Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er rólegt um að litast í vélsmiðj-
unni VP vélaverkstæði þennan mið-
vikudagsmorgun. Járniðnaðarmaður
íklæddur bláum samfestingi vísar á
eigandann, Viðar Pétursson, þegar
spurt er um forstjórann.
Viðar tekur á móti blaðamanni og
vísar upp þröngan stiga. Það er
kaffikrókur á annarri hæðinni og þar
er steikjandi hiti í haustsólinni.
Viðar hellir upp á kaffi og lýsir því
svo hvernig hann hafi verið viðloð-
andi málmsmíðina í hálfa öld. Á því
tímabili hafi skipst á skin og skúrir.
Frostið á vinnumarkaði eftir efna-
hagshrunið fyrir þrem árum sé hins
vegar með fádæmum og veki minn-
ingar frá kreppuárunum 1967 til 69.
„Þá var ástandið steindautt og all-
ar málmsmiðjur á Suðurnesjum fóru
á hausinn og raunar víðar. Það vant-
ar verkefni. Starfsmaður hjá mér
keypti vörubíl árið 2005. Bíllinn er
nú búinn að standa óhreyfður í tvö
ár. Það er ekkert að gera fyrir hann,
engin verkefni. Það er dapurlegt að
horfa upp á þetta. Menn eru að
missa eigur sínar vegna þess að þeir
fá ekki vinnu,“ segir Viðar og dregur
upp dökka mynd af næstu mánuðum.
Lítið um verkefni framundan
„Við sinnum verkefnum fyrir
Stofnfisk. Önnur vinna er nánast
engin, ef frá er talið viðhald. Það eru
fá verkefni framundan sýnist mér.
Það er ekkert í hendi.
Við finnum fyrir þessu á verk-
stæðinu. Þetta er í fyrsta skipti í
haust sem við erum komin niður í
átta tíma vinnu á dag. Við vorum í 10
til 12 tíma vinnu á dag, fjórir til sex
karlar, en nú erum við þrír. Ég sé
ekki fram á neina breytingu á því.
Ég gæti jafnvel þurft að fækka um
einn mann. Ég neyddist til að segja
upp manni um síðustu mánaðamót.
Það er dapurlegt að þurfa að segja
upp mönnum. Það er ekki hægt að
lýsa því neitt öðruvísi,“ segir Viðar.
Svo kemur löng þögn. Viðar lítur
út um gluggann og beinir talinu að
fólksflóttanum síðustu misserin.
„Ég veit til þess að í járniðn-
aðargeiranum eru margir fluttir úr
landi, farnir. Atvinnuleysistölur hér
suður frá væru miklu hærri ef allir
þeir væru taldir með sem flutt hafa
til Noregs, Kanada og Grænlands.
Ég þekki til járnsmiðs sem flutti
til Norður-Noregs. Hann hækkaði
um helming í launum og fékk að auki
ýmis fríðindi fyrir að starfa norð-
arlega í Noregi. Konan hans er
sjúkraliði og af henni er sömu sögu
að segja. Hún flaug inn á sjúkrahús
með miklu betri laun en hérna suður
frá. Svo gerist það að sonur þeirra
fer á eftir þeim. Þetta er mikil blóð-
taka fyrir lítið samfélag. Þarna eru
tvær fjölskyldur farnar sem ég
þekki persónulega. Um þetta eru
mýmörg dæmi. Fólk þarf einhvern
veginn að bjarga sér og það gerist
ekki hérna á svæðinu. Það er ekki í
boði.“
Hafa tapað aleigunni
Viðar segir fjölda fólks hafa tapað
eignum sínum í efnahagshruninu.
„Það er fullt af fólki sem er hrein-
lega búið að missa allt sitt og er far-
ið. Ef farið er um hverfið má sjá mik-
ið af auðum íbúðum og húsum sem
fólk var flutt í en eru nú mannlaus.
