Morgunblaðið - 26.09.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
✝ Ágúst ÁrmannÞorláksson
fæddist á Skorra-
stað í Norðfirði
þann 23. febrúar
1950. Hann lést á
heimili sínu að Sæ-
bakka 12 í Nes-
kaupstað þann 19.
september 2011.
Ágúst var sonur
hjónanna Þorláks
Friðriks Friðriks-
sonar bónda á Skorrastað, f.
15.1. 1927 og Jóhönnu Ármann,
húsmóður og verkakonu, f. 14.5.
1930. Systkini Ágústs eru: El-
ínborg Kristín, f. 1952, gift Fred
Schalk. Jón, f. 1954, kvæntur
Þórunni Freydísi Sölvadóttur.
Sólveig María, f. 1956. Friðný
Helga, f. 1961, gift Ingþóri
Sveinssyni. Guðjón Steinar, f.
1963, kvæntur Dagbjörtu Elvu
Sigurðardóttur. Þann 30. des-
ember 1970 kvæntist Ágúst Sig-
rúnu Halldórsdóttur skólafull-
trúa við Verkmenntaskóla
Austurlands. Sigrún er dóttir
Halldórs S. Haraldssonar, d.
2004 og Sólveigar Helgu Björg-
úlfsdóttur. Börn Ágústs og Sig-
rúnar eru: 1) Halldór Friðrik, f.
6.1. 1969. 2) Óskírður drengur,
f. 6.1. 1969, d. 7.1. 1969. 3)
Bjarni Freyr, f. 24.6. 1973,
kvæntur Sif Þráinsdóttur, f.
31.5. 1971. Börn þeirra eru Arna
Ösp, f. 17.8. 2004, Eyrún, f. 16.9.
2006 og Ægir, f. 31.1. 2011. 4)
Þorlákur Ægir, f. 19.4. 1983, í
sambúð með Bjarneyju Ein-
arsdóttur, f. 14.7. 1988.
Til sjö ára aldurs ólst Ágúst
upp á Eskifirði en fluttist þá á
Skorrastað ásamt foreldrum
maður austfirsks tónlistarlífs.
Fyrir utan að stjórna kirkjukór-
um gegndi hann margvíslegum
störfum fyrir Kór Fjarðabyggð-
ar og tók mikinn þátt í að
byggja upp Snælandskórinn,
kór Kirkjukórasambands Aust-
urlands, en Ágúst var árum
saman í stjórn Kirkjukóra-
sambandsins og formaður þess
um skeið. Báðum þessum kórum
stjórnaði hann við ýmis tækifæri
auk þess að stjórna ýmsum öðr-
um kórum sem störfuðu í
skamman tíma. Ágúst hóf að
leika fyrir dansi fjórtán ára að
aldri og lék með fjölmörgum
danshljómsveitum. Þá var hann
einn af stofnendum Blús-, rokk-
og djassklúbbsins á Nesi (Brján)
sem starfað hefur í meira en tvo
áratugi. Var Ágúst tónlistar-
stjóri fjölda sýninga og tónleika
sem klúbburinn hefur staðið fyr-
ir. Störf Ágústs að tónlistar-
málum á Austurlandi voru afar
mikils metin og hlaut hann
menningarverðlaun Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi árið
2007. Fyrir utan málefni tengd
tónlistinni tók Ágúst virkan þátt
í félagsstörfum. Má þar nefna að
hann starfaði lengi innan
Íþróttafélagsins Þróttar og var
formaður félagsins 1974-1975.
Hann sat í stjórn Starfsmanna-
félags Neskaupstaðar og var
einnig formaður þess um eins
árs skeið. Í stjórn Sparisjóðs
Norðfjarðar átti Ágúst sæti
1988-2010 og í félagsmálaráði
Neskaupstaðar um átta ára
skeið. Hann var lengi félagi í
Lionsklúbbi Norðfjarðar og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir Lionshreyfinguna á Aust-
urlandi. Hin síðari ár starfaði
Ágúst innan Frímúrararegl-
unnar.
Útför Ágústs Ármanns fer
fram frá Norðfjarðarkirkju í
dag, 26. september 2011, og
hefst athöfnin kl. 14.
sínum. Haustið
1968 settist hann að
í Neskaupstað og
bjó þar að mestu til
æviloka.
