Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 13

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 13
burðarásina heldur öfugt — atburðarásin mótar þær. Atburðarásin markar þróuninni braut, per- sónurnar eru eins og hjól í vélinni sem ræður framrás verksins með því að afmynda, stækka, hægja og flýta. Persónurnar mótast af því að þurfa sínkt og heilagt að taka afstöðu til þess sem er að gerast, bæði í orði og verki. Val þessa leikforms er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun og það krefst al- mennrar pólitískrar virkni af leikurunum sem og mikillar hæfni í leikrænni tjáningu. Ef svo er ekki, er þetta form dauðadæmt, eða bara innihaldslaust hláturgas." Eftir langa og stranga baráttu viö borgarstjórn Mílanóborgar tókst leikhópnum 1974, með aðstoð áhorfenda sinna, að eignast eigið hús fyrir starf- semina, smáhöllina Palazzina Liberty við Corso xxii Marzo, um það bil hálftíma gang frá miðborg Mílanó. Höll þessa átti að rífa þegar La Commune tók hana á sitt vald ásamt verkamönnum og stú- dentum. Þegar stjórnvöld viðurkenndu umráðarétt leikhópsins á þessu húsnæði viðurkenndu þau um leið hópinn sem hluta af leiklistarlífi borgarinnar sem er afar blómlegt. Fyrsta frumsýningin í nýja húsinu var á Non si paga — non si paga, síðan kom La marihuana della mamma e la piu bella (Mari- húanað hennar mömmu er alltaf best), leikrit um nautnalyf í nútímaþjóðfélagi í beinni og yfirfærðri merkingu. 1977 gekk svo sjónvarpið að öllum skil- málum leikhópsins um sýningar á sjö þáttum með verkum Fo. Auðvitað voru ekki allir jafn ánægðir með þá ákvörðun. Nú á dögum keppast leikhús á vesturlöndum við að setja á svið nýrri verk Fo, enda er þar verðugt viðfangsefni. Uppfærslurnar eru á hinn bóginn misjafnar og oft vill boöskapurinn fara fyrir ofan garð og neðan. Þó sýningarnar séu yfirleitt mjög vinsælar, oft þær vinsælustu á leikárinu, er lítið leitast við að ná sambandi við þá áhorfendur sem verkin eru raunar skrifuð fyrir. Oft og tíðum virðast þessar sýningar þjóna því markmiði einu aö rétta við kassa leikhússins, ná jafnvægi í hinum fjár- hagslega línudansi og um leið skemmta fastagest- unum með einum gamanleik á leikárinu, — og er það miður. SVART A HVlTU 11

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.