Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 35

Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Náttúra, tónfræði, vísindi, nám og leikur renna saman í eitt í tónvís- indasmiðju reykvískra grunnskóla- barna sem hófst í fyrradag í tónlist- arhúsinu Hörpu, í tengslum við verk Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Smiðjan er samstarf Bjarkar, Há- skóla Íslands, Reykjavíkurborgar og Iceland Airwaves-tónlistarhátíð- arinnar en hljómplata Bjarkar, Bio- philia, kom út 10. október sl. Platan er aðeins brot af verkinu Biophiliu, þverfaglegri margmiðlunartilraun sem sameinar vísindi og listir, til- gangurinn að skilja í stærra sam- hengi tengsl manns og náttúru. Grunnskólanemar notast m.a. í smiðjunni við iPad-spjaldtölvur sem hafa að geyma sérstök Biophiliu- „öpp“, forrit hönnuð sérstaklega fyr- ir Björk og gera notendum kleift að móta heim Biophiliu með sínum hætti, „öpp“ sem eru þau fyrstu sinn- ar tegundar í heiminum. Tón- menntakennarar, náttúrufræðikenn- arar, skólahljómsveitarstjórar og vísindamenn og kennarar úr Háskóla unga fólksins í HÍ sjá um að leiða nemendur um tónheim Biophiliu í sérhönnuðum vísinda- og tón- fræðismiðjum. Börnin sem sækja smiðjuna eru 48, á aldrinum 10-12 ára en smiðjan stendur yfir í fjórar vikur og er börnunum skipt niður á þær í fjórum hópum. Umfjöllunarefnin eru engan veg- inn einföld. Ekki er nóg með að börn- in þurfi að takast á við flókinn heim tónlistar heldur einnig vísindatengd fyrirbæri á borð við svarthol, vírusa, möndulhalla og erfðaefni. Þó var ekki að sjá neinn óróa eða kvíða í andlitum þeirra barna sem sátu önn- um kafin með spjaldtölvur í Hörpu í gær þegar blaðamann bar að garði. Sköpunarþörfin réð ríkjum. Stjórnandi smiðjunnar er mynd- og tónlistarmaðurinn Curver Thor- oddsen en Guðrún Bachmann, kynn- ingarstjóri hjá Háskóla Íslands, hef- ur umsjón með þeim hluta sem snýr að vísindum. Blaðamaður settist nið- ur með Curver og Guðrúnu í gær og ræddi við þau um þessa merkilegu smiðju. Ný gerð tónlistarskóla „Í byrjun er þetta hugmynd frá Björk. Það hefur lengi blundað í henni að reyna að búa til eins konar tónlistarskóla sem er meira spont- ant, með meiri áherslu á sköpun þannig að þú þurfir ekki að læra full- komlega alla tónfræði áður en þú getur farið að semja lög,“ segir Cur- ver um tilurð smiðjunnar. Smiðjan gangi út á sköpun fyrst og fremst og fari fram samhliða Biophiliu- tónleikum en þeir fyrstu hér á landi voru haldnir í gærkvöldi í Hörpu. Curver segir tónlistina á Biophiliu innblásna af fyrirbærum úr nátt- úrunni og vísindum. „Platan er mjög rík að þessu. Hvernig verður raf- magn og eldingar til? Hvernig virka vírusar? Björk notar þessi element og fjallar um þetta,“ segir hann. Mik- il rannsóknarvinna búi að baki hjá henni og vangaveltur um útgáfu- form. „Hún vildi stækka einhvern veginn formið þannig að þessi plata kemur líka út sem „app“, eða „við- rit“. Þetta er fyrsta „viðrita“-platan í heiminum, fyrsta „app“-albúmið sem gefið er út,“ bendir Curver á. Enginn hafi áður gefið út sambærilega plötu og útgáfunni fylgi tvö element, vís- inda- og tónfræðielement. „Þetta notum við sem útgangspunkt hjá okkur í smiðjunni, þessi „öpp“ til að geta sameinað þetta en auðvitað eru aðrir hlutir sem tengjast henni líka.“ Guðrún segir þau element sem Björk vinni með mjög skýr, þekkt vísindahugtök sem vísindamenn á vegum Háskóla Íslands vinni út frá í smiðjunni. Í Háskóla unga fólksins hafi vísindum verið miðlað til ung- menna og því hafi hún getað leitað til góðs hóps vísindamanna sem hafi þjálfun í því að miðla flóknum heimi vísindanna til ungmenna með ein- földum og skapandi hætti. Þetta fólk hafi sest niður með Björk og mótað það hvernig þessi kennsla eða miðlun færi fram í smiðjunni, hvernig hægt væri að tvinna saman saman tónlist- ina og vísindi. „Það er líka gríðarleg sköpun í vísindum. Listir og vísindi eiga alveg ótrúlega mikla samleið,“ segir Guðrún. Vísindamennirnir sem leiðbeini í smiðjunni njóti þess að fá að vinna með færu tónlistarfólki og -kennurum og hugmyndaríkum börnum. Þá njóti þeir ekki síst þess að taka þátt í stöðugri leit Bjarkar að nýjum leiðum. „Þessi börn eru að læra með sköpun og upplifun, í raun að nýta öll skynfærin til að læra.