Ágúst lauk tón-
menntakenn-
araprófi frá Tón-
listarskólanum í
Reykjavík 1973 og
kantorsprófi frá
Tónskóla þjóðkirkj-
unnar 2004. Hann
lagði stund á framhaldsnám að
loknu tónmenntakennarapróf-
inu auk þess sem hann sótti end-
urmenntun við Tónlistarskólann
í Reykjavík og Tónskóla þjóð-
kirkjunnar 1995-1996.
Ágúst kenndi við Tónlistar-
skólann á Akranesi og Brekku-
skóla 1973-1974. Hann var
kennari við Tónskóla Neskaup-
staðar 1974-1982 að und-
anskildu skólaárinu 1977-1978
en þá fékkst hann við kennslu
við Tónlistarskóla Njarðvíkur
ásamt því að vera organisti við
Njarðvíkurkirkju. Skólastjóri
Tónskóla Neskaupstaðar var
Ágúst 1982-2010. Hann var org-
anisti Norðfjarðarkirkju og
Mjóafjarðarkirkju 1974-1977,
1980-1985 og frá 1996 til dauða-
dags. Organistastarfi við Graf-
arvogskirkju gegndi Ágúst
1995-1996. Hann var starfs-
maður afmælisnefndar Nes-
kaupstaðar 1979 og for-
stöðumaður Kirkju- og
menningarmiðstöðvar Fjarða-
byggðar á Eskifirði 2010-2011.
Á yfirstandandi skólaári hóf
Ágúst á ný að kenna við Tón-
skóla Neskaupstaðar. Áratugum
saman var Ágúst helsti forystu-
Hvert örstutt spor var auðnuspor
með þér,
hvert andartak er dvaldir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Kiljan Laxness)
Elskulegur sonur okkar hefur
kvatt þessa jarðvist. Engin orð
geta lýst þeirri sorg sem við stönd-
um nú frammi fyrir. Allt verður
svo skýrt í huganum. Við minn-
umst þess þegar þú tókst fyrstu
skrefin þín, þú varst þá kominn
hátt á annað árið. Þá strax varst þú
byrjaður að syngja fyrir okkur. Þó
það væri mikið sungið í kringum
þig þá gátum við varla trúað því
sem við heyrðum. Tíminn leið og
við skynjuðum fljótt yndi þitt á
tónlistinni. Fermingargjöfin þín
frá okkur var námskeið í orgelleik
hjá dr. Robert Abraham Ottóssyni
sem var haldið að Eiðum. Þar
vaktir þú athygli aðeins fjórtán ára
gamall. Fyrir þann tíma hafði tón-
list Bítlanna heillað þig og næstu
árin átti danstónlistin hug þinn all-
an. Gæfan okkar allra var þegar þú
gast komist í nám hjá Hauki Guð-
laugssyni á Akranesi. Þar dvaldir
þú á heimili móðursystur þinnar
og manns hennar, sem ætíð hafa
haldið utan um þig og systkini þín
öll. Barnahópurinn á Skorrastað
var stór á þínum uppvaxtarárum,
heimabörnin á báðum bæjunum og
sumarbörnin okkar sem komu á
vorin og fóru á haustin. Aldrei áttir
þú svo stund frá leik og starfi að
ekki settist þú við gamla orgelið
heima. Æskan leið og kornungur
komst þú með fallegu stúlkuna
þína heim til okkar. Síðan hafið þið
Sigrún gengið götuna saman og
glímt við ykkar gleði og sorg eins
og við öll. Fjölskyldan þín litla var
það dýrmætasta sem þú áttir. Sig-
rún, drengirnir ykkar, tengdadæt-
ur og afabörnin þrjú. Öll framtíð-
aráformin þín miðuðust við að
miðla til þeirra. Við foreldrar þínir
nutum umhyggju þinnar og kær-
leika og einnig systkini þín og fjöl-
skyldur þeirra. Faðmurinn þinn
var svo hlýr og kærleikurinn
streymdi frá þér og gaf okkur
styrk. Nú hefur Guð tekið þig til
sín. Við biðjum Hann að vaka yfir
Sigrúnu, sonum ykkar, tengda-
dætrum og litlu yndislegu afabörn-
unum sem þú dýrkaðir og þráðir
að vera með. Einnig okkur foreldr-
um þínum, systkinum og fjölskyld-
um. Við eigum mikið ríkidæmi sem
er barnahópurinn okkar, nú hefur
verið höggvið skarð í þann hóp. Við
erum stoltir foreldrar af hópnum
okkar. Elsku sonur okkar, það er
erfitt að kveðja þig en við felum þig
góðum Guði sem gaf þig.
