Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 ✝ Herdís HelgaHalldórsdóttir fæddist á Akur- eyri 21. apríl 1935. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. október 2011. Her- dís var dóttir hjónanna Halldórs Aðalsteins Krist- jánssonar bónda og Jóhönnu Elínar Jóhannesdóttur húsfreyju. Hún var næstelst sex systk- ina. Eftirlifandi systkini Her- dísar eru Birna, Björn og Halldór, öll búsett á Akur- eyri. Herdís lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. Gunnar Hafdal, f. 1954, sambýliskona hans er Hrafnhildur Þórhalls- dóttir, Elín Sig- ríður Karlsdóttir, f. 1959, eigin- maður hennar er Sigurður Skúla- son og Hanna Karlsdóttir, f. 1972. Herdís læt- ur einnig eftir sig sex barnabörn og átta barnabarna- börn. Herdís vann við margt á sinni lífsleið en lengst af var hún húsfreyja á Heiða- rbraut í Þingeyjarsveit og síðar skólaliði í Reykjavík. Herdís var búsett í Keflavík þegar hún lést. Útför Herdísar fór fram í kyrrþey frá Akureyrarkirkju 10. október 2011. Elsku mamma, þú ert farin og á betri stað eins og þú trúðir svo innilega. Ég bíð alltaf eftir að þú hringir eða gangir inn en því miður í þessu tilfelli er raunveruleikinn óraunveruleg- ur. Hvers er að minnast þegar einhver sem manni þykir meira vænt um en allt annað í lífinu fellur frá? Eru það stundirnar sem hækkað var í útvarpinu, tekin nokkur dansspor og sung- ið með? Eru það stundirnar sem setið var við eldhúsborðið og spjallað saman eða eru það stundirnar sem ekkert var sagt vegna þess að þess þurfti ekki? Þú varst svo lífsglöð og vildir hafa mikið um að vera og fullt af fólki í kringum þig. Að koma í heimsókn til þín var eins og að koma á skemmtistað, sjón- varpið á fullu, útvarpið á fullu og einhver vinkona í kaffi og mikið hlegið og gert grín. Þú hafðir skoðanir á öllu og varst hrein og bein. Fráfall þitt skilur eftir sig stórt skarð sem verður aldrei fyllt. Ég fékk sent þetta fallega ljóð eftir að þú kvaddir og mig langar að láta það fylgja með. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sín- um mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kær- leikurinn býr. (Davíð Stefánsson) Elsku mamma, þú tókst mig að þér og ólst mig upp og vegna þín er ég betri mann- eskja. Orð munu ekki breyta því að þú ert farin en þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og Kristjönu og fyrir það verð ég þér ávallt þakklát. Ég mun alltaf sakna þín. Þín dóttir, Hanna. Fyrst þegar ég hitti Dísu þá varð mér starsýnt á þessa konu, hún ljómaði öll, var með mikið af glingri á sér og skær- an varalit, faðmaði mig þétt- ingsfast og kyssti þannig að ég var líka komin með skæran varalit á mig. Alltaf voru heim- sóknirnar til hennar Dísu skemmtilegar og í flestöll skipti sem ég kom til hennar þá var hún búin að breyta inni hjá sér og bæta við skrauti. Seinustu árin vorum við hjá þér á jólunum í Keflavík og vorum við farin að hlæja að því að á aðfangadag þegar verið var að elda þá náðum við yf- irleitt að kalla út Securitas- kallana því hamagangurinn var svo mikill við að elda að bruna- kerfið fór alltaf af stað og glumdi um alla Suðurgötuna. Ljósanæturkaffiboðin eru líka ógleymanleg, það var eins og þú værir að taka á móti 100 manns í kaffi, það átti sko eng- inn að fara svangur frá þér. Þegar þú fluttir á Kirkjuveginn hringdir þú í mig og sagðir að næst þegar við kæmum suður þá fengjum við sko að sofa í „svítunni“, en svítan var geymslan hjá Dísu og alveg yndislegt að sofa þar. Á hverju ári komstu til Akureyrar og stoppaðir þá yfirleitt í nokkrar vikur og hélst til hjá okkur í Norðurgötunni og yfirleitt komstu með góða veðrið með þér því það var alltaf gott veð- ur hjá þér hvar sem þú varst. Við áttum yndislega ferð frá Keflavík til Akureyrar í sumar þar sem við fórum saman á bílnum þínum, ég að keyra og þú sem farþegi, við vorum bún- ar að hlusta á sama geisladisk- inn með countryinu 3 hringi og bara komnar upp í Mosó þegar ég spurði hvort ekki mætti skipta um disk. Jú, hvað er þetta kona, auðvitað get ég skipt! Í sumar þá fór ég á Gler- ártorg og labbaði fram hjá búð með allskonar glingri og sá svakalega flottan kertastjaka og hugsaði með mér þetta er sko