Ég veit um málmsmiðju í Njarðvík
sem var lokað nýlega. Á Keflavík-
urflugvelli var málmsmiðja sem fór
sömu leið. Það kemur ekkert í stað-
inn. Svo er það málmsmiðjan Normi
hér í Vogum. Þar er ekkert að gera,“
segir Viðar og hugsar sig aftur um.
Gífurleg fækkun
„Þar eru nú einn til tveir menn en
voru áður á milli tuttugu og þrjátíu.
Svo er það byggingariðnaðurinn.
Hann er liðinn undir lok hér eins og
annars staðar. Ég sé engin merki
þess að ástandið fari batnandi á
næstu mánuðum. Því miður. Ætli
róðurinn verði ekki líka þungur á
næsta ári. Ef ekkert nýtt kemur til
mun járniðnaðarmönnum halda
áfram að fækka á Suðurnesjum.“
Ekki jafn
slæmt síðan
árið 1969
Eigandi málmsmiðju í Vogum óttast
frekari uppsagnir Hefur einu sinni
upplifað jafn þungan róður á 50 árum
Morgunblaðiði/hag
Í smiðjunni Viðar Pétursson hefur starfað við málmsmíði í áratugi. Hann hefur sjaldan upplifað jafn erfiða tíð.
Atvinnuleysi mælist hvergi jafn mikið og á Suðurnesjum. Þegar varnarliðið fór töpuðust mörg störf. Um hríð virtist þó sem góðærið myndi
tryggja mjúka lendingu. Það reyndist svikalogn. Með efnahagshruninu varð landshlutinn aftur fyrir áfalli. Tómar íbúðir vitna um fram-
kvæmdagleði sem hljómar eins og löngu liðin fortíð í miðri stöðnuninni. Heimamenn segja fjölda fólks hafa gefist upp á ástandinu og yfir-
gefið landið í leit að betri tíð á erlendri grund. Ef fram heldur sem horfir er allt útlit fyrir að fleiri neyðist til að flytjast frá Suðurnesjum.
Atvinnumál á Suðurnesjum
Þegar atvinnuleysi er í sögulegu há-
marki og aðeins nokkur misseri liðin
síðan mesta fasteignabóla í sögu
landsins sprakk er ekki við öðru að
búast en að fasteignamarkaðurinn
sé erfiður suður með sjó. En hvernig
skyldi Halldór Magnússon, fast-
eignasali hjá Stuðlabergi fast-
eignasölu, greina markaðinn í dag.
„Það er erill. Því er ekki að neita.
Við erum mikið að verðmeta eignir
fyrir banka. Salan er hins vegar ekki
mikil. Það er til dæmis mjög lítil
hreyfing á nýbyggingum. Það er
helst að lakari eignir séu að seljast
sem er hægt að fá á lágu verði. Litlu
íbúðirnar hreyfast ekki heldur,“
segir Halldór og bendir á afleiðingar
þess þegar sölukeðjan stöðvast.
Geta ekki selt eignirnar
„Margir sem vildu geta selt og
stækkað við sig eru fastir á meðan
eignir þeirra seljast ekki. Svo eiga
þeir sem eldri eru erfitt með að selja
stærri eignir. Vandinn liggur fyrst
og fremst í því að fólk á erfitt með að
nálgast fjármagn. Bankarnir eru
orðnir stífari í greiðslumati,“ segir
Halldór Magnússon.
Sölukeðjan
úr sambandi
Á hjóli Götulíf í Keflavík.
„Maður er farinn að velta því fyrir
sér hvers vegna maður ætti að
vera hérna áfram. Með sama
áframhaldi heldur þetta áfram að
versna,“ segir Laufey Kristjáns-
dóttir, eigandi Bergnets ehf., um-
boðsskrifstofu í Keflavík, um stöð-
una suður frá.
„Viðskiptin hrundu með hruninu.
Ég brást við með því að vinna fyrir
hádegi í leikskóla í þeirri von að
senn færi að birta til. Ég reyni að
þreyja þorrann. Nú er svo komið
að ég ætla að gefa mér eitt ár í
viðbót.
