Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða 18 ára gömlum pilti á Ak- ureyri 31 milljón króna í bætur vegna örorku, sem hann hlaut 11 ára gam- all. Taldi fjölskipaður héraðsdómur að starfsfólk Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri (FSA) hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem olli pilt- inum bótaskyldu líkamstjóni.    Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið árið 2004 með mjög slæma sýkingu í kvið. Matsmenn, sem kvaddir voru til í málinu, sögðu að meðferð drengsins hefði ekki verið fullnægjandi í hvívetna en um hefði verið að ræða óvenjuflókið og erfitt sjúkratilfelli.    Afleiðingin varð sú að dreng- urinn lenti m.a. í hjartastoppi og var honum haldið sofandi í öndunarvél í fimm sólarhringa eftir það. Þegar drengurinn vaknaði var ljóst að hann hafði hlotið verulegan heilaskaða. Hann er með skerta heyrn og sjón, nær engin tjáskipti við umhverfið, verulega spastískur og bundinn við hjólastól. Varanleg örorka hans er metin 100%.    Landlæknir rannsakaði málið að frumkvæði spítalans, og niðurstaðan var sú að læknar hefðu ekki brugðist starfsskyldum sínum og í framhaldi þess hafnaði FSA því að greiða pilt- inum bætur.    Foreldrar piltsins fengu álitsgerð frá lyfjafræðiprófessor við Háskóla Íslands, sem komst að þeirri nið- urstöðu að lyfjameðferð og vökva- meðferð sjúklingsins hefði ekki verið í samræmi við eðlilegar verklags- reglur.    Dómkvaddir matsmenn töldu að sjúkdómstilfellið hefði verið flókið og erfitt en meðferðin hefði ekki verið fullnægjandi. Niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að mistök við lyfjagjöf og hjartahnoð, og of sein viðbrögð við endurlífgun sjúklingsins, hefðu valdið honum lík- amstjóni.    Fáir, jafnvel enginn, er sennilega akureyrskari í huga Íslendinga en Ingimar heitinn Eydal tónlist- armaður. Hann hefði orðið 75 ára í næstu viku og af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í Hofi um aðra helgi. Til stóð að halda eina en spurn eftir miðum var slík að þeir verða þrennir.    Tónleikastaðurinn Græni hatt- urinn heldur áfram að fóðra mús- íkþyrsta norðanmenn á gæðaefni. Um síðustu helgi fór Mugison á kostum – ótrúlegt hvað sá maður nær góðu sambandi við fólk í salnum – og nóg verður um að vera um helgina.    Hljómsveitin Eldberg með Ey- þór Inga Gunnlaugsson í far- arbroddi kynnir frumraun sína á út- gáfutónleikum á Græna hattinum í kvöld.    Hinir upprunalegu Hvanndals- bræður, Röggi, Valur og Summi halda upp á níu ára afmæli hljóm- sveitarinnar á Græna hattinum með tónleikum annað kvöldi og á laug- ardagskvöldið verður Baggalútur með Októbergleði í tilefni af útgáfu nýrrar plötu sveitarinnar. Fær 31 milljón króna bætur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frábær Tónlistarmaðurinn Mugiso fór á kostum á Græna hattinum um síð- ustu helgi, bæði í sögum og söng. Hér segir hann eina góða ... Þess er krafist í ályktun þings Al- þýðusambands Norðurlands um liðna helgi, að rík- isvaldið standi við gefin loforð, „annars gætu samningarnir verið í uppnámi,“ segir í álykt- uninni. Á þinginu komu saman tæp- lega 100 fulltrúar frá öllum stétt- arfélögum á Norðurlandi. „Nú eru blikur á lofti. Stutt er í endurskoðun kjarasamninga og samkvæmt nýút- komnu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að ellilífeyrir, ör- orkubætur og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við lægstu laun, eins og lofað var í tengslum við gerð kjarasamninganna,“ segir í kjara- málaályktun þingsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að ástand at- vinnumála hafi brunnið á þing- fulltrúum og ekki síður boðaður nið- urskurður