Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 17
kompu þar sem fyrir voru um 70 manns. Þarna var Ijóslaust og vatnlaust, fólk var pyntað til dauða, tveir að minnsta kosti. Við hlutum heldur illa með- feró þarna. Og svcna hélt þetta áfram. Við vorum eftirlýstir um allt land. Og embættismennirnir gleymdu aö gefa skipu.i um að taka nióur spjöldin, annað hvort af ásettu ráöi eöa vangá, svo að við vorum teknir fastir í hverju einasta þorpi sem við komum til. Rétt áöur en viö byrjuðum að taka „Lífsmörk" hrifsuðu herforingjarnir völdin í Grikklandi, og þá máttum við ekki neitt. Mér var bannað að hafa skotvopn í myndinni. Ég sagöi viö herforingjann: ,,Þaö er óhjákvæmilegt, þaö er aðal mótífið í myndinni. Myndin er mikilvægari en einkalíf þitt eða einkalíf mitt. Og þú ert bara hræddur við að gera eitthvað rangt ef þú leyfir það. Ég geri það samt þó að það sé bannað". Og hann sagði: ,,Þá tökum við þig fastan". Og þá sagói ég við hann: „Takiö mig bara fastan. En ég verð ekki skotvopnalaus á morgun. Og mundu það að fyrsti maður sem snertir mig, sem leggur á mig hendur til að taka mig fastan, hann dettur niöur dauður ásamt mér.“ Og ég var ekki vopnlaus næsta morgun. 50 lögreglumenn og hermenn fylgdust með okkur og 3000 bæjarbúar sem langaði að sjá skothríðina; og allir fylgdust þeir með okkur og enginn dirfðist að leggja hendur á mig. Mér virðist Aguirre fjalla um mann sem heldur ímyndun sína vera raunveruleika, en Kaspar Hau- ser hinsvegar um mann sem heldur raunveru- leikann vera ímyndun sína. Þetta er ansi góð formúla. Og nýja myndin mín er eiginlega mitt á milli Aguirre og Kaspar Hauser, bæöi í stíl, í myndum og atburðarás, og þematískt séö hvað varðar hugmyndina um leitina að ein- hverju . . . ekki að Eldorado í þetta sinn, heldur að sérstökum rúbínsteini. Myndin heitir „Glerhjarta" og er um þjóðsögu- legan spámann úr Bavarískum þjóðsögum, smala meö spámannsgáfu sem sér sýnir. Ég bjó til sögu- þráðinn. Þar segir af óhappi í glerverksmiðju. Spá- maðurinn er sóttur vegna þess að leyndardómur blöndunar þessa sérstaka og dýrmæta glers hefur glatast. Allir veröa hálf geðveikir og spámaðurinn sér fram á að kvikna muni í verksmiðjunni. Að lok- um blótar verksmiöjueigandinn 15 ára gamalli þjónustustúlku, því aö hann heldur að sé meyjar- blóð sett í blönduna myndist rúbínsteinar. Hann kveikir í húsinu eins og séö var fyrir, en spá- manninum er kennt um og hann handtekinn. Þá sér hann sýn og sér land sem er svo langt frá byggðum bólum að fólkið sem býr þar veit ekki einu sinni að jörðin er hnöttótt. Og hann sér mann sem stendur á kletti og horfir árum saman út yfir hafið. Og mörgum árum seinna kemur annar, og síðan ann- ar, þar til fjórir menn standa og horfa yfir hafið sem endar í hyldýpi að því þeim virðist. Og eftir að hafa starað í leiðslu í mörg ár, þá ákveða þeir að hrinda báti á flot og leita að heimsenda . . . Meginhluti myndarinnar var tekinn í glerverksmiðju í skógi í Noröur-Bavaríu. Og sýn spámannsins var tekin á lítilli eyju u. þ. b. 15 mílum undan vesturströnd írlands, þar sem munkar höfðu átt búsetu fyrir 1400 árum. Ég hef frétt að þú hafi dáleitt leikarana fyrir töku þessarar myndar. Ég hafði áhuga á dáleiðslu aðallega vegna möguleika sem hún opnaði í stílfærslu. Við prófuöum um 450 manns, því við þurftum á að halda fólki sem hægt var að dáleiða við mjög erfiðar aðstæður — með Ijóskastara beint aö því og heil- mikió á seiöi í kring. Og þaö varð að vera í svo djúpum svefni að það gæti opnað augun án þess að vakna. Við æfðum samt aðalatriðin og textann án þess að notast við dáleiðsluna. Þegar við vorum að þessu langaði mig að komast að því hvernig skáldskapargildi handritsins væri farið, svo að ég dáleiddi fólkið og sagði: „Þiö eruð í fögru og fjarlægu undralandi, sem enginn hefur stígið fæti sínum á. Lítið fram fyrir ykkur þar er gríöarstór klettur, en ef þið skoðið betur þá sjáið þiö að þetta er hreinn emeraldsteinn.“ Og ég hélt áfram: „í þessu landi bjó heilagur munkur fyrir tvö hundruð árum og hann var skáld og varði lífi sínu í aó letra áritun á emeraldklettinn." Og ég sagði: „Opnið augun lesið það sem letrað er.“ Og einn maðurinn, sem er vanur að hugsa um hestana hjá lögreglunni, opnaði augun og las: „Hvers vegna getum við ekki drukkið mánann? Hvers vegna er enginn bikar til að halda honum uppi?“ Og sá sem stóð næstur honum var laganemi. Hann horföi og ior að lesa: „Elsku Mamma, ég hef það ágætt, ég veit bara ekki hvert viö erum að fara, en ég held að allt sé í lagi. Kveðjur og kossar, þinn sonur. • 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.