Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Embættismenn Evrópusam- bandsins og ráðamenn ríkja á evrusvæðinu lögðu í gær fast að stjórnvöldum í Slóvakíu að efna til annarrar atkvæðagreiðslu á þingi landsins um björg- unarsjóð evrulandanna. Öll evrulöndin sautján þurfa að samþykkja áform um að efla sjóðinn og Slóvakía er eina landið sem hefur hafnað þeim. Afstaða Slóvaka til björg- unarsjóðsins endurspeglar ástar- og haturssam- band margra íbúa aðildarlandanna við Evrópu- Eiga Slóvakar að bjarga auðugri ríkjum?  Margir Slóvakar eru æfir yfir því að næstfátækasta evrulandinu er ætlað að bjarga auðugri löndum sem hafa eytt um efni fram  Ríkisstjórn Slóvakíu féll sambandið. Margir Slóvakar eru æfir yfir því að ætlast er til þess að næstfátækasta evrulandið gangi í ábyrgð fyrir auðugri ríki sem hafa eytt um efni fram, ríki á borð við Grikkland, Portúgal og jafnvel Ítalíu. Þing Slóvakíu hafnaði í fyrradag stjórnar- frumvarpi um að veita ríkisábyrgð að andvirði sem svarar 1.200 milljörðum króna, en gert hafði verið ráð fyrir því að það yrði framlag Slóvakíu í björgunarsjóðinn. Einn stjórnarflokkanna hafn- aði frumvarpinu og niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar varð til þess að stjórnin féll. Zuzana Kerakova, 64 ára kona sem selur vínber á markaði í Bratislava til að drýgja ellilífeyrinn, Iveta Radicova segir að það virðist alltaf vera til nóg af peningum til að hjálpa bönkum og öðrum ríkjum en ekki fólki eins og henni. Hún og eiginmaður hennar fá samanlagt 600 evrur, jafnvirði 96.000 króna, í líf- eyri á mánuði frá ríkinu. „Evrópusambandið hefur reynst okkur vel. Við búum við meira frelsi,“ hefur fréttaritari The New York Times eftir Kerakova. „Nieviem,“ sem er slóvakíska og þýðir „ég veit það ekki“, svaraði hún þegar hún var spurð hvort Slóvakar ættu að taka afstöðu með Evrópusambandinu eða neita að taka þátt í því að efla björgunarsjóðinn. „Nieviem,“ svaraði hún aftur og hristi höfuðið. „Nieviem.“ bogi@mbl.is Krefjast kosninga » Iveta Radicova, forsætisráð- herra ríkisstjórnar mið- og hægriflokka, vonar að vinstri- og miðflokkurinn Smer-SD samþykki þátttöku Slóvakíu í björgunarsjóðnum. » Smer-SD krefst tafarlausra þingkosninga og setur það sem skilyrði fyrir annarri at- kvæðagreiðslu um málið. Búist er við að þingkosningar fari fram 10. mars. Yfirvöld í Búrma hafa leyst um 180 pólitíska fanga úr haldi og veitt þeim sakaruppgjöf. Þeirra á meðal er andófsmaðurinn Zarganar, vinsæll grínisti sem var handtekinn árið 2008 fyrir að gagnrýna viðbrögð herforingjastjórnar landsins við fellibyl sem kostaði yfir 140.000 manns lífið. Mannréttindasamtök fögnuðu sakaruppgjöfinni sem skrefi í rétta átt en sögðu að yfirvöld þyrftu að láta miklu fleiri pólitíska fanga lausa. Talið er að þeir séu um 2.000. Konur ganga hér út úr fangelsi í höfuðborginni Yangon eftir að hafa fengið sakaruppgjöf. Reuters Pólitískir fangar leystir úr haldi í Búrma BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Meint samsæri Írana um sprengju- tilræði í Washington til að ráða sendiherra Sádi-Arabíu af dögum er talið líklegt til að kynda undir átökum í Mið-Austurlöndum og magna spennuna milli súnníta og sjíta. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrra- kvöld að tveir menn hefðu verið ákærðir fyrir að undirbúa sprengju- tilræðið og sakaði stjórnvöld í Íran um að hafa staðið á bak við áformin um að myrða sendiherrann. Talsmenn klerkastjórnarinnar í Íran neituðu þessu í gær en málið er talið geta haft mjög víðtækar af- leiðingar í Mið-Austurlöndum. Sádi- Arabar og Íranar hafa lengi eldað grátt silfur, einkum eftir byltinguna í Íran árið 1979 þegar klerkastjórn- in komst til valda. Úlfúðina má meðal annars rekja til spennunnar milli tveggja