eitthvað handa Dísu, hugs- aði svo ekkert meira um það. Nokkrum dögum síðar kemur þú skælbrosandi og segist sko verða að sýna mér það sem þú hafir verið að kaupa, ferð út í bíl og sækir stóran poka og tekur upp úr honum kerta- stjakann sem ég horfði á nokkrum dögum áður. Það var greinilegt að ég var farin að þekkja hvað þér fannst fallegt. Ég gæti sennilega skrifað miklu meira því minningarnar eru margar. Ég veit að það er stuð hjá þér þar sem þú ert núna og þangað til við hittumst aftur þá kveð ég þig með sökn- uði. Þín tengdadóttir, Hrafnhildur. Elsku amma. Þú ert yndislegasta amma sem til er. Það var alltaf gaman að koma heim til þín. Íbúðin þín var alltaf skreytt eins og það væru alltaf jól, seríur, gerviblóm og óróar. Þegar ég þurfti að fara í pössun þá stakk mamma uppá nokkrum mann- eskjum en ég sagði oftast að ég vildi að amma mín passaði mig. Mér finnst gott að við náðum að vera saman um síðustu jól. Þú gafst mér hundateppi í stærsta gjafapoka sem ég hef séð. Þótt þú sért dáin lifir þú ennþá í hjartanu mínu. Guð blessi þig og ég veit að þú fylg- ist með mér. Ég elska þig og mun aldrei gleyma þér, íslandsmeistari. Þín ömmustelpa, Kristjana. Herdís Helga Halldórsdóttir Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Skálalækjarás 3, fnr. 229-2188, Skorradal, þingl. eig. Magnús E. Bald- ursson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf., mánudag- inn 17. október 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 12. október 2011. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Laugaból 1, 123691, Mosfellsbæ, þingl. eig. Bær ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 14:30. Leifsgata 28, 200-8897, 50%, Reykjavík, þingl. eig. Lísa Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Reykjavegur 54, 208-4305, Mosfellsbæ, þingl. eig. Eyjólfur Óli Jónsson, gerðarbeiðendur Avant hf.,Tollstjóri og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 14:00. Sólheimar 14, 202-1399, Reykjavík, þingl. eig. Heiða Steingrímsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 11:30. Sólheimar 24, 202-1449, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Hannes Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 17. október 2011 kl. 11:00. Stórholt 24, 201-1585, Reykjavík, þingl. eig. Örn Árnason, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:30. Urðarholt 4, 208-4570, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hugi Freyr Valsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 12. október 2011. Uppboð www.naudungarsolur.is Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógar- hlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Asparfell 12, 205-1958, Reykjavík, þingl. eig. Bólstaður ehf., gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Ásland 18, 208-2810, Mosfellsbæ, þingl. eig. Jóhann Guðmundur Guðjónsson, gerðarbeiðandi Mosfellsbær, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Birkiteigur 3, 227-7116, Mosfellsbæ, þingl. eig. GÖH ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Blikastaðavegur 2-8, 229-7084, Reykjavík, þingl. eig. Stekkjarbrekkur ehf., gerðarbeiðandi Framkvæmda- og eignasvið Reykja., mánu- daginn 17. október 2011 kl. 10:00. Brúarvogur 1-3, 230-9730, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. þb. Skúlagata 30 ehf., bt. Ástráðs Haraldssonar, gerðarbeiðandiTrygg- ingamiðstöðin hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Bræðraborgarstígur 18, 200-1110, Reykjavík, þingl. eig. Miðsvæði ehf., gerðarbeiðendur Drómi hf. v/SPRON, Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Bugðulækur 3, 201-6652, Reykjavík, þingl. eig. Irma Sjöfn Óskars- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Stafir lífeyrissjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Dalaland 11, 203-6772, Reykjavík, þingl. eig. Birgir Örn Birgisson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Dvergholt 6, 208-3339, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Bjarki Magnússon, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Efstasund 3, 201-8016, Reykjavík, þingl. eig. Rafnkell Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Eirhöfði 