Ef ekkert verður farið af stað í
atvinnumálum gætum við farið að
hugsa okkur til hreyfings. Ég vona
að staðan verði ekki sú að ári.
Maðurinn minn starfaði í 30 ár
hjá varnarliðinu. Okkur líður hér á
þessu svæði eins og það sé verið að
refsa okkur fyrir að hafa verið með
herinn. Það er alveg sama hvað er
reynt að gera hérna. Það er allt
slegið út af borðinu.“
Heimili og vinnustaður
Sigurbjörn Gústavsson, eigin-
maður Laufeyjar, starfar í sama
húsi við Hafnargötuna í Keflavík
en þau hjónin eiga íbúð á efri hæð
í sama húsi. Það eru því hæg
heimatökin fyrir Laufeyju að
sækja manninn sinn til frásagnar.
Sigurbjörn segir hækkandi elds-
neytisverð virka letjandi á suma
Suðurnesjamenn þegar störf á
höfuðborgarsvæðinu ber á góma.
„Ég byggi þetta á samtölum við
fólk á förnum vegi. Í eitt skiptið
var fólkið að ræða hvort það ætti
að taka láglaunastörfum á höfuð-
borgarsvæðinu. Niðurstaðan var sú
að það borgaði sig ekki vegna
bensínkostnaðar. Svo þarf að taka
barnapössun með í reikninginn.
Samanlagt getur þetta tvennt veg-
ið ansi þungt. Við höfum þegar
gengið í gegnum það áfall sem
brotthvarf varnarliðsins var. Svo
kom hrunið. Við erum því að lenda
í öðru hruni og það er fátt sem
gefur tilefni til bjartsýni.“
Skilin milli feigs og ófeigs
Davíð Helgason trésmiður vísar
blaðamanni til sætis í eldhús-
króknum þegar bankað er upp á án
fyrirvara um miðjan dag.
Talið berst að atvinnumálum og
svarar Davíð þá því til að hann hafi
starfað hjá Stofnfiski í hálft þriðja
ár en að nú sjái fyrir endann á því.
Hann segir heppni geta skorið
úr um hvort smiðir hreppi verk-
efni.
„Þeir sem eru að vinna virðast
hafa nóg að gera. Þetta getur líka
verið óheppni. Ég veit um menn
sem eru hörkuduglegir og eru á
fullu að leita en finna ekki neitt.“
„Maður er farinn að velta því fyrir sér
hvers vegna maður ætti að vera hérna“
Eigandi umboðsskrifstofu í Keflavík
vinnur orðið hálfan daginn í leikskóla
Morgunblaðiði/hag
Hjón Sigurbjörn og Laufey starfa hlið við hlið.
Þorbjörn Guðmundsson er útibús-
stjóri hjá Frumherja í Njarðvík.
Það er rólegt um að litast í
skoðuninni þegar blaðamann ber
að garði. Þorbjörn segir eftir-
spurnina fara hríðminnkandi.
„Hún hefur alveg dottið niður.
Við erum að tala um hundruð bíla
á mánuði. Nú fáum við að jafnaði
25 til 30 bíla á dag til skoðunar.
Fyrir ekki löngu komu að jafnaði
45 á dag. Það var biðröð.“
– Hvernig er hljóðið í fólkinu?
„Það er mjög slæmt. Það kvart-
ar undan peningaleysi. Það kvartar
undan ríkisstjórninni og ráða-
mönnum og finnst sem þeir séu
skeytingarlausir um landshlutann.
Fólkið kvartar undan öllu. Það er
ósköp einfalt mál. Þegar herinn fór
lamaðist samfélagið. Þetta er
komið í sama farið aftur. Nú er
eins og allt sé að koðna niður,“
segir Þorbjörn dapur í bragði.
Samdrátturinn í kringum 50%
MIKLU FÆRRI BÍLAR KOMA Í SKOÐUN HJÁ FRUMHERJA