Líf og list - 01.12.1951, Síða 23
mæðrum, var í höndum HILD-
AR KALMANS og man ég ekki
eftir, að hún hafi nokkurn tíma
sýnt jafn góðan leik. Ef til vill
lætur henni betur leikstjórn
Lárusar Pálssonar en Indriða.
Framsögn hennar var ágæt,
bæði hljómmikil og skýr og hún
:skildi hlutverk sitt til fulls, en
misskilið hlutverk veldur einatt
tvískinnung í leik. Og misskiln-
ingur á hutverk er því miður
of algengt fyrirbrigði á íslenzku
leiksviði.
Snyrtidömuna ungfrú Dennis
lék HÓLMFRÍÐUR PÁLS-
DÓTTIR. Hún sýndi góðan leik
í Flekkuðum höndum en að
þessu sinni var hún undir með-
allagi. Hún á enn talsvert mikið
eftir að læra í látbragðsleik.
Hún er óviss og stirð í hreyf-
ingum og raddbeitingin einhæf.
Þó virðist hún hafa hæfileika,
þótt á takmörkuðu sviði sé.
H j ónaskilnaðarsérf ræðingurinn
A. B. Rahams var leikinn af
JÓNI AÐILS. Lögfræðingnum
er hjónaskilnaður aðeins tækni-
legt atriði og tóku leikdómarar
blaðanna sérstakiega fram, hve
vel honum hefði tekizt að túlka
hinn steingerva lögfræðing. Að
mínu viti var hann of mannleg-
ur til að vera hlutverki sínu
trúr. Ef við berum hann saman
við hinn nýlátna franska leikara
Louis Jouvet, þá verður augljóst
að hann hefði náð sterkari á-
hrifum við að verða enn kald-
ranalegri. Hlutverk hans frá höf-
undar hendi benti svo eindregið
í þá átt, að ekki verður um villzt.
Hins vegar er „stíll“ eða mann-
gerð sterkasta hlið Jóns og
mátti einnig teljast góð í þess-
um leik, þó að hann hafi oft
skapað eftirminnilegri persónur
áður. Framsagnarstíll hans að
þessu sinni var helzt til „heima-
tilbúinn“ og ekki nógu sannur.
Þótt einkennilegt megi virðast,
leyfist leikritahöfundi að ýkja
persónur sínar en leikaranum
ekki. Hann er aðeins túlkandi
hlutverksins.
Aðstoðarstúlka hans og tækni-
legur „hjónadjöfull“ „innan sið-
samlegra takmarka“ var ARN-
DÍS BJÖRNSDÓTTIR og átti
hún að hafa gegnt því starfi x
15 ár. Eftir að hafa séð leikinn
furðaði ég mig á því, að ein-
hverjum leikdómara, einum eða
fleiri, fannst hér skakkt valið í
hlutverk. I raun og sannleika
bar leikur Arndísar af hinum.
Gervið var svo sem bezt var á
kosið og leikur hennar með á-
gætum, Arndís er óvenjulega
fjölhæf leikkona, enda löngu
viðurkennd. Yngri leikkonur
okkar eiga eftir að bæta möi'g-
um þumlungum við sig til að ná
henni. Arndís er síung í leik sin-
um og slakar aldrei á. Sumum
leikurum hættir við að fleyta sér
meira og minna á tækni, þegar
hugmyndaflugið þverr og skap-
hiti, innlifun og einbeiting vilja
ekki láta að stjórn. Arndís
Björnsdóttir sleppir aldrei tök-
um á þessum ómissandi þjón-
ustuöndum hvers góðs leikara.
Hún lætur sér ekki nægja 1 dag
að lifa á velheppnaðri tækni frá
í gær. Hún er alltaf að skapa.
Það er einkenni og aðall hins
sanna leikara.
Sv. B.
LAGERKVIST
Framh. af bls. 13.
bregður fyrir sig í ritum sínum, en sem ekki
kemur á óvart þeim, er einhver kynni hafa af
þessum elskulega, en hlédræga manni. Hinn yfir-
lætislausi einfaldleiki og uggvæni undirhreimur
er sameiginlegt mörgum öðrum leikrita hans. Vel
mun Lagerkvist hafa líkað uppsetning leikrits-
ins hér, að svo miklu leyti sem hann hefur getað
kynnt sér hana af myndum og öðru, því mér er
kunnugt um, að hann bauð Lárusi síðar að stjórna
hér í útvarpinu nýjum leikþætti eftir sig, sem
hvergi hafði þá verið leikinn, ekki einu sinni í
heimalandi hans, en það er ekki hversdags við-
burður að erlend stórskáld bjóði íslendingum upp
á slíkt.
Aðalsmerki Lagerkvists sem ljóðskálds er lát-
laus einfaldleiki, kliðmýkt og klassísk heiðríkja.
Gott dæmi um kveðskap hans er ljóð það, sem
Magnús Ásgeirsson hefur þýtt, og byrjar á ljóð-
línunum:
Sií gatu, er citin þtí gengttr
til grýttra auðna ber,
en ætti að tákna hið dýpsta í lífsskoðun Lager-
kvists með nokkrum Ijóðlínum eftir hann, yrðu
það eflaust eftirfarandi ljóðlínur (byrjun á
kvæði, sem ég vona að Magnús eigi eftir að þýða),
en boðskapur þeirra gengur eins og rauður þráð-
ur í gegnum flest hans verk:
Vart enda hem 'dr kdrleken.
F'órskingrade, betryckta
vi lever alla utan den,
dr trdd ur markcn ryckta.
Hon 'dr vdr goda, str'dnga mor
som livet outgrnndligt stor,
var sanna varld, vdr verklighet,
dct enda vissa som vi vet.
Allt annat 'dr blott villa,
kan ej vdr oro stilla.
LÍF og LIST
23