“ Ný aðferð -Haldið þið að hér sé á ferðinni ný aðferð við tónlistarsköpun? „Mér skilst það á tónmenntakenn- urunum að þetta hafi ekki verið gert áður. Það eru til alls konar hug- myndir, fræði og skólar um hvernig á að kenna börnum en þetta er frekar nýstárlegt, þessar spjaldtölvur og hvernig er verið að keyra saman þessa tvo hluti og nota sköpun sem rannsóknaraðferð,“ segir Curver. „Þetta er ný aðferð við að reyna að koma börnum í gang með sköpun, að skoða heiminn og upplifa.“ Komið sé að tónlistarsköpun frá nýrri hlið. Guðrún segir það sama eiga við um vísindi og tónlist, að uppgötvanir og nýjungar komi út frá leit einhvers sem þori að fara út fyrir kassann, þori að vera öðruvísi. „Ég held að við getum farið í svo margar áttir, það er hægt að þróa þetta í svo ótrúlega margar áttir,“ segir hún um smiðj- una. Þá séu landamæri engin fyr- irstaða, allt sé mögulegt. „Þessi litla hugmynd hjá Björk, að reyna að búa til tónlistarskóla á með- an á smiðjunni stendur; ef hún getur þróast og öðlast eigið líf væri það draumurinn. Maður lærir með því að skapa,“ bætir Curver við. „Við erum að opna veröld fyrir þessum krökk- um, veröld vísinda og tónlistar. Þeg- ar þú byrjar að gægjast inn í svona heima þá heldurðu því gjarnan áfram og leggst í einhvers konar ferðalag þar. Það er það sem við erum að hvetja þau til að gera. Hvort sem þau verða í báðum heimunum eða þvæl- ast á milli þeirra þá eru þau búin að kynnast einhverju sem mun örugg- lega hafa áhrif á þeirra líf,“ segir Guðrún. Ferðast um heim vísinda og tónlistar  Hópur 10-12 ára reykvískra grunnskólanema sækir tónvísindasmiðju Biophiliu Bjarkar  Komið að tónlistarsköpun frá nýrri hlið, tónlist og vísindi mætast  Flókin hugtök einfölduð fyrir börnin Morgunblaðið/Árni Sæberg Sköpun Guðrún Bachmann og Curver Thoroddsen með önnum köfnum grunnskólanemum í tónvísindasmiðju Bi- ophiliu í Hörpu í gær. 48 börn úr þremur grunnskólum í Reykjavík taka átt í smiðjunni sem hófst í fyrradag. App Hluti af nýjasta verki Bjarkar, Biophiliu, eru s.k. öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Eitt app eða viðrit fylgir hverju lagi á plötunni. www.bjork.com LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar KILLER ELITE Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:20 (Power) ABDUCTION Sýnd kl. 8 - 10:20 RAUÐHETTA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 6 - 8 - 10:20 HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE MYND-ANNA MEÐ TAYLOR LAUTHER ÚR TWILIGHT ÞRÍLEIKNUM FRÁ FRAMLEIÐANDANUM SIGURJÓNI SIGHVATSSYNI KEMUR ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND HLAÐIN STÓRLEIKURUM -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum POWE RSÝN ING KL. 10 :20 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MR. BEAN ROWAN ATKINSON HHH „JOHNNY ENGLISH Í GÓÐUM GÍR“ - K.I. -PRESSAN.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% WHAT´S YOUR NUMBER KL. 8 - 10 12 KILLER ELITE KL. 8 - 10 16 JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 6 7 ELDFJALL KL. 6 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 5.40 L PROJECT NIM KL. 8 L LE HAVRE KL. 6 - 10 L BOBBY FISHER KL. 8 - 10 L ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L MÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA BOURNE WHATS YOUR NUMBER KL. 10 12 KILLER ELITE KL. 10 16 KILLER ELITE LÚXUS KL. 10 16 RAUÐHETTA 3D KL. 4 L RAUÐHETTA 2D KL. 4 L STRUMPARNIR 3D KL. 3.30 L SPY KIDS 4 4D KL. 3.30 L JOHNNY ENGLISH REBORN KL. 10 16 ABDUCTION KL. 10 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.