Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 29

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 29
Cecil Taylor. hann blandar saman evrópskri nútímatónlist og djassi. Þetta minnir á mál sem mikið var blásið upp í kringum 1960. Dave Brubeck og aðrir hvítir Vesturstrandardjassistar reyndu aó auka virðingu djass sem listforms með því að gera hann ,,klassískan“. Galdurinn var að sækja aftur í aldir form, aóferöir og hugmyndir. Þannig notfærði Brubeck sér kontrapúnktinn líkt og í barock. Aftan á plötuumslögum hans skrifuðu menn meö nöfnum eins og dr. Wesley La Violette lofgreinar um að Brubeck væri að „stúdera" með evrópskum fræði- mönnum eða tónsmiðum. Lögin voru kölluð fúgur, concerti, divertimentos og rondos. Það skal ekki lagður dómur á það hvort þessi sókn í klassikina hjá vesturstrandarmönnum hafi verið merkt tillegg til djasssköpunar. Hitt er augljóst aö grundvallar- munur er á tilraunum Brubecks og Taylors. Taylor hafði kynnt sér evrópska tónlistarhefð og áhrif hennar á mótun sérstæðs stíls hans var töluverð. En til grundvallar lá tónlistarhefð svertingja og þessi áhrif voru einungis einn óaðskiljanlegur hluti heildarútkomunnar. Áhrifin eru notuð til frekari sköpunar sem er í grundvallaratrióum frábrugðin því aö djassa Bach. Meginmunurinn er að Taylor notar evrópsk áhrif til þess að víkka tjáningarsvið sitt, en hjá Brubeck og fleirum er þetta aðferð til þess að gera djassinn „virðulegan". Ornette Coleman Andstætt Coltrane og Taylor bjó Ornette Col- eman við sára fátækt í æsku. Hann gekk ekki í tónlistarskóla eins og hinir tveir fyrrnefndu, en fékk þó einhverja leiðsögn í High School. Móðir hans þurfti að leggja hart að sér til að safna fyrir saxófón handa honum. Strax á unglingsárum varð hann fyrirvinna fjölskyldunnar. Hann ólst upp í smáborg í Texas, Fort Worth. Þetta er á því svæði þar sem kynþáttahatrið er hvað mest. Allt frá 15 ára aldri lék hann á knæpum hvítra og komst upp á lag með að spila hvað sem var. Að leika á þessum knæpum var mikil þolraun, því í augum þessara manna úr hvítri lágstétt voru slagsmál og skemmtun eitt og hið sama. „Ég sá hvernig menn voru stungnir með rýtingum, skotnir með byssu og drepnir" segir Coleman sjálfur um hljómlistaferil sinn á knæpunum í Fort Worth. En hann var fyrir- vinna fjölskyldunnar og gat ekki hætt. Coleman var búinn að móta sinn persónulega stíl 17 ára gamall. Tónlist hans var (og er) mjög mótuð af Be-bob og Rhythm & blues þessa tíma. Hann komst fljótlega aö því, aö framsækin tónlist hans átti ekki upp á pallborðið í næturklúbbum hvítra í Fort Worth og jafnvel ekki á sumum negra- skemmtistöðunum heldur. Hann ákvað því að segja skilið við fæðingarbæ sinn. Hann átti ekki um marga kosti að velja. Hann réði sig fyrst í Sirkus- flokk sem ferðaðist milli borga. ( kringum sirkusinn var ofbeldi og fjárhættuspil daglegt brauð og þetta voru engan veginn heppilegar aðstæður fyrir til- raunagjarnan djassleikara. „Ég kynntist stöðum og sá atburði, sem mér býður við að tala um enn þann dag í dag. Þetta var versta starf sem ég hef nokkru sinni verið í“ segir Coleman. Hljóðfæraleikur hans varð fyrir aökasti frá hinum hljómlistarmönnunum og við þetta bættist andúðin á honum sem svert- ingja. Hann var því rekinn fyrir það að reyna að kenna tenorsaxófónleikaranum Be-bob. Coleman hélt til New Orleans, þar sem tónlist hans mætti bæði skilningsleysi og fordæmingu. Nokkru síðar fluttist hann til Los Angeles. Það voru mikil við- brigði að komast út úr Suðurríkjunum. Coleman hafði aldrei áður fengið aðgang að skemmtistöðum hvítra öðruvísi en sem skemmtikraftur. Nú voru ekki lengur skilti á skemmtistöðum, þar sem stóð að negrum væri óheimill aðgangur. En hann komst að því að kynþáttamisréttið fólst í öðru en þessu. Lög- reglumenn voru t. d. gjarnir á að stöðva svarta á 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.