Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Dagskrá Fimmtudaginn 13. október HARPA, NORÐURLJÓS 20:00 The Ghost Of A Saber T. Tiger 21:10 Fig 22:50 mi-gu 21:50 Consortium Musicum 23:40 Yoko ono Plastic ono band HARPA, KALDALÓN 20:00 Jón Jónsson 20:50 Nóra 21:40 Pascal Pinon 22:30 Manu Delago Handmade 23:20 Helgi Jónsson 00:10 Kreatiivmootor NASA 20:00 Iiris 21:00 Lára Rúnars 22:00 Young Galaxy 23:00 Active Child 00:00 YACHT GAUKUR Á STÖNG 20:00 Gísli Pálma 20.50 Musik Zoo 21:40 Friðrik Dór 22:30 Forgotten Lores 23:20 Blaz Roca 00:10 Dope D.O.D AMSTERDAM 19:10 TheWicked Strangers 20:00 Súr 20:50 PORQUESÍ 21:40 Bárujárn 22:30 Mr. Silla 23:20 Fist Fokkers 00:10 Deathcrush FAKTORÝ, EFRI HÆÐ 19:40 Bypass 20:20 Yoda Remote 21:00 Steve Sampling 21:40 PLX 22:20 Skurken 23:00 Stereo Hypnosis 23:40 Futuregrapher 00:20 Quadruplos FAKTORÝ, NEÐRI HÆÐ 23:30 Kalli & Ewok 22:00 Natasha Fox 21:20 Subminimal 20:40 Muted 20:00 Hazar TJARNARBÍÓ 19:30 Raised AmongWolves 20:20 Thorunn Antonia 21:10 Karkwa 22:10 22-Pistepirrko LISTASAFN ÍSLANDS 20:00 Borko 21:00 Hjaltalín 22:00 Retro Stefson 23:00 Beach House IÐNÓ 20:00 Dream Central Station 20:50 Weapons 21:40 The Violet May 22:30 Caged Animals 23:20 Sin Fang 00:10 Secret Chiefs 3 GLAUMBAR 20:00 Adda 20:50 Ylja 21:40 Ourlives 22:30 Valdimar 23:20 Lay Low 00:10 Snorri Helgason FRÍKIRKJAN 19:00 Kira Kira 19:50 Dustin O’Halloran 20:50 Hauschka 21:50 Jóhann Jóhannsson HARPA ELDBORG 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það hafa margir beðið spenntir eftir tónleikum dúettsins Beach House í kvöld enda er hann hik- laust ein fallegasta rósin í hnappa- gati Airwaves þetta árið. Plata hans, Teen Dream, frá því í fyrra var áriðanlega með allra bestu verkum þess árs og koma dúetts- ins því sannkallaður hvalreki svo ég steypi mér nú í klisjurnar. Dú- ettinn náði ströndum landsins í gær og söngkonan Victoria Le- grand ræddi lítið eitt við blaða- mann. -Þú varst bara að lenda? „Já, fyrir þremur tímum. Vá, það er frábært að vera komin loks- ins, maður hefur verið að fá svo mikinn innblástur frá ykkur í gegnum tónlist og slíkt. Þessi dul- arfulla ára höfðar til mín og þess- ar miklu andstæður í náttúrunni ykkar.“ Styrkjandi fjarlægð -Hvað er annars að frétta af ykkur? „Tja … bandið er enn í gangi og stemningin er góð. Við höfum lítið verið að spila á tónleikum en því meira verið að semja. En við höf- um tekið stöku tónleika á áhuga- verðum stöðum eins og í Tyrk- landi, Japan og nú Íslandi. Þetta eru búnir að vera þroskandi tímar og hugurinn hefur tekið á rás á þessu tímabili. Það er gildi svona ferðalaga, maður fær nýjan fókus og styrkjandi fjarlægð á daglega baslið.“ -Og andinn er góður, eins og þú segir? „Algerlega. Það eru góð öfl að vinna í kringum okkur á fullu og við erum orkurík og tilbúin til að skapa og gefa.“ -Vegur sveitarinnar hefur vaxið statt og stöðugt síðustu ár. Hefur ykkur gengið vel að halda í listræn heilindi í gegnum þetta ævintýr? „Við höfum gætt þess vel og gert okkur far um að vernda þenn- an hlut sem við eigum, Beach House, síðastliðin sex ár eða svo. Við erum einfaldlega þakklát fyrir það sem við höfum fengið og öðl- ast á þessu sex ára tímabili.“ Ekki um of -Ég skynja það sem svo, að þið séuð sem sagt ansi fær í að forðast það sem „skiptir ekki máli“ í þess- um viðsjárverða bransa? „Einmitt. Við gætum þess að láta ekkert trufla okkur. Það er ákveðinn rytmi í gangi og við göngumst bæði upp í miklum önn- um, erum t.d. í mikilli vinnulotu núna við það það semja. Við viljum ekki fara fram úr okkur heldur og erum ekki að hugsa þetta um of. Við erum bara augnablik í eilífð- inni.