Morgunblaðið - 26.09.2011, Side 4

Morgunblaðið - 26.09.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Tyrkland 9. október í 10 nætur Kr. 149.900 – Allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 – 11 ára, í herbergi á Hotel Grand Cettia **** í 10 nætur með öllu inniföldu. Netverð á mann í tvíbýli kr. 169.900 Frá aðeins 149.900 með „öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta ferð til Marmaris í Tyrklandi þann 9. október. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Hotel Grand Cettia **** með öllu inniföldu á ótrúlegum kjörum. Einnig önnur mjög góð gisting á sérstökum sérkjörum. Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is ,,Niðurstaðan er mikil vonbrigði,“ segir Steinar Adolfsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands lög- reglumanna, um niðurstöðu gerðar- dóms. ,,Það kemur fram í dómnum að kjaraleg staða lögreglumanna er veikari en samanburðarhópa, og vonbrigðin lýsa sér í því að við höfum ekki fengið meiri leiðréttingu, sem er í samræmi við þessa veiku kjaralegu stöðu lögreglumanna.“ Niðurstaða dómsins felur í sér 4,25% launahækkanir, eins og samið var um á hinum almenna vinnumark- aði í vor, auk þrettán þúsund króna hækkunar á álagsgreiðslu. Lögreglumenn hafa ekki verk- fallsrétt og því er erfitt fyrir þá að fara út í aðgerðir til þess að mótmæla þessari niðurstöðu dómsins. Steinar Adolfsson sagðist hafa heyrt raddir sem bentu á úrræði eins og hópupp- sögn og að hraustir lögreglumenn tilkynntu sig veika laugardaginn 1. október þegar Alþingi verður sett. ,,Gagnvart því að menn veikist og svo framvegis, þá er það að sjálf- sögðu eitthvað sem menn verða að eiga við sjálfa sig og heilsuna sína. Það sama má segja um hugmyndina um hópuppsögn. Þetta er stór ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sig og stéttarfélagið getur ekki staðið fyrir þessu enda nú í gildi kjarasamningur,“ segir Steinar og bætir við að hann hafi ekki mikla trú á því að það mæti enginn lögreglu- maður til vinnu 1. október. Vaxandi óánægja Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að augljóst væri að innan lögreglunar væri mikil og vaxandi óánægja með launakjörin. ,,Ég, ásamt öðrum ráðherrum, hef fengið það staðfest í samþykktum frá Landssambandi lögreglumanna og félögum innan sambandsins, sem og í bréfum frá einstökum lögreglu- mönnum, að menn eru ekki sáttir við stöðuna.“ Ögmundur telur þó að lög- reglan muni hér eftir sem hingað til rækja starfsskyldur sínar, jafnvel þótt skorist hafi í odda á vettvangi kjaramála. ,,Ég hef trú á því að þegar til kast- anna kemur muni lögreglan sinna sínum starfsskyldum. Það hefur hún alltaf gert og ég leyfi mér að ætla að hún geri það við þingsetningu sem og við aðra atburði þar sem þörf er á hennar nærveru,“ sagði Ögmundur. Í ályktun sem Lögreglufélag Vest- fjarða sendi frá sér á föstudag for- dæmir félagið framkomu ríkisvalds- ins gagnvart lögreglumönnum í landinu og krefst þess að ríkisvaldið grípi til tafarlausra aðgerða til þess að leiðrétta kjör lögreglumanna. Þá harmaði Fangavarðafélag Íslands niðurstöðu gerðardóms og lýsti jafn- framt yfir stuðningi við launakröfur Landssambands lögreglumanna. Hópuppsagnir nefndar  Niðurstaða gerðardóms vonbrigði og lögreglumenn íhuga að mæta ekki til vinnu  „Ég tel að lögreglan muni sinna skyldum sínum,“ segir Ögmundur Jónasson „Kjaraleg staða lögreglumanna er veikari en saman- burðarhópa.