Morgunblaðið - 26.09.2011, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
Á fimmtudaginn var
fór frétt um heiminn
sem á eftir að marka
spor í vísindasöguna
ef hún reynist rétt.
Morgunblaðið greinir
frá þessari frétt í
laugardagsblaðinu 24.
september. Því miður
er greinin í Mogg-
anum samin af ein-
hverjum sem hefur
vantað í nokkra eðl-
isfræðitíma í skólanum sínum.
Fiseindir, sem er nýyrði í ís-
lensku, heita á ensku neutrinos og
koma fram við kjarnahvörf. Grein-
arhöfundur ruglar þeim saman við
nifteindir, á ensku neutrons, sem
mynda ásamt róteindum kjarna at-
ómsins. Það var Austurríkismað-
urinn Wolfgang Pauli sem fyrstur
gerði ráð fyrir tilvist fiseindanna
vegna þess að þær voru nausyn-
legar til þess að viðhalda gildi orku-
lögmálsins í svokallaðri betageislun.
Fiseindir hafa enga hleðslu og
örugglega mjög lítinn hvíldarmassa
ef nokkurn en ekki hefur tekist
hingað til að mæla hann. Fiseindir
verða til í gífurlegu magni í sólinni.
Gera má ráð fyrir að milljarðar fis-
einda þaðan fljúgi í gegnum okkur á
hverri sekúndu án þess að við finn-
um fyrir því. Þessar eindir losna
líka í miklu magni í kjarnorkuver-
um.
Það þarf mjög öflugan búnað til
að finna fiseindir. Slíkur búnaður er
grafinn niður á miklu
dýpi undir Gran Sasso
á Ítalíu. Þessi rann-
sóknarstöð er í sam-
starfi við CERN í ná-
grenni Genf í Sviss.
Samstarfsverkefnið
kallast OPERA. Fjar-
lægðin á milli stöðv-
anna er 730 km og
menn hafa mælt hana
með 20 cm nákvæmni.
Á meira en tveimur ár-
um hafa menn fundið
mikinn fjölda fiseinda
sem hafa farið þessa leið á tíma sem
er 60 nanósekúndum (ein nanósek-
únda er einn milljarðsti úr sekúndu)
minni en sá sem reiknast út frá ljós-
hraða.
Forstöðumenn OPERA-
verkefnisins hafa nú birt þessar
upplýsingar til þess að koma af stað
umræðum og til að fá staðfestingu
annars staðar frá. Ef þessi niður-
staða reynist rétt er erfitt að spá
hvaða afleiðingar hún hefur. Auðvit-
að þarf að skoða grundvallarlögmál
eðlisfræðinnar í nýju ljósi og
kannski koma fram nýjar hug-
myndir – svipað og hugmyndir Ein-
steins á sínum tíma.
Eftir Reyni
Vilhjálmsson
Reynir
Vilhjálmsson
» Í frétt Morgunblaðs-
ins 24.9. um fiseindir
eru villur sem á að leið-
rétta.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Um fiseindir
Engum, sem til Þing-
valla kemur, má óljóst
vera hvar Lögberg hið
forna var. Tignarlegur
staðurinn efst í brekk-
unni á barmi Almanna-
gjár fellur vel að hug-
myndum samtímans
um hvar hjarta þjóð-
arinnar slær. Eina
vandamálið er, að stað-
urinn er sá rétti í okkar
huga, en þjónar ekki
tilgangi sínum til þess sem hann var
ætlaður. Sjálft orðið Þingvöllur fell-
ur alls ekki að klettabeltinu þarna í
hallanum. Þing þurfti völl, þar sem
menn komu saman og réðu ráðum
sínum, leituðu réttar síns og úr-
skurðar sinna mála. Gera má ráð
fyrir, þó óvíst sé, að þegar Öxará var
veitt niður á vellina, hafi torf verið
rist á því svæði, þar sem heppilegast
var hún græfi sig niður, enda var
hún búin að því, ári frá því hún var
færð. Með þessu móti hefði hún ekki
spillt þingstaðnum nema tímabund-
ið, og enn rennur hún í austur frá Al-
mannagjá, niður slakkann og beygir
þar til suðurs. Hér væri allt slétt og
fellt, ef flaggstöngin uppi á klett-
inum væri ekki röngum megin við
ána. Þingstaðurinn var nefnilega
austan Öxarár, og líklega þar sem
fallegi burstabærinn stendur nú. Og
þar, austan við ána, árdags í ljóma,
var þingið sett, það er, þegar sól
skein á völlinn. Þar stóðu menn jafn-
fætis við aðra menn og gáfu hljóð
þeim sem fluttu erindi sín. Að Lög-
bergi fluttu menn stefnur sínar, og
nefndu sér votta til staðfestingar,
síðan voru dómar settir í Lögréttu.
