Líf og list - 01.12.1951, Side 19

Líf og list - 01.12.1951, Side 19
Engilberts sýnir JÖN ENGILBERTS hefur nýlega haldið sýn- ingu á fjölmörgum myndum í sýningarsal Mál- arans við Bankastræti. Gaman er að athuga, að þar voru á ferð mun geðfelldari verk en þau, er málarinn birti á heild- arsýningu íslenzkrar myndlistar (Noregssýning- unni) í vetur, sem leið. í þetta sinn kom Engil- berts skemmtilegar fyrir sjónir, sýndi nýjar hlið- ar í tækni og kunnáttu. Þar var ekkert olíumál- verk sýnt, en allflestar myndanna gerðar með lit- krít, vatnslitum og tempera; auk þess fjöldi rad- eringa, svartkrítarmynda, tréskurðarmynda og pennateikninga. Sýningin bar þess glögg merki, að Jón hefur að baki sér langa og víðtæka reynslu í ýmsum greinum svartlistar. Honum tekst oft að skapa þægilega stemningu bæði 1 radering- um og tréskurðarmyndum sínum, en þó hættir honum til að útflúra þær um of á sama hátt og mörg olíumálverk sín. Berlega mátti sjá, að Engil- berts hefur einlægan áhuga á manninum, en tam- ar virðist honum að sjá hann í erótísku ljósi en lýrisku. Erótík og lýrikk eru óskyldar hvor ann- arri í list, þó að þær fari vel saman í lífinu — stundum! Oft veður hin fyrrnefnda svo hastar- lega uppi í myndum Engilberts, að það er bók- staflega ókleift að sjá annað í þeim en lýsing (demonstration) af 100% holdlegum ástum manns og konu. Einkum hættir Engilberts til að gera konur sínar að hreinræktuðum kynferðisverum, svo að nærri stappar, að hann missi alveg tökin á listrænu viðfangsefni myndsmíðarinnar, gleymi, að myndin sé gerð vegna myndarinnar, en ekki vegna fryggðarinnar. Eftir á að hyggja leið manni þó alls ekki illa innan um þessar myndir: Þær brögðuðust vel þrátt fyrir yrkisefnið: munaðaróra rómantísks heimsmanns. Engilberts er hagur, en ekki skáld, og þaðan af síður lýriskt skáld á borð við Garcia Lorca eða Jónas Hallgrímssson eins og Alþýðu- blaðið kvað á dögunum. Það getur líka verið óvarlegt að rugla saman myndlist og bókmennt- um, ekki sízt þegar svona stóð á. GLEÐILEG JÓL! Ásgeir G. Gunnlaugsson & CO. GLEÐILEG JÓL og farsælt nýtt ár! Davíð S. Jónsson & CO. GLEÐILEG JÓL! Ölgerðin Egill Skallagrímsson GLEÐILEG JÓL! Verzlunin Björn Kristjánsson KONKÁÐ Ó. SÆVALDSSON Endurskoðunarskrifstofa Löggiltur fasteignasali Austurstræti 14 Viðtalstími kl. 10—12 og 4—6 Sími 3565 I LÍF og LIST 19

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.