Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 22

Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er aðverða sér-stakt og brýnt rannsókn- arefni hvers vegna fréttamenn Ríkis- útvarpsins bera sig að við stjórnarherrana eins og þeir gera. Þegar þeir lýsa að- draganda þess að tillögur svo- kallaðs stjórnlagaráðs séu komnar í skýrsluformi til Al- þingis sleppa þeir öllu sem er að þeirra mati óþægilegt. Þeir segja frá kosningum til „stjórnlagaþings“ en sleppa að nefna lélega þátttöku í þeim kosningum og lítinn áhuga al- mennings. Þegar þeir segja að Alþingi hafi ákveðið að láta kosninguna í raun standa þrátt fyrir ógildingu sjálfs Hæsta- réttar Íslands, þá sleppa þeir að geta þess að ekki fékkst meiri- hluti fyrir athæfinu á Alþingi, en minnihluti þess stóð að þeirri gjörð. Þegar þeir ræða við Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þykist vilja senda plaggið í þjóðaratkvæði, er hún ekki spurð út í einstök vafasöm at- riði plaggsins og hvort hún styðji þau. Þegar fréttamaður sömu stofnunar spyr Steingrím Sig- fússon um aðförina að Land- spítalanum segir hann án þess að skammast sín að þeirri stofnun hafi verið „hlíft“ fram að þessu og frétta- maðurinn gapir upp í hann. Þegar hann segist ekki hafa peninga til að bæta úr þá hefur sami fréttamaður gleymt því að fáeinum dögum fyrr gáfu þau Jóhanna Háskólanum einn og hálfan milljarð króna og sögðust aðspurð myndu „finna“ peninga fyrir gjöfinni einhvers staðar! Væri Fréttastofa Ríkis- útvarpsins rekin fyrir frjáls framlög frá hluta almennings í landinu þyrfti ekki að hafa orð á því hve metnaðarlaus og mis- notuð hún er. En íslenskur al- menningur er neyddur til þess að halda þessari starfsemi uppi. Margur vildi svo sannarlega verja sínum fjármunum í annað og því miður verða sumir af nauðþurftum vegna þess að fé handa þessari ríkisstofnun er togað út úr þeim. Því mætti ætla að þessi „fréttastofa“ reyndi að standa undir nafni og færa með verkum sínum rök að því að svo rík þörf sé fyrir starf- semi hennar að réttlætanlegt sé að knýja fólk með valdi til að standa nauðugt viljugt undir miklum kostnaði við hana. Metnaðarleysi og misnotkun RÚV ríður ekki við einteyming} Rannsóknarefni Slóvakía ætlar aðundirstrika sjálfstæði sitt í fá- eina daga. Ríkið unga vildi sýna sér og sínum að hinu unga fullveldi þess hefði ekki verið með öllu fargað með aðild að ESB og upptöku evru. Þingið hafnaði því kröfum um að Slóvakía myndi taka þátt í að rukka þegna sína um veru- legar fjárhæðir til að fjár- magna glannaskap Grikkja. En ESB er ekki brugðið þótt Slóvakía hafi beitt neit- unarvaldi sínu. Þeir vita að Sló- vakía er smáþjóð, tæplega 10 sinnum fjölmennari en Ísland og slíkar hafa bara neit- unarvald í plati í evrusamstarf- inu. Þingið verður því látið kjósa aftur, sjálfsagt undir lítt dulbúnum hótunum, rétt eins og Írar fengu að kynnast eftir að þeir höfnuðu Lissabonsátt- málanum á sínum tíma. Samkvæmt reglum þess sáttmála er engin und- ankomuleið fyrir þjóð úr evru- samstarfinu. Það er heldur ekki nein heimild til að henda þjóð út úr samstarfinu. En þá er þess að gæta að ef stórþjóðirnar tvær, Þýskaland og Frakkland og andlitslausu vald- hafarnir í Brussel telja nauðsynlegt að gera það samt, þá verða reglurnar einfaldlega brotn- ar. Þess vegna lýsti Hague, utan- ríkisráðherra ESB-ríkisins Bretlands, evrusvæðinu sem húsi sem stæði í ljósum logum, en í því væri enginn neyð- arútgangur. En það er ekki úti- lokað að stórþjóðirnar muni komast að þeirri niðurstöðu að skásti kosturinn fyrir þær, og evruna í bráð sé eftir allt að horfa á vandræðaríkin verða að efnahagslegri ösku. Íslendingar eru löngu hættir að vera hissa á því að óþjóðleg- asti flokkur Íslandssögunnar, Samfylkingin, vilji endilega að þjóðin eigi örlög sín undir þeim sem halda um snöruna sem Grikkir dingla nú í. En það er hins vegar nánast óskiljanlegt að enn