Mamma og pabbi.
Þín hönd var svo mjúk
þitt hjarta svo hlýtt
þinn faðmur svo stór
þitt bros svo blítt.
Þín nálægð svo sterk
þitt fas svo stillt
þinn hugur svo skýr
þitt viðmót svo milt.
Hvað getum við sagt á stundu
sem þessari, þar sem tilfinningar
eru svo sterkar en hugurinn eitt-
hvað svo tómur. Tilfinningar eins
og sorg og söknuð höfum við vissu-
lega upplifað áður en aldrei með
slíkum hætti sem nú. Tíminn hefur
stöðvast en áfram tifar klukkan.
Aggi var elstur af okkur systkin-
unum og var því fyrirmynd og leið-
togi okkar annars góða systkina-
hóps. Aggi var einstaklega
kærleiksríkur og umhyggjusamur,
hann lét sér annt um velferð allrar
fjölskyldunnar. Hann lagði mikla
áherslu á að halda hópnum saman
og var ætíð hvatamaður að sam-
fundum fjölskyldunnar. Þar var
hann hrókur alls fagnaðar, hafði
skoðun á flestum málefnum,
brennandi áhuga og var hvetjandi
um allt það sem frændgarðurinn
tók sér fyrir hendur. Hann var
sannur mannvinur, umhyggju-
samur um samferðarmenn sína og
fór ekki í manngreinarálit, hann
var maður sátta og samlyndis. Í
orðabók Agga voru margar blað-
síður með gríðarlegum fjölda af
mismunandi orðum en eitt orð
kom fyrir á hverri blaðsíðu en það
var orðið já, orðið nei var einungis
undir bókstafnum N og var sú
blaðsíða nánast ónotuð. Lífsvið-
horf Agga kristallaðist einnig í
miklum áhuga og væntumþykju
sem sneri að málefnum samfélags-
ins, þó sérstaklega því sem viðkom
Norðfirði. Framlag hans til tónlist-
armála á Austurlandi er ómetan-
legt og verður það skarð sem hann
skilur eftir sig á þeim vettvangi
vandfyllt.
Orð fá ekki lýst hve stórt skarð
hefur verið höggvið í fjölskylduna
okkar nú þegar Aggi okkar hefur
kvatt þessa tilvist. Minning um
einstakan bróður lifir og hana
munum við geyma um ókomna tíð í
hjörtum okkar.
Elsku mamma, pabbi, Sigrún,
Halldór, Bjarni, Sif, Þorlákur,
Bjarney, Arna Ösp, Eyrún og litli
Ægir, Guð gefi ykkur styrk og
kraft á þessari erfiðu stundu.
Guð geymi yndislegan bróður.
Elsku Aggi, takk fyrir allt og allt.
Elínborg, Jón, Sólveig,
Friðný og Guðjón.
Við sitjum við eldhúsborðið á
Sæbakkanum og heyrum að bíl er
ekið að. Dyrnar opnast með
ákveðnum handtökum og svo er
bankað í eldhúsvegginn og sagt er:
„Hver er þar?“ Litlu systurnar
lyftast upp og hrópa glaðlega:
„Afi!“
Við sitjum inni í stofu. Eyrún
kemur og spyr afa hvort hann vilji
lesa fyrir sig. Það er sjálfsagt mál
og nær Eyrún í bók eftir bók. Ein-
staka sinnum er farið inn í rúm og
þar leggjast þau í afa holu og lesa.
Arna kemur líka og leggst hjá
þeim. Afi les svo skemmtilega.
Við Ægir erum fyrst fram enda
klukkan ekki orðin sjö. Við reyn-
um að hafa eins lágt og hægt er til
að vekja ekki hina. Eftir smátíma
heyrist umgangur og stuttu síðar
kemur afi í sloppnum sínum og
mjúku inniskónum. Hann byrjar á
því að setja kaffikönnuna af stað
með þeim orðum að þau amma geti
ekki hafið daginn nema að fá sér
kaffi. Arna kemur fram í þeim töl-
uðu orðum, leggst í sófann undir
teppi og kveikir á barnatímanum.
