Morgunblaðið - 07.10.2011, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
essi nýjasta gerð Subaru er
væntanleg til landsins eftir
áramót en við erum byrjuð
að panta bíla og höfum
þegar orðið vör við jákvæð
viðbrögð frá þeim sem fylgjast með
og hafa lesið um bílinn í erlendum
blöðum,“ sagði Rúnar H. Bridde,
sölustjóri Subaru.
Subaru XV er með nýja og end-
urbætta 2,0 lítra bensínvél sem er 148
hestöfl og sögð vera sú sparneytnasta
í sínum stærðarflokki eða nálægt 5,5
lítrum á hverja 100 km eins og kemur
fram í netgrein breska Auto Express-
bílablaðsins. Subaru XV verður einn-
ig hægt að fá með Boxer-dísilvél og
beinskiptingu og þá er hann sagður
eyða 4,7 lítrum á hverja 100 km skv.
sömu heimildum.
Með sítengt aldrif
Nýi bíllinn er fjórhjóladrifinn með
þverliggjandi Boxer-vél og sítengt
aldrif eins og tíðkast hefur í Subaru í
fjölda ára.
Bíllinn er með nýju stiglausu CVT-
sjálfskiptingunni sem hefur verið
endurhönnuð sérstaklega fyrir XV-
bílinn með góða eldneytisnýtingu
leiðarljósi. Sjálfskiptur XV er með
60:40 (framan/aftan) afldreifingu á
milli fram og afturhjóla sem gerir
aksturinn einstaklega stöðugan.
Stöðuleikastýring er einnig stað-
albúnaður í nýja bílnum
Að sögn Lofts Ágústssonar, mark-
aðsstjóra Ingvars Helgasonar, sem
er með umboð Subaru á Íslandi, hafa
þegar verið pantaðir nærri tíu bílar til
landsins. Þeir verða hingað komnir
fljótlega eftir áramót. Má svo gera
ráð fyrir að fleiri bílar verði fluttir til
landsins í framhaldinu en skv. alþjóð-
legum viðmiðum Subau fær Ísland
ákveðinn kvóta bíla í samræmi við
fólksfjölda hér sem og markaðsstöðu.
Áætlað verð á bílunum hérlendis
verður um fimm millj. kr.
Sendibíll með sérstöðu
Hjá Ingvari Helgasyni hf. hefur
sendibíllinn Renault Master selst
ágætlega að undanförnu, að sögn
Lofts Ágústssonar. Þessi nýja lína
hefur sérstöðu sakir framúrskarndi
eldsneytisnýtingu; eyðir í lang-
keyrslu ekki nema 7,5 lítra á hundr-
aðið og um það bíl hálfum lítra meira í
blönduðm akstri.
„Renault leggur mikið upp úr sölu
og þjónustu til fyrirtækja og sérhæfir
sig í lausnum fyrir notendur hvort
heldur er í fjölbreytni í útfærslum á
bílunum sjálfum eða þjónustu sem
veita þarf notendum til að létta undir
og gera upplifun sem ánægjulegasta.
Við hjá B&L og Ingvari Helgasyni
leggjum okkur fram um að þjónusta
notendur bíla með sömu áherslum og
framleiðandi leggur til og bætum
jafnvel um betur með nýjum lausn-
um, svo sem endurgjaldslausri end-
urskoðun þar sem farið yfir helstu slit
og öryggisþætti auk þess sem hægt
er að beina athygli skoðunnarmanns-
ins að einhverju tilteknu atriði sem
bílstjórinn hefur áhyggjur af,“ segir
Bjarni Þórarinn Sigurðsson sölu-
stjóri Renault og bætir við að vinsæl-
ustu gerðir nýju Master bílana séu
bæði til sýnis og reynsluaksturs fyrir
áhugasama kaupendur en bílana
megi fá í mörgum stærðum og út-
færslum.
sbs@mbl.is
Stöðuleikastýring er staðalbúnaður
Rennilegur Subaru XV er með endurbætta vél en bíllinn hefur verið endurhannaður á síðustu árum með hóflega bensíneyðslu að leiðarljósi.
Subaru XV er með nýja
og endurbætta bens-
ínvél er nýjasta frá hin-
um japanska framleið-
anda. Pantanir farnar að
berast til Ingvars Helga-
sonar. Renault Master
fær góðar viðtökur í at-
vinnulífinu.
Renault leggur mikið upp
úr sölu og þjónustu til fyr-
irtækja og sérhæfir sig í
lausnum með fjölbreytni í
þjónustu
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Renault Hjá Ingvari Helgasyni hf. hefur sendibíllinn Renault Master selst ágætlega undanfarið, að sögn Lofts Ágústssonar
markaðsstjóra fyrirtækisins. Bílar þessarar gerðar eru sparneytnir sem kemur sér vel í dag.
Það er sjaldgæf sjón að sjá bifreiðar
með eyru. Einn slíkur sást þó á tækni-
sýningu í Japan á dögunum en tilgang-
urinn var að fá aukin viðbrögð frá al-
menningi um hvað þeir vildu helst sjá í
þróun bíla þar í landi.
Í eyrunum góðu voru innbyggð upp-
tökutæki sem tóku upp allar óskir og
skoðanir viðstaddra sem hvísluðu góð-
um framtíðarhugmyndum bif-
reiðaþróunar í eyrun.
birta@mbl.is
Reuters
Heyrandi bíll