Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
Litríkt Ein af líflegum myndskreytingum Bjarkar úr nýju bókinni, líf og fjór hjá dýrunum í Sólskinsskógi.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Komdu, höldum veislu!nefnist nýútkominbarnabók BjarkarBjarkadóttur, gefin út af
Máli og menningu. Björk hefur
samið fjölda barnabóka, m.a. Amma
fer í sumarfrí en fyrir hana hlaut
hún Dimmalimm – Íslensku mynd-
skreytiverðlaunin, árið 2006. Björk
býr og starfar í Noregi og hlaut árið
1997 meistaragráðu í myndskreyt-
ingum, grafískri hönnun og ljós-
myndun frá lista- og hönnunarskól-
anum ESAG, École Superieure
d’Art Graphique, í París. Það kemur
því ekki á óvart að hún hafi séð um
umbrot Komdu, höldum veislu! og
kápu auk þess að skrifa hana og
myndskreyta. Í bókinni segir af
dýrunum í Sólskinsskógi sem ætla
að halda veglega vorveislu en til
þess þurfa þau aðstoð frá börnunum
sem hlýða á söguna og lesa. Til-
gangurinn er að þjálfa málskilning
barnsins, stækka orðaforða þess og
skemmta því, að því er fram kemur
á bókarkápu.
Fyrsta barnabók Bjarkar, Gíri
Stýri og veislan, kom út árið 1999
og Komdu, höldum veislu! er fjór-
tánda barnabók Bjarkar, ef með eru
taldar lestrarbók fyrir Náms-
gagnastofnun og barnabók sem kom
einvörðungu út í Noregi. Nýja bók-
in höfðar til yngstu lesenda og
Björk segist áður hafa gefið út bæk-
ur fyrir þann aldurshóp, m.a. Elsku
besti pabbi og Mamma er best.
Börnin hugmyndarík
Blaðamaður sló á þráðinn til
Bjarkar í vikunni og spurði hana
fyrst hvernig hún fengi hugmyndir
að sögum sínum.
„Það er kannski tengt börn-
unum mínum, eitthvað sem þau
segja eða ég upplifi með þeim og
Dýrin halda veislu
Barnabókahöfundurinn Björk Bjarkadóttir leyfir börnunum að taka þátt í
nýjustu barnabók sinni, Komdu, höldum veislu!
Höfundur Björk Bjarkadóttir hefur
samið fjölda barnabóka.
Vefsíða bókaútgáfunnar Lonelyplan-
et er ekki eingöngu full af gagnlegum
upplýsingum um alla helstu áfanga-
staði heims, heldur má þar líka finna
ýmiss konar skemmtileg orðatiltæki
á mismunandi tungumálum undir
flokknum „Quirky phrases around
the world“. Þar getur maður meðal
annars lært að segja „það rignir
hundum og köttum“ á grísku, þýsku
og persnesku.
Þótt merkingin sé eins er orðavalið
nokkuð ólíkt milli landa. Í Grikklandi
talar fólk t.d. um að það rigni löppum
af stólum en í Þýskalandi að það rigni
ungum skósmiðum. Ýmis slík
skemmtileg dæmi má finna á löngum
lista og fínt að geta æft sig áður en
haldið er í ferðalag. Það getur jú oft
hjálpað í samskiptum að geta sagt
eitthvað smellið og sniðugt. Þá er til-
valið að grípa til rignandi skósmiða
og stóllappa.
Vefsíðan www.lonelyplanet.com
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Orðatiltæki Þjóðverjar tala um að það rigni skósmiðum þegar hellirignir.
Rignir hundum og skósmiðum
Það er ljúft að skreppa á tónleika í
hádegi og gleyma amstri dagsins
um stund. Á morgun verða haldnir
í Hafnarfjarðarkirkju hádegistón-
leikar og hefjast þeir klukkan
12:15. Þar flytur Guðný Ein-
arsdóttir, kantor Fella- og Hóla-
kirkju, fjölbreytta og fagra org-
eltónlist á bæði orgel kirkjunnar.
Á efnisskránni eru meðal annars
Tokkata seconda eftir Girolamo
Frescobaldi og Tonestykke I og II
eftir Niels W. Gade. Aðgangur á
tónleikana er ókeypis og verður
heitt kaffi á könnunni að þeim
loknum.
Endilega …
… kíkið á há-
degistónleika
Morgunblaðið/Ómar
Kirkja Hér verða tónleikar haldnir.
rétt og að komið sé í veg fyrir að við-
kvæmir vinnsluferlar skerist og geti
þannig skaðað öryggi viðkvæmra
matvæla (t.d. hrátt, soðið). Einnig er
gerð krafa um rekjanleika og innra
eftirlit byggt á aðferðum HACCP og
hættugreiningu á framleiðsluferlum.
