Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Í mörg ár hefur Hjartaheilla- og
SÍBS-lestin verið á ferðinni um
landið. Almenningi gefst kostur á
að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu
og súrefnismettun, sér að kostn-
aðarlausu. Við mælingar hafa menn
uppgötvað oft slæma heilsufars-
stöðu sína og fengið aðhlynningu í
beinu framhaldi, segir í tilkynn-
ingu.
Mælingar fara fram á Suðurlandi
í október. Komið verður við á
heilsugæslustöðvum, starfsemi
Hjartaheilla, SÍBS og aðildarfélaga
kynnt í máli og myndum auk þess
sem fólki gefst kostur á mælingum.
Á laugardaginn næstkomandi,
15. október, fer fram mæling í
Hveragerði, frá kl. 10:00 til 13:00, í
húsnæði Heilsustofnunar NLFÍ.
Nánari dagskrá má nálgast á vef
Hjartaheilla, hjartaheill.is.
Morgunblaðið/Kristinn
Mæling Gott er fyrir alla að láta mæla
blóðþrýstinginn reglulega.
SÍBS-lestin á ferð
um Suðurland
Rannsóknarstofa um háskóla,
Heimspekistofnun og Sið-
fræðistofnun við HÍ hafa hafið
verkefni sem ætlað er að efla
kennslu í gagnrýninni hugsun og
siðfræði í skólum landsins. Áhersla
verður einkum lögð á grunn- og
framhaldsskólastig.
Verkefnisstjórn skipa prófess-
orarnir Páll Skúlason, Vilhjálmur
Árnason og Svavar Hrafn Svav-
arsson.
Markmiðið er að hefja útgáfu rit-
raðar um gagnrýna hugsun og sið-
fræði og setja saman námskeið fyr-
ir kennara sem hafa hug á að
innleiða gagnrýna hugsun og sið-
fræði í sitt fag.
Einnig hefur verið opnuð heima-
síða, www.gagnryninhugsun.is
þar sem nálgast má upplýsingar,
kennsluefni og greinar.
Efla kennslu í
gagnrýninni hugsun
Í tilefni af útgáfu
bókarinnar Þing-
ræði á Íslandi:
Samtíð og saga,
sem Alþingi hef-
ur gefið út, verð-
ur haldið mál-
þing á vegum
Alþingis og
Stofnunar stjórn-
sýslufræða og
stjórnmála við
Háskóla Íslands föstudaginn 14.
október í Háskólatorgi stofu 105 kl.
13:15-15:00. Yfirskrift málþingsins
er „Þingræði á Íslandi í 100 ár.
Uppruni, eðli og inntak þingræðis –
framkvæmd þingræðis á Íslandi.“
Málþingið er öllum opið.
Bókina rita Þorsteinn Magn-
ússon, stjórnmálafræðingur og að-
stoðarskrifstofustjóri á Alþingi,
Stefanía Óskarsdóttir, lektor við
stjórnmálafræðideild HÍ, Ragnheið-
ur Kristjánsdóttir, aðjúnkt í sagn-
fræði við HÍ og Ragnhildur Helga-
dóttir, prófessor við lagadeild
Háskólans í Reykjavík. Auk þeirra
kom Helgi Skúli Kjartansson, pró-
fessor í sagnfræði við HÍ að rit-
stjórn verksins.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis opnar málþingið og
Ólafur Þ. Harðarson, forseti fé-
lagsvísindasviðs HÍ stjórnar um-
ræðum.
Málþing um
þingræði í 100 ár
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
STUTT
Undirritaður hefur verið nýr sam-
starfssamningur milli Beinvernd-
arsamtakanna og Fræðslunefndar
mjólkuriðnaðarins.
Landssamtökin Beinvernd hafa
verið starfrækt síðan árið 1997 og
hefur Fræðslunefnd íslenska
mjólkuriðnaðarins að tilstuðlan ís-
lenskra kúabænda verið bakhjarl
Beinverndarsamtakanna nánast
frá upphafi.
Um árabil útfærði Fræðslu-
nefndin í samvinnu við Beinvernd
umfangsmikla auglýsingaherferð.
Ýmsir þekktir læknar og sérfræð-
ingar gengu þar fram fyrir skjöldu
og hvöttu til aukinnar hreyfingar
sem forvörn gegn beinþynningu
ásamt neyslu D-vítamíns og kalk-
ríkra mjólkurvara. Kannanir
bentu ótvírætt til þess að auglýs-
ingarnar ykju meðvitund neyt-
enda um beinþynningu. FMI að-
stoðuðu samtökin með kaup á
beinþéttnimæli sem notaður er
til að styðja fræðslu- og kynning-
arstarf Beinverndar.
Þann 20. október ár hvert
heldur Beinvernd upp á hinn al-
þjóðlega beinverndardag ásamt
200 félögum í 94 löndum.
Dr. Björn Guðbjörnsson for-
maður Beinverndar og Guðni
Ágústsson formaður Fræðslu-
nefndar mjólkuriðnaðarins und-
irrituðu samninginn.
Endurnýjuðu samstarf um verndun beina
Morgunblaðið/Sigurgeir S.