Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
essir jeppar fengu strax
góðar viðtökur þegar þeir
komu á markaðinn hér ár-
ið 1997. Sönnuðu fljótt
hve vel þeir henta að-
stæðum á Íslandi og nú fjórtán ár-
um síðar eru 95% þeirra bíla sem
skráðir hafa verið út á göturnar enn
í umferð,“ segir Gunnar Gunn-
arsson framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs Bernharðs hf.
Honda CRV eru bílar sem hafa
reynst Íslendingum afar vel. Salan
hefur á öllum tímum verið góð, ekki
síst á árunum 2005 og 2006 en nærri
lætur að markaðurinn hafi þá tekið
við um 500 bílum hvort árið um sig.
Alls eru í dag um 3.500 CRV-bílar á
götunum hér á landi og enn stækkar
flotinn. Í ár hafa selst 110 bílar; það
er á samdráttarskeiði í bíla-
viðskiptum þótt nú sé lítið eitt að
lifna yfir.
Vörugjöld verði 41%
Vörugjöld við innflutning bíla
stjórnast í dag af útblæstri á gróð-
urhúsalofti. Þumalputtareglan er þá
sú að eftir því sem bíllinn mengar
minna eru álögurnar lægri. Breyt-
ingar í þessa átt voru gerðar um síð-
ustu áramót þegar vörugjöld á
Hondu CRV fóru í 36% og fara um
komandi áramót í 41% – sem jafn-
gildir 13,8% hækkun. Í dag er al-
gengt verð á bílum þessarar gerðar
5,5 milljónir kr. en mun með vöru-
gjaldabreytingum í byrjun árs 2012
hækka um að jafnaði 200 þúsund kr,
sem er 4% verðhækkun. Vörugjöld-
in hækka svo enn frekar þegar árið
2013 gengur í garð.
„Það hjálpar hvorki bílaumboð-
unum né fólkinu í landinu að þyngja
álögur á bílainnflutning enn frekar,
nú þegar við erum að koma okkur
út úr mesta samdráttarskeiði grein-
arinnar. Vörugjaldahækkunin er
vanhugsuð. Einnig er mikilvægt að
gera sem flestum kleift að vera á
sæmilega stórum og traustum bíl-
um, þannig að fólk sé öruggt úti á
vegunum,“ segir Gunnar.
Tankurinn dugar í mánuð
Bernhard er einnig með umboð fyr-
ir Peugeot á Íslandi. Bílar þeirrar
gerðar njóta vaxandi vinsælda, enda
er innkaupsverðið hagstætt og
eyðslan sáralítil.
„Díselbílar í 508 týpunni eyða
sáralitlu og hægt er að fara 1.800
kílómetra á tankinum það er hring-
inn í kringum landið og til viðbótar
svo héðan úr Reykjavík og norður á
Akureyri. Menn hafa talað um að í
stað þess að fylla á tankinn einu
sinni í viku dugi að fara mán-
aðarlega og sá mismunur á elds-
neytiskostnaði getur í einhverjum
tilvikum samsvarað til dæmis því
sem greitt er í mánaðarlega afborg-
anir af bílaláni,“ útskýrir Gunnar
sem telur sparneytinn Peugeot 508
betri kost en aðra sambærilega sem
knúnir eru metani. Stöðvar með
slíku eldsneyti eru aðeins tvær á
landinu öllu, það er í Hafnarfirði og
Reykjavík, en díselstöðvar eru hins
vegar í nánast hverri byggð.
sbs@mbl.is
Vörugjaldahækkun er vanhugsuð
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Peugeot 508 Njóta vinsælda, enda er verðið hagstætt. Hægt er að fara 1.800 kílómetra á tankinum það er hringinn í kringum landið og til viðbótar norður á Akureyri úr Reykjavík,
Honda CRV eru bílar sem hafa reynst Íslendingum
afar vel. Salan er góð. Bernhard er einnig með um-
boð Peugeot. 508 týpan eyðir og mengar sáralítið.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Góður Honda CRV jeppar hafa verið á markaði á Íslandi síðan 1997. 95% þeirra
bíla sem skráðir hafa verið í umferð, segir Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Bernharðs hf.
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Vökvakerfislausnir