Líf og list - 01.12.1951, Page 26

Líf og list - 01.12.1951, Page 26
næstum búin að gera þig að athlægi frammi fyr- ir öllum. Fátt er piltum jafn illa við og að stúlkur geri gys að þeim fyrir misheppnað kvennafar. En hon- um brá ekki hið minnsta, eða tókst að dylja það? Nú horfði hann á hana alvarlegur með ein- kennilegu augnaráðivhvar hún sat þama hníp- in og titraði lítið eitt af geðshræringu. Því hún hafði sagt skilið við bernskuleikina, en kynnzt ofurltið sorgum og gleði lífsins. Ræfill, flagari, naðra, sagði hún, en orðin komu hljóðlaust út úr henni og það var einkennilegt vonleysi í rómnum. Og hann stóð upp og færði sig kringum borð- ið, settist hjá henni og tók 1 höndina á henni og gerði gælur við hana: Henni var gráti næst af blygðun, en hún sat þarna án þess að hreyfa legg né lið, allur máttur virtist þorrinn úr limum hennar. Aumingja litla stúlkan, sagði hann blíðum rómi og hún spurði sjálfa sig, hvort næst kæmi engill eða mella, í rauninni stóð henni á sama. Ég er voðalega vondur við aumingja stúlkuna mína, hélt hann áfram, hún á voða bágt að þekkja svona vondan strák. Og nú var henni ókleift að halda aftur af brosinu, sem færðist yfir andlit henni. Og af því að flestir voru farnir af kaffihúsinu, því það var komið undir matmálstíma og hretið úti fyrir hafði breytzt í rigningu, þá þrýsti hann heitum kossi á rjóða kinn hennar og munninn og hvíslaði svo undur blíðlega: Ich habe dich immer geliebt, mon amie. Und ich liebe dich jetzt. Og svo sátu þau þögul, og í magnleysi sínu fann hún til sælu, af því hún sat hjá honum og fann sterkan arm hans utan um herðarnar og fann hressandi andblæinn af honum svo til nýkomn- um að utan. Þó vissi hún að ekkert hafði breytzt. Áttu sígarettu? sagði hann og dró velktan eld- spýtustokk upp úr vasa sínum. Hún opnaði Cam- elpakkann sinn, og hann fékk fimm sígarettur, fjórar í nestið; svo kveikti hann í fyrir þau bæði. Ætlar stúlkan mín að koma með mér á Borg- ina annað kvöld? sagði hann lágt og horfði sak- laus í augu hennar; kannske get ég slegið fyrir tveim miðum. Hún vissi, að hún færi með honum, og mundi kaupa miðana fyrir sína eigin peninga; þannig hafði það alltaf verið og yrði áfram. Og hún vissi að allt mundi fara á sömu leið og áður. En hún fann, hve armur hans var sterkur utan um herð- amar á henni og röddin heit og áleitin. Og hún var glöð. Rvík, 26. 11. ’51. '-----------------------1 Á KAFFIHÚSINU Framhald af 2. síðu. Kveldúlfi stendur, hafa verið ein- stökum listamönnum innan handar, og er skylt að geta þess sem gert er og muna það. Og síðast en ekki sízt nefnum vér Ragnar í Smára, sem er meiri vinur og velgjörða- maður listanna í landinu en vér kunnum upp að telja, og Ragnar lifir enn, 1. s. g. Þótt eitthvað mætti fleira telja, yrði sá listi ekki langur, og súmma súmmarum sú, að yfirleitt láta íslenzkir auðmenn ekki túskild- ing af hendi rakna við listir og vís- indi. Þeir þykjast víst hafa þrúk fyrir hvorugt. Samfélagið er þeim það sem hænsnabúið er minknum, er drepur hundrað sinnum meira.en 20 hann getur étið bara til að sjá hve hænsnahrúgan geti orðið há, eða síldartorfa stórfiskum, sem vaða með kjaftinn opinn til þess að gleypa sem flestar síldarnar og kæra sig koll- ótta, þótt þeir rífi netjatrossur sjó- manna. íslenzkir auðmenn safna auði auðsins vegna og hata þjóðfé- lagið, sem gefur þeim tækifæri til auðsöfnunar. Þeir láta það ekki sér við koma, þó að íslenzk vísindi vanti til hnífs og skeiðar, þeim er sama þó að íslenzk list veslist upp úr fá- tækt, þeir þramma um bæinn sinn langa nurlævi án þess að láta sér til hugar koma að gefa styttu eða mál- verk honum til skreytingar. Hvað kemur þetta okkur við, segja þeir, við erum í stríði við þjóðfélagið, sem skattleggur okkar heiðarlegan stórgróða, og ættum við svo að fara að gefa því gjafir af þesum örfáu milljónum, sem okkur auðnast að redda? Óekkí! Listir og vísindi geta étið skít. Vinsamleg ábending til auðkýfinga. AÐ LOKUM vildum vér mega senda íslenzkum auðmönnum kveðju vora og biðja þá að athuga, hvort ekki væri viturlegt að reyna svolítið að líkjast Mæcenasi hinum róm- verska, hvort líf þeirra yrði ekki fyllra og sælla, ef þeir miðluðu af auði sínum í þágu íslenzks lífs og ís- lenzkrar menningar, hvort ekki væri betur séð fyrir minningu þeirra, hvort þeir yrðu ekki ánægðari innst inni, og hvort þeir að lokum mundu ekki bara græða enn meira, ef þeir tækju sér fyrir að fylgjast með fram- vindu íslenzks vísindalífs, islenzkrar listar og menningar. Munið, góðir hálsar, eftir Mæcenasi, og því eftir- mæli, er hann gat sér. LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.