Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Stundin var hjartnæm þegar Sigurður Guð-
mundsson á Goðafossi og Horst Korske loft-
skeytamaður á þýska kafbátnum U-300 hittust á
bókastefnunni í Frankfurt í gær, féllust í faðma og
táruðust. Korske var í áhöfn þýska kafbátsins er
hann sökkti Goðafossi í Faxaflóa 10. nóvember ár-
ið 1944. Þetta er í fyrsta skipti sem menn úr
áhöfnunum hittast og var varla þurr hvarmur í
salnum í íslenska skálanum.
Tilefnið var blaðamannafundur sem haldinn var
til að kynna bókina Goðafoss, sem kom út á þýsku
í gær. Höfundar bókarinnar eru Óttar Sveinsson
og Stefan Krücken og er hún byggð að hluta á bók
Óttars Útkall – árás á Goðafoss. Ekki fór á milli
mála að mikill áhugi er á bókinni, íslenski skálinn
troðfullur af erlendum fréttamönnum og fólki úr
útgáfuheiminum.
Áður hafði Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra flutt ræðu, þar sem hann talaði um
mikilvægi skilnings og fyrirgefningar: „Við þekkj-
um öll af sögum hversu erfitt það er að upplifa
svona atburði.“ Leikarinn Joachim Krol las úr
bókinni ásamt Thomas Böhm, þýskum bók-
menntaráðunauti Sögueyjunnar Íslands.
„Þetta var óendanlega hjartnæm stund,“ sagði
Óttar Sveinsson. „Báðir mennirnir táruðust. Ég
er í raun búinn að bíða eftir þessu augnabliki í átta
ár og það var augljós vinskapur sem myndaðist.
Ég vonast til að þetta styrki vinskapinn milli Ís-
lands og Þýskalands – verði tákn um ævarandi
vinskap.“
Og það er táknrænt að höfundarnir koma frá
Þýskalandi og Íslandi. „Þegar við hittumst í fyrsta
skipti leið mér eins og við hefðum þekkst lengi,
hann væri eldri bróðirinn sem ég eignaðist aldr-
ei,“ segir Stefan Krücken um samstarfið við Ótt-
ar. „Við eigum svo margt sameiginlegt, við vorum
báðir í lögreglufréttum, ég í Chicago og hann í
Reykjavík, rekum útgáfufyrirtæki, fengumst við
svipuð bókarefni – og svo erum við með sömu hár-
greiðsluna!“
Ekki þurr hvarmur í salnum
Tæp sjötíu ár eru liðin frá því þýskur kafbátur sökkti Goðafossi Tveir úr
áhöfnunum, Íslendingur og Þjóðverji, hittust í fyrsta skipti á bókastefnunni í
Frankfurt í gær þegar bók um þennan hörmulega atburð kom út á þýsku
Morgunblaðið/Kristinn
Höfundarnir Óttar Sveinsson og Stefan Krücken
með bókina Goðafoss í Frankfurt í gær.
Sigurður Guðmundsson var háseti á
Goðafossi þegar skipið var skotið
niður. Eins og fram kom á blaða-
mannafundinum var stýrimaður
Eymundur Magnússon, afi blaða-
manns, báðir björguðust þeir úr
lífsháskanum og Sigurður byrjar
strax að tala um þá vináttu:
„Hann var vinur minn, við vorum
alltaf saman á vakt og meira að
segja eftir að skipið var skotið nið-
ur, þá hringdi hann í mig og sagði:
„Siggi, veistu að ég þarf að fara til
Halifax með Fjallfossi, mig vantar
háseta, geturðu komið með mér?““
– Varstu annars hættur á sjón-
um?
„Nei, svo vantaði Eimskip líka
háseta á leiguskip. Og þá endaði
stríðið – á leiðinni út til New York.“
– Þetta var hjartnæm stund þeg-
ar þú hittir Korske?
„Já, maður var búinn að brynja
sig fyrir þessu, en svo kemur þetta
yfir mann,“ segir hann og verður
aftur klökkur. „Maður getur ekkert
gert að því.“
Svo vendir hann kvæði sínu aftur
í kross.
„Hann var fínn, afi þinn. Svoleið-
is menn og Sigurður Gíslason hefðu
átt að fá fálkaorðu. Það eru menn
sem unnu fyrir henni. Þeir voru
hetjur, leiðbeinendur sem hvöttu
menn áfram sem urðu smeykir; það
var eins og þeir byggju yfir þeim
krafti að geta alltaf talað kjarki í
alla.“
Er ekki reiður
– Hvernig leið þér að hitta
Korske?
„Það var svolítið erfitt, en ég er
feginn að ég skyldi hitta hann fyrst
hann er á lífi, því ég heyrði að hann
hefði verið leiður út af þessu fólki
sem fórst. Ég gat sagt honum að ég
væri honum ekki reiður, hann var
bara að vinna sínu vinnu – en
kannski hef ég ekki átt að vera
þarna. Við vorum ekki í stríði.“
– Hefur verið erfitt að sætta sig
við þennan atburð?
