Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 30

Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 30
Omatte Colwnan. götum úti af engu tilefni, heimta skilríki og leita á þeim hátt og lágt. f Los Angeles stofnaði Coleman eigin hljómsveit ásamt trompetleikaranum Don Cherry, trommu- leikaranum Billy Higgins og bassaleikaranum Charlie Haden. Þeir léku inn á fyrstu hljómplötu sína í kringum 1957. Litlu síðar kynntist þeim John Lewis, pianoleikarinn í Modern Jazz Quartet, og varð mjög hrfinn af — taldi Coleman arftaka Charlie Parker. Lewis bauð Coleman og Cherry á námskeið í The Lenox School of Jazz. Aðrir þátt- takendur voru tónskáldið Gunther Schuller, píanó- leikarinn Bill Evans, Max Roach, o. f. Eftir þetta kom Coleman fram í Five Spot-klúbbnum í New York og vakti þá mikla athygli og hefur síðan verió í fremstu víglínu free djassins. Á umslagi plötunnar „Change of the Century", sem Coleman gaf út árið 1960, skrifar hann: ,,Nú- tímadjass, sem einu sinni var svo djörf og fram- sækin tónlist, er á margan hátt orðinn staölaður og háttbundinn. Ég og félagar mínir í hljómsveitinni erum að reyna að skapa nýja og frjálsari tegund af djassi, sem hafnar öllu vanabundnu og öllum klisj- um í ,,nútíma“-djassi. E. t. v. er mikilvægasti þáttur í tónlistarsköpun okkar hin frjálsa hóp-impróvisa- sjón. Hugmyndin um hóp-impróvisasjón er í sjálfu sér langt frá því að vera nýtilkomin. Hún gegndi mikilvægu hlutverki í fyrstu hljómsveitunum í New Orleans. Big Bands swing-tímabilsins breyttu þessu. Þar hverfur einstaklingurinn innan heildar- innar, nema þegar hann tekur sóló á meðan hinir blásararnir bíða aðgerðarlausir eftir að röðin komi að þeirra sólóum. ( hljómsveit okkar er sérhver hljóðfæraleikari frjáls að því aó leika það sem hon- um þóknast hvenær sem hann vill. Við byrjum ekki á að ákveóa fyrirfram hvaða áhrifum við ætlum að ná. Heildaráhrifin ákvarðast af hæfni hljóðfæra- leikaranna, skapgerð og smekkvísi þeirra og hvernig þeir ná innbyrðis saman“. Coleman hefur búið í New York síðan hann ,,sló í gegn“. New York var að því leyti ólík Texas og Los Angeles aó hann var ekki lengur kallaður ,,nigger“ né heldur fórnarlamb skyndikannana lögregl- unnar. En honum hefur gengið jafnilla þar og ann- ars staóar að koma tónlist sinni á framfæri og að lifa af henni. Aóstæöur og kjör svartra djassleikara. Djassleikarar hafa um langan aldur verið arð- rændir af umboðsmönnum, næturklúbbaeigendum og eigendum hljómplötufyrirtækja. Cecil Taylor segir: „Djassinn hefur aldrei notiö fjárhagslegs stuðnings, en allir hafa viljað græöa á honunrT. Sá frægi klúbbur Five Spot var um langt skeið miðdepill free djass-hreyfingarinnar. Menn eins og Cecil Taylor, Ornette Coleman og Archie Shepp nutu fyrst viðurkenningar eftir að þeir höfðu spilað í þessum klúbbi. Bæði Coleman og Taylor fylltu húsið í 6 vikur. Að þeim tíma liónum var Taylor meinað að spila í klúbbnum. Ástæðan sem eigandi klúbbsins, Joe Termini, gaf fyrir þessu var harkaleg meðferð Taylors á píanóinu. Taylor segist sjálfur aldrei hafa lent á öðrum eins píanógarmi. Gróðinn af þessum 6 vikum hefói nægt til þess að kaupa tugi slíkra. Tónlistarmönnum hljómsveitarinnar til sam- ans var borgað jafnmikió og einum barþjóni og gróði Terminis var fimmföld sú upphæð. Ást þessa djassunnanda á leik þeirra var ekki meiri en svo að þegar gróði hans var nægur til þess að opna nýjan staö í fínna hverfi var Five Spot breytt í pizza-sjoppu og kvartett Dave Brubeck borguð stór fjárupphæð fyrir að leika á nýja staðnum. Þar með var lokað höfuðvígi nýrra strauma í djassi í New York. Mörg slík dæmi mætti týna til. Ástandió var hið sama alls staðar. Það var ekki nóg með að free-djassistarnir væru útilokaðir frá þessum stöðum. ( fyrsta lagi þurftu þeir að spila í uppundir 10 tíma eftir fast- skorðuðum reglum. Þannig máttu þeir ekki leika lengur en 50 mínútur í einu. Ástæðan var einföld. Gróði klúbbanna fólst í vínsölu. Ef áheyrendur gleymdu sér í tónlistinni vildi farast fyrir að þeir drykkju ,,skyldusjússana“, sem oft voru 3 glös á hverjar 50 mínútur. Hin rígbundna skipting í pásur var án tillits til innblásturs hljómlistarmannanna, sem þurftu oft að hætta í miðju kafi. Fyrir free- djassistana kom þetta enn verr út því verk þeirra voru lengri en áður hafði tíðkast. Auk þess þurftu þeir að þola alls konar móðganir. Barþjónar skip- uðu þeim að leika annars konar tónlist og ýmist að hækka sig eða lækka. Termini, sem áður var minnst á, lét fylgja brottrekstri Archie Shepp þau orð, aö djass væri ekki list. Að spila free djass í 10 tíma útheimtir mikla orku. T. d. vildi John Coltrane helst leggja sig í hléum. Á flestum stöðunum varð hann að láta sér nægja að tylla sér í stiga eða eldhúsið. Djassleikararnir þurftu ekki aðeins að líða fyrir fyrirkomulag klúbbanna heldur líka unnendurtón- listarinnar. Bæði var aðgangseyririnn hár og vió 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.