Líf og list - 01.12.1951, Side 9

Líf og list - 01.12.1951, Side 9
andi í Berkhamsted, að „einvera leidi einungis is til spillingar.“ Drengirnir sváfu í stórum svefn- skála, og þar leið varla stundarfjórðungur svo, að ekki væri „einhver, sem hryti eða talaði upp úr svefni.“ Engar læsingar voru fyrir kömrunum. Jafnvel enginn nemandi mátti fara einförum. Samt var það svo, að „þar hitti maður fyrst menn, unga og gamla, sem báru utan á sér óræk merki spillingar. Þar var Collifax, sem iðkaði pyndingar með grautarsleifinni; Mr Cranden, með tvær illi- legar undirhökur, í skítugum sloppi, ímynd losta og djöfulskapar. Úr þessum upphæðum féll skepnuskapurinn niður til Parlows, en skrifborð hans var þakið smáljósmyndum, auglýsingum um listaverk á sviði ljósmyndagerðar. Helvíti um- lukti æsku þessara ungmenna.“ — Drengur, sem hefði ekki verið jafn tilfinninganæmur og Greene, myndi ekki hafa látið ömurleikann í Berkhamsted svo mjög á sig fá. En hann segir svo frá: „Maður fór að trúa á himnaríki, af því að maður trúði á helvíti, en löngum var það aðeins helvíti, sem hægt var að gera sér glögga grein fyrir.“ — Ein leiðin til þess, að komast undan þessu, var sú, að láta sem minnst á sér bera. Greene komst upp á lag með það, að slangra burt aleinn, gagnstætt öllum reglum, út á víðavang utan við borgina, þar sem er fagurt landslag, „kjarr, gamlir skurðir og tunnur, sem liggja þar í hirðuleysi." — (Einu sinni stökk hann að heiman og faldi sig úti á víðavangi, og það var mikil niðurlæging fyrir hann að eldri systir hans þefaði hann uppi að fáum klukkustundum liðnum). Önnur aðferð var sú, að lesa. Graham var fjórtán ára, þegar hann las Höggormurinn í Mílano eftir Marjorie Bowen, en það er söngleikur um stríð milli hertoganna í Mílanó og Verona, og „upp frá því fór ég að skrifa“, segir hann. — Þurrundinn „Hver eftirherman af annarri af hinni stór- brotnu skáldsögu Bowens var krotuð í stílabæk- ur. Þetta voru sögur frá ítalíu á 16. öld eða Eng- landi á 12. öld, og einkenni þeirra var taumlaus hrottaskapur og örvæntingarrómantík. Engu var líkara en að ég hefði fengið í hendur texta, sem entist ævilangt.“ Um 14 ára aldur hafði Graham lesið bók, sem olli því, að hann komst að því, sem flest börn læra ekki fyrr en miklu seinna, en það var þetta: ,,Manngæzka hefir aðeins einu sinni holdgazt algerlega í mannlegum líkama, og það gerist aldrei aftur, en spillingin fær alltaf inni þar. Manneðlið er ekki svart og hvítt. Það er svart og grátt ... Allt þetta las ég í „Höggorminum frá Mílanó,“ og þegar ég leit í kringum mig, sá ég, að það var satt.“ — Áður en þessi umskipti urðu í lífi Grahams um 14 ára aldur, hafði hann gert alvarlegar tilraunir til sjálfsmorðs. Einu sinni drakk hann ljósmynda- vökva og flösku af heysýkimeðali. Öðru sinni reyndi hann að eta baneitraðar jurtir. Hann man ennþá ,,þá einkennilegu tifinningu, að vera eins og syndandi í ull,“ þegar hann hafði gleypt 20 aspirinskammta og steypti sér svo í sundlaug skólans. — Eftir tilraun til brotthlaups að heim- an, þegar hann var 16 ára, var hann sendur til London til sálgreiningar. Hann bjó heima hjá sál- fræðingnum, og þetta voru „indælir tímar, ef til vill mestu hamingjudagar, sem ég hefi lifað,“ seg- ir hann. Hitt er vafamál, hvort sálfræðingurinn hefur verið eins ánægður. Þegar Graham kom frá sálfræðingnum, var hann „kominn á réttan kjöl, — en þurrundinn." Honum leiddist og hann var stúrinn lengi eftir þetta. Rússneskur skammbyssuleikur UM 17 ára aldur reyndi hann róttækar aðgerðir til þess, að sigrast á leiða sínum: rússneskan skammbyssuleik. — Hann hlóð skammbyssu, þaut úr einu herbergi 1 annað, beindi hlaupinu að höfði sér og tók í gikkinn. „Þetta var hættuspil, þar sem möguleikarnir voru sex á móti einum.“ Hann komst að því, að hann gæti ennþá notið lifsins með því að leggja allt í hættu. En hann varð jafnvel leiður á því, að leika sér með líf og dauða. í fimmta sinn, sem hann reyndi það, sagði hann: „Ég fann ekki einu sinni til æsingar.“ Eftir sex tilraunir hætti hann. Hann fór til Oxford, 17 ára, rauðhærður sláni. Hann var þar þr jú ár. Þar gaf hann út bókmennta- tímarit, er hann nefndi Oxford Outlook, en ann- ars virðist námið hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Hann fékk aðra einkunn, (vel, en ekki ágætlega) í samtíðarsögu. Einn þeirra fáu í Ox- ford, sem muna nokkuð eftir honum, er dyra- vörðurinn í Balliol. („Hann bjó á 20. hæð, já það gerði hann.“) En dyravörðurinn er steinhissa á því, að Greene skuli vera orðinn frægur. Meðan Greene var í Oxford, var hann með- limur í Kommúnistaflokknum, og greiddi gjöld sín skilvíslega í sex vikur. En þegar honum varð ljóst, að hann fengi ekki ókeypis ferð til Moskvu LIF og LIST 9

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.