiminn. Þótt staða Rússa hafi styrkst með hækkun olíu- verðs er öll innri gerð efna- hagslífs landsins léleg, stjórnkerfinu er ekki treyst, þar með taldir eru dómstólar og réttarfar og því loðir spill- ingarstimpillinn við margt. Fjárfesting er því mun minni en hún þyrfti að vera og flótti með fljóttekinn gróða í skattaskjól veikir alla innviði. Japan hefur gengið í gegnum miklar hörmungar og þótt Japanir hafi haldið efnahags- legan sjó við mjög erfiðar að- stæður, svo aðdáun vekur, er ekki mikið aflögu. Kína er sérstakur kapítuli og þótt styrkur risaveldisins hafi vaxið hratt er þar ekki allt sem sýnist. Annar skellur á borð við þann sem varð árið 2008 verður miklu þungbærari en sá fyrri, því varnirnar eru hvarvetna mun lakari nú en þá var. Íslendingar eru smám saman að átta sig á að rétt viðbrögð í október 2008 björguðu miklu af því sem bjargað varð. Það er huggun harmi gegn. En ólánið birtist því miður aftur, nú í mynd núverandi ríkisstjórnar sem lét pólitískt ofstæki og for- dóma varða sinn veg og sínar gerðir frá fyrsta degi. Ef þjóðin hefði ekki þurft að dragnast með þess háttar rík- isstjórn á þriðja ár mundi hún nú vera betur sett en flestar aðrar þjóðir til að taka á sig þau boðaföll sem kunna að berast frá Evrópu í öng- stræti og Bandaríkjunum í basli. Kreppuóttinn fer enn vaxandi, jafnt austan hafs sem vestan} Myndin sem blasir við Ríkisstjórninhefur kynnt þá stefnu sína að fækka ráðuneytum og því hefur verið haldið fram að það sé til að einfalda og spara. Hvað gerist svo? Ríkisstjórnin keyrir lög um stjórnarráðið í gegnum Al- þingi þar sem svigrúm er veitt til að fjölga ráðherrum upp í fimmtán og þess ekki einu sinni krafist að hver þeirra hafi ráðuneyti til umráða. Um leið er lögfest að ráðherrarnir megi ráða til sín tvo aðstoðar- menn í stað eins áður og ríkis- stjórnin þrjá til viðbótar. Að- stoðarmönnum ráðherra gæti því fjölgað úr tíu í þrjátíu og þrjá. Samtals var því um helgina keyrð í gegn lagaheim- ild til að fjölga ráðherrum og aðstoðarmönnum ráðherra um tuttugu og átta, sem öllum verður skipað til verka í nafni einföldunar og sparnaðar í rík- isrekstri. Sama dag og þessi breyting á stjórnarráðinu var samþykkt á Alþingi tókst að ná fram samskonar breytingu um borgarfulltrúa í Reykjavík. Vinstri menn hafa löngum staðið í þeirri trú að stjórnsýslan verði þeim mun skilvirkari og betri sem kjörnir fulltrúar séu fleiri og hafa áður gert tilraunir með slíkt í Reykjavík með slæmum árangri. Að þessu sinni á að ganga heldur lengra en þá var gert því að nú hefur verið ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr fimmtán í að minnsta kosti tuttugu og þrjá og allt upp í þrjátíu og einn. Í stjórnkerf- inu í Reykjavík getur því fjölg- að um sextán manns en í það minnsta um átta. Á laugardag samþykkti Al- þingi því að fjölga samtals um allt að fjörutíu og fjóra á launaskrá í efstu lögum stjórnkerfisins hjá ríki og borg. Nú hefur ríkisstjórnin að vísu sætt réttmætri gagn- rýni fyrir að gera ekkert til að slá á atvinnuleysið í landinu, en hvernig má það vera að þetta sé það eina sem hún hef- ur fram að færa? Í miðjum niður- skurðinum er lög- fest umtalsverð fjölgun á toppnum} Tekist á við atvinnuleysið É g hef áhyggjur af að Íslendingar séu upp til hópa að breytast í lít- ilmenni. Í liðinni viku rataði það í frétt- ir að hópur fólks í Bandaríkj- unum kom mótorhjólamanni til bjargar og lyfti ofan af honum tveggja tonna bíl sem stóð