„Ég skal segja þér, að ég var nú
ekki nema átján ára gamall þegar
þetta gerðist, búinn að sigla í þrjú
ár og sjá sitt af hverju. Ég var orð-
inn ansi brynjaður fyrir þessu öllu,
hélt að ég kynni ekki að hræðast,
og svo ýtti ég þessu bara frá mér
þegar atburðurinn hafði átt sér
stað. En svo þegar við hittumst í
dag, þá hálfdatt maður niður.“
Enn fer hann að tala um afa
blaðamanns:
„Þetta var fínn kall. Ég þekkti
líka Þóru ömmu þína. En við sigld-
um svo lengi saman. Hann dró mig
á vaktir með sér. Einu sinni vorum
við á fjögur- til átta-vaktinni, ég
var á útkíkki og hann niðri, og það
var skal ég segja þér búið að skjóta
niður þrjú eða fjögur skip í röðinni
fyrir framan okkur. Þá kalla ég til
Eymundar: „Það er bara eitt skip
eftir þar til röðin kemur að okk-
ur.“ Eymundur svaraði: „Siggi
minn, við skulum bara vona að þeir
verði búnir með torpídóin þegar að
því kemur.“ Ég var ekki nema
gutti og þegar hann tók þessu
svona, þá gerði ég það bara líka.“
– Hvar varstu þegar Goðafoss
varð fyrir tundurskeytinu?
„Ég skal segja þér, að ég var
uppi í bátnum að sækja föt handa
fólki sem við höfðum bjargað og
læknishjónin voru að hjálpa. Það
hafði allt brunnið, því sjórinn log-
aði þegar það synti í sjónum. Og þá
sá ég tundurskeytið koma, kallaði
upp í brú til stýrimannsins, því oft
gátu skip sveigt frá, en það var
ekki möguleiki í þessu tilfelli.
Svo veit ég ekki fyrr en ég ranka
við mér niðri á dekki, rotaður. Þá
hélt ég bara áfram að gera það
sem mér var sagt að gera, bjarga
fólki og koma út flekum. Það voru
sex flekar á skipinu og þrír flekar
ónýtir, þeir höfðu brotnað, þetta
voru tréflekar í járnramma með
sex tómum tunnum í.“
– Hvernig náðirðu að lifa af?
„Ég var í sjónum, synti á eftir
fleka og annar til og við vorum
eiginlega að geispa golunni. Okkur
var farið að líða afskaplega vel og
var orðið alveg sama, en svo tókst
þeim að koma út drifakkeri, það
stöðvaði rekið á flekanum og þá
náðum við honum. Ég held að við
höfum báðir séð himnaríki, við
sáum birtu framundan og þá leið
okkur báðum vel. Maður skilur það
ekki alveg.“
Morgunblaðið/Kristinn
Ég held við höfum báðir séð himnaríki
Nær sjö áratugum síðar Það var hjartnæm stund þegar Sigurður Guðmundsson, sem var skipverji á Goðafossi, og Horst Korske loftskeytamaður hittust.
Miklar vinsældir hágæðaútsendinga
Metropolitan-óperunnar í New York
í kvikmyndahúsum víða um lönd
skila óperuhúsinu góðum tekjum. Á
síðasta ári námu tekjurnar af út-
sendingunum um 11 milljónum dala,
um 1,2 milljörðum króna.
Óperusýningum hefur nú verið
varpað til kvikmyndahúsa í fimm ár
og samkvæmt frétt The New York
Times gerðu þessar tekjur af út-
sendingunum félaginu kleift að
koma út á sléttu í ár. Er það talsvert
önnur staða en hjá hinu fornfræga
óperuhúsinu í New York, City
Opera, sem hrökklaðist í fyrra frá
Lincoln Center, heimili sínu til
margra ára, nær gjaldþrota.
Rekstrargjöld Metropolitan í ár
nema um 325 milljónum dala og er
hún dýrasta menningarstofnun
Bandaríkjanna. Meira en helming
rekstrarfjárins, 182 milljónir dala,
fékk óperan í framlög frá vild-
arvinum og eru það helmingi meiri
styrkir en hún fékk í fyrra.
Bíóóperur
styðja
reksturinn
AP
Í Metropolitan Reksturinn er dýr
en bíóútsendingar afla tekna.
Kristinn E. Hrafnsson myndlist-
armaður opnar í dag, fimmtudag,
sýningu í Ganginum, heimagalleríi
Helga Þorgils Friðjónssonar mynd-
listarmanns. Á sýningunni eru graf-
íkverk, ljósmyndir og skúlptúrar.
Gangurinn er á Rekagranda 8 og
hefst opnunin klukkan 17. Allir eru
velkomnir.
„Þetta eru smærri verk sem hafa
orðið til samhliða öðrum og stærri
verkum, eiginlega öll á þessu ári,“
segir Kristinn og bætir við að Helgi
Þorgils sé sýningarstjórinn. „Hann
tók þau verk sem hann vildi á vinnu-
stofunni minni. Hugmyndalega
tengjast þessi verk þó öll sterkum
böndum. Ég sýni líka í fyrsta skipti
hálfgert „ready-made“ verk.“
Kristinn E.
í Ganginum
Sýnir grafík, ljós-
myndir og skúlptúra
Harpa Arnar-
dóttir, leikkona
og leikstjóri,
heldur á morgun,
föstudag, fyr-
irlestur í Ket-
ilhúsinu í Lista-
gilinu á Akureyri.
Fyrirlesturinn
hefst klukkan 14
og er öllum opinn.
Í fyrirlestr-
inum litast Harpa um í ljósaskipt-
unum þar sem mætast lífið og listin
og innri veruleikinn reynir við þann
ytri. Harpa nam myndlist við MHÍ
og útskrifaðist úr Leiklistarskóla Ís-
lands 1990. Hún á að baki fjöl-
breyttan feril sem leikari, leikstjóri,
tónlistarmaður, kennari og farar-
stjóri.
Fyrirlesturinn er hluti af fyrir-
lestraröð listnámsbrautar VMA,
Listasafnsins á Akureyri og Menn-
ingarmiðstöðvarinnar í Grófargili.
Harpa í ljósa-
skiptunum
Harpa
Arnardóttir