Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 11

Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 11
ingar, er stungu upp kollinum hjá hqnum. Jafn- vel kitlandi saga um algera synd eins og Brighton Rock, er út kom árið 1938, var dæmd af einum brezkum gagnrýnanda „ómerkilegt kjaftæði.“ En „Brighton Rock“ markaði tímamót hjá Greene. Hann komst að því, að „kaþólskur maður er valt- ari á svellinu og líklegri til glæpa en hver ann- ar, sem er.“ Þegar sagan „The Power and the Glory“ kom út árið 1940, sannfærðust gagnrýn- endumir loks um það, að Greene lægi eitthvað á hjarta, og auk þess segði hann það á svo lifandi hátt, að það hlaut að vekja athygli. Þetta var — og er bezta bók hans. Greene hafði tekizt ferð á hendur til Mexico árið 1938, til þess að kynna sér ofsóknir ríkisstjórnarinnar á hendur kaþólsku kirkjunni. — Söguhetjan í „The Power and the Glory“ er kaþólskur prestur, sem ofsóttur er af lögreglunni, í héraði, sem gert hefir kaþólska trú útlæga. Hann er drykkfelldur, veikgeðja „vín- klerkur", sem ættleitt hefir barn og er sér sekt- ar sinnar hræðilega meðvitandi. En ást hans á guði er sterkari en eigingjörn syndahneigð hans. Hungraður, á eirðarlausum flótta úr einu þorp- inu í annað, undan vægðarlausum lögregluþjóni, heldur hann áfram prestsstarfi sínu meðal fólks- ins, þangað til hann er svikinn að lokum, og tek- inn fastur. Allir gagnrýnendur kepptust um að hrósa sögunni „The Power end the Glory“. Jafn- vel í Times í London, sem hann hafði áður unnið við, gat ekki stillt sig um að taka undir hrósið. Þar segir: „Víðfeðmi og sveigjanleiki hugsana og tilfinninga, sem hr. Greene hefir gætt söguhetju sína, virðist engin takmörk sett.------Bókin — vekur ómótstæðilega ástar- og vorkunnarkennd hjá lesandanum.11 Þegar The Heart of the Matter kom út, árið 1948, varð ljóst, að Greene var að breytast úr rit- höfundi, sem var kaþólskrar trúar, í kaþólskan rithöfund. Scobie, kaþólska söguhetjan, er góður maður og syndir hans virðast spretta óhjákvæmi- lega upp af ósíngjarnri samúð. En Greene reyndi að sýna fram á, að meðaumkun gæti verið „ægi- leg tilfinning. ... Meðaumkun er verst allra ástríðna. Við vöx- um ekki frá henni eins og kynhvötinni.“ Með- aumkunin kemur Scobie til þess, að fremja stolta synd, sem sé þá, að setja sjálfan sig ofar guði. Margir kaþólskir ritdómarar voru hissa á því, með hvílíkri samúð Greene fjallaði um sjálfs- morð Scobies. Evelyn Waugh kallaði það „brjál- að guðlast“. Greene var sjálfur hissa á þeim mót- tökum, sem bókin fékk. Hann sagði: „Ég skrifaði bók um mann, sem fór til helvítis, þ. e. „Brighton Rock“, og aðra bók um mann, sem fór til himna- ríkis, þ. e. „The Power and the Glory“. Nú hefi ég aðeins skrifað bók um mann, sem fer í hreins- unareldinn. Hvers vegna ætlar þá allt að ganga af göflunum?“ Andlegur sjálfsævisöguritari? EINS OG FLESTIR rithöfundar kysi Greene helzt, að haldið væri, að ekkert væri sérlega at- hyglisvert í lífi hans sjálfs (nema þá, ef vera kynni sem efni handa rithöfundi að vinna úr). Hann skrifar blátt áfram til þess, að komast burt, á sama hátt og hann ferðast stundum. Á árinu, sem leið, flaug hann til Malaya, til þess að athuga lifnaðarhætti enskra gúmmíekruverkamanna^ á skaga, þar sem skæruliðar kommúnista léku laus- um hala. Þá dvaldi hann tvo og hálfan dag með Gurkha-liðum, sem voru að eltast við skæruliða. Seint í síðastliðnum mánuði fór hann til Miðjarð- arhafs á lystisnekkju kvikyndastjórans Alexand- ers Korda. í för með honum var Sir Laurence Olivier og kona hans, Vivien Leigh, og dansmær- in Margot Fonteyn. — í síðastliðinni viku var hann kominn aftur til London, og farinn að ferð- búast til Indo-Kína. Sumir vina hans halda því fram, að hann hafi skrifað trúræna sjálfsævisögu sína í bókum sínum. Þegar þeir reyna að lýsa honum, nota þeir venjulega orð eins og eirðarlaus, ruglings- legur, sterkur, óður. En Greene er ekki einn þeirra manna, sm vekja athygli við fyrstu sýn. Hann er hár (6 fet og 3 þuml.), grannur og veiklulegur. Hann er hirðuleysislegur 1 klæðaburði eins og háskólastúdent 1 Oxford. Göngulag hans er rykkj- ótt, og kemur þá í ljós smákryppa upp úr herð- unum. Líkamsvöxtur hans er f jarri því að vei'a minnisstæður. Gamall kunningi hans einn mundi það eitt um útlit hans, að hann væri „illa vax- inn“. Húðin á andliti hans er hrukkótt, og engu er líkara en að allt hafi losnað innan úr henni, og skrölti þar laust. Augun eru útstæð, vatnsblá að lit, og augnaráðið dálítið þreytulegt. Hann er ofurlítið rónalegur yfirlitum eins og svo margar söguhetjur hans. Þegar hann er í Englandi, býr hann einn í í íbúð í London. Kona hans býr í Oxford ásamt 15 ára syni þeira og 17 ára dóttur. Þó að þau búi ekki saman, er samband þeirra vinsamlegt. Hann LÍF og LIST 11

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.