Morgunblaðið - 26.09.2011, Side 29

Morgunblaðið - 26.09.2011, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ég var að renna mér í gegnum hina ágætu þungarokksfréttaveitu Metalstorm á dögunum, skimandi eftir einhverju góðgætinu. Síðan atarna er með merkilega tæmandi útgáfulista sem teygir sig fram um nokkra mánuði, langt fram á næstu ár meira að segja. Ég rak glyrnurnar í nokkra merkisgripi þarna og langar til að deila með ykkur þeim hughrifum sem ég varð fyrir við lesturinn. Gamlir, góðir hundar... Fyrsti kjörgripurinn er náttúru- lega plata Opeth, Heritage, sem kom reyndar út í þarsíðustu viku. Þessi magnaða sænska sveit þróaði sig hægt og bítandi úr tiltölulega hefðbundnu dauðarokki yfir í stór- brotið, framsækið þungarokk þar sem tvinnað er saman straumum úr djassi, þjóðlagatónlist og proggi Hið þunga haust  Nokkrir af þungavigtarmönnum þungarokksins verða með plötur í haust  Ekki er úr vegi að tosa fram það merkilegasta á þessum vettvangi Pældir Mikael Åkerfeldt og félagar í Opeth gáfu út Heritage fyrir stuttu „þar sem tvinnað er saman straumum úr djassi, þjóðlagatónlist og proggi.“ - og meira að segja á þannig veg að það virkar. Á plötunni er leið- toginn, Mikael Åkerfeldt, að færa sig nær hefðbundnu proggi og þjóðlagatónlist og dauðarokks- söngurinn er t.a.m. ekki til staðar. Ég hef verið svo heppinn að fá heyra smá af plötunni og þetta hljómar bara skratti vel. Gamlir en góðir og gegnir hundar eins og Biohazard og Machine Head verða þá með skífur en síðasta plata Machien Head, The Blackening (2007) þykir vera kjörgripur hinn mesti. Það er þá gaman að sjá að ný Brutal Truth plata er á leiðinni og forvitnilegt að heyra hvað Danny Lilker og félagar kokka upp í þetta sinni. Hin ógurlega Mastodon rúllar svo út plötunni The Hunter í enda þessa mánaðar en sveitin er líklega ein af fáum öfgarokksveitum ef svo má kalla sem hefur náð eyrum fjöldans, alltént eru „hippster- arnir“ á Pitchfork að fíla þetta í ræmur eiginleg Metallica plata en um samstarfsverkefni við Lou Reed er að ræða. Það verður einkar fróð- legt að heyra niðurstöður þessa ævintýris. Harðkjarnahetjurnar í Converge verða þá með plötu, vinsælasta költsveit veraldar, Rush sömuleiðis og eyðimerkurhetjurnar í Queens of the Stone Age. Þungarokksvatnið fór þó að vætla af miklum krafti þegar maður sá nafn Tool á listanum. Síðasta plata hennar, 10,000 Days, kom út 2006 og olli þónokkrum von- brigðum, alltént hjá þeim sem rit- ar. útgáfudagurinn er settur ein- hvern tíma í desember en það kæmi ekki á óvart þó að um frest- un verði að ræða. En þegar ólík- indatólið James Maynard Keenan og félagar hitta á réttu nóturnar þá er lítið sem jafnast á við þessa mætu sveit í heiminum þunga. Segjum þetta gott í þungarokks- fréttum að sinni. Íslenska hjartað tekur að sjálf- sögðu kipp þegar maður rekur augun í Svarta sanda, breiðskífu með þeirri ágætu sveit sem út kemur í haust. Platan kemur út 14. október og kemur í kjölfar hinnar frábæru Köld sem vakti verðskuldaða athygli á sveitinni utan landsteinanna. ÍSLAND Florence Welch, sú er leiðir Flor- ence and the Machine, hefur nú til- kynnt titil væntanlegrar plötu sinn- ar, lætt út lagalista og gott betur en það, umslaginu líka! Platan mun kallast Ceremonials og kemur út 31. október næstkomandi. Um- slagið má svo sjá á meðfylgjandi mynd. Óhætt er að segja að spenna fyrir plötunni sé mikil en Florence sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Lungs, sem kom út sumarið 2009. Fyrsta smáskífan, „What the Water Gave Me“ kom út í endaðan ágúst og sú næsta, „Shake it Out“ fór í spilun í liðinni viku. Florence með titil og umslag klárt Umslagið Florence Welch er hér makindaleg og það í þríriti. ...og stórir hundar! Talandi um hunda, þá eru stærstu þungarokkshundarnir, grallararnir í Metallica með plötu í haust takk fyrir. Lulu er samt ekki Sólstafir í haust HHHH - K.S. ENTERTAIN- - P.H. SAN FRANCISCO HHHH EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH -VARIETY HHHH -BOX OFFICE MAGAZINE HHHH HHHH -KVIKMYNDIR.IS HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ - EMPIRE HHHH VINSÆLASTA MYNDIN Í USA Í DAG UPPLIFÐU TÖFRA DISNEY Í ÁSTSÆLUSTU TEIKNIMYND ALLRA TÍMA STÓRKOSTLEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA ÍSLENSK TAL ÓGNVEKJANDI SPENNUÞRILLER UPPLIFÐU MARTRÖÐINA Í MAGNAÐRI ÞRÍVÍDD MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D L JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 - 10:10 2D VIP SHARK NIGHT kl. 8 - 10:10 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 3D L DRIVE kl. 5:50 VIP - 8 - 10:10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:10 2D 12 BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:40 2D L / ÁLFABAKKA SHARK NIGHT kl. 8 - 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 4 - 5 - 6 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 3D L DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 5 - 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:40 2D 7 FRIGHT NIGHT kl. 10:10 2D L SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 2D L ALGJÖR SVEPPI kl. 8 2D L 30 MINUTES OR LESS kl. 10:10 2D 14 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAG KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L DRIVE kl. 8 2D 16 SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 - 8 2D L FRIGHT NIGHT kl. 10:10 2D 16 / AKUREYRI / SELFOSSI SHARK NIGHT kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 3D L DRIVE kl. 8 - 10:10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L KVIKMYNDAHÁTÍÐ THE TREE OF LIFE Ótextuð kl. 10 2D 10 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKI. EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL ROWAN ATKINSON FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA Flottar Helen Marnie og Mira Aro- yo eru annar helmingur Ladytron. Gravity The Seducer er nafnið á fimmtu plötu Liverpoolsveitarinnar Ladytron. Kemur hún í kjölfar Ve- locifero (2008) og fyrir stuttu kom út fyrsta safnplata hennar. Fáar sveitir hafa unnið af jafn mikilli smekkvísi og stíl úr retró-fútúr- ismanum og Ladytron. Hylling hennar á Kraftwerk, Gary Numan og Human League er svo gott sem ómótstæðileg. Sveitin er þá nánast orðin „Íslandsvinur“ en hún hélt hljómleika hér 2006 auk þess sem plötusnúðar á hennar vegum komu hingað og spiluðu á RIFF í fyrra. Ladytron gefur út fimmtu plötuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.