“ Steinar Adolfsson Kappar úr Skákfélagi Selfoss og Skákfélagi Vinjar öttu kappi saman í Bíó Paradís í gær. Tilefnið var frumsýning á kvikmyndinni Bobby Fischer gegn heiminum á Riff- kvikmyndahátíðinni. Ekki var um hefðbundna skák að ræða heldur var teflt samkvæmt svo- kölluðu Fischer-Random-afbrigði sem heims- meistarinn fyrrverandi kynnti til sögunnar fyrir um fimmtán árum. Í minningu meistarans Bobby Fischers Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta hefur verið gert árlega í áratugi,“ segir Erpur Snær Han- sen, líffræðingur, en hann fór ásamt sjö öðrum og merkti sjósvöl- ur og stormsvölur síðsumars í El- liðaey. Hann segir erfitt að átta sig á stærð stofnanna, m.a. sökum þess að búsvæðaval fuglanna er talsvert ólíkt. „Stormsvalan er töluvert minni tegund enda minnsti sjófugl- inn í Norður-Atlantshafi,“ segir Erpur Snær en um er að ræða 25 gramma fugl sem einkum sækir í klettaglufur og var hópurinn því útbúinn sérstakri myndavél til að finna fuglinn djúpt inni í kletta- berginu. Sjósvalan er um 50 gramma náttfugl sem heldur sig mjög nærri lunda og segir Erpur Snær mörg dæmi þess að hún verpi í lundaholum. „Hún verpir alls stað- ar í holum […] en það hefur hvergi verið lýst jafn miklu samneyti við lundann og virðist vera í Eyjum,“ segir Erpur Snær og bætir við að slíkt samneyti sé mjög áhugavert í ljósi þess að lundinn er varkár þeg- ar kemur að umferð um lundahol- ur. „Það er líkt og um vaktaskipti sé að ræða, þegar lundinn fer að sofa þá smeygja þær sér inn.“ Erpur Snær segir nær allt sjósvölu- og stormsvöluvarp á Íslandi vera í Eyj- um og að í júní á næsta ári verði varpárangur og þéttleiki sjósvöl- unar skoðaður mun betur en í ár. Leiðangursmenn veiddu alls 394 svölur, þar af voru 167 sjósvölur og 212 stormsvölur. Að auki endur- heimtust 15 áður merktir fuglar. Sjósvalan sögð óhrædd við að nýta lundaholur Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Tignarleg Hin smáa stormsvala er minnsti sjófugl N-Atlantshafsins og verpir mikill fjöldi hennar í Eyjum.  Vel heppnaður leiðangur til svölumerkinga í Eyjum Mikil sorg ríkir nú í Sandgerði en þar svipti ellefu ára drengur sig lífi á föstudagskvöld. „Hann náttúrlega upplifði mjög mikið einelti í langan tíma. Hann hefur líka verið að glíma við geðraskanir svo sem þunglyndi og fleira. Við vitum auðvitað ekki hvað er orsök og hvað er afleiðing, þannig að það er mikilvægt að við forðumst alla sleggjudóma,“ segir Sigurður Sigurðsson, sóknarprestur í Útskála- prestakalli Mikið fjölmenni var við bænastund sem Sigurður hélt í Safnaðarheimili Sandgerðis í gær. „Þar fór fram mikil losun, sem er liður í úrvinnslu á þess- ari miklu sorg. Það var farið yfir ákveðnar staðreyndir og fólk hvatt til þess að standa saman og hlúa hvað að öðru,“ segir Sigurður. Foreldrar drengsins, elsta systkini og fleiri úr fjölskyldunni mættu til bænastundarinnar. Segir Sigurður þau mjög þakklát fyrir samstöðuna og snortin af því að finna þann kær- leika sem þar var. Fjölmenn bænastund í Sandgerði Sorg Hvalsneskirkja við Sandgerði. Sjálfsvíg ellefu ára drengs á föstudag Skemmdarverk voru unnin á 29 leið- um í kirkjugarðinum í Borgarnesi í fyrrinótt. Sums staðar hafði leg- steinum verið velt við en annars staðar voru krossar rifnir upp, auk þess sem skreytingar voru skemmd- ar. Lögreglan í Borgarnesi og Döl- um leitar skemmdarvarganna og biður þá sem telja sig geta veitt upp- lýsingar um málið að hafa samband. Kirkjugarðar og leiði eru friðhelg samkvæmt lögum um kirkjugarða og almennum hegningarlögum. Röskun á grafarhelgi varðar sektum og allt að sex mánaða fangelsi sam- kvæmt ákvæðum hegningarlaga. sigrunrosa@mbl.is Skemmdir á 29 leiðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.