Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 31

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 31
hann bættist sjússaskyldan. Vegna þess hversu dýrt var að sækja staðina höfðu ýmsir þeir sem mestan áhuga höfðu á hinum nýju straumum svo sem fátækari hluti svertingja og stúdentar minnsta möguleika á að hlýða á tónlistarmennina í eigin persónu. Djassinn er sprottinn úr umhverfi svörtu fátækrahverfanna. Hann er hluti af menningu þeirra og á ekkert sameiginlegt með hinum fínu næturklúbbum hinna hvítu þar sem svartir tón- listarmenn neyðast til að spila. Umboðsmenn og hljóm- plötuútgáfa. Þaö var nógu slæmt fyrir þá að eiga undir klúbb- unum lifibrauð sitt. En þeir voru ekki einu sinni frjálsir að því að neita að spila á einstökum klúbb- um. Því þeir voru algerlega á valdi annars milliliðs milli þeirra og áhorfenda, umboðsmannsins. Tónlist sumra djassleikaranna var nátengd réttindabaráttu svertingja. Og menn eins og Charles Mingus voru ekkert að dylja andúð sína á kúgurunum og um- boðsmennirnir fengu sinn hluta af ákúrunum. Við- brögö miðlaranna var að halda Mingus frá starfi í tæp níu ár. Sama var uppi á teningnum í hljómplötuútgáf- unni. Þeir máttu þakka fyrir ef þeir fengu að spila inn á plötu. Greiðslur til Ornette Colemans fyrir tíu fyrstu plötur sínar voru aldrei það háar að þær nægðu til að greiða símareikning hans. Hljóm- platan er djassinum þaö sem nótnaheftið var klassískri tónlist. Illmögulegt er að skrá djasssóló á nótur. Djassinn er varðveittur á hljómplötum. Vegna þröngsýni hljómplötuútgefenda hafa merk tímabil í sköpunarferli manna eins og Cecil Taylor farið forgörðum fyrir djassáhugamenn. Á 7. áratugnum stofnuðu free djass-hljómlistar- menn með sér ýmis samtök til þess að standa vörð um hagsmuni sína. Þau áttu að styrkja samnings- aðstöðu tónlistarmannanna gagnvart kapítalistun- um og jafnframt stunda eigin plötuútgáfu og hljómleikahald. Af þessum samtökum má nefna „Jazz Composers Guild", „Jazz Composers Orc- hestra Association" og „Association for the Adv- ancement of Creative Musicians". „Jazz Composers Guild" var fyrsta tilraun í þessa veru, stofnsett 1964. Flestir þeirra sem voru framarlega í djass á þessum tíma tóku þátt í félagsskapnum. [ raun var þetta n. k. fagfélag og um leið ráðningamiðstöð. Strax í upphafi komu upp deilur. Tónlistarmennirnir voru vanir að keppa inn- byrðis um hvern mola sem til féll og samstaðan myndaðist ekki á einni nóttu. Hápunkturinn í ferli samtakanna var að skipuleggja „tónlistarhátíð negra". Fjöldi fólks mætti og ,,lmpulse“-plötufyrir- tækiö hljóöritaði tónleikana. Cecil Taylor benti á aö Impulse væri dótturfyrirtæki Paramont-auðhrings- ins og það andstætt upphaflegum markmiðum samtakanna að semja við slíkt fyrirtæki. Enda kom þaö á daginn að laun tónlistarmannanna fyrir plötuútgáfu upp á tugi milljóna voru sama og engin. Vegna þessara erfiöleika lögðust samtökin niður. Mikilvægi Jazz Composers Guild fólst í því for- dæmi, sem hann veitti fyrir frekari baráttu. Tónlist er ekki ein- angraó fyrirbæri Eins og áður sagói hefur djass svartra alltaf verið nátengdur þeim minnihlutahóp sem þeir tilheyrðu. Erfiðleikar þessara tónlistarmanna eru svipaöir og erfiðleikar kúgaöra kynþáttahópa í USA. Þeir hafa þó sérstöðu að því leyti aö þeir hafa að bjóða bæði vinnuafl og hráefnið. Flestir hafa aðeins yfir að ráða hinu fyrrnefnda. Free djassinn var mikilvægur þáttur í breyttri sjálfsmynd svertingja á sjöunda áratugnum. Þessi vakning meðal svertingja birtist á margvíslegan hátt. Pólitískar hreyfingar nátengdar arfleifð þeirra urðu áhrifamiklar. [ fyrstu einkenndi þessar hreyf- ingar ákveðin trúarviöhorf (t. d. Black Muslim) en þróuðust síðar í átt til vinstri róttækni (t. d. Black Panthers). Þessi nýju viðhorf komu líka fram í klæðaburði, og áherslu á séreinkenni svarta. Og svo er það heimsfrægðin . . . Free Djass-hreyfingin kom fram í byrjun 7. ára- tugsins. Það mætti ætla að þeir sem mesta frægð hafa hlotið af fulltrúum hennar stæðu betur að vígi nú en fyrir 15 árum. Vissulega er rétt að þeir hafa hlotið viðurkenningu og haft mikil áhrif, en aðstaða þeirra til tónlistarsköpunar er nánast sú sama og fyrir hálfum öðrum áratug. Stóru hljómplötufyrir- tækin hafa aldrei á öllum ferli Cecil Taylor gert langtíma plötusamning við hann. Flestar plötur hans hafa verið gefnar út af smáfyrirtækjum í Evrópu. Coleman, sem hefur gefist upp á að leika í klúbbum, hefur reynt í þess stað að einbeita sér að því að semja verk fyrir stærri hljómsveitir. Einungis eitt þessara stærri verka hans, „Skies of America", hefur verið hljóðritað, þrátt fyrir það að hann hefur verið að semja slík verk síðan 1962. Hann þurfti lengi að bíða eftir þessu tækifæri og að eigin sögn var honum gefinn alltof stuttur tími með hljóm- sveitinni. Einn af yngri fulltrúum tónlistar svartra, Anthony Braxton, fullyrðir að hann hafi meiri möguleika til tekjuöflunar með því að tefla skák en leika djass. Þó er hann viðurkenndur sem einn af hæfustu hljóðfæraleikurum samtíðarinnar. Mikinn hluta þeirrar fordæmingar sem free djassinn hefur orðið að sæta má rekja til kynþátta- fordóma. Kynþáttafordómar nú á dögum eiga upp- tök sín í þörf evrópsku nýlenduþjóðanna til þess að réttlæta þrælahald og arðrán sitt á lituðu fólki. Hugmyndafræði sú, sem heldur fram yfirburðum hins hvíta kynþátts og menningar hans á kostnað annarra, er afurð kapitalískrar útþenslustefnu og 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.