Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 32

Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Eins og greint var fyrst frá í Morg- unblaðinu er stórsöngvarinn Geir Ólafsson að vinna að barnaplötu með hljómsveit sinni. Amma er best kem- ur svo út fyrir jólin en það er Zonet sem gefur út. Allt nýtt „Þarna er allt nýtt, ný lög og nýir textar. Það er mér mikill heiður að fá að vinna að þessari plötu með hljómsveitinni minni en hann Vil- hjálmur Guðjónsson er að fara að taka þetta upp með okkur.“ Geir segir hugmyndina hafa fæðst fyrir nokkrum mánuðum en hún komi frá Guðmundi Rúnari Lúðvíks- syni, höfundi laga og texta. Hann hafi haft samband við sig og hafi honum litist vel á en ekki komist í neina vinnu í vor í kringum hana sökum anna í Ameríku. „Það var svo ákveðið að kýla á þetta fyrir jólin og þá er um að gera að hafa hraðar hendur. Við tökum þetta upp núna í vikunni.“ Geir segir plötuna fallega og skemmtilega og þetta hafi verið ný áskorun fyrir sig, að svona löguðu hafi hann aldrei komið áður. Sveifla „Boðskapurinn í textunum er mjög fallegur og farið er víða um völl. Lundar, ömmur og Guð koma þarna öll við sögu og boðskapurinn er góður. Tónlistin er þá sveiflu- bundin, eðlilega. Það verður þarna bæði sving og rokk í massavís. Við erum meira að segja í suðuramer- ískum fíling líka.“ Geir er annars að vinna að annarri plötu meðfram þessum störfum en hann hefur verið með annan fótinn í Ameríku lengi vel þar sem hann hef- ur unnið að framgangi sinna mála í góðu samstarfi við Don Randi, fyrr- verandi undirleikara Franks Si- natra. Platan sem unnið er að er hugsuð fyrir Bandaríkjamarkað en þar koma við sögu m.a. hljóðfæra- leikarar sem hafa unnið með krúnu- kallinum kornunga Michael Buble. Barnssálin Geir  Geir Ólafsson gefur út barnaplötuna Amma er best með Furstunum Morgunblaðið/G.Rúnar Barnaplata Geir Ólafsson kallar ekki allt ömmu sína, nema ef vera skyldi nýja plötu sem kemur út fyrir jól, barnaplötuna Amma er best. Nei, ekki er um safnplötu að ræða þrátt fyrir titilinn, öllu heldur kerskni frá þessu Aust- fjarðatríói sem nú hefur snarað út tvöfaldri plötu; einni með frum- sömdum lögum og svo annarri með vel völdum tökulögum undan ranni helstu áhrifavaldanna. Þessir áhrifavaldar eru harðar „bítgrúppur“ frá sjöunda áratugnum; hugsið ykkur Animals og fyrri tíma Kinks og Who – hrátt, snarpt og sveitt R og B. Frumsömdu lögin eru öll í þessum gír og það verður bara að segjast að Vax fer helv … vel með þetta, dýrkar upp samskonar stemn- ingu og maður finnur vel fyrir spila- gleðinni og ástríðunni. Ekki skemmir hljómurinn þá fyrir, rifinn og hrár og hann einn og sér spilar stóra rullu hvað heildaráhrifin varðar. Sveitir eins og Oasis og Ocean Colour Scene hafa stundað svipaðan leik og það er bara ekkert að vel útfærðri nostalgíu. Síðari diskurinn lýtur svipuðum lög- málum. Hið besta mál. Vax – Greatest Hits bbbmn Hráleikinn fangaður Arnar Eggert Thoroddsen Um er að ræða dú- ett þeirra Þórðar Grímssonar og Önnu Margrétar Björnsson. Tvíeyk- ið tengist Vebeth- hópnum svokallaða sem telur svipað þenkjandi listamenn eins og The Third Sound, The Go-Go Darkness og Singapore Sling svo fátt eitt sé nefnt. Anna er reyndar systir Hen- riks Björnssonar, leiðtoga þeirrar sveitar, og hann hljómjafnar plötuna ásamt Þórði sem svo aftur leikstýrði myndbandi fyrir Sling á dögunum. Eins og í tilfelli Sling er leitað á