séu þeir til utan hins pólitíska sértrúarsafnaðar sem elta hann á röndum og láta meðlimi hans, hugsjónasnauða og pólitískt halta, leiða sig blinda út í ógöngurnar. Það er ekki annað hægt en hafa ríka samúð með Slóvakíu sem er að átta sig á að landið hefur farg- að efnahagslegu fullveldi sínu} Slóvakía lætur glitta í „sjálfstæði“ sitt Þ að er auðvelt að ætla sem svo að ef hlutirnir séu sagðir nógu oft við einhvern þá komi sú stund að hann skilji það sem sagt er við hann. En þessi kenning sem hljómar svo vel og skynsamlega virkar greinilega ekki alltaf. Hún virkar til dæmis alls ekki ef sá sem talað er til er þingmaður á Alþingi Íslendinga. Þjóðin segir ítrekað við þingmenn sína, stundum yfirvegað og stundum af óbeislaðri heift: Við vantreystum ykkur. Við sam- þykkjum ekki hentistefnu ykkar. Þið verðið að breyta um vinnubrögð. Við viljum heið- arleg stjórnmál. Öðruvísi stjórnmál. Hvað gerir dæmigerður íslenskur stjórn- málamaður sem fær þessi skilaboð? Hann fer þangað sem hann kann best við sig, á stað þar sem hann heyrir sjálfan sig tala og veit að verið er að hlusta. Hann mætir glaðbeittur í viðtalsþætti í út- varpi og sjónvarpi og fer með þulu sem honum finnst sjálfum hljóma svo ljómandi sannfærandi: Alþingi þarf að breyta vinnubrögðum sínum. Við þingmenn þurfum að horfa í eigin barm og viðurkenna að ýmislegt má bet- ur fara. Okkur ber skylda til að hlusta á rödd þjóð- arinnar. Svo breytist nákvæmlega ekkert. Og hvers vegna breytist ekkert? Vegna þess að þegar þingmaðurinn notar orðið „við“ þá á hann við „hinir“. Hann bíður stöð- ugt eftir því að aðrir þingmenn taki umbreytingum og er forviða þegar það gerist ekki. Honum finnst það verulegt áhyggjuefni að þingmenn skuli ekki hlusta á vilja þjóðarinnar og taka upp ný vinnubrögð. Hins vegar er hann þess fullviss að sjálfur þurfi hann ekki að breyta sjálfum sér og vinnubrögðum sínum. Þingmaðurinn heyrði það sem þjóðin var að segja en hann skildi það ekki. Þingmað- urinn áttar sig hins vegar á því þjóðin er tilbúin að taka þá áhættu að kjósa ný öfl í næstu kosningum. Honum hugnast það ekki. Er hægt að álasa honum? Hvaða þingmaður vill svosem missa vinnuna og horfa upp á einhver ábyrgðarlaus trippi taka við djobbinu, eins og gerðist í Reykja- vík þegar Besti flokkurinn hrifsaði til sín óánægjufylgið? Reyndar átti það víst að kalla umfangsmikla ógæfu yfir borgarbúa að grínistar og listamenn skyldu komast til valda. En alls óvænt reyndust listaspírurnar búa yfir ábyrgðarkennd og þær hafa farið vel með vald sitt. Sem hlýtur að valda atvinnustjórnmálamönnunum áhyggj- um. Þjóðin getur farið að fá alls kyns skrýtnar hug- myndir bara vegna þess að Besti flokkurinn er að standa sig vel. Kannski er þjóðin til í aðra svipaða til- raun. Hvað gera stjórnmálamennirnar þá? Ætla þeir að kalla kjósendur fífl? Vænlegasti kosturinn fyrir þingmenn í erfiðri stöðu er að taka sig á. Líta í eigin barm og breyta sjálfum sér. Það er strit og púlvinna að breyta sjálfum sér og gera sig að betri manni – og þar með betri vinnukrafti. En það skilar miklu. Skilja þingmenn það? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Öðruvísi stjórnmál STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afleiðinga efnahagskrepp-unnar sér víða stað. Áseinustu tveimur árumhefur dregið úr töku fæð- ingarorlofs, sérstaklega meðal feðra. Vísbendingar um þessa öfugþróun komu fram á síðasta ári. Frá 2004 fjölgaði feðrum sem fengu greiðslur í fæðingarorlofi jafnt og þétt til ársins 2009. Á árinu 2008 var fjölgunin 7,3% frá árinu á undan. Á árinu 2009 fjölgaði þeim hins vegar aðeins um 0,4% og svo fækkaði feðrum sem fengu greiðslur í fæðingarorlofi um 5,3% milli ár- anna 2009 og 2010. Bráðabirgðatölur um töku fæðingarorlofs á þessu ári benda í sömu átt. Engin merki um aukningu Í fyrra fengu samtals 6.424 feður greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og