Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Út er komin íslensk
listasaga, stórt og
þarft verk. Sagan er í
fimm bindum, alls um
1400 blaðsíður. Í heild-
ina er þetta fallegt
verk, prentverkið til
fyrirmyndar og full
ástæða til að óska hlut-
aðeigandi til hamingju
með það.
Þegar kemur að
innihaldinu er hins
vegar ýmislegt athugavert og sumt
til vansa. Útilokað er að gera öllum
til hæfis, en það verður að gera
kröfu til þess að íslensk listasaga sé
skráð á fullkomlega hlutlausan hátt
og af sanngirni. Á það vantar.
Stórum þáttum eru ekki gerð skil
nema í mýflugumynd í mesta lagi.
Þar má nefna forna kirkjulist, graf-
íklist, gler- og keramiklist, einfara
(naívista), ljósmyndun og fleira má
tína til. Þá er ekki minnst á það sem
við köllum alþýðulist, sem skreytti
flest heimili landsins í áratugi og
hafði örugglega meiri áhrif á mynd-
listarsmekk fólks en flest annað á
þessum árum. Þetta er stór galli.
Lítið er rætt um þá sem hafa
komið listinni á framfæri. Þar má
nefna sýningarsali, gallerí, söfn og
uppboðshaldara. Sem dæmi er ekk-
ert minnst á Gallerí Fold, sem þó
hefur staðið fyrir um 300 listsýn-
ingum og um 80 uppboðum í um 20
ár. Af sýningum sem Fold hefur
staðið fyrir má nefna sýningar á
verkum Andy Warhol, Louisu Matt-
híasdóttur, Þorvaldar Skúlasonar,
Kristjáns Davíðssonar, Errós,
Braga Ásgeirssonar, Tryggva
Ólafssonar, Karólínu Lárusdóttur
og Karls Kvaran. Þá má nefna ótal
metnaðarfullar sýningar á verkum
yngri listamanna. Hins
vegar er afar ánægu-
legt að sjá fjallað um
stórmerkilegt gallerí
sem rekið var í ferða-
tösku á tímabili. Slík
menningarfyrirbrigði
eru reyndar algeng á
ferðamannaslóðum er-
lendis.
Þá kemur að því að
minnast á það sem
bagalegast er við út-
gáfuna. Ekki er
minnst einu orði á
stóran hóp þekktra og
merkra listamanna, sem trúlega
hafa ekki verið höfundum þókn-
anlegir. Flestir gagnrýna að ekkert
er minnst á Karólínu Lárusdóttur,
sem þó hefur trúlega fengið fleiri
viðurkenningar og verðlaun erlend-
is fyrir störf sín en flestir aðrir ís-
lenskir myndlistarmenn. Hér heima
hefur henni kerfisbundið verið hald-
ið utan við safnaeign íslensku safn-
anna og nú listasöguna. Hver er
ástæðan? Eða er það vegna þess að
hún er kona sem aldrei hefur viljað
trana sér fram? Af öðrum sem ekki
eru nefndir í listasögunni má af
handahófi nefna Pál Guðmundsson
frá Húsafelli, Óla G. Jóhannsson og
Níels Hafstein, auk margra annarra
ágætra listamanna. Varla hafa höf-
undarnir „gleymt“ öllu þessu fólki
eins og Daníel Magnússyni. Þetta
er augljóslega algjört klúður.
Annað sem rétt er að minnast á
er óskiljanlegur samanburður á
listamönnum. Sem dæmi má nefna
snautlega umfjöllun um Alfreð
Flóka, Jóhann Briem og Georg
Guðna, en langan kafla um Hall-
grím Helgason rithöfund með fjölda
mynda (svo ágætur sem hann kann
að vera).
Þá er í meira lagi vafasamt að
skrifa listasögu um nýliðna atburði
og fólk sem nýskriðið er úr skóla.
Vandséð er hvaða tilgangi það á að
þjóna öðrum en að fullnægja þörf-
um höfunda við að hafa áhrif á
söguskoðun í framtíðinni. Trúverð-
ugra hefði verið að miða við alda-
mótin.