á heilbrigðisstofnunum. ,,Við stöndum alltaf í þessu sama og það er farið lengra og lengra. Nú eru menn komnir fram af brúninni og ég held að niðurskurðurinn sé orðinn slíkur að hann sé farinn að valda skaða,“ segir Björn. „Það er algjörlega óþolandi að ráðist sé á grunnstoðir byggðarlag- anna með þessum hætti. Því er ljóst að ef fyrirhugaðar aðgerðir ná fram að ganga mun það leiða til uppsagna starfsfólks og fólksfækkunar, auk þess að þrengja verulega að búsetu- skilyrðum byggðarlaganna til fram- búðar,“ segir í ályktun þingsins. Er sú krafa gerð til þingmanna Norður- lands að þeir beiti sér af alefli fyrir endurskoðun á fjárheimildum til heilbrigðisstofnananna. Samningar í upp- námi standi stjórn- völd ekki við loforðin Björn Snæbjörnsson Örn Þórarinsson Fljótum Aðalfundur samtakanna Lands- byggðin lifir var haldinn í Ketilási í Fljótum um helgina. Í lok fundarins var Ómar Ragnarsson heiðraður fyrir langt og mikið starf að land- kynningu og landvernd. Viðurkenn- ingin var málverk af Stíflu í Fljótum, málað áður en hluti landsins fór und- ir miðlunarlón Skeiðsfossvirkjunar laust eftir 1940. Málverkið var gjöf frá Trausta Sveinssyni og Sigurbjörgu Bjarna- dóttur á Bjarnargili í Fljótum til samtakanna og kom það í þeirra hlut að afhenda gjöfina. Þrátt fyrir að fundurinn væri fámennur voru líf- legar umræður, sérstaklega um þá varnarbaráttu sem landsbyggðin á í og einnig um þau sóknarfæri sem felast á landsbyggðinni. Nýr formaður samtakanna var kjörinn í fundarlok, Eðvald Jó- hannsson á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Heiðraður Ómar Ragnarsson tekur við viðurkenningunni. Landsbyggðin heiðrar Ómar Vinafélagið blæs til stofnfundar á stórmóti í skák í tilefni Alþjóðlegs geðheilbrigðisdags, fimmtudaginn 13. október klukkan 19. Að Vina- félaginu standa vinir og velunnarar Vinjar, athvarfs Rauða krossins við Hverfisgötu, en lokun vofir nú yfir þessum griðastað mörg hundruð ein- staklinga, segir í tilkynningu. Af þessum sökum hafa nokkrir einstaklingar tekið höndum saman um að stofna Vinafélagið, og eru allir hjartanlega velkomnir í félagið. Markmiðið er að standa vörð um og efla samfélagið í Vin. Markmið fé- lagsins er að safna árlega þeirri upp- hæð, sem þarf til reksturs Vinjar, fyrir utan starfsmannahald. Strax að loknum stofnfundi Vina- félagsins hefst stórmót sem Skák- félag Vinjar heldur, í samvinnu við TR, Helli, Skákakademíu Reykja- víkur og fleiri. Forlagið gefur vinn- inga. Tekið verður við skráningum í Vinafélagið á staðnum. Einnig tekur Björn Ívar Karlsson við skráningum í póstfanginu bivark@gmail.com. Hyggjast bjarga Vin Stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka á Reykjanesskaga verður hald- inn 18. október nk. en markmið undirbúningshóps samtakanna er að sam- eina náttúruverndarfólk á Suðvesturlandi í eina öfluga breiðfylkingu sem muni láta til sín taka í umhverfis- og náttúruverndarmálum í landnámi Ing- ólfs. Markmiðum sínum hyggjast samtökin m.a. ná með virkri þátttöku í umræðum um stefnumótun í umhverfismálum á Suðvesturlandi og með samstarfi við stjórnvöld um þau mál. Stofnfundurinn verður í Gaflaraleikhúsinu (áður Hafnarfjarðarleikhús- inu) og hefst kl. 20:00. Ný náttúruverndarsamtök stofnuð –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Jólahlaðborð á veitingahúsum. Jólahlaðborð heima. Girnilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt full af spennandi efni. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember föstudaginn 28. október 2011 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 24. október. Jólahlaðborð NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.