Afi kemur og sest hjá Örnu og
knúsar stúlkuna sína. Ægir sér afa
og brosir einu af sínum óteljandi
brosum. Afi strýkur Ægi um koll-
inn um leið og hann segir: „Elsku
vinurinn“. Eyrún kemur fram,
skríður í fangið á afa og þau sitja
öll góða stund og horfa saman á
barnatímann.
Dyrabjallan hringir í Kópavog-
inum. „Afi og amma eru komin!“
kalla systurnar um leið og þær
opna dyrnar og hlaupa fram á
gang. Afi og amma ganga upp stig-
ann og þær fleygja sér í fangið á
þeim. Afi klæðir sig úr sandölun-
um sem voru skildir eftir þegar
hans sandalar voru teknir, en hann
gengur samt sem áður í þeim þó
þeir séu í raun einu númeri of litlir.
Sandalana skilur hann eftir
frammi á gangi svo þeir beri ekki
inn óhreinindi. Jakkann hengir
hann á stól við stofuborðið, leggur
báða símana á sófaborðið svo hann
missi örugglega ekki af símtali
ásamt gleraugunum. Sest síðan í
græna stólinn og litlu stúlkurnar
hans koma og skríða í afafang. Afi
spyr frétta og keppast þær við að
segja honum það sem er í frásögur
færandi. Eyrún nær í bók sem þau
lesa og Arna nær í spil og þau spila
Hæ Gosa með hlátrasköllum því
auðvitað ruglast allir!
Við erum á leiðinni fjölskyldan í
sumarbústað í Kjarnaskógi. Búið
er að hringjast á því það þarf að
halda tímaplani og stoppustöðvar
eru áætlaðar. Við rennum að og
eru afi og amma komin, búin að
koma sér fyrir og taka á móti
skoppandi glöðum stelpum því
þetta er eitt af því skemmtilegasta
sem þær gera, að vera með afa og
ömmu í sumarbústað. Eitt af
fyrstu verkunum er að láta renna í
pottinn. Þegar hann er tilbúinn
stökkva systurnar ofan í og kalla á
afa, hvort hann sé ekki að koma
líka! Afi lætur ekki kalla á sig
tvisvar og kemur ofan í og situr
lengi með þeim og leikur við þær.
Þar er ýmislegt spjallað og brallað
og fær glugginn að kenna á því þar
sem við amma stöndum við og
horfum á busluganginn.
Þetta er aðeins brotabrot af
þeim myndum sem tengdapabbi
gaf mér og börnunum mínum. Það
er dýrmætt að hafa þær, því þær
gaf okkur svo yndislegur og góður
maður sem við söknum sárt, hann
Ágúst Ármann.
Sif Þráinsdóttir.
Kæri vinur, mágur og svili,
fregnin um andlát þitt kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti, við hjónin
sátum sem lömuð, þetta gat ekki
staðist. Fyrir nokkrum dögum
vorum við á kóræfingu hjá þér þar
sem æft var fyrir tónleika sem þú
varst búinn að undirbúa lengi og
bera nafnið „Óma Íslandslög“.
Þetta er ekki réttlátt, þú áttir eftir
að gera svo margt.
Við kynntumst þegar ég var
bara polli og þú að skjóta þér í
systur minni og þú varst að stíga
þín fyrstu spor í hljómsveitabrans-
anum. Ég man hvað ég leit upp til
þín og jafnvel gortaði af því við vini
mína, að mágur minn væri popp-
stjarna. Þær eru orðnar margar
hljómsveitirnar sem þú hefur verið
í og margir þekktir og frægir
popparar sem þú hefur spilað með,
en það var sama hvað bandið hét
eða með hverjum þú spilaðir, þú
varst alltaf drifkrafturinn og vildir
alltaf æfa manna mest því æfingin
skapar meistarann sagðir þú alltaf.
Mörgum árum seinna þegar ég var
kominn með fjölskyldu kom ég í
kórinn til þín og þá rann upp fyrir
mér hvað þú varst mikill afburða-
maður í tónlist. Rokk, popp, klass-
ík, blús eða djass, þú spilaðir allt
jafn vel. Þú varst mjög metnaðar-
fullur og kröfuharður fyrir hönd
kórsins þíns og lagðir á þig
ómælda vinnu til að hann stæði sig
með sóma í þeim verkefnum sem
hann tókst á við og ávallt eftir tón-
leika eða athafnir sýndirðu bæði í
orði og verki hversu stoltur þú
varst og hve vænt þér þótti um
kórinn þinn. Sérstaka áherslu
lagðir þú alltaf á það við kórmeð-
limi að þeir mættu vel í jarðarfarir
því slík athöfn væri það síðasta
sem gert yrði fyrir þann einstak-
ling sem átti að jarða, og það yrði
að gerast með góðum og stórum
kór.