12, 204-2860, Reykjvík, þingl. eig. Dominium hf., gerðar- beiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Engjavegur 10, 223-2763, Mosfellsbæ, þingl. eig. Guðrún Ólöf Jónsdóttir og Michael Valdimarsson, gerðarbeiðandi Kaupthing mortgages Fund, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Fannarfell 2, 205-2384, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Bergmann Pálsson, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Fálkagata 25, 202-8689, Reykjavík, þingl. eig. Röstí ehf., gerðar- beiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Fálkagata 28, 202-8541. Reykjavík, þingl. eig. Jón Hafþór Þórisson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Fiskislóð 45, 228-4614, Reykjavík, þingl. eig. VASA ehf., gerðarbeið- andi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Fiskislóð 45, 231-2210, Reykjavík, þingl. eig. VASA ehf., gerðarbeið- andi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Grettisgata 44a, 200-7903, Reykjavík, þingl. eig. Þórdís Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Hvassaleiti 24, 203-1604, Reykjavík, þingl. eig. Árni Björgvinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Kistumelur 6, 231-2607, Reykjavík, þingl. eig. Kistumelur ehf., gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Kistumelur 6a, 204158, Reykjavík, þingl. eig. Kistumelur ehf., gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Kringlan 4-6, 222-0523, Reykjavík, þingl. eig. Uppistaðan ehf., gerðarbeiðandi Rekstrarfélag Kringlunnar, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Laugavegur 76, 200-5414, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Markholt 17, 208-3887, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hilmar Bergmann, gerðarbeiðandiTollstjóri, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Mávahlíð 20, 203-0195, Reykjavík, þingl. eig. Ásgerður Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Miðleiti 4, 203-2598, Reykjavík, þingl. eig. Josephine Gonzales Leosson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Skúlagata 60, 200-9642, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Viktorija Virsilaite, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Tunguháls 8, 223-7730, Reykjavík, þingl. eig. AMG Byggingafélag ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 12. október 2011. Raðauglýsingar 569 1100 Elsku amma mín, nú ertu komin í faðm afa og allra engl- anna á himnum. Allar okkar stundir saman munu lifa í minningu minni að ei- lífu, allar þessar stundir okkar eru mér dýrmætar. Ég minnist þess að alltaf þegar ég vaknaði hafðir þú cheeriosið tilbúið á eld- húsborðinu með skeið og öllu nema mjólkin var í ísskápnum og ég spurði: „Af hverju helltirðu ekki mjólkinni í líka?“ Væntan- lega af því að þú gerðir allt klárt kvöldið áður. Í dag geri ég oft það sama fyrir börnin mín. Þú varst svo dugleg og góð amma, þú gerðir allt sjálf, baðst aldrei um hjálp og bara gerðir hlutina með hörku og dugnaði. Ég hefði viljað kynna þig fyrir börnunum mínum og leyfa þeim Guðrún A. Bæringsdóttir ✝ Guðrún Bær-ingsdóttir fæddist 24. desem- ber 1928 í Hnífsdal. Hún lést á Land- spítalanum 28. september síðast- liðinn. Guðrún var jarð- sungin frá Hafn- arfjarðarkirkju 7. október 2011. að eyða með þér meiri tíma. Á jólunum send- irðu alltaf pakka og minnist ég þess að þú pakkaðir alltaf svo vel inn öllum gjöfum að það tók óratíma að opna þá! Alltaf varstu svo stríðin og brosmild en um leið ströng og ákveðin. Þegar ég kom í heimsókn til þín með börnin mín ljómaðir þú öll upp og ég sá hversu dýr- mætir þessir tímar voru þér. Ég vildi óska þess að við hefðum getað átt fleiri svona stundir saman. Þegar þú lást veik á spítalan- um daginn áður en þú fórst frá okkur opnaðir þú augun og brostir breitt til Emmu Karenar, yngstu dóttur minnar, og purr- aðir til hennar eins og þú gerðir alltaf þegar þú sást börnin. Þú alveg elskaðir að hitta þau og knúsa. Alveg ómetanlegar stund- ir og yndislegar vel geymdar minningar. Ég elska þig og sakna þín. Hvíldu í friði elsku amma. Takk fyrir allt. Kveðja, Halldór Sveinn og börn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.