Væri nú ekki ráð, að spyrja höf-
und Njálu hvort hann hafi haft hug-
mynd um hvar þingið var haldið? Við
skulum hafa það í huga, að þó við
ætlum að skoða atburð sem varð
sumarið 1012, þá var sagan skráð
tveimur til þremur öldum seinna, og
er ekki á frásögninni að finna, að
neinn staður á þinginu hafi verið
fluttur til.
Að fimmtardómi
hófst orrustan, og
barst fljótt um völlinn,
en látum nú Njálu
segja frá:
„Nú brestur flótti í
liði Flosa, og flýja þeir
allir vestur um Öxará.
En þeir Ásgrímur og
Gissur hvíti gengu eft-
ir og allur herinn. Þeir
Flosi hörfuðu neðan
milli Virkisbúðar og
Hlaðbúðar. Snorri goði
hafði þar fylkt liði sínu svo þykkt, að
þeim gekk ekki þar að fara. Snorri
goði kallaði þá til Flosa: „Hví farið
þér svo geystir? Eða hverjir elta yð-
ur?“ Flosi svarar: „ Ekki spyr þú
þessa, af því er ekki vitir þú það áð-
ur. En hvort veldur þú því að við
megum ekki sækja til vígis í Al-
mannagjá?“
Staðsetning fylkingar Snorra
goða sýnir svo ekki verður um villst,
að þeir Flosi eru á leiðinni af þing-
staðnum, sem var skammt austan
Öxarár, og með því að fylkja liði sínu
frá „Hallinum“, í norðaustur að ánni,
þá lokar Snorri gjörsamlega leiðinni
fyrir þá Flosa upp í Almannagjá, þar
sem þeir hefðu getað fundið sér
öruggt vígi. Var enda svo ráð fyrir
gert fyrirfram.
Snorri goði fylkir liði sínu, á með-
an enn stóðu málaferlin, þar sem að-
ilar gengu fram og til baka milli
Lögbergs og lögréttu, sem hefði ver-
ið ómögulegt, ef þeir staðir hefðu
verið vestan Öxarár. Einhverra
hluta vegna hef ég þá tilfinningu, að
höfundur Njálu hafi vitað betur en
nokkur núlifandi, hvar þingið var
háð.
Staðsetning Lög-
bergs á Þingvöllum
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
» Þá hef ég þá tilfinn-
ingu, að höfundur
Njálu hafi vitað hvar
þingið var háð.
Höfundur er áhugamaður um fornar
sögur og rit.
Allt er á fleygiferð í
nútímanum og það
sem virðist við fyrstu
sýn úrlausnarefni eins
ríkis hefur ófyrirséðar
afleiðingar fyrir önn-
ur. Alþjóðleg sam-
skipti og viðskipti af
ýmsu tagi gera skýra
framtíðarsýn og
stefnumótun í senn
nauðsynlega og vanda-
sama. Þar dugar ekki
að horfa einungis í eigin rann.
Margir vildu sjálfsagt óska þess
að unnt væri að gera hlé, þrýsta á
pásutakkann, til að greina til fulls
alla þá krafta sem virka á alþjóðlega
þróun og þar með stöðu Íslands. Þá
gætu þeir náð áttum og reynt að
meta hvað framtíðin muni bera í
skauti sér.
Raunveruleikinn er flóknari og
tíminn stendur aldrei kyrr. Þess
vegna er okkur nauðugur einn kost-
ur að vega og meta stöðuna í sí-
breytilegu umhverfi. Gera okkar
besta til að átta okkur á líklegri þró-
un og taka ákvarðanir út frá því.
Það verðum við að gera þótt allt
virðist hringsnúast og suma kunni
að sundla þegar horft er yfir sviðið
og kjósi þá helst að loka augunum.
Aðildarþjóðir Evrópusambands-
ins eru 27. Þær eru um margt ólíkar
að menningu, efnahag og stærð. Það
gerir samstarf þeirra vandasamt og
oft á tíðum þungt í vöfum. Hver og
ein þeirra hefur sína rödd þegar
sest er niður til þess að taka ákvarð-
anir sem varða sameiginlega heill og
hagsmuni þeirra allra.