Þú laðaðir að þér börn jafnt og
fullorðna með hressileika þínum
og spaugi, börnin okkar eiga
margar góðar minningar frá Sæ-
bakkanum þegar þau voru þar í
heimsókn eða pössun, allur góði
maturinn hennar Sigrúnar frænku
og spaugið og stríðnin í Agga
frænda. Börn fundu til öryggis í
hlýleika þínum og vináttu. Þú
varst ávallt tilbúinn að hlusta og
ráðleggja og finna hverjum nem-
anda verkefni við sitt hæfi. Það eru
góðar minningar sem þú skilur eft-
ir hjá þeim og fullorðnum sem að
þú kenndir. Þú varst alæta á bæk-
ur og tónlist og hafðir sterkar
skoðanir á ólíklegustu málefnum,
og maður gat jafnan flett upp í þér
eins og alfræðiorðabók ef ein-
hverja vitneskju vantaði. Þá skipti
engu máli hvort þú varst spurður
út í sveitarstjórnarmál, trúmál,
pólitík, tónlist, knattspyrnu eða
handbolta, alltaf voru svör á
reiðum höndum og rökstuðningur
fylgdi gjarnan máli.
Elsku mágur og svili, við kveðj-
um þig með miklum söknuði og
þökkum þér allar góðu stundirnar
sem við áttum með þér, t.d. þegar
við hittumst í kaffi á sunnudögum
hjá tengdamóður þinni og einnig
erum við hjónin afskaplega ánægð
að hafa farið með ykkur Sigrúnu í
Svartaskóg eina helgi núna í ágúst
og sungið pallasöng. Við munum
sakna orðanna: „Takk fyrir, fólkið
mitt,“ en þannig þakkaðir þú kórn-
um fyrir eftir athafnir.
Elsku systir og synir, megi góð-
ur guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Björgúlfur Halldórsson
og Halla Höskuldsdóttir.
Nú er haust á norðurhveli jarð-
ar og gróðurinn sem fékk nýtt líf í
vor sölnar og fellur til jarðar. Þetta
er gangur náttúrunnar sem við
fáum engu ráðið um. Við byrjum
að læra það sem börn að allt sem
fæðist og fær líf mun deyja að lok-
Ágúst Ármann
Þorláksson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ÞÓRA NÍELSÍNA HELGA
HÁKONARDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í
Reykjavík mánudaginn 19. september,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, Suður-
hlíð, Reykjavík, miðvikudaginn 28. september kl. 11.00
Helga Dagmar Jónsdóttir,
Snjólaug Petrína Sveinsdóttir, Jónas Þór Jakobsson,
Guðrún Margrét Sveinsdóttir,
Auður Sveinsdóttir, Jóhann Valgeir Jónsson,
Kristín Sveinsdóttir, Guðmundur Unnarsson,
Áslaug Sveinsdóttir, Björn Grétar Þorsteinsson,
Hákon Sveinsson,
Haraldur Hákonarson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BRYNJA SIGURÐARDÓTTIR FRÁ HÆLI
Í VESTMANNAEYJUM,
lést föstudaginn 23. september 2011 í
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum.
Anna Davíðsdóttir, Friðgeir Þór Þorgeirsson,
Sigurður Davíðsson, Hjördís H. Friðjónsdóttir,
Helga Davíðsdóttir,
Hugrún Davíðsdóttir, Guðmundur K. Bergmann,
Jóhann Ingi Davíðsson, Steinunn Heba Finnsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
AÐALHEIÐUR MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Holtsgötu 21, Reykjavík,
lést laugardaginn 24. september á
líknardeild Landakotsspítala.
Útför auglýst síðar.
Jón Helgason,
Guðmundur Jónsson,
Kristín Jónsdóttir, Ragnar Smári Ingvarsson,
Ægir Thorberg Jónsson,
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR (LILLA)
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
föstudaginn 23. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Kjartansson,
Gunnar L. Stefánsson, Þórunn Ásgeirsdóttir,
Guðfinna Stefánsdóttir, Helgi Harðarson,
Hreinn Stefánsson, Sveinbjörg Pálmarsdóttir,
Hilmar Stefánsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.