Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 50

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 50
Heimkoma Jacques Prévert Þetta er bretóni kominn aftur í heimabyggð sína meö ýmisleg afbrot á samviskunni Hann röltir um framan viö verksmiðjurnar í Douarnenez Engan þekkir hann aftur enginn þekkir hann Hann er mjög niðurdreginn Hann fer inn í pönnukökubúð til þess aö fá sér pönsu en getur ekki borðaö hana Það er eitthvaö sem kemur í veg fyrir að hann geti kingt Hann borgar Hann gengur út Kveikir sér í sígarettu en getur ekki reykt hana Þaö er eitthvað eitthvað í hausnum á honum eitthvað afleitt Hann óhressist ennþá meir Skyndilega rennur upp fyrir honum að einhver sagði við hann í bernsku: „Þú endar í gálganum" Og árum saman þorði hann ekki að gera neitt Ekki einu sinni að ganga yfir götu hvað þá að fara útá sjó Ekkert alls ekki neitt Hann man allt aftur Sá sem hafði spáð þessu fyrir honum var Grésillard frændi Grésillard frændi sem leiddi bölvun yfir alla Helvískur melurinn! Og bretóninn hugsar til systur sinnar sem vinnur í Vaugirard Hugsar til bróður síns sem dó í stríðinu Hugsar um allt sem hann hefur séð allt sem hann hefur gert Daþurleikinn tekur hann fantatökum Hann reynir aftur aö kveikja í sígarettu en langar ekki til þess að reykja Þá ákveður hann að heimsækja Grésillard frænda Hann fer Hann opnar dyrnar Frændinn þekkir hann ekki en sjálfur þekkir hann frændann og hann segir: „Góöan daginn Grésillard frændi" og snýr hann síðan úr hálsliðnum Hann endar í gálganum í Quimper eftir að hafa borðað yfir tuttugu pönnukökur og reykt eina sígarettu Þýðing: Sigurður Pálsson 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.