Svart á hvítu - 01.10.1977, Blaðsíða 56
ofbeldis. Rússarnir tengdu þessi almennu atriði oft
við samfélagslegan veruleik, sumir vió komandi
byltingu. Andúð þeirra á dulrænu og fortíðar-
hræsni hlaut að færa þá í andstöðu við Zarinn og
kuklarana í kringum hann. Þó að þetta sé oft af-
staða þeirra í félagslegum efnum líta þeir Ijóðagerð
og listræn störf formaliskum augum. Bæöi í list-
rænni sköpun og fræðilegum skrifum reyna margir
þeirra eins og Klebnikov að sýna fram á sjálfstæöi
orðsins og jafnvel einstakra bókstafa eins og sumir
konkretistar í dag. Og þó þeir greini sig á flestum
svióum frá Mallarmé, þá geta þeir tekið undir þessa
línu:
,,Ljóð, elsku Degas, eru ekki smíðuð með hug-
myndum heldur oröum."
Trotsky greinir þrjá meginþætti fútúrismans:
I. Hinn málfræðilegi þáttur, myndun orókerfa
sem oft eru rifin sundurlaust út úr málinu eöa
dregin af rót ákveðinna orða.
II. Hinn aöferðafræðilegi þáttur, annars vegar for-
maliskar kenningar, (Sjklovsky) og hins vegar
marxiskar (Anatov, Chuzhak)
III. Ljóöagerðin sjálf.
D. Burljuk, B. Uwschlz, N. Burljuk, W. Mayakovsky, A. Marfenhol.
Orðmyndanir voru Ijóðlist þeirra mikilvægar, þó
Mayakovsky til dæmis notaði lítið af orðasmíðum
Klebnikovs og Krútsjonikhs. Þeir sýndu þó fram á
sveigjanleika tungunnar, hvernig hægt er að
mynda mörg tilbrigði við eitt orð, eins og t. d. hlátur
og grátur. Þó telja margir að þeir hafi farið út fyrir
þau mörk er tungan leyfir, eins og í þessu hjá
Krúsjonikhs.
Dír búl sjíl úbesjkúr skúm vi so burles
Formalisminn sem oft er nefndur aðferðafræði-
leg samsvörun fútúrismans, er fæddur fyrir til-
stuðlan Saussure. Formalistar bentu á fútúrismann
sem sönnun á bókmenntafræðilegum kenningum
sínum. Gamla ævisöguaöferöin dugði ekki lengur.
Þeir könnuðu bókmenntir sem sjálfstætt formverk,
þar sem breytingar á stílbrögðum áttu rót að rekja
til formrænna nýjunga, en ekki inntaks- eða
félagslegra þátta. Eða eins og Sjklovsky orðaði
það: „Listin hefur aldrei haft neitt með lífið aö gera,
og litur hennar speglaði aldrei fánalitina yfir vigvirki
borgarinnar"5: Þessi hugmyndafræði gekk á milli
formalískra fútúrista og fútúriskra formalista sem
sameiginlegur gripur.
Þaö er þó Ijóðagerðin sem borið hefur nafn
fútúrista hæst, enda eru það fleiri en formalistar
sem ,,eigna" sér verk þeirra.
Félagslegur grundvöllur hinnar fútúrisku upp-
reisnar er fátækir vinstrisinnaóir menntamenn og
andóf þeirra beinist gegn fagurfræöimadarínum
borgaralegra mennta, sbr. ávarpið frá 1912. Upp-
reisn þeirra birtist í andófi gegn setningarfræði
Ijóðsins, gegn impressionisma ,,sem saup lífið
gegnum strá" eins og Trotsky segir, gegn tungl-
sjúkum symbolisma, o. fl.
Hin formfræðilega nýjung er tengd nýjum vió-
fangsefnum eins og borginni. Þessi vígsla Ijóðsins
inní öldina færði Ijóðlistinni nýja landvinninga.
Gömlum klisjum er vísað til föðurhúsanna, t. d.
hinum symbolska mána. „Úldinn máninn skríður
sem lús" segir Krutsjonikh. Fútúristar ryðja nýjum
hversdagslegum orðum inní Ijóðið og gera þau
gjaldgeng þar. Sbr. þetta úr kvæöi Majakovskys um
Lenin:
,,Kallarðu þetta skáldskap?
óþvegin blaóamennska.
Engin tilfinning
ekkert Ekkert — bara innantómt orðstríð"
Vissulega
klingir ,,Kapítalismi"
ekki ýkja smekklega:
„Næturgali"
ómar miklum mun fínlegar
Samt mun ég snúa mér til þess
þegar á þarf að halda.
Fútúristar leggjast gegn flestu sem symbolisminn
er fulltrúi fyrir, gegn dulhyggju, gegn dulgervingu
náttúrunnar, gegn draumflökti og sentimentalisma.
Þeirra hugarheimur á sér samsvörun í vísindum og
tækni, vélum og framleiðslu. Hér er þeirra sögulegi
grundvöllur og á hann leggja þeir áherzlu ásamt
hliðstæðum eigindum eins og hraöa og hugrekki,
og svo er það loks hinn fúturiski maður sem sigrar
sólina. Fagurfræðileg tengsl við siði og þjóðfélag
eru augljós. Heimspekilega hafa menn leitað að
nietzchiskum áhrifum, þ. e. hér sé sama áhersla á
viljann gegn allri nauðhyggju, og fortíðin sé þeim
eins og hinn dauöi guó Nietzches. Og sjáum viö
52