Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SÆL AMMA MÍN, ERTU AÐ HALDA UPP Á JÓLIN Á HEFÐBUNDINN MÁTA? JÁ, ÉG SKAL BÍÐA AÐEINS HÚN ER AÐ LENDA SVIFDREKANUM SÍNUM Í BELÍS ÉG HELD AÐ MATURINN SÉ TIL ÞETTA MINNIR MIG Á EITT... ÞAÐ ER ORÐIÐ FREKAR LANGT SÍÐAN ÉG FÓR SÍÐAST TIL TANNLÆKNIS KALLI, ÉG KOM MEÐ SÓP FLOTT, SCHROEDER KEMUR MEÐ FÆGISKÓFLU ÉG KOM MEÐ FÖTU AF VATNI OG FJÓLA KOM MEÐ TUSKUR FLOTT FARIÐ VARLEGA ÞEGAR ÞIÐ FARIÐ NIÐUR STIGANN OG EKKI SULLA Á TEPPIÐ MÉR FINNST EINS OG ÉG ÆTTI AÐ HJÁLPA TIL HVERT ERTU AÐ FARA MEÐ ÞESSI BLÓM OG ÞETTA KONFEKT? HVERNIG ÆTLARÐU AÐ FÁ HANA TIL AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ ÞÉR?? ÉG FÆ HANA SENDA ALLA LEIÐ HEIM AÐ DYRUM ÞÚ HEFÐIR BETUR VIKIÐ ÞÉR UNDAN OG ÉG ÆTTI AÐ KOMA MÉR HÉÐAN NEI! ER ALLT Í LAGI? MAMMA ÉG ER BÚIN AÐ GERA POWER POINT SÝNINGU UM FJÖLSKYLDU- HEFÐIRNAR OKKAR LEYFÐU MÉR AÐ SJÁ Í FJÖLSKYLDUNNI MINNI FÖGNUM VIÐ HÁTÍÐISDÖGUM AÐ HÆTTI GYÐINGA HEFÐBUNDINN FÖGNUÐUR FELUR Í SÉR: -AÐ VIÐ BORÐUM SAMAN -FULLORÐNA FÓLKIÐ TALAR MIKIÐ EF MANNI LEIÐIST GETUR MAÐUR: -LEIKIÐ MEÐ SERÍVETTUNA -LEIKIÐ VIÐ KÖTTINN -STRÍTT BRÓÐUR SÍNUM VIÐ ÞURFUM AÐ SKOÐA ÞETTA EITTHVAÐ... ÉG ÆTLA AÐ BJÓÐA SÆTU STELPUNNI, SEM VINNUR HJÁ FEDEX, ÚT AÐ BORÐA Tvö viðtöl Á undanförnum dög- um hafa tvö viðtöl hitt í sál mína. Það er ann- ars vegar viðtal við Erlu Bolladóttur um ærusviptingu og of- beldi sem hún hefur mátt þola og hinsvegar við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur sem var svipt æsku sinni og sjálfsvirðingu vegna kynferðisofbeldis föð- ur hennar. Ef við snú- um okkur að Erlu þá segir það sig sjálft að það þarf ekkert mjög merkilega einstaklinga til að ráðast gegn fólki sem kann ekki fótum sínum forráð og getur illa varið sig, eins og gert var af yfirmönnum lögreglunnar á sínum tíma. Erlu var til dæmis nauðgað í fangelsi tvítugri, Sævar var beittur hræðilegu harðræði, t.d. bæði einangraður og sveltur. Þar að auki áttu þessi tvö lítið, nýfætt barn, og ekki síst það olli því að knýja tókst fram fáránlegar játningar í þessu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Á allra síðustu dögum hafa komið fram þrjár dagbækur eins fórnarlambanna í þessu máli sem ýta undir enn frekari vissu hins venjulega um sakleysi þessa fólks. Það er sorglegt til þess að vita að Sævar skuli vera látinn og því sviptur tækifæri til að sjá mannorð sitt hreinsað. Það verður að gjalda varhuga við því að knýja fram með rangri breytni falskar játningar. Það er hryggilegt til þess að vita að þetta mál eigi sér 30 ára forsögu, þetta verður að taka enda. Ég vil líka ræða viðtal Þórhalls við Guðrúnu Ebbu, sem að mínu mati er eitt merkilegasta viðtal seinni tíma og í raun al- gjört tímamótadæmi. Sifjaspell hafa verið rædd á umliðnum árum og þrjú félög hafa verið stofnuð í kringum slíka hluti en það virðist samt vera erfitt að knýja fram staðreyndir í viðlíka málum af því að gerendurnir berjast eins og ljón fyrir rétti sínum sem ætti enginn að vera. Það að op- inbera viðlíka harmleik sem Guðrún gerir þarna, undirstrikar að hún er hetja sem við eigum að hlusta á. Mér finnst í sjálfu sér ekkert dul- arfullt við það að fólk sem verður fyrir álíka níðingsskap, finni sorgum sínum farveg í formi ávanabindandi efna þar sem skömmin sem gerendur ýta undir er svo mikil að fólk getur ekki horfst í augu við sannleikann. Sumir gagn- rýna kannski að það séu aðeins 12 ár liðin frá síðasta brotinu og var Guðrún þá fullorðin og biskup eldri maður. Skýringin er samt sú að Guðrún varð fyrir huglægu afturhvarfi sem gerði hana að lítilli stúlku í höndunum á þessum grimma ofbeldismanni. Ég vil hvetja alla þá sem álíta sig og trúa því að þeir hafi verið misrétti beittir af hvaða tegund sem er, að rísa upp og láta koma fram við þjóðina hvað þeir hafa mátt sætta sig við, hvort sem er af höndum náinna eða óskyldra. Jóna Rúna Kvaran. Ást er… … hverful, en þó eilíf. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, göngu- hóp. kl. 10.30, myndl/prjónak. kl. 13. Bókmkl. kl. 13.15, spænska kl. 16.30, jóga kl. 18, hekl kl. 20. Árskógar 4 | Handav/smíði/útsk. kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgist. kl. 10.30. Myndl. kl. 13.30. Boðinn | Handav/jóga kl. 9. Vatnsleikf. kl. 9.15. Ganga kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband, leikf., handav. og skartgripagerð. Dalbraut 18-20 | Leikfimi kl. 10, bóka- bíll kl. 11.15, stóladans kl.13.30, sam- verustund kl. 15.15. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Bókmenntaklúbbur kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefn. kl. 9.05, leikf. kl. 9.15, málm/ silfursm. kl. 9.30, bókb. kl. 13, bingó kl. 13.15, myndlistarh. kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Hand- av. kl. 9, ganga kl. 10. Brids/handav. kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, vatnsleikf. kl. 12, handav/karlaleikf. kl. 13, botsía kl. 14, kaffi/píanó kl. 14, kóræfing kl. 16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikf. kl. 7.15. Gler kl. 9. Biljard í Seli kl. 10. Kaffi kl. 10.30. Dans Skólabr. kl. 14. Karlakaffi í kirkju kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30. Félag heyrnarl. kl. 11. Búta/ perlus/myndlist e. hád. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 9.15, botsía kl. 10.30, postulín kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Qi Gong kl. 10, dýnuæf. Bjarkarhúsi kl. 11.20, glersk. kl. 13, pílu- kast/félagsv. kl. 13.30, vatnsl. kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hannyrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Morgunandakt hálfsmánl. kl. 9.30. Leikf.kl. 10. Þegar amma var ung kl. 10.50. Sönghóp. Hjördísar kl. 13.30 ekki í dag. Línudans kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 17. Lí- nud. hóp. III kl. 18, hóp. IV (byrj.) kl. 19. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er sundleikf. Listasmiðja kl. 13. Laugarneskirkja | Laufey Geirlaugs- dóttir syngur kl. 14. Veit. í boði. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handav. kl. 9/13. Leirlist kl. 9/13. Útsk. kl. 9. Vesturgata 7 | Handav/glersk. kl. 9.15, leikf. kl. 10.30. Kertaskreyt/kóræf. kl. 13, kaffi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, Bókb/postulín kl. 9, morgunst. kl. 9.30, botsía kl. 10, handav/spil/ stóladans kl. 13, myndasýn. kl. 13.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld kl. 20. Að fá að mennta sig er jafnsjálfsagt í dag og að fá að draga andann. Ensvo var ekki. Menntavegurinn var ungum stúlkum lokaður og að sjálfsögðu fátæklingunum. Svo kvað Sigvaldi skáldi: Að enginn skyldi mennta mig mér það stórum svíður. En þekkja guð og sjálfan sig samt á mestu ríður. Og hefur þó þroska til að skilja það! Ekki er kveifarlegur blær yfir þessari vísu Skarða-Gísla: Hálsinn skola mér er mál, mín því hol er kverkin. Ég mun þola þessa skál það eru svolamerkin. Mörg er fleyg stakan eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum: Einn ef vantar eyririnn ekki er von þeim líki sem ætla að flytja auðinn sinn inn í himnaríki. Jón Pétursson, húnvetnskur hag- yrðingur, orti: Hirði ég lítt um gæði gulls gleði og kraftar dvína. Eg hef lifað út til fulls ævidaga mína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ég mun þola þessa skál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.