Það er stjórnandi fyrirtækisins
sem ber ábyrgð á framleiðslunni.
Á síðastliðnum 13 mánuðum hefur
Matvæla- og dýraheilbrigðisstofnun
Evrópusambandsins (FVO) komið í
þrjár eftirlitsheimsóknir til að kanna
stöðu íslenskra matvælafyrirtækja
og hvernig þeim gengur að aðlaga
sig nýjum reglugerðum.
Helstu niðurstöður eru þær að
fyrirtæki sem nú þegar hafa leyfi til
til útflutnings munu hafa þau áfram
enda uppfylla þau ákvæði reglugerð-
anna.
Þau fyrirtæki sem ekki hafa haft
útflutningsleyfi eru hins vegar mis-
vel á vegi stödd.
Nokkur fyrirtæki þurfa einungis
að gera tiltölulega litlar endurbætur
á skipulagi og innra eftirliti.
Allmörg þurfa að endur-
skipuleggja verkferla og hagræða í
Hinn 1. nóvember 2011taka gildi hér á landireglugerðir Evrópusam-bandsins um holl-
ustuhætti við framleiðslu matvæla
sem unnin eru úr kjöti, mjólk og
eggjum. Áður (1. mars 2010) höfðu
tekið gildi reglur um hollustuhætti
varðandi fiskafurðir og fóður. Þessar
reglugerðir voru innleiddar sem
hluti af skuldbindingum Íslands
samkvæmt samingnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES-
samningurinn).
Reglugerðirnar fjalla bæði um al-
menn grundvallaratriði, holl-
ustuhætti , byggingar, búnað og
innra eftirlit. Jafnframt eru sértæk-
ar reglur er varða dýraafurðir, ný
ákvæði um örverufræðileg viðmið og
rannsóknir á tríkínum í öllu svína-
og hrossakjöti.
Megininntak þessara reglugerða
er að stjórnendur matvælafyr-
irtækja bera ábyrgð á að tryggja ör-
yggi matvæla, t.d. með því að til sé
lýsing á ferli vöru frá hráefni til loka-
afurðar á hverju framleiðslustigi.
Einnig að flæði vinnslunnar sé rök-
innra skipulagi, en án mikilla breyt-
inga á byggingum og búnaði.
Fáein fyrirtæki eru því miður
þannig stödd að ekki verður séð að
þau geti að óbreyttu starfað í núver-
andi húsnæði án verulegrar end-
urbyggingar.
Flest fyrirtækin þurfa að endur-
skoða, uppfæra eða koma á skilvirku
innra eftirliti. Gott, virkt, innra eft-
irlit er lykill að því að tryggja öryggi
og rekjanleika afurða og veita neyt-
andanum þá sjálfsögðu vernd sem
hann á rétt á.
Jákvætt er þó að nokkur fyrirtæki
hafa þegar brugðist við með end-
urskipulagningu og breytingum á
húsnæði og rekstri.
Úrbætur eru alltaf ákvörðun fyr-
irtækis en eru líka lykill að framtíð
þess á sameiginlegum markaði.
Það er því úrslitaatriði í úrbóta-
ferli fyrirtækja að stjórnendur og
eigendur þeirra geri sér ljósa þá
ábyrgð sem þeir bera.
Matvælastofnun heldur opinn
fræðslufund um úttekt á framleiðslu
búfjárafurða þriðjudaginn 27. sept-
ember 2011 kl. 15:00-16:00. Á fund-
inum verður fjallað um nýja löggjöf
um framleiðslu búfjárafurða, helstu
vandamál í sláturhúsum, kjöt-
vinnslum og á mjólkurbúum og fyr-
irhugaða úttekt MAST á fyr-
irtækjum sem framleiða
búfjárafurðir. Fræðslufundurinn
verður haldinn í umdæmisskrifstofu
Matvælastofnunar í Reykjavík að
Stórhöfða 23. Gengið er inn í hús-
næði stofnunarinnar að norðanverðu
(Grafarvogsmegin).
Kjartan Hreinsson, dýralæknir heil-
brigðiseftirlits hjá Matvælastofnun
Örugg íslensk matvæli – allra hagur !
Gæði og öryggi
matvæla á ábyrgð
framleiðenda
Ljósmynd/norden.org
Matvæli Nú í nóvember taka gildi hér á landi reglugerðir Evrópusam-
bandsins um hollustuhætti við framleiðslu ýmiskonar matvæla.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.