mið Velvet Underground og Jesus & Mary Chain en andi Nancy Sinatra og Lees Hazlewoods, jafnvel Morr- icones, svífur líka yfir. Þetta er stíl- iserað upp í topp, eins og er svo gjarnan með Vebeth-listamennina, en tónlistin er um leið giska vel heppnuð. Lögin rúlla vel áfram; hægstreym, dreymin, dökk og töff. Það er lúmskur „til baka“-sjarmi sem gerir þessa plötu og hún siglir farsællega – og nánast áreynslulaust – í höfn. Lokkandi drungi Two Step Horror – Living Room Music bbbmn Arnar Eggert Thoroddsen ADHD er skipuð þeim Óskari og Ómari Guðjóns- sonum ásamt Davíð Þóri Jónssyni og Magnúsi Trygva- syni Eliassen. Allir eru þeir fjölhæfir og afburðahæfi- leikaríkir tónlistarmenn sem hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Það er þó engin ávísun á góða tónlist að hóa saman nokkrum góðum hljóð- færaleikurum og bíða eftir snilldinni. Ekki er þó hægt að segja að þetta hafi verið vandamál hjá þeim félögum en fyrri plata sveitarinnar hlaut eins og kunnugt er íslensku tónlist- arverðlaunin sem besta djassplata ársins 2010. Það voru því miklar væntingar gerðar til ADHD2 sem kom út á dög- unum og þær stenst hún fullkomlega. Spilamennskan er eins og við var að búast óaðfinnanleg ekki síst með hlið- sjón af stemningunni sem henni er ætlað að skapa. Róleg og afslöppuð, kæruleysisleg eða nákvæm þar sem leikandi og grípandi melódíur fá að njóta sín. Ofan á það er hljóðanotk- unin vönduð og úthugsuð, eitthvað sem því miður situr oft á hakanum þegar djass eða spunatónlist á í hlut. Það er þó erfitt að segja platan sé djassplata og spunakaflar eru ekki í forgrunni. Allskyns áhrifa gætir á henni þar sem heildarútkoman virðist hafa verið meðvitað takmark. Lögin eru hvert öðru flottara en sérstaklega eru rólegri lög plötunnar (t.d. „Marg- randi“) gædd einhverjum göldrum sem ekki er svo einfalt að koma í orð. Þar nær sveitin að komast á flug sem einkennir frábærar hljómsveitir, þ.e. þegar heildin verður stærri en summa einstaklinganna sem að baki henni liggja. Algerlega skotheld plata þar sem næst að bræða saman ólíkar stefnur með takmörkuðum fórnarkostnaði. Einn fyrir alla, allir fyrir einn ADHD - ADHD2 bbbbm Hallur Már Skothelt Önnur plata ADHD fær lofsamlega umsögn hjá rýni. Íslenskar plötur Fólk  Í tilefni útkomu plötunnar Never Forever með Singapore Sling verð- ur nýtt myndband með titillaginu frumsýnt á Bakkus á morgun. Myndbandinu leikstýrði Þórður Grímsson. Meðal leikenda í mynd- bandinu eru myndlistarmennirnir Sigtryggur Berg Sigmarsson og Hafsteinn Michael Guðmundsson og er þema myndbandsins m.a. blæti, geómetrískar abstraksjónir og fallegar konur. Never Forever er komin í sölu á Bretlandi undir merkjum Outlier Records og Ve- beth og í verslunum Tólf tóna og Smekkleysu. Nýtt myndband Singa- pore Sling á Bakkus Föstudaginn 30. september kemur út glæsilegt sérblað um hannyrðir, föndur og tómstundir sem fylgja munMorgunblaðinu þann dag –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. eptember Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Han nyrð ir, fö ndur & tó mstu ndir MEÐAL EFNIS: Hannyrðir Skartgripagerð Jólakortagerð Útsaumur Prjón og hekl Málun Bútasaumur Módelsmíði Rætt við fólk sem kennir föndur Rætt við þá sem sauma og selja föndurvörur Föndur með börnunum og þeim sem eldri eru Ásamt fullt af öðru spennandi efni Hannyrðir, föndur & tómstundir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.