Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 33

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 33
Bókhald Krissa Malry III.—V. kafli skáldsögunnar Aðalsteinn Ingólfsson þýddi Myndskreyting: Werner Wellsandt B. S. Johnson B. S. Johrtson er fæddur í London árið 1933 og fyrirfór sér í nóvember 1973. Hann vann sem skrif- stofumaður í banka en hóf nám í enskum bók- menntum 23 ára gamall við Lundúnaháskóla og hlaut verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu sína ,,Travell- ing People“ og Ijóðabók árið 1962. Alls skrifaði Johnson sjö skáldsögur og tvær Ijóðabækur, auk þess sem hann gerði kvikmyndir fyrir sjónvarp, aðallega heimildamyndir auk tveggja kvikmynda um byggingalist og hlaut ein kvikmynda hans fyrstu verðlaun á stuttfilmuhátíðinni í Melbourne árið 1968. Tvö leikrit eftir Johnson hafa verið flutt á sviði og ritgerðasafn eftir hann kom út undir nafninu ,,Aren't You Rather Young To Be Writing Your Autobiography“ rétt fyrir dauða hans. Það er erfitt að lýsa ritlist Johnsons í stuttu máli. Hann er umfram allt drepfyndinn og kímnigáfa hans er bæði ísmeygileg og fjarstæðukennd, en þó Þriðji kafli — Farvel til móður Krissa Krissi bjó um þessar mundir með móður sinni í námunda við Hammersmith brúna við Mall veg- stubbinn, a.m.k. það sem eftir var af honum að ýmsum framkvæmdum við nálæga hraðbraut og vegamót loknum. Þegar hann kom heim til sín þennan dag (og nú er tíminn orðinn nokkuð samfelldur í bókinni) reis móðir Krissa á fætur og bauð hann velkominn. Síðan sagðist henni á þessa leið: „Sonur sæll: í þágu þessarar skáldsögu hef ég nú verið móðir þín síðastliðin átján ár og fimm mánuði akkúrat, — ef gera má ráð fyrir að þú hafir komið undir eftir miðnætti. Þar sem þú hefur nú dottið niður á Stóra Hugmynd, er hlutverki mínu í raun og veru lokið". Móðir Krissa þagnaði sem snöggvast. Síðan hélt hún áfram. ,,Ekki er ég að kvarta yfir hlutskipti mínu. Ég er hæstánægð með þaö sem ég hefi áorkað um dag- ana. Ég hef alið þig upp án þess að stríðala þig og matreitt ofan í þig án þess að taka tillit til þeirra mannúðleg í hæsta máta. Samuel Beckett kallaði Johnson ,,sérstakan hæfileikamann á ritvellinum og verðskulda stórum meiri athygli en hann hefur hlotið hingað til“. ,,Bókhald Krissa Malry“ (Christie Malry’s Own Double Entry) var fjórða skáldsaga B. S. Johnson og fjallar um blókina Krissa sem ætlar sér að kom- ast áfram í heiminum, aðallega með hjálp peninga. Til að vera sem næst peningum fer hann að vinna í banka, þar sem hann lærir bókfærslu og fær Stóra Hugmynd. Hún felst í því að bókfæra allt það sem hann á inni hjá veröldinni. Hann byrjar smátt, með því að stela eyðuþlöðum, brjóta götuljós, sparka í hunda en endar á því að sprengja skrifstofu Skatt- stjóra íloft upp og byrla 20.479 Lundúnabúum eit- ur. Þegar hér er komið sögu, er Krissi að því kom- inn að leggja út á lífsins veg fyrir alvöru. A. I. matareitrana sem hafa verið í tísku gegnum tíðina. Þeir hlutar líkama míns sem forboðnir og bannaðir hafa verið undanfarinn aldarfjórðung, hafa ekki verið þér opinberir síðan þú varst þriggja ára. Án ektamaka hef ég togað þig úr grasi og vanið þig á að leiða eigi hugann að föðurmyndinni þinni, án þess þó að skaða það sem nefnt er „sálarheill" þín. Ég er stolt af því sem þú ert, ef slíkar tilfinningar hafa þá einhverja þýðingu. Ekki hef ég að heldur orðið þess valdandi að persónuleiki þinn litaðist af þeim karlmönnum sem ég hefi leyft að stíga innfyrir þröskuld minn og smeygja sér inn í hið allra heilagasta (því eigi er ég tilfinningalaus drumbur). Þetta rósamál nota ég, Krissi minn, til að valda þér ekki kinnroða, því venjulega eru synir orðnir þrí- tugir áður en þeir geta rabbað um kynferðismál við mæður sínar. Og önnur umræðuefni líka, finnst mér stundum (þegar mannhatur sækir að mér).“ Aftur þagnaði hin elskulega móðir, hugsaði sig um og sagði svo: „Ég leyfði þér jafnvel að hafa húsdýr, köttinn, til að örva í þér einhvers konar ástúð, þótt Austri hefði óneitanlega í för með sér aukna vinnu fyrir mig, við aö flá og brasa mýs og önnur smákykvendi sem hann færði okkur reglulega. Til allrar hamingju gaf SVART Á HVÍTU 31

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.