“ Erlendur gestur Beach House Við erum bara augnablik í eilífðinni Draumar „Við viljum ekki fara fram úr okkur heldur og erum ekki að hugsa þetta um of. Við erum bara augnablik í eilífðinni,“ segir Victoria Legrand. Beach House leikur í kvöld í Listasafni Reykjavíkur kl. 23:00 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ein af forvitnilegri tónleikasveitum Airwaves er hiklaust Zun Zun Egui frá tónlistarbænum Bristol, en sveit- in er á miklu flugi um þessar mundir og „bransasuðið“ því mikið. Bristol er þekkt sem fæðingarborg tripp- hoppsins (Portishead, Massive At- tack) en í Zun Zun Egui ægir öllu og engu saman en meðlimir rekja ættir sínar til jafn ólíkra staða og Bret- lands, Máritíus og Japans. Blaða- maður heyrði í stofnandanum, Kus- hal Gaya, þar sem hann var í miðjum klíðum að róta einhvers staðar í Frakklandi „Það er búið að vera mikið í gangi undanfarið ár eða svo,“ segir Gaya sem kemur fyrir sem ástríðufullur og áhugasamur ungur maður með allt að vinna og engu að tapa. „Tónleikum er að fjölga og þessar tólftommur sem við höfum gefið út hafa gengið vel.“ -Það er mikið að gerast í tónlist- inni hjá ykkur og áhrif víða að. Samt gengur þetta allt saman upp ein- hvern veginn … „Já, þetta hljómar kannski í eyr- um einhverra eins og einhver los- aralegur bræðingur þar sem öllu ægir saman en mér finnst eins og við séum búin að ná því að samtvinna þetta í eina heild. Þetta hefur verið að gerast undanfarin misseri.“ Gaya segir að Bristol sé mikill suðupottur og þar séu sterk afrísk samfélög t.a.m. og stefnur eins og reggí og döbb hafi lifað góðu lífi þar lengi. „Við reynum að gera það sem við gerum náttúrulega, við erum ekki að púsla tónlistinni saman með- vitað. Við látum innsæið ráða för og hugmyndafræði, eitthvað sem kalla má stefnu, kemur síðan eftir á.“ -Er auðveldara að koma svona tónlist á framfæri í nýja „heimsþorp- inu“? „Já, margt er auðveldara upp á hraða, samskipti og slíkt. Það er hægt að deila menningu og upplif- unum á hátt sem var ekki mögulegt áður. -Ég er farinn að fá svona „frum- kvöðla“-tilfinningu við það að tala við þig. Þú verður að muna eftir mér þegar þið verðið heimsfræg. „Ha ha … takk fyrir þetta! En ég má ekki taka undir þetta, þá er ég farinn að stríða örlaganornunum.“ Erlendur gestur Zun Zun Egui Skurðpunktur snilldarinnar Frumkvöðlar „Við látum innsæið ráða för og hugmyndafræði, eitthvað sem kalla má stefnu, kemur síðan eftir á,“ segir Kushal Gaya úr Zun Zun Egui. Zun Zun Egui kemur fram í Norður- ljósasal Hörpu á morgun kl. 23:20.  Stærsta hljómsveitin á Airwaves, sjálf Sinfón- íuhljómsveit Íslands, treður upp í kvöld í Hörp- unni en þetta er í fyrsta skipti sem sú eðla sveit tekur þátt í atinu. Á þrennum tónleikum á sama kvöldi verða leikin verk eftir Daníel Bjarnason og Valgeir Sigurðsson, auk þess sem einn fremsti nútímatónlistarhópur Bandaríkjanna, ITC, flytur eitt af meistaraverkum mínimalism- ans, Different Trains eftir hin bandaríska Steve Reich. Hann er eitt áhrifamesta nútímatónskáld allra tíma og olli straumhvörfum í þróun hennar á 20. öld, m.a. með notkun segulbandslykkja. „Stærsta hljómsveitin“ á Airwaves Sinfóbylgjur Daníel Bjarna verður á Airwaves.  Allt er vaðandi í „off-venue“ uppákomum á Airwaves. Fría tónlistarhátíðin B-Waves hóf göngu sína í gær, miðvikudaginn 12. október, á skemmtistaðnum Bakkusi við Tryggvagötu. Há- tíðin er í samstarfi við áströlsku útvarpsstöðina FBi radio, Reykjavík Grapevine og gogoyoko. Þar munu á fimm dögum koma fram hátt í 30 af helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Reykja- víkurborgar, til dæmis Hjaltalín, Mammút, Hjálmar, Sólstafir, Reykjavík, Bárujárn og Muck, auk erlendu bandanna Less Win (DK) og Rich Aucoin (CA). Dagskrána má nálgast á Bakkusi sjálfum og á Facebook. Fría tónlistarhátíðin B-Waves Rokk Ása Dýradóttir bassaleikari í Mammút. klukkutímar af tónlist 300 E N N E M M / S ÍA / N M 4 8 5 7 4 Náðu í appið og upplifðu Airwaves með okkur m.siminn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.