í ljós- um logum. Mér er spurn hvernig vegfarendur í Reykjavík myndu bregðast við ef þeir gengju fram á svona slys. Reglulega berast fréttir sem fá mig til að halda að búið sé að langleiðina rekja úr íslensku samfélagi þennan þráð sem gerir fólk djarft, hugrakkt og almennilegt. Í sumar rataði það t.d. í fréttirnar að hundur hefði verið geymdur við ömurlegar aðstæður við hús eitt í bænum. Sjö manns kvörtuðu til yf- irvalda en embættismennirnir höfðust ekkert að. Loks fór það svo að einhver – mikil hetja í mínum augum – fékk nóg af aðgerðaleysinu, tók horaðan og veikburða hundinn í sína vörslu og veitti honum gott heimili. Í viðtali sagðist einn sjömenninganna einfaldlega hafa reynt að gleyma hundinum þegar sýnt var að yfirvöld ætluðu ekkert að gera. Ég bókstaflega gnísti tönnum þegar ég les um svona aumingjaskap, uppgjöf og aðgerðarleysi. Reglulega berast fréttir í sama dúr: af lítilmennum sem aka rakleitt framhjá slysstað, af fólki sem stendur hjá að- gerðalaust þegar ráðist er á varnarlausa. Af aulum sem yppa bara öxlum, bora í nefið og vona bara það besta þeg- ar þeir vita vel að eitthvað er að og aðgerða þörf. Hvernig samfélag verður til þar sem býr svona afskaplega lítið fólk? Ég hef þá kenningu að risavaxið mömmu- ríkið sé helsta ástæðan fyrir þessum siðferð- isbresti. Skattpíningin gerir okkur máttvana enda er lítið meira eftir af laununum en dugar til að rétt reka okkur sjálf. Við fáum ekki að finna til okkar sem baráttu- og velgjörð- armenn því ríkið er búið að taka af okkur pen- inginn, og taka að sér að sjá um allt: rétta allt óréttlæti og jafna alla misskiptingu. Ríkinu tekst auðvitað illa upp við það eins og flest ann- að, en það sem gerist í leiðinni er að borg- ararnir verða að passífum þiggjendum frekar en virkum gerendum. Er nema von að fólk aki framhjá nýskeðu bílslysi eða illa höldnum hundi. Er ekki hvort eð er von á nefnd emb- ættismanna til að bjarga málunum? En sökin liggur líka hjá okkur sjálfum. Það er á valdi okkar sjálfra að ákveða hvort við ætlum að vera almenni- legt fólk. Ég veit af fenginni reynslu að þegar þörf er á að- gerðum virðist oft auðveldast að láta undan hræðslunni og letinni, standa bara hjá og reyna að fría sig ábyrgð. Hugsa með sjálfum sér að næsti maður hljóti að gera eitthvað, rúlla upp glugganum og aka áfram. Til að falla ekki í þessa gryfju þurfum við að gera upp hug okkar áður en kallið kemur. Lesendur geta ákveðið það núna strax hvernig þeir munu bregðast við þegar stundin rennur upp: hvort þeir ætla að verða lítilmenni eða hvort þeir ætla að verða hetjur. ai@mbl.is Ásgeir Ingvarsson Pistill Fer að verða skortur á hetjum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þingfundir 139. þings Alþing- is voru 167 og stóðu alls í átta hundruð klukkstundir. Þingfundir voru haldnir á 114 dögum og stóð þing frá 1. október til 18. desember 2010, frá 17. janúar til 15. júní 2011 og loks 2. til 17. september 2011. Þetta kemur fram í samantekt á Alþing- isvefnum. Af 247 frumvörpum urðu 136 að lögum, tveimur var vísað til ríkisstjórnarinnar og eitt kallað aftur. Lengsta um- ræðan var um breytingar á Stjórnarráði Íslands en hún stóð í tæpar 59 klukkstundir. Þá voru 57 þingsályktun- artillögur samþykktar af 162, ein felld og ein kölluð aftur. Alls voru 910 þingmál lögð voru fram og prentuð þingskjöl voru 1999. Átta hundruð klukkustundir 167 FUNDIR Á 114 DÖGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.