Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 11

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 11
Viðtal við Werner Herzog Eftirfarandi viðtal birtist í Rolling Stone 1976, viðmælandi Herzog er einn af ritstjórum þess tímarits Jon- athan Cott. Gunnar Harðarson snaraði Inngangur Werner Herzog er fæddur árið 1942 í Munchen í Suður Þýskalandi. 14 ára gamall var hann orðinn þess fullviss að það ætti fyrir honum aö liggja að veröa leikstjóri. Á þeim tíma skrifaði hann kvik- myndahandrit meðan aörir skólafélagar hans pár- uðu enska stíla í skólastofunni. Þá þegar var kom- inn í Ijós áhugi hans á dulvísi og dulrænum fyrir- brigðum. Albanía var í þann tíð lokað land. Þar af leióandi var hún sveipuð dularljóma í huga Wern- ers litla, sem gerði sér ferð á hendur að landa- mærum Albaníu og Júgóslavíu, til þess að komast í snertingu við hiö ókunna. Fyrstu mynd sína, Her- akles, gerir hann 19 ára, og fjármagnar hana með því að vinna næturvinnu í stálverksmiðju. Ákveðni hans og einstrengingsháttur er frægur að endem- um. Til aö mynda frétti hann eitt sinn að Lotte Eisner lægi fárveik á sjúkrahúsi." Þá tók hann sig til og gekk frá Munchen til Parísar þar sem hún lá ákveðinn í því að þegar hann kæmi til Parísar væri hún orðin stálhress aftur. Hann var þrjár vikur á leiðinni og Lotte var farin heim af sjúkrahúsinu þegar hann kom á leiðarenda. Tuttugu og eins árs vinnur hann Karl Mayer verðlaunin fyrir besta kvik- myndahandrit og margir þeirra sem nú eru í far- arbroddi nýju bylgjunnar urðu að lúta í lægra haldi fyrir honum. Spunnust af þessu deilur nokkrar, en Herzog tók sjálfur af skarið þegar hann lýsti því yfir að dómnefndin hefði ekki átt annars úrkosti en að afhenda honum verðlaunin þar eð ekki fyrirfyndist betra handrit en handritiö að Lífsmörkum. Upp frá því bar nokkuð á ásökunum þess efnis aö hann væri talhlýðinn monthani þegar peningar ættu í hlut, en nánir vinir hans hafa bent á að hon- um hafi verið boðið of fjár fyrir handritið að Lífs- mörkum, en hann hafnaði boðinu þar eð hann var staðráðinn í að gera myndina eftir sínu eigin höfði, sem hann og gerði þrem árum síðar og hlaut heimsfrægð fyrir. Síðan hefur hvert meistaraverkið rekið annað. Eitt þekktasta verk hans, Kaspar Hauser, var sýnt sem mánudagsmynd Háskólabíós s. I. vetur. Ólíkt öðrum leikstjórum nýju þýsku bylgjunnar á Herzog lítið skylt við pólitíska fagurfræði Brechts og hina nýju vinstrisinn- 1) Lotte Eisner er fæddur Þjóðverji og menntuð sem list- fræðingur, en hetur helgað skrif sín kvikmyndunum. Hún hefur búið í París síðustu ár og er þekktust fyrir bók sem hún skrifaöi um F. W. Murnau. uðu bylgju sem flestir hinna eru fylgjandi t. d. Fassbinder o. fl. Herzog er dulhyggjumað- ur og leitar fanga í dulrænu Meister Eckharts og Jakobs Bömhe og einnig til þýsk-rómantíska skáldsins Novalis. Þessi nýja bylgja á rætur sínar að rekja til ánægjulegs samstarfs sjónvarps og framleiðenda. Þó má ekki gleyma þeim arfi sem þýskir kvikmyndagerðarmenn búa að, myndir eftir leikstjóra eins og t. d. Pabst, Murnau og Lang, sem voru allir gjörólíkir á mjög svipaðan hátt og leik- stjórar nýju bylgjunnar í dag t. d. Wenders, Straub, Fassbinder og Herzog sem mundi þá samsvara Murnáu enda dáir hann Murnau og dýrkar. Herzog hefur þó aldrei, ólíkt öðrum verió í læri sem að- stoðarmaður annars leikstjóra. Áhorfandinn verður aö laga sig að myndum Herzogs en ekki öfugt eins og flestir leikstjórar eða framleiðendur gera í dag þ. e. þóknast áhorfendum vegna gróðasjónarmiða. Margt ber keim af þessu eðlisfari hans: eitt sinn gerði hann ákveðna og háalvarlega tilraun til að stofna sitt eigið ríki á landamærum Guatemala. 1962: Herakles; 1964: Spiel im sand (Leikur í Sandi); Die Beispiellose Verteidigung der Festung Deutschkreyz (Vörn Deutschkreuz-virkis, án hlið- stæðna); 1967: Letzte Worte (Hinstu orð); Lebens- zeichnen (Lífsmörk); 1969: Massnahmen gegen Fanatiker (Ráðstafanir gegn ofstækismönnum) Die Fliegende Artzten von Ostafrika (Fljúgandi læknar Austur-Afríku); 1970: Fata Morgana; Auch Zwerge haben klein angefangen (Einnig Dvergar byrjuöu smátt); Behinderte Zukunft (Heft framtíð); 1971: Land des Schweigend und der Dunkelheit (Land myrkurs og þagnar); 1972 Aguirre, der Zorn Gottes (Aguirre, reiði Guðs); 1974: Jeder fur Sich und Gott gegen Alle (Kaspar Hauser); 1977: Herz von Glass (Glerhjartað); 1977 Stroszek. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.