Sum þeirra sem skrifuðu listasög-
una virðast ekki hafa gert sér grein
fyrir því að þau áttu að skrásetja og
túlka söguna en ekki semja hana
eða skapa upp á nýtt. Það er skoðun
skrifara að beinlínis sé um söguföls-
un að ræða þegar vinnubrögðin eru
þessi. Menn skulu gera sér grein
fyrir því að milljónatugum af al-
mannafé var veitt til þessara skrifa
og krafan hlýtur að vera sú að verk-
ið sé unnið kreddulaust og af hlut-
leysi.
Þá er ótalinn stór þáttur í ís-
lenskri listasögu sem ekki er minnst
á í útgáfunni. Það eru falsanirnar,
en í þeim áttu Íslendingar „glæsi-
legt“ heimsmet. Kannski er þeim
kafla sleppt vegna þess að sérfræð-
ingarnir sem skrifuðu listasöguna
tóku ekkert eftir því að um 900 föls-
uð verk voru sýnd og seld fyrir
framan nefið á þeim í hartnær 10
ár, áður en Ólafur Ingi Jónsson for-
vörður tók í taumana.
Nú þegar þessu viðamikla verki
er lokið er ánægjan með verkið
blendin. Ljóst er að ævistarf
margra hefur verið stórlaskað og
niðurlægt og spurning hvort það
eigi að liggja óbætt. Alla vega er
ljóst að í framtíðinni er ótækt að
hleypa þeim sem stjórnuðu þessum
skrifum að viðlíka verkefnum.
Sögufölsun
Eftir Tryggva P.
Friðriksson » Ljóst er að ævistarf
margra hefur verið
stórlaskað og niðurlægt
Tryggvi P.
Friðriksson
Höfundur er listmunasali.
Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir hefur með hug-
rekki sínu skorað á
þjóðkirkjuna og sam-
félagið allt að líta ekki
undan þegar kemur að
kynferðisofbeldi, sama
hversu óþægilegt það
kann að vera.
Hvað Prestafélag
Íslands varðar munum
við ekki skorast undan
endurskoðun siða-
reglna, laga félagsins og vinnu-
bragða í samræmi við þær ábend-
ingar sem fram hafa komið í
rannsóknarskýrslu kirkjuþings.
Við viljum að skimun presta,
menntun og tilsjón verði sinnt með
ábyrgum hætti. Við viljum leggja
okkar af mörkum til þess að þegar,
en ekki ef, ásakanir koma upp eða
grunur vaknar um ofbeldi innan
kirkjunnar þá sé brugðist við með
fumlausum og ábyrgum hætti;
prestum og sóknarfólki á öllum aldri
til blessunar.
Margt hefur verið að gert innan
kirkjunnar á undanförnum miss-
erum en betur má ef duga skal, því
gerum við okkur vel grein fyrir.
Okkur er vel ljóst hversu mikil vinna
við fræðslu, umbreytingu vinnu-
bragða og bætta stjórnsýslu er
framundan. Viðhorfsbreyting verð-
ur að eiga sér stað. Engin stétt, ekk-
ert félag, engin stofnun getur sagt:
„Kynferðisofbeldi á sér ekki stað
innan okkar raða.“ Markmið okkar
andspænis þeim sára veruleika er að
gera allt sem verða má til að vera
örugg kirkja þar sem fagleg vinnu-
brögð og umhyggja fyr-
ir þeim sem verða fyrir
ofbeldi er í fyrirrúmi.
Elska og réttlæti,
mannvirðing og reisn
umfram allt annað.
Við erum lögð af stað
en við erum sannarlega
ekki á leiðarenda. Ekki
síður er framundan inn-
an stéttar mikil vinna
svo við megum fyr-
irgefa hvert öðru og
sjálfum okkur öll mis-
tökin og reyna að skilja
hvernig það mátti verða að ofbeld-
ismaður var valinn sem leiðtogi
kirkjunnar. Ég er Guðrúnu Ebbu
þakklát fyrir að knýja okkur til að
horfast í augu við okkur sjálf, við
viljum ekki framar líta undan!
