Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 27
áheyrenda. Þetta gæti staófest goðsögnina sem
hefur verið hvað háværast útbreidd af Hollywood-
kvikmyndum að sannir listamenn sé alltaf misskildir
af samtíð sinni. Veruleikinn er ekki svona einfaldur.
Plötur Coltanes seldust vel á mælikvarða djass-
tónlistar og vinsældir hans voru miklar meðal
blökkumanna. Eins og fyrir leik sinn í klúbbunum
fékk hann litlar tekjur fyrir plötur sínar. Ástæðan var
ekki að „fólkið væri ekki tilbúið undir nýja strauma"
heldur að hann tilheyrði kúgaðasta minnihlutahóp
innan Bandaríkjanna.
Djass svertingja í
Ameríku hinna hvítu
Um og eftir aðra heimsstyrjöldina var djass
orðinn viðtekinn hluti af amerískri dægur-
menningu. Hann var orðinn hluti af daglegu lífi
fólks. I útvarpinu höfðu um árabil verið þættir sem
eingöngu voru helgaóir djass auk þess sem hann
var hluti hinna víðfrægu skemmtidagskráa kan-
anna. Djassinn var undirstaða dans og söngva-
mynda Hollywood-framleiðslunnar Það gekk jafn-
vel svo langt, að þessi tónlistarstefna varö eitt af
„skæðustu vopnum" í áróðursútgerð Bandaríkj-
anna í Kalda stríóinu. Vinsælasti þátturinn í „Voice
of America“ var djassdagskrá Villi Conovers. Eftir
lýsingum þessara postula hins frjálsa heims lágu
ungmenni austantjalds í faðmlögum við útvarps-
tækin undir þykkum ábreiðum og drukku sig í
þennan boðbera frelsisins. Það er kaldhæðnislegt
að þetta „vopn“ „krossfara frelsisins" er upp-
runnið meðal kúgaðasta þjóðfélagshópsins innan
draumalandsins.
Þaó vill jafnan gleymast að það sem Bandaríkja-
menn kalla tónlist „sína“ er aðeins útþynnt mynd af
upprunalegri gerð sinni. Meginreglan hefur verið
sú að svartir hafa komið með nýjungarnar en þeir
hvítu tekið þær upp, hlotið lof fyrir og grætt.
Ástæðurnar eru margar, en það sjá það allir
„siðmenntaðir" menn, að svartir með ofsafengna
tónlist sína hæfðu ekki á virðulegum yfirstéttar-
matstað. Þar á betur við kliðmjúk „dinnermúsik".
Til var djass fyrir öll tækifæri og allar stéttir.
Það varð aó hvítþvo tónlist negranna til þess að
hún kæmist yfir kynþáttamúrinn og það var ekki
gert af þeim sjálfum. Einn þeirra sem stunduðu
þvottinn var konungur sveiflunnar, Benny Goodm-
an. Svarta tónskáldið Fletcher Henderson var
fremstur í flokki við að móta djass-stíl þann, sem
síðar gekk undir nafninu swing. [ byrjun 4. ára-
tugsins hafði hann safnað saman einvala liði í Big
Band, en þeir voru allir svartir. Því áttu þeir tak-
markaða möguleika á að fá inni í fjölmiðlum og á
skemmtistöðum hinna hvítu. Þarna var þörf á
gagnkvæmri samvinnu. Hún fólst í því aö Hender-
son lagði til grundvöllinn og útsetti fyrir Goodman,
en sá síðarnefndi lék aðalhlutverkið, var ytri ásjóna
hljómsveitarinnar og var útnefndur „konungur
sveiflunnar" alls staðar nema í Harlem og öðrum
svertingjahverfum stórborga Bandaríkjanna. Slík
„samvinna" átti oft eftir að endurtaka sig síðar.
„free djass“
Eins og áður var minnst á kom free djassinn fram
um 1960. En til þess að skilja tilkomu hans verður
aðeins að líta til baka. Svarta þjóðarbrotió hefur
þurft að stunda lægst launuóu störfin í þjóð-
félaginu. Fátæktarhverfi svertingjanna hafa með
nokkrum hætti verið arörændar nýlendur innan
Bandaríkjanna sjálfra. í New York þar sem kjör
þeirra voru skást, hefur ástandið alltaf verið ömur-
legt.
Eins og á (slandi var stríðsgróði seinni heims-
styrjaldarinnar vítamínssprauta fyrir amerískt efna-
hagslíf. Aftur varö þörf fyrir vinnuafl svertingjanna.
Meó bættum efnahag vöknuðu vonir um að misrétti
á öörum sviðum væri á undanhaldi, aó að-
skilnaðarstefnan hjaðnaöi. Vísir að svartri millistétt
tók að myndast og hugmyndafræði hennar varð
ríkjandi. Hún fólst í því að taka upp gildi hinnar
ráöandi hugmyndafræði hvítu millistéttarinnar. Til
þess vildu þeir gera sem minnst úr fortíð sinni
(gamli bluesinn minnir mig á þrælahaldið), láta sem
kynþáttamisrétti væri ekki til og láta sig hverfa sem
sérstakt þjóðarbrot. En eftir hápunkt efnahags-
þenslunnar blasti viö fyrri veruleiki. Æ fleiri
vöknuöu til vitundar um að bætt kjör og aukin rétt-
indi var tálvon bundin tímabundinni þörf
markaóarins fyrir vinnuafl.
í stað þess aö setja upp hvíta grímu á svört andlit
sín geróu flestir sér grein fyrir að lausnina á kúgun
svartra var ekki að finna í sápu sem gerði húðina
hvítari eða kremi sem létti krullur eða ívörum sem á
viðskiptamáli nefnast þjónusta við hópa með sér-
þarfir. Aóferðin fólst í endurmati á fortíðinni og
sjálfsmynd sinni. Hugmyndin um að negrinn eigi
sér fortíð og að hún hafi mikilvægt gildi fremur en
að hún sé orsök blygðunar, er t. e. t. v. róttækasta
breyting á lífsviðhorfum svartra síðan snemma á
þessari öld. Þessi breyttu viðhorf komu víða fram
og ekki síst í tónlistarflutningi þeirra. í free djass
fólst afneitun á tónlistarlegum sem og öðrum gild-
um sem hugmyndafræði kapitalismans hafði hafið
til vegs og virðingar. Auóvitað byggðu þeir fyrst og
fremst á hinum tónlistarlega arfi fyrirrennara
sinna, en leituðu víðar fanga.
Þó almennt sé rætt um þá sem tilheyrðu free
djass sem hreyfingu er þetta ekki samstæður hóp-
ur. Þeir fóru hver sina leið, en það sem sameinaði
þá var uppreisnin gegn viðtekinni hefð og hin
félagslega reynsla blökkumanna.
John Coltrane
John Coltrane fæddist árið 1926 í smábæ í N-
Karolinu. Foreldrar hans tilheyrðu svartri millistétt.
Áður en hann innritaðist í herinn var hann lítillega í
tónlistarskóla, auk þess sem hann spilaði í djass-
og Rhythm & blues hljómsveitum. Hann kynntist
bebobinu og lék um tíma með einum af þekktari
fulltrúum þeirrar stefnu, Dizzy Gillespie. Einnig var
hann um tíma með Ellingtonsaxofonleikaranum
Johnny Hodges.
23