meginfylkinga músl- íma, súnníta og sjíta, en flestir íbú- ar Sádi-Arabíu eru súnnítar og sjít- ar eru í meirihluta í Íran. Ennfremur má rekja fjandskapinn til aldagamallrar togstreitu og valdabaráttu milli araba og Persa. Bitist um áhrif Arabíska vorið svonefnda hefur ýtt undir þessa úlfúð. Sádi-Arabar sendu þúsundir hermanna inn í grannríkið Barein í mars til að verja konungsfjölskylduna, sem er úr röðum súnníta, og hjálpa henni að kveða niður mótmæli sjíta sem eru í meirihluta í landinu. Sádi- Arabar óttuðust að sjítarnir myndu hallast á sveif með Írönum. Klerkastjórnin í Íran hefur á hinn bóginn miklar áhyggjur af því að einræðisstjórn Assad-fjölskyld- unnar í Sýrlandi hrökklist frá völd- um og Íranar missi þar með mikil- vægustu bandamenn sína í arabalöndunum. Að sögn frétta- skýranda The Washington Post er líklegt að Sádi-Arabar svari morðsamsærinu með því að auka stuðning sinn við uppreisnarmenn í Sýrlandi. „Svo virðist sem Íranar séu skelfingu lostnir vegna þess að bandamenn þeirra í Sýrlandi eru að missa völdin,“ hefur frétta- veitan AFP eftir Mu- stafa Alani, sérfræð- ingi í málefnum Mið-Austurlanda við hugveitu í Dubai. Hann leiddi getum að því að Íranar vildu magna spennuna milli súnníta og sjíta í Mið-Austurlöndum með það að markmiði að draga úr þrýstingnum á bandamennina í Sýrlandi. Sádi-Arabar og Íranar hafa einn- ig bitist um áhrif í Írak eftir innrás- ina í landið 2004, í Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Kyndir undir alda- gömlum fjandskap  Meint áform Írana um að myrða sendiherra Sádi-Arabíu talin líkleg til að magna spennuna milli súnníta og sjíta KRISTSSTYTTAN Í RÍÓ ÁTTRÆÐ Heimildir: Reuters, ferðamálaráðuneyti Brasilíu. Í gær voru áttatíu ár liðin frá því að Kristsstyttan, aðalkennileiti Ríó de Janeiró, var afhjúpuð á Corcovado-fjalli í Brasilíu. Hún er fimmta stærsta stytta heims og stærsta Art Deco-styttan Hæð styttu Hæðmeð stöpli Lokið Cochabamba, í Bólivíu 34,2 m 40,4 m 1994 New York, Bandar. 46 m 93 m 1886 Swiebodzin, Póllandi 33 m 52 m 2010 Frelsis- styttan Zhaocun, Kína 128 m 153 m 2002 Búddastytta Vorhofsins Cristo de la Concordia Kristsstyttan í Ríó Kristur konungur Brasilíuborg Ríó de Janeiró BRASILÍA Kristsstyttan Corcovado, Brasilíu Samsetning Risastyttur í heiminum Hæðmeð stöpli: 39,6 m Steinsteyptar súlur innan í styttunni Tálgusteinn notaður í ysta lagið Þyngd: 699 tonn Efni: Járnbent steinsteypa og tálgusteinn Kostnaður: Sem svarar 350 millj. króna að núvirði Er efst á Corcovado, um 700 metra háu fjalli Stigar innan í styttunni eru aðeins ætlaðir viðgerðar- mönnum og gestum er bannaður aðgangur Kapella 30,6 m 9 m Þýskur náms- maður hefur bú- ið til tölvuleik sem byggist á fjöldamorðunum í Útey í Noregi 22. júlí þegar 69 manns biðu bana í skotárás. Norski fréttavefurinn ABC Nyheter segir námsmanninn titla sig lista- mann. Ættingjar fórnarlamba fjöldamorðingjans hafa fordæmt tölvuleikinn og krafist þess að dreifing hans verði stöðvuð. „Ég skil ekki hvað fólk er að hugsa þegar það býr til svona leiki. Það ætti að átta sig á því að það veldur fólki óbærilegum sársauka,“ sagði Trond Blattman, sem fer fyr- ir stuðningshópi aðstandenda hinna látnu. Hann sagði að hópurinn myndi gera allt sem hann gæti til að stöðva útbreiðslu leiksins. Fórnarlamb- anna minnst. Noregur Fordæma tölvuleik um fjöldamorð Annar sakborninganna, Manssor Arbabsiar, 56 ára bandarískur ríkisborgari af írönskum ætt- um, kom fyrir rétt í fyrradag. Íraninn Gholam Shakuri hefur einnig verið ákærður en gengur enn laus. Þeir eru sagðir hafa ætlað að greiða eiturlyfjasmyglhring í Mexíkó fyrir aðstoð við sprengjuárás á sendiherra Sádi- Arabíu í Washington. Tveir ákærðir TENGDUST SMYGLHRING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.