Bók Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur
og Elínar Hirst er að sögn ekki rituð
til hefndar, það hefur tekist að mínu
mati. Þvert á móti miðlar bókin von
og sterkri boðun um upprisu. Guð
tekur að sér það sem ekki hægt að
fyrirgefa. Fyrir elsku Guðs mun
kirkjan geta orðið trú þeim boðskap
sem henni er trúað fyrir, svo við öll
getum lifað elskuna sem við erum
sköpuð til.
Kirkja sem
ekki lítur undan
Eftir Guðbjörgu
Jóhannesdóttur
Guðbjörg
Jóhannesdóttir
» Bók Guðrúnar Ebbu
Ólafsdóttur og
Elínar Hirst miðlar
von og sterkri boðun
um upprisu.
Höfundur er formaður Prestafélags
Íslands.
Eftir bankahrunið
fyrir þremur árum
var vogunarsjóðum
trúað fyrir því af Jó-
hönnu forsætisráð-
herra og Steingrími
fjármálaráðherra, sem
hrósaði sjálfum sér af
verkinu, að vera hér
og eiga að mestu tvo
banka. Nú er að koma
í ljós að þessir tveir
bankar hafa misfarið með allan
trúnað. Þeir hafa að sögn ekki rek-
ið nema að litlu leyti venjulega
bankastarfsemi, sem byggir upp
hagvöxt og skapar tekjur og góð-
æri almennt. Þess í stað hafa þeir
skapað kreppu með ofsatekjum og
gróða í hálfhrundu þjóðfélagi eins
og okkar er eftir bankahrunið. Slík-
um gróða ná bankarnir ekki heið-
arlega og ekki hægt að ná nema
með því að féfletta venjulegt fólk
sem er varnarlaust þegar stór
banki misnotar stöðu sína og fé-
flettir skuldara.
Bankinn tekur íbúð og bíl ásamt
fyrirtæki upp í vafasamar skuldir
sem oft eru afskrifaðar tilbúnar og
ólöglegar. Nettó-hagnaður bank-
anna fyrstu sex mánuði þessa árs
er 40 milljarðar eða 80 milljarðar
allt árið 2011. Þetta eru sömu
nettó-tekjur og eru af öllum sjávar-
útvegi okkar sama ár eða 2011.
Nú getur þetta ekki verið lög-
legt. Rannsaka þarf þetta af lög-
reglu sem glæpamál. Svo má ráða
þá sem bankarnir hafa
rekið og sagt upp ný-
lega. Bæta þarf við
nægum fjölda lög-
manna. Útbúa þarf
staðlað kærueyðublað
sem skuldarar geta
skrifað undir ef þeir
telja sig hafa verið fé-
fletta ólöglega. Þegar
5.000 hafa kært fer
málið að skýrast. Rétt-
lát refsing komi yfir
bankana.
Jóhanna ræddi þetta skuldamál í
stefnuræðu. Hún heldur af barna-
skap og einfeldni að hægt sé að
ræða við vogunarsjóði af sanngirni
og réttlæti. Eina sem dugar á þá er
lögreglurannsókn. Þessir bankar
hafa brotið hegningarlög og mis-
notað með refsiverðum hætti ráð-
andi stöðu sína. Brotið jafnræð-
isregluna, refsivert. Sæti
glæparannsókn, svo reknir af landi
burtu. Hafa oftekið gróða með
refsiverðum hætti. Rekum þá af
höndum okkar.
Vogunarsjóðir fari
af Íslandi – Fari
burt allir sem einn
Eftir Lúðvík
Gizurarson
Lúðvík Gizurarson
» Jóhanna ræddi þetta
skuldamál í stefnu-
ræðu. Hún heldur af
barnaskap og einfeldni
að hægt sé að ræða við
vogunarsjóði af sann-
girni og réttlæti.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími
:
569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. október.
MEÐAL EFNIS:
Vetrarklæðnaður
Góðir skór fyrir veturinn
Krem fyrir þurra húð
Flensuundirbúningur
Ferðalög innan- og utanlands
Bækur á köldum vetrardögum
Námskeið og tómstundir í vetur
Hreyfing í vetur
Bíllinn undirbúinn fyrir veturinn
Leikhús, tónleikar ofl..
Skíðasvæðin hérlendis.
Mataruppskriftir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað Vertu
viðbúinn vetrinum
föstudaginn 21.október
Vertu viðbúinn vetrinum