Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 3

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 3
Svart á hvitu 3. tbl. 2. árg. 1978 — Haust Útgefandi: Gallerí Suöurgata 7 101 Reykjavík Auglýsingasími: 2 92 93 Áskriftasími: 1 54 42 Ritstjórn: Árni Óskarsson Friðrik Þ. Friðriksson Steingrímur E. Kristmundsson Örn Jónsson Örnólfur Thorsson Ábyrgðarmaður: ÞórleifurV. Friöriksson Uppsetning og frágangur: Þórleifur V. Friðriksson Árni Óskarsson Ljóssetning: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentun: Prentsmiöjan Oddi hf. Filmuvinna: Korpus hf. Bókband: Sveinabókbandið Forsíðumyndin er eftir Peter Schmidt. Til lesenda Með þessu tölublaði hefjum við öfluga útbreiðslu- herferð. Raunar kemst útgáfa tímaritsins ekki á fastan fjárhagslegan fót fyrr en áskriftir standa undir kostnaði og ekki þarf að treysta á guð og gæfuna í lausasölu. Að því er stefnt með þeirri út- breiðsluherferð sem nú stendur yfir og við heitum á alla þá sem hugsa hlýlega til tímaritsins að bregð- ast snarlega við og leiða vinum og vandamönnum ritið fyrir sjónir og hvetja þá til að gerast áskrifend- ur. Þar má enginn liggja á liði sínu. Ekki hefur enn reynst unnt að greiða ritlaun fyrir það efni sem berst og þeir sem vinna við útgáfuna hljóta enga umbun síns erfiðis í veraldlegum gæðum þessa heims. Meðal nýmæla í þessu hefti má telja efni sem varðar leiklist — grein um ítalska leikskáldið Dario Fo og viðtal við tvo félaga Alþýðuleikhússins. Nú ættu áhugamenn á þessu sviði að sletta bleki á blað og senda okkur efni. Efnisyf irlit Erna Indriðadóttir: Enn lifir Alþýðuleikhúsið .................. 2 Guðbrandur Siglaugsson: Tvö Ijóð ..................................... 5 Jórunn Sigurðardóttir: Leikhús Dario Fo ............................. 6 Þórarinn Eldjárn: Þrennt úr fórum höxa (Ijóð) .................. 12 Megas: Plaisir d’amour 2 (smásaga) .................. 15 Gallerí tímaritsins .......................... 23 B.S. Johnson: Bókhald Krissa Malry ......................... 31 Pete Brown: Ljóð ......................................... 37 Jan Zumbrink: Sólarathugunarstöð Robert Morris ............. 38 Roger McGough: Ljóð ......................................... 40 Gestur Grímsson: „Hundingsspott" .............................. 41 Böövar Björnsson: Amicitia (Ijóð)............................... 49 Walter Benjamin: Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar .. 50 Margvísleg starfsemi er fyrirhuguð á vegum gallerísins í vetur. Af listamönnum sem sýna á næstunni má nefna Endre Tót, ,,Strauma ’68“ (Freddy & the Fighters), Guðrúnu Erlu, Kristin Guðbrand Harðarson og Svölu Sigurleifsdóttur. Ennfremur setur galleríið upp samsýningu í Lundi í Svíþjóð í desembermánuði. Þá hefur kvenna- hljómsveitinni The Feminist Improvising Group verið boðið hingað og heldur hún tvenna tónleika í Reykjavík í nóvembermánuði. Takist vel til með þá hljómleika er fullur hugur í mönnum að bjóða hingað fleiri tónlistarmönnum. Að lokum viljum við geta þess að áskrifendur erlendis verða nú að greiða kr. 5000 í áskriftargjald (fyrir 4 tbl.) vegna mikils sendingarkostnaðar. Skorum við á alla áskrifendur að greiða áskriftar- gjöld sín hið snarasta. Ritstjórn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.