Þegar erfiðleikar steðja að, líkt og
nú gerir í efnahagsmálum alls
heimsins, reynir mikið á og það
brakar og brestur í öllum viðum evr-
ópska samstarfsins.
Aðildarríkjunum vegn-
ar misvel og það reynir
á samstöðu til að finna
lausnir. Sumir spá því
að þess sé nú skammt
að bíða að bandalagið
líði undir lok. Þá er
gott að minnast þess að
allt frá upphafi hefur
Evrópusambandinu og
síðar evrunni verið
spáð endalokum á
næstu vikum og mán-
uðum – þrátt fyrir það
er hvort tveggja enn
við lýði.
Við Íslendingar höfum svo sann-
arlega sopið seyðið af efnahags-
hremmingum sem áttu upphaf sitt
utan landsteinanna en leiddu í ljós
bresti í okkar eigin hagkerfi. Við
höfum verið upp á náð og miskunn
annarra komin. Segja má að um
tíma hafi samfélag okkar riðað til
falls og samskipti við umheiminn
verið erfið. Sem betur fer virðumst
við vera að ná okkur á strik. Það
hefði ekki tekist án hjálpar frá öðr-
um ríkjum. Við skulum ekki gleyma
því.
Ísland á í aðildarviðræðum við
Evrópusambandið og ganga þær
samkvæmt áætlun. Ekkert hefur
komið fram sem bendir til þess að
ekki verði unnt að ná góðum samn-
ingi sem verði hægt að leggja fyrir
þjóðina þegar þar að kemur.
Aðild Íslands að Evrópusamband-
inu er alvörumál. Þegar við mótum
okkur skoðun og tökum ákvörðun
höfum við áhrif á framtíð okkar og
komandi kynslóða. Þá ákvörðun er
ekki skynsamlegt að taka á grund-
velli skammtímahagsmuna, hvort
sem þeir eru flokkspólitískir eða
sérhagsmunir öflugra þrýstihópa.
Hvernig vindar blása á stjórn-
arheimilinu eða í formannskosn-
ingum stjórnmálaflokkanna hverju
sinni má ekki skipta sköpum í þessu
máli. Það er miklu mikilvægara en
svo.
Verkefni ríkisstjórnar, ráðherra,
þingmanna, embættismanna og
samningamanna Íslands er að
tryggja að Ísland nái eins góðum
samningi og unnt er. Síðan tökum
við kjósendur við keflinu og greiðum
atkvæði. Þá tökum við hvert og eitt
ákvörðun á eigin forsendum í kjör-
klefanum. Þar ræðst hvort Ísland
verður aðili að Evrópusambandinu
eða ekki.
Ég sætti mig ekki við að stjórn-
málaflokkar eða önnur hagsmunaöfl
svipti mig réttinum til þess að kjósa
um aðildarsamning. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar að aðild Íslands að
Evrópusambandinu sé skynsamleg.
Þegar þar að kemur mun ég vega og
meta kosti og galla samningsins,
stöðu Íslands, stöðu Evrópusam-
bandsins og hverjar framtíðarhorfur
eru á þeim tíma. Ég er viss um að
hið sama eru allir aðrir Íslendingar
fullfærir um að gera áður en þeir
greiða atkvæði. Ég veit líka að við
verðum örugglega ekki öll sammála.
Enginn veit hver staðan verður
þegar að kjördegi kemur. Þannig er
það bara. Sviptum samt ekki þjóðina
valdinu til að velja eigin framtíð.
Eftir Jón Steindór
Valdimarsson »Enginn veit hver
staðan verður þegar
að kjördegi kemur.
Þannig er það bara.
Sviptum samt ekki þjóð-
ina valdinu til að velja
eigin framtíð.
Jón Steindór
Valdimarsson
Höfundur er lögfræðingur
og formaður Já Ísland.
Val er vald
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Fjölskyldubílar
Umhverfisvænir bílar
Rafbílar
Atvinnubílar
Jeppar
Nýjustu græjur í bíla
Staðsetningarbúnaður
Varahlutir
Dekk
Umferðin
Bíllinn fyrir veturinn
Þjófavarnir í bíla
Námskeið
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. október.
Bílablað
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
fjölskyldubíla,
atvinnubíla, jeppa,
vistvænabíla og fleira
föstudaginn 7. október