Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 38

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 38
hann hafði fengið sendar voru ekki bara uppþorn- aðar heldur einnig þrútnar af maðki. Orðstír veit- ingahússins hafði minnkað fyrir bragðið (eða bragðleysið) og veitingamaðurinn, Skater að nafni, hrópaði á hefnd. í fyrsta bréfi sínu hafði hann reyndar farið fram á að fá í pósti höfuð fram- kvæmdastjórans, auðmjúka afsökun og gríðarleg- ar bætur. Nú sá Krissi sér til leióinda að í nýjasta bréfinu virtist mesti ofsinn úr svívirðingum Skaters. (því var langur listi yfir þær sneiðar af vörunni sem ekki höfðu gengið út, vörunúmer og endaði á lág- kúrulegum vaðli um það sem mundi ske, ef æðstu máttarvöld fyrirtækisins mundu ekki hringja í sendanda eins og skot og biðjast afsökunar. Krissi fjarlægði þetta bréf. Síðan gramsaði Krissi í bréfakörfu sinni uns hann fann umslagið utan af bréfi Skaters og fjarlægði það sömuleiðis. Enginn var áhorfandi að þessu. Af kæruleysislegri lipurð stakk Krissi Malry bréf- inu aftur í umslagið, smeygði því í kjöltu sér þar sem það lá stundarkorn. Síðan tók hann fram vasaklút sinn, lagði hann yfir bréfið og smokraði hvoru- tveggja niður í buxnavasa sinn vinstra megin. Þar glóði bréfið, eins og venja er um slík bréf, það sem eftir var morguns. Ekki verður hringt í þig fyrir nónbil Skater minn, hugsaði Krissi með sér. Niður með Hammersmith brú sat Krissi í lög- boðnum matartíma sínum og mataði fuglana með fitu af bringukolli sem hann hafði keypt í búóarholu við hliðina á kvikmyndahúsinu á Breiðgötu. Kjötið át hann sjálfur. Þrestir valkókuðu um stýrishúsið á húsbát sem bundinn var við bakkann, dúfur kurr- uðu á gangstéttinni og mávar svifu um loftin blá, gargandi eins og þeirra er siður. En hér gerist ég helst til hátíðlegur. Með fituklístrugum höndum reif Krissi bréf Skaters í tætlur og næsta hálftímann dreifði hann þeim á flóðið sem átti eftir að bera þær framhjá vöruskemmum Harrods, Grosvenor brúnni, Bugsby nösinni, Froskeyju og öðrum rómantískum stöðum. Þetta voru endalokin, þ.e. hvað tætlurnar snerti. Datt mér ekki í hug, hugsaði Krissi með sér, — Skater ætlar að bíða þangað til hádegisannirnar eru á enda í veitingahúsinu. í hvert sinn sem síminn hringdi hélt Krissi að Skater væri á línunni. Þar var hann staddur klukkan tíu mínútur yfir þrjú og var nú ekki áfjáður að ræða við blækur eins og Krissa heldur Framkvæmdastjórann sjálfan. Krissi gaf honum samband við Deildarstjóra sinn, Hr. Wagn- er. Krissa var þá kunnugt um uppnefni Wagners, — Rúnki. Svo mikil var reiði Skaters að Krissi átti auðvelt með að heyra hvert orð og án þess að leggja við eyrun. Skater hóf mál sitt á því að spyrja hvers vegna ekkert hefði verið gert varðandi um- kvartanir hans. Wagner sagði honum að engar umkvartanir hefðu borist bréflega. Til að vera alveg viss í sinni sök flýtti Deildarstjórinn sér að skrifborði Krissa og leitaði vandlega í því og síðan barst leitin yfir á borð tveggja annarra, ritarans og aðstoðar- deildarstjórans. Prófaðu úti á Ballarhafi, hugsaði Krissi, gagntekinn ánægju. Þegar Skater var tilkynnt að ekkert bréf væri að finna, heyróust viðbrögö hans yfir nær alla deildina og bætti hann ennfremur við að væri hann á staðnum, mundi hann framkvæma útspark á Wagner gegnum gluggann. Deildarstjóra Krissa var ekki um slík fyrirheit og án þess að hafa það hugfast að hann væri með því að leggja orðstír fyrirtækisins í hættu, þá svaraði hann þvítil að hann mundi mæla með útrýmingu Skaters hið snarasta. Þessu svaraði Skater með því að leiða líkum að því að Wagner þjáöist af njálg, en þá ályktun byggði hann á talsmáta hans, en þar hitti hann (óréttlátt) á snöggan blett (því það var satt). Wagner svaraði með því eina orði sem honum datt í hug á því augnabliki „eineistingur", — en þar fannst Krissa hann setja niður þar sem hann hafði aldrei haft tækifæri til að rannsaka hvort hann hefói rétt fyrir sér í þeirri fullyrðingu. Og meó krampakenndum kokhljóðum báðum megin endaði samtalið, án nokkurs forboða um friðarviðræður. Mikið lifandis skelfing fannst Krissa þetta gaman... Þegar Krissi kom heim á Mall Road, þá fannst honum loksins sem hann ætti þar heima því eitt bréf lá þar á mottunni og bar nafn hans. Samtök nokkur hugðust selja honum blómlauka í góð- gerðarskyni, báðu hann ásjár og létu gíróseðil fylgja með. Krissa fannst það vera dálítið Debít að eyða tíma í lestur slíkra bónbréfa og varð sér þegar út um Kredít með því aö loka umslaginu og senda það þegar í stað til síns heima, án gíróseðils. Þegar hann kom heim af pósthúsinu, steikti hann fulla pönnu af lauk og pylsum handa sjálfum sér. Síðan hóf Krissi að sýsla við bókhaldið. 36 SVART Á HVlTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.