Líf og list - 01.12.1951, Qupperneq 13
telja þó, að hann nái hæst sem ljóðskáld — sá
sem þetta ritar er á þeirri skoðun — og aðrir meta
mest skáldsögur hans og smásögur.
Pár Lagerkvist fæddist árið 1891 í Wáxjö, með-
alstórum bæ í Smálöndum. Faðir hans, sem kom-
inn var af frómu bændafólki, var starfsmaður
þar á járnbrautarstöðinni. Uppvaxtarárum sínum
hefur Lagerkvist lýst að nokkru í bókinni Gást
hos verkligbeten (1925) og gefur titill bókarinnar
nokkuð til kynna, hverjum augum höfundurinn
lítur æskuár sín. 1911 tók hann stúdentspróf og
birti ári síðar fýrstu bók sína, Mánniskor, sem
hann þó varla vill kannast við lengur. Árið 1913’
dvaldi hann um hríð í París. Þar vai'ð hann fyrir
sterkum áhrifum af málaranum Picasso, og þær
fagurfræðilegu kenningar, sem hann setur fram
í bæklingnum Ordkonst och bildkonst, sem kom
út þetta ár, eru mjög mótaðar af kúbismanum.
En fyrsta heimsstyrjöldin hafði djúptæk áhrif
á hinn unga, viðkvæma rithöfund og breytti við-
horfi hans til lífsins og til listar sinnar. Með
fyrsta leikriti sínu, Sista mánniskan (1917) og
með þeim fjórum einþáttungum, sem hann birti,
ásamt ljóðum, smásögum og gagnmerkri ritgerð
um leiklist, í bókunum Teater (1918) og Kaos
(1919) ryður hann braut í Svíþjóð þeim expressí-
onistíska stíl, sem í Þýzkalandi hafði siglt í kjöl-
far fyrstu heimsstyrjaldarinnar, en var fyrirboð-
aður 1 þeim leikritum, sem Strindberg skrifaði
eftir inferno-árin. Viðfangsefni Lagerkvists í
þessum verkum, eins og raunar í mörgum verk-
um hans síðar, eru „eilífðarmálin", meining og
tilgangur mannlegs lífs. Hann er næsta bölsýnn
á þessum árum. í einni af smásögunum í Kaos
lætur hann söguhetjuna spyrja í örvilnan þann,
sem öllu stýrir: „Fyrirgefið, en þér munduð víst
ekki vilja segja mér hvers vegna ég hefi lifað“?
Og sá, sem spurður er, svarar eftir nokkra um-
hugsun. „Það má Djöfullinn vita“! En þótt Lag-
erkvist hafi verið kallaður túlkur angistarinnar
missir hann aldrei trúna á þá oftlega aumkunar-
verðu veru, sem kallast manneskja. „Jag vördar
mánniskan, föraktar livet“ var trúarjátning hans
á þessum árum. Og trú hans á manneskjuna og hið
góða í henni virðist hafa vaxið með aldrinum.
Það er uppbyggilegt að bera saman lífsskoðun
hans í Kaos og þá lífsskoðun, sem kemur fram
í fyrirlestri, sem hann flutti skömmu eftir aðra
heimsstyrjöldina um fyrirrennara sinn Tegnér, á
100 ára ártíð hans.
Fá skáld hafa þó hlífðarlausar en Lagerkvist
flett ofan af meinsemdum mannlegs eðlis og ber-
legar lýst þeim ófrjóleik og andmennsku, sem
sköpuðu framgangi nazismans skilyrði, enda sá
hann snemma fyrir, hvað verða mundi, og tók sína
afstöðu samkvæmt því. Árið 1933 kom út skáld-
saga hans Bödeln (snúið upp í leikrit sama ár),
ein hin áhrifamesta og spámannlegasta prédikun
gegn nazismanum, sem skrifuð hefur verið.
Skyldust þessari bók af síðari bókum Lagerkvists
er Dvárgen (1945), en efnið í þá bók sækir hann
í Sturlungaöld ítalíu, Renaissancetímabilið. Síð-
asta bók hans, Barabbas (1950) virðist mér líkj-
ast meir skrifum hans fyrir 1930. Við mætum
þar aftur spyrjandanum um rök tilverunnar og
meiningu. Þessi bók hefur farið sigurför víða um
heim og m. a. vakið mikla athygli í Frakklandi.
Mig hrífur hún mest vegna máls og stíls, og ég
hygg, að miklu erfiðara sé að þýða hana en í
fljótu bragði gæti virzt og gildir þetta raunar
um mörg af ritum Lagerkvists. (Þess má geta í
sambandi við Barabbas, að eitt íslenzkt skáld,
Davíð Stefánsson, hefur tekið sér sama viðfangs-
efni í smásögu, sem birtist í Rétti 1927. Er ekki
ófróðlegt að bera saman viðhorf þessara tveggja
skálda til þessa viðfangsefnis, sem raunar mörg
önnur skáld hafa spreytt sig á).
Lagerkvist hefur skrifað margar smásögur og
beitir hann oft í þeim bitru háði, sem minnir á
Swift. Eitt þessara smásagnasafna hefur hinn
táknandi titil Onda sagor (1925) og er smásaga
sú, sem hér fer á eftir, úr því safni. Hann hefur
og skrifað mörg leikrit. Misjafnlega tekst honum
upp í þeim frá leikrænu sjónarmiði, og óneitan-
lega eru sum þeirra næsta langdregin og sviplítil
á sviði. Tilkomumest mun leikritið Konungen
(1932), sem gerist í Babýlon hinni fornu og fjall-
ar um hið gamla vandamál, hversu dýru verði
megi kaupa réttlátara þjóðfélag. Beztu leikrit hans
eru þó e. t. v. þau, sem f jalla um hversdagslegar
miðlungsmanneskjur í hversdagslegu umhverfi.
Honum tekst stundum meistaralega að tjá djúp-
hugsaða lífsskoðun sína með hárnæmt raunsæj-
um lýsingum á slíku fólki. Hetjur þessara leik-
rita eru oft þeir, sem eru „trúir yfir litlu“. Eitt
leikrita Lagerkvists, Jónsmessudraumur á fá-
tækraheimilinu (Midsommardröm i fattighuset),
var leikið hér 1 Iðnó haustið 1946, undir stjórn
Lárusar Pálssonar. Þetta leikrit er ekki meðal
veigameiri leikrita skáldsins, en er aðgengilegast
og elskulegast þeirra, eins konar innskot, krydd-
að góðlátlegri kímni, sem Lagerkvist sjaldan
Framh. á bls. 23.
LÍF og LXST
13