fæðingarstyrki en á fyrstu 4 mán- uðum yfirstandandi árs höfðu 2.639 feður fengið greiðslur í fæðing- arorlofi. Enn er of snemmt að full- yrða út frá tölum þessa árs hvort þeim heldur áfram að fækka sem nýta sér rétt til að fara í fæðing- arorlof en að sögn Leós Arnar Þor- leifssonar, forstöðumanns Fæðing- arorlofssjóðs, eru a.m.k. engin merki um aukningu á umliðnum mánuðum. Samdrátturinn er ekki eingöngu vegna þess að færri feður fara í fæð- ingarorlof, heldur taka sumir þeirra orlofið í styttri tíma en áður. Með- alfjöldi þeirra daga sem foreldrar eru í fæðingarorlofi hefur skroppið saman hvað karlana snertir. Feður á vinnumarkaði sem nýttu sér þennan rétt voru í fæðingarorlofi að meðaltali í 97aga á árinu 2009, í 8 daga á árinu 2010 og 76 daga að meðaltali á fyrsta ársþriðjungi yf- irstandandi árs. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu haft í för með sér að dregið hefur úr útgjöldum vegna fæðingarorlofs. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjár- aukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er fjárheimild Fæðing- arorlofssjóðs vegna fæðingarorlofs lækkuð um 1.213 milljónir kr. á þessu ári. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er einnig gert ráð fyrir minni greiðslum sem þessu nemur. „Útgjöld sjóðsins hafa lækkað umtalsvert í kjölfar breytinga sem gerðar voru á hámarksgreiðslum úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Fæð- ingum hefur fækkað og dregið hefur úr töku foreldra, einkum feðra, á fæðingarorlofi sl. tvö ár,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Nú er gert ráð fyrir að heildarútgjöld Fæðingarorlofssjóðs verði rúmlega 8,4 milljarðar á þessu ári sam- anborið við 9,2 milljarða í fyrra. „Það hefur dregið úr fæðing- arorlofstöku feðra alveg frá því hrunið hófst, útgjaldreglunum var breytt og hámarkið lækkað. Það lækkaði mjög skarpt, var orðið 535 þúsund [á mánuði] í árslok 2008 en það er komið niður í 300 þúsund í dag. Þessi lækkun hámarks- greiðslna og ástandið í þjóðfélaginu almennt hefur væntanlega leitt til þess að dregið hefur úr töku fæðing- arorlofs, hjá feðrunum sérstaklega,“ segir Leó Örn. Margir hafa áhyggjur vegna ótryggs ástands á vinnumarkaði og líklega hefur minni geta beggja for- eldra til að hverfa frá störfum og fara í fæðingarorlof sín áhrif, þar sem því fylgir alltaf einhver tekju- skerðing að leggja niður störf og fara í fæðingarorlof. 90% feðra þegar best lét Víðtæk réttindi til fæðingarorlofs hér á landi hafa vakið athygli víða um lönd. Nú hefur slegið í bakseglin. „Um 90% feðra voru farin að nýta sér einhvern rétt þegar best lét. Að því vilja menn að sjálfsögðu stefna að tryggja barni samvistir við báða foreldrana,“ segir Leó Örn. Njóta færri stunda með foreldrunum Morgunblaðið/Jim Smart Börn Dregið hefur úr því að foreldrar taki fæðingarorlof á sama tíma en fyrir 2009 voru um 70% foreldra samtímis í orlofi einhvern hluta tímans. Í skýrslu um stöðu fæðing- arorlofsmála sem velferðar- ráðherra lagði fyrir Alþingi í seinasta mánuði er m.a. fjallað um áhrif mismunandi tekna á hversu lengi feður taka fæðing- arorlof. Fram kemur að feður með hærri tekjur tóku yfirleitt fleiri daga að meðaltali í fæð- ingarorlof en feður með lægri tekjur fram til seinni hluta árs 2009. „Samkvæmt bráða- birgðatölum vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur árin 2009, 2010 og 2011 þá lítur út fyrir að feður í öllum tekjuflokkum hafi tekið færri daga að meðaltali í fæðingarorlof miðað við árin á undan og er fækkun daga mest hjá feðrum sem eru með hæstu tekjurnar. Breytingin hjá mæðr- um er óveruleg milli ára,“ segir þar. Voru t.d. feður sem höfðu tekjur á bilinu 500-750 þús. kr. á mánuði að meðaltali 108 daga í fæðingarorlofi árið 2007 en aðeins 80 daga í fyrra. Færri daga í fæðingar- orlofi ÁHRIF LAUNATEKNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.